Morgunblaðið - 16.12.1986, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 16.12.1986, Qupperneq 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 Bygging leiguíbúða þolir enga bið eftir Jón Rúnar Sveinsson Á þriggja ára afmæli Húsnæðis- samvinnufélagsins Búseta, þann 26. nóvember sl., hófust byggingar- framkvæmdir við fyrsta fyölbýlis- húsið, sem félagið hefur látið hanna. Vart hafði þó fyrstu torf- unni verið velt við, þegar „uppá- haldsandstæðingur“ félagsins, Halldór Blöndal alþingismaður, lét frá sér fara þrjá greinarstubba í Morgunblaðinu, þar sem hann að vanda fer á kostum í skringilegum fullyrðingum um húsnæðismál og fleira. M.a. ræðst þessi verðandi 1. þingmaður Norðurlands eystra og fyrrverandi íslenskukennari í það þrekvirki að rökstyðja „það eðli eyjarskeggjans að vera sinn eiginn herra", með tilvitnun í Hávamál. Það foma kvæði er þó talið ort í Noregi af víðforlu víkingaaldar- skáldi, en ekki af íslenskum eyjar- skeggja, og einkennist af megnum uppreisnaranda gegn hinu staðnaða bændasamfélagi, sem átti sér þá einu hugsjón, að menn fjötruðu sig ævilangt við sömu torfuna! Ungi fólk styður fjölgun leiguíbuða „Leiguíbúðir hafa ekkert að- dráttarafl hjá (!) ungu fólki“ er fyrirsögn einnar greinar alþingis- mannsins. Vitnar hann þar til margrangtúlkaðrar könnunar Fé- lagsvísindastofnunar á viðhorfum ungs fólks til húsnæðismála. Hall- dór hampar eingöngu þeim niður- stöðum könnunarinnar, sem falla honum sjálfum í geð, þ.e. þeim sem gefa til kynna, að við ríkjandi að- stæður kjósi um 90% svarenda eigið húsnæði í einhvetju formi fyrir sjálfa sig. Þetta val er vitanlega háð aðstæðum hér á landi; framboð á leiguíbúðum er hér lítið sem ekk- ert, þannig að menn eru tilneyddir að „koma sjálfir upp þaki yfir höf- uðið“. Leiguíbúðir hafa aldrei verið neinn raunverulegur valkostur hér- lendis. Þegar horft er til framtíðarinnar verður annað upp á teningnum. Húsnæðiskönnun unga fólksins sýndi fram á víðtækan stuðning ungs fólks við byggingu búseturétt- aríbúða og leiguíbúða sem framtíð- armarkmiðs í húsnæðismálum. Þessum niðurstöðum hafa Halldór Blöndal og fleiri viljað stinga undir stól. Ég hef áður bent á þessar töl- ur hér á þessum vettvangi og sé mig nú knúinn til þess að gera það enn rækilegar en áður. I könnun Félagsvísindastofnunar var spurt svo: Hver eftirtalinna atriða telur þú brýnast að leggja áherslu á í liúsnæðismálum landsmanna ' næstunni: Svör skiptust þannig: Talið mikilvægast Að auka nýbyggingar í einkaeign 29,2% Bæta nýtingu eldra húsnæðis 29,0% Byggja búseturéttaríbúðir 14,2% Fjölga verkamannabústöðum 13,0% Fjölga almennum leiguíbúðum 12,1% Jón Rúnar Sveinsson „TaLið um kröfur um „forréttindi“ til handa leigjendum eru að sjálf- sögðu hrein öfugrnæli. Leigjendur eru sá hóp- ur, sem lakast er settur á húsnæðismarkaðn- um.“ Leiguíbúðir í einhveiju formi hafa greinilega talsvert aðdráttar- afl „hjá“ ungu fólki, þegar spurt er um markmið og leiðir í húsnæðis- málum, því 26,3% setja búseturétt- aríbúðir eða almennar leiguíbúðir á oddinn, meðan 29,2% telja einka- byggingar mikilvægastar. Betri nýting eldra húsnæðis, sem 29% telja mikilvægast, er hinsvegar al- gerlega hlutlaust markmið hvað snertir eignarhald húsnæðisins. Verkamannabústaðir eru eignar- húsnæði, en teljast þó venjulega til félagslegra valkosta í húsnæðismál- um, eins og leiguíbúðirnar. Sá hluti unga fólksins í könnun- inni, er bjó í leiguhúsnæði, studdi enn frekar byggingu leiguíbúða og búseturéttaríbúða. Af þessum hópi settu samanlagt samtals 33,6% byggingu slíkra íbúða í fyrsta sæti (23,9% bsr.íb. og 9,7% alm. leiguíb.). Einnig hefur svokölluð „Framtíð- amefnd" forsætisráðuneytisins gert könnun á því, hverjum augum ungt fólk um tvítugt lítur eigin framtíð, þar á meðal hvaða leiðir það vill fara í húsnæðismálum. Könnunin náði til nemenda í framhaldsskólum á aldrinum 17—23 ára, og einnig til ungra félagsmanna í Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur, og var einnig framkvæmd af Félagsvís- indastofnun. Spurningin um valkost í hús- næðismálum var samhljóða fyrr- greindri spurningu úr húsnæðis- könnun unga fólksins, hins vegar var hinn „hlutlausi“ valkostur um betri nýtingu eldra húsnæðis ekki með í þetta skipti. Niðurstöður um brýnustu stefnumál í húsnæðismál- um urðu þessar: Framhalds- Versl.m.fél. sk. nemar Reykjav. Aukning nýb. í einkaeign 42% 43% Fjölgun alm. leigufbúða 22% 29% Bygging búseturéttaríbúða 21% 17% Fjölgun verkamannabústaða 16% 11% Sem sjá má telja samanlagt 43% framhaldsskólanema og 46% ungs verslunarfólks byggingu leiguíbúða eða búseturéttaríbúða mikilvæg- asta framtíðarverkefnið í húsnæðis- málum. Þetta er í báðum tilvikum nokkru hærra hlutfall en hlutfall þeirra, er mesta áherslu vilja leggja á einkabyggingar einstaklinga. Halldór Blöndal afneitar staðreyndum Þessar tölur sanna svo ekki verð- ur um villst, að þegar Halldór Blöndal heldur því fram, að leigu- húsnæði hafí ekkert aðdráttarafl fyrir ungt fólk, þá er hann einfald- lega að afneita staðreyndum. Stuðningurinn við auknar bygging- ar leiguíbúða og búseturéttaríbúða er þvert á móti mjög verulegur, þegar spurt er um framtíðarstefnu- mótun í húsnæðismálum. Þessi svör unga fólksins eru mun þýðingar- meiri en þau svör, er vísa til þeirra takmörkuðu valkosta er í dag ríkja á húsnæðismarkaðnum. Framtíðar- nefndarkönnunin hefur reyndar það yfírlýsta markmið, að kanna vilja unga fólksins, svo að stjórnmála- menn dagsins í dag geti nú þegar byijað að móta framtíðina í sam- ræmi við þann vilja. Ef könnunin er eitthvað annað en atvinnubóta- vinna fyrir félagsfræðinga, þá ber stjómvöldun nú þegar að hefja kröftugt átak við byggingu leiguíbúða. Hafnar Sjálfstæðis- flokkurinn valfrelsi í húsnæðismálum? I marsmánuði 1983 gengu undir- ritaður og tveir aðrir stjómarmenn Leigjendasamtakanna á fund Þor- valds Garðars Kristjánssonar, alþingismanns, er þá var helsti tals- maður Sjálfstæðisflokksins í húsnæðismálum. Þorvaldur Garðar tók okkur opnum örmum. Skömmu seinna fluttu sjálfstæðismenn til- lögu um 43 ára lán til leiguíbúða. í umræðum á Alþingi tók Þorvaldur Garðar það siðan fram, að sjálf- stæðismenn væm þarna m.a. að verða við óskum Leigjendasamtak- anna. Ári seinna var Halldór Blöndal tekinn við hlutverki Þorvalds Garð- ars. Upp frá því hafa sjálfstæðis- menn ekki mátt heyra minnst á leiguíbúðir. Neikvæð viðbrögð Halldórs Blöndals við nýbirtri skýrslu Húsnæðisstofnunar ríkis- ins, sem sýnir fram á mjög knýjandi þörf fyrir auknar byggingar leiguí- búða, einkum á landsbyggðinni, em dæmi um þetta. Halldór Blöndal og skoðanabræð- ur hans mega ekki til þess hugsa, að leiguíbúðir verði almennur kostur í húsnæðismálum hér á landi. Svo lengi sem leiguíbúðir em eingöngu ætlaðar fyrir „námsmenn, aldraða og öryrkja", sem sagt, þá sem „ekki em í aðstöðu til þess að eignast eigið húsnæði við hæfí“, haggast ekki sálarró séreignar- postulanna. En jafnskjótt og ungt fólk fer að þyrpast þúsundum sam- an í félög og heimta að fá að byggja leiguíbúðir fyrir hvem sem er, þá er hótað stjómarslitum til þess að stöðva slíkt tilræði við „sjálfseign- arstefnuna". Því, — eins og H. Blöndal margoft hefur hnykkt á — „íslendingar vilja eiga sínar eigin íbúðirsjálfir“. Þessi útgáfa af „valfrelsi" minnir á litadýrð gamla T-Fordsins, sem sagður var til í öllum litum, „svo lengi sem hann væri svartur". Talið um kröfur um „forréttindi" til handa leigjendum em að sjálf- sögðu hrein öfugmæli. Leigjendur em sá hópur, sem lakast er settur á húsnæðismarkaðnum, og hafa auk þess algerlega farið á mis við allan verðbólguhagnað og skattaí- vilnanir er eigendur njóta, að ekki sé minnst á alla björgunarleiðangra stjórnvalda á undanfömum ámm í þágu strandsigldra húsbyggjenda. Lán til leiguíbúða em nú til að- eins 30 ára, meðan almenn íbúða- lán em til 40 ára. Það þykir hins vegar eðlilegt, alls staðar annars staðar en hér á landi, að lán til leiguíbúða séu til lengri tíma en til eignaríbúða. Það þykir sömuleið- is sjálfsagt, að vextir lána til leiguíbíða séu lægri, einfaldlega vegna þess, að íbúðareigendur geta dregið greidda vexti frá skattskyld- um tekjum. Þetta hefur það í för með sér, að þau 3,5%, sem menn í dag greiða í vexti af lánum Bygg- ingarsjóðs ríkisins, nýtast mönnum til lækkunar skatta, þannig að vext- irnir eru í rauninni miklu lægri en 3,5%, reyndar því lægri sem menn hafa hærri tekjur! Leigjendur geta hins vegar ekki nýtt sér neinn skattafrádrátt og því hljóta vextir til leiguhúsnæðis að vera mun lægri en til einkabygginga. Að endingu vil ég láta þá einlægu ósk í ljós, að stærsti sjómmálaflokk- ur þjóðarinnar hætti að leggja stein í götu þess, að leigjendur öðlist jafn- an rétt á við aðra landsmenn. Umræddur flokkur minnkar reynd- ar ört þessa dagana. Haldi hann áfram hinni „blöndælsku" hús- næðismálastefnu, sem er gersam- lega andstæð því fólki, sem verst er sett í þjóðfélaginu, þá bíða hans óhjákvæmilega þu örlög, að enda í sömu smæð og ýmsir afturhalds- flokkar hafa gert í nágrannalöndum okkar. Höfundur er félagsfræðingur. Ring aukaljós í jóíapakkann. Frumleg og falleg gjöf, og mikilvægt öryggistæki á bílinn. Ring ljós auka skyggni í myrkri og misjöfnum veðrum. Til prýði á öllum tegundum bíla. Ring aukaljósin eru viðurkennd gæðavara, en eru samt mun ódýrari en aðrar sambærilegar tegundir aukaljósa. Ring aukaljós fást í varahlutaverslunum og bensínstöðvum um land allt. Ríng aukaljós í jólagjöf. Verð frá kr. 1.410,- HEKIAHF Laugavegi 170-172 Slmi 69 55 OO
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.