Morgunblaðið - 16.12.1986, Side 22

Morgunblaðið - 16.12.1986, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 Ondvegisbók Útlendingurinn eftir Nóbelsverðlaunahöfundinn Albert Camus er fágætlega vel samin saga og listilega íslenskuð. „Stíll þeirrar sögu, sem hér birtist, hefur verið líkt við fágað gler, blikandi stál og önnur alskír efni.“ (Bj. B. í formáls- orðum). 13TA 5 veittur ^ bar afstátwr verUleö lr \onma\da SVóðapa^Jnðat, stafú VIÐ SEUUM ATOMIC SKIÐI, SALOMON SKIÐASKÓ OG BINDINGAR TOppvöí«R SPORTBÆR Selfossi SPORTBÚÐ ÓSKARS Keflavík JÓN HALLDÓRSSOn Dalvík SPORTBÚÐIB Drafnarfelli SKÍÐALEIQAN v/Umferðarmiðstöðina SPORTVAL v/Hlemm BIKARIMB Skólavörðustíg SPORTHÚSIÐ Akureyri MÚSIK & SPORT Hafnarfirði SPORTHLAÐAH ísaflrði íslandseldar Békmenntir Erlendur Jónsson Ari Trausti Guðmundsson: ÍSLANDSELDAR. 168 bls. Vaka—Helgafell. í jarðsögunni eru tíu þúsund ár sem andartak eitt. Þó er þetta tíma- bil öðrum merkilegra. Fyrir tíu þúsund árum, eða rúmlega það, var ísöld lokið norður hér. Við tók hlý- skeið sem sumir telja að nú sé senn á enda. Mannkynið var þá orðið eins og það lítur út nú. Akuryrlqa hófst, ef til vill vegna batnandi loftslags. Vera má að um svipað leyti hafi maðurinn byijað að brugga vín úr beijum. Búseta færð- ist norður á bóginn. Skilyrði til menningar voru að skapast. Það var vor á jörðinni. Því er eðlilegt að Ari Trausti skuli velja þetta tímabil til umijöllunar, enda kallað »nútími« á mali jarðfræðinga. — »Eldvirkni á íslandi í 10.000 ár« er undirtitill bókarinnar. Þetta er afar glæsilegt rit, mynd- skreytt mjög og sannarlega fyrir augað ekki síður en fræðiástríðuna. Málaðar og teiknaðar skýringar- mjmdir eru líka eins og best verður á kosið. Sú er ein sérstaða fslendinga að jarðfræðiþekking er hér meiri og almennari en annars staðar. Leið- sögumenn verða hvarvetna að vera við því búnir að þeir séu spurðir um myndun og jarðsögu. Basalt, líparít og móberg eru orð sem fólk tekur sér í munn um Ieið og það nýtur bláma fjallanna eða klífur himingnæfa tinda. Það lætur sér ekki nægja yfírborðsþekkingu held- ur vill það fylgjast með því sem nýjast er í vísindunum á hveijum tíma. Það gerir sér ekki að góðu neinn bamalærdóm. Þetta veit Ari Trausti og fer eft- ir því. Og þar af leiðandi semur hann textann fýrir lesendur sem þegar vita talsvert um efnið. Hann skiptir bók sinni í kafla og tekur fýrir eitt eldstöðvakerfí í hveijum. En um verk sitt segir Ari Trausti í formála: »Efni bókarinnar er ekki sprottið af rannsóknum höfundar. Hann leyfír sér þó stundum að setja fram tilgátur eða ályktanir. Þess er þá sérstaklega getið. Efnið er aðallega unnið úr ritum annarra og stundum úr samtölum við vísindamenn.« ísland er eins og tilraunastöð fýrir jarðfræðinga. Svo er talið að hér gjósi á hveijum fímm árum til jafnaðar, einhvers staðar á landinu, og geta þau orðið æðimörg, gosin, á meðal mannsævi. Þótt hér hafí orðið fjögur eða fímm gos síðasta aldarfjórðunginn skil ég svo að jarð- fræðingar telji sig hafa lært einna mest af Kröflueldum. Vegna mann- virkja — og einnig nálægðar við byggð — hefur verið fylgst með þeim betur en nokkrum eldgosum öðrum. Surtseyjargosið var að því leyti merkilegt að þar hófst gos á sjávarbotni og skildi síðan eftir sig myndarlegan útvörð fyrir landið. Heimaeyjargosið kom á óvart. Heklugosið 1947 er enn i fersku minni þeim sem miðaldra eru eða eldri. En af fyrri alda gosum ber Skaftárelda langhæst. Þeir hvíla eins og skuggi yfír sögu 18. aldar. En geta gos komið á óvart víðar en í Heimaey? Hvað um Snæfells- jökul svo dæmi sé tekið? Hans er raunar getið í síðasta kafla þessar- ar bókar. Af forvitni sökum hlaut ég að lesa þann kafíann fyrst. Jök- Ari Trausti Guðmundsson ullinn er þó alltaf augnayndi okkar Reykvíkinga. Og líka veðurspár- merki. Of djúpt mun tekið í árinni að segja að þar geti gosið hvenær sem er. Þó eru þar virkar eldstöðv- ar, það er staðreynd. Og þar er þéttbýli á næstu grösum. Bjami Thorarensen orti um gos í Eyjafjallajökli. Talið er að upp úr því hafi ólgandi Þverá byijað að velta yfir sanda svo um munaði. »Síðar kann að koma í ljós að Eyja- fjallajökull hafí gosið oftar undan- farin árþúsund en nú er vitað,« segir Ari Trausti. Á Kötlu þarf varla að minna. Meðan hennar var helst von, fyrir svo sem tíu til fímmtán árum, gaf maður henni lúmskt auga hvert sinn er ekið var yfír sand. En þar hefur margt breyst í ald- anna rás. Ari Trausti minnir á að eldstöðin hafí upphaflega gengið undir nafninu Kötlugjá. Þá hafí jöklar verið minni og sjálf eldstöðin ekki verið jökli hulin svo mjög sem nú. En Katla er varla búin. Hún á örugglega eftir að minna á sig. Oræfajökull getur átt eftir að bæta við hæð sína því hann telst til eldfjalla. »Jökullinn er ekki að- eins stærsta eldfjall landsins,« segir Ari Trausti, »heldur hefur hann líka nokkra sérstöðu. Hann hefur lengi verið talinn eina virka eldstöðin utan stóru eldvirku svæðanna, þótt Suðurlandsgosbeltið sé reyndar ekki langt undan.« Höfuðborgin stendur ekki á eld- gíg, að vísu, en liggur þó skammt frá einhveiju eldvirkasta svæði landsins. Mikill hluti Reykjanes- skagans er bmnahraun. Um þetta svæði segir Ari Trausti: »Talið er að gosmyndanir frá nútíma séu að minnsta kosti 42 rúmkflómetrar og hraunin þekja rúmlega 1060 fer- kflómetra. Eldstöðvamar em vafa- lítið 200 eða fleiri.« Eldstöðvum fylgja gjama jarð- skjálftar og minnir Ari Trausti á að jarðskjálftar séu tíðir á svæðinu. Fyrir þá, sem áhuga hafa á jarð- fræði en hafa ekki tækifæri til að ferðast langar leiðir, er Reykjanes- skaginn tilvalið rannsóknarefni. Eins og fyrr segir er bók þessi mjög myndskreytt. Hygg ég að óvíða gefi að líta landslagsmyndir þar sem betur fara saman fróðleik- ur og augnayndi. Margar mynd- anna em teknar úr lofti og sýna því gíga og aðrar eldgosaminjar sem lítið ber á eða alls ekki sjást þegar horft er af láglendi. Kort em lfka víða með textanum. í fáum orðum sagt: vandað rit, fallegt og sérlega fróðlegt. HRINGDU og fáðu áskriftargjöldin skuldfærð á greiðslukorta- reikning þinn mánaðarlega. m SÍMINN ER 691140 691141

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.