Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 72

Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 72
72 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 4 Islenskar laxveiði- Dómari og' böðull - ný sakamálasaga ^BÓKAÚTGÁFAN Breiðablik hefur sent frá sér bókina Dóm- ari og böðull eftir Mickey Spill- ane. Mickey Spillane er þekktur sakamálarithöfundur og seljast bækur hans í milljóna upplögum um allan heim. Um innihald bókarinnar segir í forlagsfrétt: „Félagi minn Jack er dáinn, myrtur af einhverjum sem hefur horft á hann deyja með háðs- bros á vör meðan honum blæddi út... Ég hef svarið þess dýran eið að hefna dauða Jacks vinar míns. Og þegar ég hef gómað morðingj- ann mun ekkert stöðva mig. Ég mun verða allt í senn, kviðdómur, dómari og böðull ...“ Þannig talar Mike Hammer, einkaspæjarinn. Nafn hans eitt vekur ótta í milljóna- borginni .. . maðurinn sem fram- fylgir réttlætinu meðan lögreglan stendur ráðþrota." skýrslur - einstæð gögn eftírEinar Hannesson Það er fyrst eftir að embætti veiðimálastjóra var sett á fót árið 1946 að farið er að vinna skipulega og markvisst að söfnun upplýsinga um veiði í laxánum um land allt. Fyrir þennan tíma er unnt að -nálgast ýmsa vitneskju um árlega heildarstangveiði um áratuga skeið í ýmsum laxveiðiám, eins og Elliða- ám og Langá, svo dæmi séu tekin, eða um veiði einstakra netaveiði- bænda, eins og við Hvítá í Borgar- firði. Ein athyglisverðustu gögn af þessu tagi eru tvímælalaust veiði- skýrslur frá Miðfjarðará í Húna- vatnssýslu. Þær sýna árlega netaveiði einstakra jarða þar frá árinu 1909 til 1939 eða í 30 ár. Einnig má minna á tölur um kistu- veiði í Laxá í Aðaldal frá fyrri árum. Einnig má nefna tölur um lax- veiði, frá eldri tíð, sem er að finna í Hagtíðindum. Þær byggðu á fram- tölum veiðieigenda eða leigutekjum ■“if stangveiði. Þá má nefna hlunn- indaskýrslur og einnig útflutnings- skýrslur frá enn eldri tíð. Samkvæmt hlunnindaskýrslum var árleg meðalveiði á árunum frá 1926—1945 um 16 þúsund laxar og var meðaltalsveiði svo til hin sama á hvorum áratug þessa tíma- bils. En þess ber að geta að besta laxveiðiár á fyrri hluta þessarar aldar var 1932 og 1933 var einnig ágætt laxveiðiár, hið fyrra með 26 þúsund laxa en hitt tæplega 21 þúsund laxar. Sömuleiðis mætti vafalaust finna í prentuðum heimildum upplýsingar um laxveiði fyrr á árum hér og þar á landinu. En þar sem ætlunin er að fjaila um ítarlega gagnasöfnun um laxveiði sem lið í rannsóknum og fiskirækt, verður ekki farið frekar út í þessa sálma að sinni. Veiðibók og eyðublöð f laxveiðilögum er kveðið svo á að hver sá, sem veiði stundar, skuli gefa skýrslu um veiði sína. Eigandi veiðiréttinda eða veiðifélag skal heimta veiðiskýrslur af veiðimanni og senda þær veiðimálastjóra. Til „þess að greiða fyrir skýrslusöfnun var útbúið sérstakt skýrsluform; veiðibók ætluð fyrir stangveiði og eyðublað fyrir netaveiðiskýrslu. I lögum er einnig mælt svo fyrir, að þeir sem skýrslur eigi að gefa, skuli fá eyðublöð ókeypis. Auk skrásetningar á nafni veiði- vatns á kápu veiðibókar gerir formið ráð fyrir að hver einstakur fiskur sé færður sér í bókina. Þar er dálkur fyrir dagsetningu veiði- dags, nafn veiðimanns, veiðistað, kyngreiningu fisks, lengd hans og þyngd, auk dálka þar sem rita á nafn veiðiagnsins, veðurfar og að lokum er dálkur fyrir athugasemdir. Á upphaflegu eyðublaði fyrir netaveiði var ætlað að færð yrði á það mánaðarleg veiði. Á seinni arum hefur svipað skýrsluform og stangveiðimenn fá í hendur verið sent veiðibændum í þeim tilgangi að fá meiri vitneskju en áður um veiði einstaka daga, jafnvel þó að hver einstakur fiskur sé ekki skráð- ur, eins og venja er að gera í veiðibækur um stangveiði. Samstarf við veiðieigendur og stangveiðimenn Ýmsir byrjunarörðugleikar fylgdu skýrslusöfnuninni í fyrstu þar sem he§a þurfti þetta starf frá grunni. En hægt og bítandi tókst að efla þessa upplýsingaöflun, ná til fleiri aðila með hveiju árinu sem leið og bæta gagnasöfnunina. Nú er svo komið að veiðiskýrslur ber- ast Veiðimálastofnun frá langflest- um laxveiðiánum. Gildir það bæði fyrir netaveiði og stangveiðina. Þannig hefur tekist gott samstarf við veiðifélög, leigutaka og stang- veiðimenn og trúnaður hefur tekist með veiðibændum og Veiðimála- stofnun. Fyrir þetta ber að þakka. Einstæð gögn Það er ánægjulegt til þess að vita hversu vel þessi skýrslusöfnun gengur fyrir sig, miðað við það sem var á fyrstu áratugum starfsins. Nú er svo komið, að fyrir liggja árlega, skömmu eftir ármót liðins veiðitíma, skráðar upplýsingar um laxveiði í landinu. Og það sem meira er, hver einstakur fiskur í nær allri stangveiði í landinu. Munu slík gögn um laxveiði vera einstæð og vart fínnast laxveiðiþjóð, sem státað getur af jafn góðum upplýs- ingum um laxveiði á öllu landinu. Hinu verður ekki neitað, að enn betur má gera í sambandi við skýrslusöfnunina. Það þarf sums- staðar fyrst og fremst að bæta frágang sjálfrar færslunnar í veiði- bókina. Og veiðibændur margir mættu gjaman sundurliða betur laxveiðina en þeir gera, þ.e. færa inn veiði einstaka daga í stað þess að setja inn mánaðarlega veiði eða jafnvel einungis heildartölu veiði um veiðitímann. Þá eru nokkrir veiðieigendur sem ekki skila skýrsl- um. Úr því þarf að bæta. „Nú er svo komið, að fyrir liggja árlega, skömmu eftir ármót lið- ins veiðitíma, skráðar upplýsingar um lax- veiði í landinu. Og það sem meira er, hver ein- stakur f iskur í nær allri stangveiði í landinu.“ Tölvuunnar skýrslur Við úrvinnslu veiðiskýrslna eru teknar niður upplýsingar um veiði- dag, kyn fisks og þyngd. Fram til ársins 1974 voru þessi gögn hand- unnin, ef svo má segja. En frá og með 1974 kom tölvuvinnsla til sög- unnar og svo hefur verið allt til þessa. Auk þessarar úrvinnslu taka veiðifélögin sjálf niður upplýsingar um veiði á einstökum veiðistöðum, t.d. í sambandi við arðskrárgerð þeirra. Af þeim sökum er ákaflega mikilvægt að fyrir hendi sé greinar- góð veiðistaðaskrá (teikning) um alla viðkomandi stangveiðiá. Aldursgreining og rafveiðar Þess má geta, að auk gagnasöfn- unar, sem hér er til umfjöllunar, um laxastofninn í hverri einstakri á hér á landi, hefur víða verið safn- Einar Hannesson að hreistri af laxi til aldursgreining- ar. Þá hefur verið komið fyrir laxateljara í nokkrum ám til að fá vitneskju um laxagengdina. Að síðustu má nefna að á seinni árum hefur mjög víða verið rafveitt í ánum árlega til að kanna seiðamagn í þeim. Fékkst þú þér
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.