Morgunblaðið - 16.12.1986, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986
Landlæknir setur fundinn að Hótel Borg. Við háborðið eru, talið frá vinstri, Eiríkur Tómsson Hæstaréttarlögmaður, Björn Björnsson
prófessor, Ólafur Ólafsson landlæknir, Skúli G. Johnsen borgarlæknir og fundarstjóri, Kristján Erlendsson ónæmisfræðingur og Sigurður
Guðmundsson smitsjúkdómalæknir.
Borgarafundur á Hótel Borg;
Útbreiðsla alnæmis hérlendis
komin á alvarlegt stig
ALMENNUR borgarafundur var
haldinn að Hótel Borg, siðastlið-
inn laugardag, á vegum land-
læknisembættis, þar sem rætt
var um fræðslu og vamir gegn
alnæmi. Nokkrir framsögumenn
héldu erindi og að þeim loknum
voru almennar umræður.
Ólafur Ólafsson landlæknir setti
fundinn og fundarstjóri var Skúli
Johnsen borgarlæknir. Sigurður
Guðmundsson smitsjúkdómalæknir
og Kristján Erlendsson ónæmis-
fræðingur ræddu um alnæmi frá
sjónarhorni læknisfræðinnar. Sig-
urður gat þess m.a. að nýlega væri
fram kOmin ný tegund alnæmis-
veiru og væri þessi veira náskyld
íslensku visnuveirunni. Sigurður
gat þess að með hliðsjón af því að
fjórir menn hefðu lokastig sjúk-
ððmsins hérlendis. osr að fvrir hvem
einn slíkan gætu allt að 300 manns
verið með fyrri stig veikinnar, væri
ísland í 8. sæti að því er varðaði
útbreiðslu alnæmisveirunnar og í
5. sæti í Evrópu.
í erindi sínu, ræddi Kristján Er-
lendsson m.a. um leiðir í baráttunni
gegn alnæmi og þá sérstaklega um
möguleika þess að smitprófa stóra
hópa eða jafnvel alla þjóðina. Kristj-
án taldi marga vankanta vera á að
smitprófa alla þjóðina. í fyrsta lagi
væri slík prófun óhemju dýr
(u.þ.b.100 milljónir), í öðru lagi
þyrfti að framkvæma slíka prófun
oft ef hún ætti að gefa einhvem
árangur, í þriðja lagi gæti slík próf-
un gefíð fólki falska öryggiskennd
og síðast en ekki síst þyrfti að prófa
alla þjóðina í einu, en slíkt hlyti að
teljast óframkvæmanlegt.
Að tölu læknanna lokinni hélt
Björn Bjömsson prófessor erindi
um alnæmi og siðferðilega ábyrgð.
Bjöm taldi það bestu vömina að
einstaklingar hefðu til að bera sið-
ferðilega dómgreind. „Uppfræðsla
barna um veijur er ágæt sem slík,
en það er mun meira virði að kenna
bömum að meta siðferðileg gildi.
Það er út í hött að kenna bömum
tæknileg atriði kynlífs en ekki
grundvallarreglur um mannleg
samskipti." Bjöm taldi það og
ósæmandi að menn, sem hlytu
slíkan sjúkdóm væm dregnir í ein-
hveija ákveðna dilka og þeir
stimplaðir sem syndarar eða sekir
menn. „Við menn sem slíkt gera,
er aðeins eitt að segja: Sá yðar sem
syndlaus er, kasti fyrsta steinin-
um.“
Eiríkur Tómasson flutti því næst
erindi, þar sem hann fjallaði um
ýmis lögfræðileg álitaefni er snertu
alnæmi, sérstaklega að því er varð-
aði frelsissviptingu og heimild til
þess að taka blóðsýni af mönnum
að þeim forspurðum. Eiríkur kvað
kynfrelsi vera eitt af þeim gæðum,
sem varið væri af lögum, þ.a. menn
verði ekki þvingaðir til þess að hafa
kynmök við aðra en þeir vilja.
„Þetta frelsi mega menn þó ekki
misnota frekar en frelsi almennt,
t.d. til þess að valda öðrum mönnum
tjóni." Eiríkur sagði að samkvæmt
hegningarlögum væri það refsivert
að valda öðrum hættulegum sjúk-
dómi og gæti slíkt varðað fangelsi
allt að 6 árum. Einnig varpaði Eirík-
ur fram því álitaefni, hvort að ekki
mætti flokka það sem manndráp,
þegar alnæmissjúklingur héldi upp-
teknum hætti, með vitneskju um
sjúkdóm sinn.
53
Síðasta erindið var flutt af Böð-
vari Bjömssyni, en hann er starfs-
maður San ^aka ’78 og Iaunaður
af landlækni til þess starfa að mál-
um varðandi alnæmi með hommum.
Böðvar benti á, að í þijú ár hefði
sjúkdómurinn verið landlægur með-
al homma, en nú fyrst þegar hætta
væri á útbreiðslu meðal annarra
þjóðfélagshópa, væri gripið til að-
gerða; ekkert hefði verið gert til
að hefta útbreiðslu alnæmis innan
hommahópsins. Böðvar gagnrýndi
einnig bækling þann, sem land-
læknisembættið hefir nýverið gefið
út. Samtök ’78 hefðu fengið hand-
rit til yfirlestrar og gert við það
samtals 23 athugasemdir, en engin
þeirra hefði verið tekin til greina.
„Bæklingur þessi er mjög illa unn-
in, engin heil hugsun er í honum,
heldur er hann bara auglýsing fyrir
smokka. Ekkert er hins vegar gert.
til þess að upplýsa unglinga um
„savesex" eða öruggt kynlíf." Böð-
var tók það sem dæmi um viðhorf
heilbrigðisyfírvalda, að í bæklingum
hefði verið talin ástæða til þess að
skýra orðið „gagnkynhneigður" en
ekki orðið „samkynhneigður" enda
væri þá verið að jafna slíku saman,
en slíkt gengi greinilega ekki. Hins
vegar hefði verið talin ástæða til
þess að þýða orðið „hommi“, þrátt
fyrir að hvert mannsbam vissi hvað
það þýddi. Böðvar taldi bæklinginn
frekar ýta undir fordóma, en hitt.
Að loknum framsöguerindum
tóku margir fundargesta til máls.
Meðal þeirra var séra Þorbergur
Kristjánsson, sem taldi að sú stefna
heilbrigðisyfírvalda að veita ung-
mennum fræðslu um notkun veija,
hlyti að auka þrýsting á þau að
taka upp kynlífshegðan, sem þau
hefðu ekki þroska til og þar með
auka hættuna á aukinni útbreiðslu.
„Telja menn það gæfuveg að af-
skrifa lögmál Guðs? Væri ekki
ástæða til þess, jafnframt því að
fræðsla sé veitt, að þau séu hvött
til þess að sýna aðgát og bindindis-
semi þar til þau hafa fundið þann
eða þá réttu?"
Þegar þú greiðir með tékka, fyrir vöru eða
þjónustu, og sýnir Bankakortið þitt, jaíngildir það
ábyrgðarskírteini frá viðskiptabankanum eða spari-
sjóðnum þínum, sem ábyrgist innstæðu tékkans
að ákveðinni hámarksupphæð og tryggir þannig
viðtakandanum innlausn hans. Viöskiptineiga
sér þannig stað að um leið og þú afhendir
tékkann, sýnirðu Bankakortið og viðtakandinn
skráir númer kortsins á hann.
Þannig er Bankakortið þitt tákn um trausta
viðskiptahætti. Hafðu Bankakortið því ávallt
handbært.
Bankakortíð
- nauðsynlegt í nutimaviöskiptum
Samvinnubankinn, Útvegsbankinn, Alþýöubankinn,
Búnaðarbankinn, Landsbankinn, Verzlunarbankinn
og Sparisjóðirnir.
veitta
AUK hf. X2.1/SIA