Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 67

Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 67 eða bóndi í sveit. Náttúrumeðul og önnur fæðubótarefni geta oft gert mikið gagn. Því ættu læknar frem- ur að hvetja fólk til að nota þau en að gera þau tortryggileg á röng- um forsendum. Guðjón Magnússon segist ekki geta mælt með öðrum lyfjum en þeim sem hann sé „100% viss um að séu góð“. Þetta er í sjálfu sér virðingarvert sjónarmið og væri betur ef hann og læknar almennt færu eftir því heilræði og að engin lyf væru á markaðinum nema að- eins þau sem allir væru sammála um að aðeins væru „góð“ og gætu aldrei haft neinar slæmar verkanir. Því miður mundi framkvæmd þessa heilræðis þýða það, að mestöll lyfja- notkun legðist niður, sem er áreið- anlega ekki það sem Guðjón hefur átt við eða ætlast til með þessu orðalagi sínu. Því sýnist mér að best sé fyrir alla að gleyma þessum orðum hans og flokka fremur lyf eftir því hvort sjúklingum batnar af þeim eða ekki. Stundum fínnst mér og ýmsum fleirum Guðjón sýna í skrifum sínum einhvers konar menntahroka, sem stingur mjög í stúf við háttvísa og viðfeldna fram- komu hans í sjónvarpi. Hann vill láta líta svo út að þekking hans sjálfs (og staða) sé svo yfírgrips- mikil og langt hafin yfir þekkingu almennings, einnig hvað varðar náttúrumeðul, hómópatalyf og aðr- ar óhefðbundnar lækningaaðferðir, ,að hann geti talað niður til almenn- ings, eins og hverra annarra óvita. Þá sést honum stundum yfir það, að læknar með engu minni menntun en hann sjálfur hafa stundum skrif- að vísindalegar greinar um eitthvað sem hann dæmir og fínnur létt- vægt, t.d. blómaftjóduft, og að greinar eða rannsóknarskýrslur um þau efni hafa verið birtar í vísinda- tímaritum, sem hann stöðu sinnar vegna ætti að hafa lesið. Vilji hann ógilda niðurstöður þess háttar rann- sókna verður hann að birta eða vitna í aðrar nýrri eða betri rann- sóknamiðurstöður, sem ógilda hinar fyrri. Þá fyrst getur hann sest í dómarasætið. Hitt er svo annað mál, að sjálf- sagt er að vera vel á verði þegar ný eða gömul „undralyf' eru sett á markaðinn og e.t.v. auglýst með brauki og bramli. Ekki má gleypa við hveiju sem er gagnrýnilaust. Þar er ég þeim Guðjóni Magnússyni og Magnúsi Jóhannssyni hjartan- lega sammála. Vel má vera að í því efni sé vandratað meðalhófið og að þeir séu þar í erfiðri aðstöðu og verði þá kannske stundum á að veifa fremur röngu tré en engu. Réttmæt gagnrýni á þessu sviði sem öðru á fullan rétt á sér en gagnrýn- in má samt ekki ganga út í þær öfgar, að lokað sé augunum fyrir fullgildum rannsóknamiðurstöðum, auk reynslu almennings, aðeins vegna þess að þær niðurstöður falla ekki að persónulegum skoðunum. Höfundur er starfsmaður Raun- vísindastofnunar Háskóla íslands. trommur, Tómas Tómasson á bassa, Þórður Amason á gítar, Jon Kjell og Ed Welch á hljómborð, Kristinn Svavarsson og Howie Casey á saxófón og félagar úr Sin- fóníuhljómsveitinni leika strengja- kafla en auk þess koma ýmsir aðrir góðir tónlistarmenn við sögu. í hvert skipti sem von er á ein- hveiju nýju frá Björgvin Halldórs- syni veldur það spennandi vangaveltum hjá fólki og Björgvin rímar við það því hann heldur sínu striki með stfl. Það má með sanni segja að á plötunni sé hvert lagið öðru betra og þau sækja á við nánari kynni. Slíkt er jákvætt því til lengdar eru það bitastæðari leiðin fremur en skyndikynni sem gufa upp. Á plötu- umslaginu mættu gjarnan vera meiri upplýsingar um flytjendur og höfunda, en sá pottur er víða brot- inn hér á landi í sambandi við hljómplötuútgáfu að ekki er sinnt nægilega að gefa upplýsingar um aðstandendur. En platan er hörku- góð. Gefið nytsamar jólagjafir FRÁ GENERAL ELECTRIC Raftækja- og heimilisdeild HEKLAHF Laugavegl 170-172 Simi 695550 Tölvur til leikja, náms og starfa skipa nú sífellt stærri sess á heimil- um íslendinga. En ánægja og árangurtölvunotandans grundvallast ekki aðeins á fullkomnum tölvum, þægilegir stólar og hagkvæm tölvuborð skipta einnig verulegu máli. Reyndu skrifborðsstólana og tölvuborðin frá Stáliðjunni - þau koma þægilega á óvart. Gefðu nytsamarog góðar jólagjafir. Tölvuborð frá kr. 4.700.- Skrifborðsstólar frá kr. 3.683.- Góðir greiðsluskilmálar. OTií Tökum við greiðslukortum. LIlæJ^XN | Okkar stolt - ykkar vellíðan. SMIÐJUVEGI5, KÓPAVOGI, SÍMI43211 i -•# 1 i A t fe* 4 l-Xí l 5 S 1Æ4.JU lé & £
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.