Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 74

Morgunblaðið - 16.12.1986, Síða 74
 74 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 REFSKA eftir (KristiánfJ. Gunnarssoru Sönn (slendingabók- Ný Bandamannasaga Refska er saga úr samtíðinni sem dulbúin er í gervi fornsögu og lýsir fornald- arfólki í íslensku vandamálaþjóðfélagi. (Refsku er m.a. fjallað um: • Landshornagoða og smágoða. • Eflingu byggðar í óbyggðum. • Þjóðráð, bjargráð og snjallræði sem Óbyggðasjóður kostar. • Uppreisn mósokkanna gegn karlrembusvínum. • Kvennafund í Almannagjá. • Goðorðsvöld Guðríðar Óspaksdóttur. • Útburðbarna. • Vistun gamalmenna í Kjarreyjarklaustri. • Þjóðflokkinn Krýsa sem eru huldumenn í landinu. • Kusa, foringja verkþræla, og Sólstöðusaminginn. • Skipti á skíru silfri fyrir flotsilfur. • Inngöngu allsherjargoðans í félag Bílduberga. • Gorm konung gerska og guðinn Lenimax. • Hróald helga í Hvítramannalandi og Nýja sáttmála. • Drekabæli í Strympunesi. • Almenna múrgoðafélagið og Höll múrgoða. Margt fleira ber á góma í þessari sönnu lygisögu sem sögð er af íþrótt stílist- ans og uppfull af gráglettinni fyndni. Bók sem talað verður um og allir þurfa að lesa. Refska er sagan um refskuna í íslenskri samtíð. Góðan daginn! Óhæfa í fj ölmiðli eftirdr. Gunnlaug Þórðarson Það er margvísleg ábyrgð, sem lögmenn verða að taka á sínar herð- ar í sambandi við hin ýmsu störf í þjóðfélaginu og æði misjafnt hve auðgert er að axla byrðina. Það mun t.d. ekki vera fátítt, að þegar fyrirtæki beijast í bökkum sé bankalögmönnum falið að fylgj- ast með rekstri þeirra, einkum ef um stórfyrirtæki sé að ræða. Þann- ig stóð til dæmis á, þegar miklir Qárhagsörðugleikar steðjuðu að Hafskipi hf. að aðallögmanni Ut- vegsbankans var falið að hafa sérstakt eftirlit með rekstri félags- ins. Megintilgangur með slíkri ráð- stöfun mun vera sá að veita stjóm fyrirtækis, sem hlut á að máli, auk- ið aðhald. Lögfræðingurinn eigi að vera eins konar grýla frá bankanum til fyrirtækisins. Samt má vera aug- ljóst að í slíkum tilvikum getur lögfræðingur bankans æði lítið gert. Til þess að svo mætti vera, þyrfti hann að hafa sérþekkingu á þeim rekstri, sem um er að ræða og geta gefið sig að eftirlitinu óskiptur. í umræddu tilviki kom aðallög- maður bankans á hálfsmánaðar- fresti til þess að framfylgja eftirlitinu. Því er þetta rifjað upp, að í skýrslu þeiiji sem nefnd sú er Hæstiréttur íslands skipaði að fyrir- lagi Alþingis til þess að kanna viðskipti Utvegsbankans og Haf- skips kemur fram óréttmæt gagn- rýni á störf þessa lögmanns, en þó enn verr í sjónvarpsþætti í Kast- ljósi 18. nóvember sl., er formaður umræddrar nefndar kom fram og lét þá m.a. eftirfarandi orð falla: „Ég vil t.d. taka fram að for- stöðumanni lögfræðingadeildar bankans var falið árið 1978 að fylgjast með rekstri Hafskips. ... þó hann færi tvisvar í mán- uði þarna á fundi, þá virðist hann ekkert annað hafa gert heldur en að semja þessi tryggingaryfir- lit svona tvisvar, þrisvar á ári. Þetta starf hafði hann með hönd- um alveg til loka. Það er ekki að sjá að þessi maður hafi eigin- lega gert nokkurt gagn.“ Það mun almennt álit að formað- ur slíkrar nefndar sem hér um ræðir, er nálgast dómstörf, hefði ekki átt að tjá sig frekar um skýrsl- una í fjölmiðli og reyna að útskýra hana og undir engum kringumstæð- um meðan umrætt mál væri á rannsóknarstigi. Auðvitað er spuming, til hvers formaðurinn hefur ætlast af lög- manni bankans. Augljóst má vera, að ekki hafði lögmaðurinn neitt um lántökur að segja og ekki var það á hans valdi að koma í veg fyrir hina miklu rýmun á veðtryggðum eignum, sem af verðfalli farmskipa leiddi. Það að hann endumýjaði Gunnlaugur Þórðarson „Það mun almennt álit að formaður slíkrar nefndar sem hér um ræðir, er nálgast dóm- störf, hefði ekki átt að tjá sig frekar um skýrsluna í fjölmiðli og reyna að útskýra hana og undir engum kring- umstæðum meðan umrætt mál væri á rannsóknarstigi.“ veðtryggingar var nauðsynleg ráð- stöfun gagnvart öðrum skuldbind- ingum. Vitað var að það var höfuðatriði að Hafskip hf. lenti ekki í gjaldþroti og það hefði verið talin goðgá að leggja slíkt til, því hags- munir bankans vom svo mjög í húfí vegna þessara ijárhagsörðug- leika fyrirtækisins. Þá er á það að líta að enda þótt Hafskip hefði ver- ið tekið til gjaldþrotaskipta ári fyrr en raun varð á, hefði það breytt sáralitlu. Um þijátíu ára skeið var ég í þjónustu ríkisins og hef þurft að sinna ýmsum málum, en það veit mín sanna, að það hefði farið illa fyrir bijóstið á mér að þurfa að gegna slíku eftirlitsstarfi sem aðal- lögmanni Útvegsbankans var falið í sambandi við Hafskip, en lögmað- ur getur hins vegar ekki skorast undan slíku. Það er aftur á móti algjör óhæfa að atyrða lögmanninn fyrir það, sem hann fékk ekki við ráðið. Enginn lögmaður efast um heið- arleika og vandvirkni umrædds lögmanns og því vom aðfínnslur formanns téðrar rannsóknamefnd- ar öldungis óhæfílegar og óafsak- anlegar á þeim stað, þar sem og sá er var sökum borinn gat engum vömum við komið. Höfundur er hæstaréttarlögmað- ur. Jólatónleikar í Landakirkju Vestmannaeyjum. ÁRLEGIR jólatónleikar kórs Landakirkju í Vestmannaeyjum verða haldnir í Landakirkju mið- vikudagskvöldið 17. desember og hefjast þeir kl. 21. Á efnisská verða sígild jólalög en kórfólkið hefur unnið að undirbúningi tón- leikanna í allt haust. Jólatónleikar kirkjukórsins hafa ávallt verið vel sóttir og bæjarbúum þótt það góð tilbreyting frá hinu daglega amstri jólaundirbúningsins að bregða sér í Landakirkju og hlýða þar á fallega jólatónlist. Það hefur verið föst venja hjá kórnun að fá til liðs við sig á þess- um árlegu tónleikum þekkta ein- söngvara. Að þessu sinni em það söngkonumar Sigrún Hjálmtýs- dóttir (Diddú) og Jóhanna Möller sem munu syngja með kórnum. Stjómandi verður að venju Guð- mundur H. Guðjónsson, organisti Landakirkju. í lok tónleikanna fær hver gestur í hendur kerti og verður tendrað jólaljós frá altari Landakirkju sem tónleikagestir flytja síðan með sér hver til síns heima. — hkj.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.