Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 24

Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 REDOXON Mundu eftir C-vítamíninu. Frönsku skórnir komnir Xaviér Danaud •JOSS Laugavegi 101— Sími 17419 LÉTT OG LJÚF SKEMMTISAGA SEM HITTIR í MARK Sjálfstætt framhald af BARA STÆLAR! sem varð ein af söluhæstu bókunum í fyrra. „Það má segja að hér sé Andrés í essinu sínu. Hann lætur gamminn geisa í sérlega fjörugum stíl og hugmyndaríkri sögufléttu..." „Hér er ekki á ferðinni harðsnúið lið Stallona heldur ofboð venjulegir íslenskir krakkar með mannlegar tilfmningar og veikleika - ýmist að springa úr monti eða missa hjartað í buxurnar. Þetta er létt og ljúf skemmti- saga sem mér sýnist hitta í mark...“ H.H. DV 9. des. Gámasölur eftir ÓlafHelga Marteinsson Að undanfömu hafa birst í blöð- um greinar þess efnis að vinnsla sjávarafla innanlands standist ekki samanburð við útflutning á ísuðum físki í gámum. í þessum útreikning- um hefur verið miðað við markaðs- verð í Englandi í nóvember 1986, sem líklega er það hæsta sem um getur á þeim markaði til þessa. Meðalverð á gámasölum frá ára- mótum til loka september í Grims- by, miðað við gengi 3/12 1986, er hins vegar kr. 50,38 (sjá línurit). Þetta verð segir ekki alla söguna því rýmun á fiskinum er mjög mik- il. Sjaldnast er fískurinn veginn inn í gámana og er undarlegt hvað menn láta sig þetta litlu varða. I þeim tilfellum sem ég veit um að fískurinn hafí verið veginn inn í gámana hefur komið í ljós að rýrn- unin er á bilinu 11 til 17% Í síðasta tölublaði Sjávarfrétta er fullyrt að ísfískur í gámum skili 18% meiru en freðfiskur til vergrar þjóðarframleiðslu. Um þetta efast ég, og skil ekki þennan útreikning. Veiðar og vinnsla eru líklega að 3/t hlutum í eigum sömu aðila, en flytja samt sem áður út hráefni sem gefur þeim að meðaltali ekki meira en kr. 50,38. Sem dæmi um hvernig menn sem bæði eiga veiðiskipið og fískvinnsl- una verða að bera þessa kosti saman, tek ég tvo gáma sem seldir voru 30.9. 1986 fýrir verð sem er rúmlega 20% hærra en meðalsölu- verð í Grimsby fyrstu níu mánuði ársins. Inn í gámana voru vigtuð 32.418 kg af þorski, seld voru 28.875 kg, rýmun 12,3%. „Útflutningur á ísuðum f iski er góð viðbót við aðrar greinar sjávarút- vegs, en þennan út- f lutning verður að stunda af meiri fyrir- hyggju en gert hefur veriðtil þessa.“ Kr. Söluverð Englandi 1.750.617 Erlend umboðsl. 43.765 Löndunarkostn. erl. 105.926 Flutningsgjöld 106.442 Útskipun 14.682 Vörugjald 2.965 Innl. umboðsl. 17.506 Matsvottorð 1.200 Bankakostnaður 7.036 Akstur innanlands 60.000 Annar kostnaður 7.000 Auknir aflahlutir 184.952 Samtalskostnaður 551.474 Framlegð 1.199.143 eða 36,99 kr. pr. kg. Ef þessi afli hefði farið til vinnslu í frystihúsi og verið unninn í 5 lbs. og blokk, sem er algeng vinnsla, lítur dæmið þannig út: 5 lbs 10.455x154,74 = 1.617.807 kr. Blokk 3.485x121,20= 422,382 kr. Skilaverð Vinnulaun Umbúðir Rafmagn Samtals kostnaður 2.040.189 kr. 390.402 kr. 78.434 kr. 35.660 kr. 501.840 kr. Framlegð Framlegðin fer til þess að greiða kostnaðinn og afborganir af útgerð og fiskvinnslu. Þær tölur sem hér hafa verið til- færðar eru rauntölur og eftir þeim skilar fiskurinn sem unninn er inn- anlands rúmlega 28% meiri fram- legð og rúmlega 27% meiri gjaldeyri inn í landið. Eins og skiptakjörum á gáma- fiski er nú háttað taka sjómenn svo til enga áhættu, söluverð erlendis þarf ekki að vera nema 3—4 kr. hærri en verðlagsráðsverð svo þeir hagnist á útflutningi aflans. Til þess að gera heimalöndun vænlegri fyrir sjómenn þarf að hækka skipta- verð á físki sem landað er hérlendis og auka áhættu sjómanna til jafns við útgerðina á gámaútflutningi. Það má furðulegt heita að verka- lýðsfélög, sveitarfélög og fleiri aðilar sem málið varðar skuli ekki hafa lýst skoðun sinni á þeirri tekju- tilfærslu sem útflutningur á fersk- um físki í gámum hefur í för með sér. Svo virðist sem tekjumar sem Islenskt fiskvinnslufólk hefði haft af fullvinnslu aflans flytjast annars vegar yfír til bresks fískvinnslufólks og hins vegar til íslenskra sjó- manna. Útflutningur á ísuðum fiski er góð viðbót við aðrar greinar sjávar- útvegs, en þennan útflutning verður að stunda af meiri fyrirhyggju en gert hefur verið til þessa. Mikilvægt er að hver útgerðarmaður og físk- verkandi vegi og meti sínar aðstæð- ur en notist ekki við sögusagnir um afkomu skipa og fyrirtækja sem þennan útflutning stunda. Höfundur er skrifstofustjóri hjá Guðm. Runólfssynihf. Breytingarnar á bónussamningunum: Launalækkun hefði orðið samkvæmt fastnýtingarkerfi „ÞAÐ er óljóst hvort fólk hér sættir sig við þessa samninga og það gerir það alla vega ekki nema tryggt sé að það tapi engu á þeim,“ sagði Hafþór Rósmundsson hjá verkalýðs- félaginu Vöku á Siglufirði í samtali við Morgunblaðið. Vaka á nú í viðræðum við vinnuveitendur á Siglufirði um nýja kjarasamninga, en félagið var ekki í samfloti með öðrum félögum í Alþýðusambandinu um kjarasamningana sem und- irritaðir voru á dögunum. Hafþór sagði að fólki líkaði ekki alls kostar við það að starfs- aldurshækkanir væru kaffærðar með þessum nýju samningum. Þá hefðu þær breytingar sem gerðar voru á bónuskerfunum beinlínis valdið launalækkun hjá fólki sem afkastaði miklu og ynni eftir fastnýtingarkerfí í bónus, en svo nefnist það bónus- kerfi sem í gildi er á Siglufirði, Akranesi, Húsavík og Austfjörð- um. Jafnframt hefði verið óljóst hvort fólk með meðalafköst myndi halda sömu launum eða bera einnig skarðan hlut frá borði. Hafþór sagði að hann hefði komið auga á þetta á laugardag- inn fýrir viku síðan, strax eftir að hann hafði fregnir af inni- haldi samninganna. Það hefði tekið hann helgina og mánudag og þriðjudag að fá menn til þess að viðurkenna að hann hefði rétt fyrir sér hvað þetta snerti og í framhaldi af því hefðu verið gerðar þær breytingar á samn- ingnum um bónusmál sem frá er skýrt í Morgunblaðinu á laug- ardag.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.