Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 35

Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 35 Stofnun ferðamála- skóla er tímabær eftir Gunnar G. Schram Ferðamannaþjónusta er sú at- vinnugrein sem um þessar mundir er í einna mestum vexti af öllum grein- um atvinnulífsins hér á landi. Allar líkur eru á að sú þróun muni halda áfram á næstu árum og ferðamálin verði æ mikilvægari þáttur í þjóðar- búskap okkar íslendinga. Til þess að svo megi verða er þó nauðsynlegt að búa vel að þessari starfsemi og það á ekki síst við um menntun þeirra sem að ferðamálum starfa. Þeir sem vilja starfa við ferða- mál, og mennta sig í þeim efnum, verða nú að sækja nám sitt að lang- mestu leyti til skóla erlendis. Tillag-a á Alþingi Af þessum sökum bar ég fyrir skömmu fram tillögu á Alþingi um stofnun fyrsta ferðamálaskólans hér á landi. í tillögunni er ríkisstjóminni falið að hraða undirbúningi að stofn- un slíks skóla. Þar er gert ráð fyrir að veitt verði menntun í þeim greinum sem tengjast alhliða ferðamannaþjón- ustu svo að ekki þurfí lengur að sækja nám í þessari ört vaxandi at- vinnugrein til útlanda. 3.500 ársverk Spytja má hver sé nauðsyn þess að stofna slíkan skóla. Því er best svarað með því að benda á hve mik- ill fjöldi manna starfar nú þegar við ferðamannaþjónustu og hvert er orð- ið mikilvægi ferðamalanna í íslensk- um þjóðarbúskap. A síðasta ári er áætlað að ársverk þeirra, sem störf- uðu að ferðamálum, hafí verið um 3.500 og stefnir þar í verulega aukn- ingu. Til samanburðar við aðrar atvinnu- greinar má nefna að vægi ferðaþjón- ustu á vinnumarkaði er nú heldur meira en allrar bankastarfsemi í landinu. Þessi staðreynd sýnir að tímabært er orðið að komið verði á skipulegri fræðslustarfsemi fyrir þann mikla fjölda sem að ferðamálum vinnur, ekki síst með það í huga að allar vonir standa til að veruleg aukn- ing verði á þessu sviði á næstu árum. Er það ekki síst vegna vaxandi kynn- ingar á íslands erlendis, m.a. í kjölfar leiðtogafundarins sem hér var hald- inn í haust. Gjaldeyristekjur um 4 milljarðar króna Mikilvægi ferðaþjónustunnar má einnig sjá af því að nú skilar hún meiri tekjum í þjóðarbúið en margir gera sér ljóst. Á þessu ári munu gjald- eyristekjur af erlendum ferðamönn- um nema um 4 milljörðum króna og er þá ekki tekið tillit til „duldra gjald- eyristekna". Hinar beinu gjaldeyris- tekjur eru um 7% af heildarútflutn- ingstekjum þjóðarinnar og jafngilda um 40% af útflutningstekjum allra frystra fískafurða landsmanna. Af þeim tölum sést hve gildur þáttur í þjóðarbúskapnum ferðamannaþjón- ustan er þegar orðin. En hér er ekki aðeins um það að ræða að ferðamannaþjónustan stór- bæti gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar. Aðrar atvinnugreinar hafa einnig hag af henni. Má þar nefna auknar tekjur flugfélaganna, gisti- og veitinga- staði, sérleyfis- og hópferðaakstur, leigubifreiðaakstur, framleiðslu og sölu matvæla, minjagripa og fatnað- ar. Erlendir ferðamenn eru þvi eins konar viðbót við neytendur landsins. Nýjar leiðir Hingað munu koma um 110 þús- und erlendir ferðamenn á þessu ári. Á því leikur ekki nokkur vafi að sé hér rétt á málum haldið og mótuð ákveðin og markviss ferðamálastefna getur ferðamönnum farið mjög fjölg- andi á næstu árum. ísland er land hins hreina vatns, tæra lofts og óm- engaðrar náttúru. Hingað hafa því ferðamenn margt að sækja og ómældir eru þeir möguleikar, sem felast í þeim kostum, sem ísland hef- ur yfír að ráða í hverum sínum og heitum laugum. Á því sviði getur mikil uppbygging átt sér stað ekki síður en á sviði hótel- og gisti- þjónstu, en þar er nú mjög vel að verki staðið þessi misserin fyrir frum- kvæði dugmikilla einstaklinga. Gunnar G. Schram „Þetta sýnir að fyllilega er orðið tímabært að koma á fót almennum f erðamálaskóla þar sem auk gisti- og veit- ingareksturs yrðu kenndar aðrar greinar sem að móttöku og þjónustu við ferðamenn lúta.“ Þetta sýnir að fyllilega er orðið tímabært að koma á fót almennum ferðamálaskóla þar sem auk gisti- og veitingareksturs yrðu kenndar aðrar greinar sem að móttöku og þjónustu við ferðamenn lúta. Má þar nefna rekstur ferðaskrif- stofa og störf á því sviði, svo sem skipulag ferða, ráðstefnuhald, útgáfu farseðla og markaðs- og kynningar- mál. Annar þáttur er leiðsögn ferða- manna, en á því sviði er þegar um árlegt námskeiðahald að ræða. Þá má nefna gestamóttöku, tungumála- nám o.fl. auk þeirra greina sem tengjast rekstri hótel- og gistihúsa í þéttbýli og dreifbýli. I þessari tillögu er ekki um það fjallað hve langt slíkt nám ætti að vera eða hvar í skólakerfínu ætti að fínna því stað. Ekki sýnist þó nein ástæða til að um háskólanám verði hér að ræða. Undirbúningur þegar hafinn Nokkur undirbúningur að þessu máli hefur þegar átt sér stað. Árið 1983 var gerður samningur milli menntamálaráðuneytisins og bæjar- stjómar Kópavogs um skólahald á framhaldsskóla- og grunnskólastigi í Kópavogi. Er m.a. gert ráð fyrir að komið verði þar upp skóla í matvæla- greinum og að hagkvæmt yrði að tengja saman hótel- og veitingaskóla og matvælaskóla. Hefur nefnd, sem um mál þessi hefur fjallað, gert ráð fyrir að við Menntaskólann í Kópa- vogi verði komið upp bóknámssvið- um, gestamóttökubraut og leiðsögu- braut, sem tengdist verknámi á matvæla- og hótelsviði. Með þessu hefur ákveðið undirbún- ingsstarf þegar verið unnið og greinilega er það bæði hagkvæmt og skynsamlegt að tengja nám í ferða- málum við Hótel- og veitingaskólann, sem verða mun í Kópavogi þegar húsnæði þar hefur fengist. Með stofnun fyrsta ferðamálaskóla landsins mun mikilvægt skref verða stigið til þess að efla þessa ört vax- andi atvinnugrein og það tryggt að ungt fólk, sem starfa vill að ferðamál- um, þurfi ekki lengur að sækja menntun sína út fyrir landsteinana. Höfundur er einn af alþingis- mönnum Sjálfstæðisflokks fyrir Reykjaneskjördæmi. Litir: Dökkblátt/grátt, hvítt/rautt, Rautt/grátt, dökkblátt/hvítt stærðir: 45-56 6.950.- LASERFRÁ ADIDAS Póstsendum samdægurs BOLTAMAÐURINN SPENNUSAGA ÁRS/NS lÍFSHÁSKI í LJBNADAl AA Hér er komin nýjasta skáldsaga breska met- söluhöfundarins Ken Folletts, sem meö,al annars er kunnur fyrir bækur sínar Þrenning, Lykillinn aö Rebekku, Nálaraugaog Maðurinn frá Sánkti Pétursborg. Lífsháski í Ljónadal hefur komiö út víöa um heim, vakiö mikla athygli og verið lalin besta spennusaga ársins af gagn- rýnendum. I' Lífsháska í Ljónadal er meistaralega * tvinnaö saman hraöa, spennu og ástar- ævintýrum þar sem ung bresk kona, franskur læknir og bandarískur blaðamaöur lenda í óvæntum átökum og ævintýrum. Jk Njósnir, starfsemi skæruliöa og N mögnuð átök setja svip á þessa frábæru spennusögu snillingsins Ken Folletts. VJUU IjrigafcU LAUGAVEGI 27 SIMI 15599 GOTT FOLK / SÍA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.