Morgunblaðið - 16.12.1986, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRÍÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986
m.
m
■mvm
Matinbleu tískugallar.
fallegir. 6 mismunandi smart teg-
undir, léttir, þægilegir. Víð og góð
snið.
Litir: Kóngablátt, grænt, svart,
rautt, dökkbleikt, hvítt, grátt, gult.
7.557
4.533
UVERSLUNIN
Metsölublad á hverjum degi!
TVIBURARNIR
PÉTUR OG PETRA
Bókmenntir
Sigurður Haukur Guðjónsson
Hans Peterson: Æ, þetta er sárt!
Þýðing: Sigrún Á. Eiríksdóttir
Almenna bókafélagið
Þetta er ein hinna frábæru
sagna, sem ekki mega gleymast.
Kemur þar margt til. Það fyrst að
sagan er skemmtilega skrifuð og
myndir meistaralega gerðar, nú svo
er hún fræðandi, ekki aðeins fyrir
böm, heldur uppalendur líka.
Tvíburamir Pétur og Petra em
skilin eftir í viku í umsjá afa og
ömmu í sumarbústað á eyju í skeija-
garðinum sænska. Ýmsu eru þau
gömlu hjónin vön, því að tveggja
metra sláninn, sonur þeirra, var
með meiri hrakfallabálkum er
þekktust. En hvað var hann bless-
aður hjá tvíbumnum? Föðurbetr-
ungar? Allt eftir því hvemig á er
litið. Þegar bömin hitta foreldra
sína á ný stendur í sögunni: „Sjáið
þið mig, kajlaði Pétur til mömmu
og pabba. Ég er með sjö plástra
ogtvö sárabindi. Og átta marbletti.
•— Hvað í ósköpunum er þetta,
sagði mamma og sté í land.
— Þetta er sonur minn, sagði
pabbi. Hann ætlar að líkjast mér.
Ég meiddi mig ekki neitt, eða
næstum því ekki neitt, sagði Petra
og faðmaði mömmu. Það leið bara
yfir mig og svo stóð í mér og svo
drakk ég eitur og gubbaði. Svo
flumbraði ég á mér ennið og sneri
mig.“
Vesalings afi og amma flýja
sæluna.
Hrakfallabálkamir leiða hugann
að því sem unglingum og uppalend-
um er þörf á að vita.
Aftan við söguna eru frábærar
leiðbeiningar um skyndihjálp,
þroskaferill bama ræddur og bent
á margt af því er varast ber. Þessa
bók ættu því foreldrar að lesa með
bömum sínum og ég fullyrði að slík
bók ætti að vera til á hveiju heim-
ili þar sem böm alast upp.
Ég hefði kosið að sjúkrakaflinn
væri skráður á stærra letri. Við sem
farin emm að missa sjón, lesum
hann ekki gleraugnalaust og gulu
leiðbeiningamar til foreldra er okk-
ur ákaflega óskýr.
Þýðing er góð, en stundum hefír
þýðanda verið vandi á höndum, t.d.
í upphafi þegar orðið eyðiey er not-
að með úrdrætti þó, um 200 manna
byggð. Eins þekktum við strákar
ekki þverbita á hníf í minni æsku.
En þetta eru hártoganir og skipta
engu.
Hafí allir sem að unnu þökk fyr-
ir frábæra bók.
Vegna
flutninga í janúar að
Skipfiolti 33
fiöfum við meirifiáttar
Rúmingarsölu.
Allt að 20% afsláttur.
Sparaðu þér filaupin oy
gerðu kaupin á Vöruloftinu
Vöruloftíð
Sigtúni 3, Sími 83075
Það þarf ekki sporhund til að leita uppi
lágu verðin á Vöruloftinu.