Morgunblaðið - 16.12.1986, Side 74

Morgunblaðið - 16.12.1986, Side 74
 74 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 REFSKA eftir (KristiánfJ. Gunnarssoru Sönn (slendingabók- Ný Bandamannasaga Refska er saga úr samtíðinni sem dulbúin er í gervi fornsögu og lýsir fornald- arfólki í íslensku vandamálaþjóðfélagi. (Refsku er m.a. fjallað um: • Landshornagoða og smágoða. • Eflingu byggðar í óbyggðum. • Þjóðráð, bjargráð og snjallræði sem Óbyggðasjóður kostar. • Uppreisn mósokkanna gegn karlrembusvínum. • Kvennafund í Almannagjá. • Goðorðsvöld Guðríðar Óspaksdóttur. • Útburðbarna. • Vistun gamalmenna í Kjarreyjarklaustri. • Þjóðflokkinn Krýsa sem eru huldumenn í landinu. • Kusa, foringja verkþræla, og Sólstöðusaminginn. • Skipti á skíru silfri fyrir flotsilfur. • Inngöngu allsherjargoðans í félag Bílduberga. • Gorm konung gerska og guðinn Lenimax. • Hróald helga í Hvítramannalandi og Nýja sáttmála. • Drekabæli í Strympunesi. • Almenna múrgoðafélagið og Höll múrgoða. Margt fleira ber á góma í þessari sönnu lygisögu sem sögð er af íþrótt stílist- ans og uppfull af gráglettinni fyndni. Bók sem talað verður um og allir þurfa að lesa. Refska er sagan um refskuna í íslenskri samtíð. Góðan daginn! Óhæfa í fj ölmiðli eftirdr. Gunnlaug Þórðarson Það er margvísleg ábyrgð, sem lögmenn verða að taka á sínar herð- ar í sambandi við hin ýmsu störf í þjóðfélaginu og æði misjafnt hve auðgert er að axla byrðina. Það mun t.d. ekki vera fátítt, að þegar fyrirtæki beijast í bökkum sé bankalögmönnum falið að fylgj- ast með rekstri þeirra, einkum ef um stórfyrirtæki sé að ræða. Þann- ig stóð til dæmis á, þegar miklir Qárhagsörðugleikar steðjuðu að Hafskipi hf. að aðallögmanni Ut- vegsbankans var falið að hafa sérstakt eftirlit með rekstri félags- ins. Megintilgangur með slíkri ráð- stöfun mun vera sá að veita stjóm fyrirtækis, sem hlut á að máli, auk- ið aðhald. Lögfræðingurinn eigi að vera eins konar grýla frá bankanum til fyrirtækisins. Samt má vera aug- ljóst að í slíkum tilvikum getur lögfræðingur bankans æði lítið gert. Til þess að svo mætti vera, þyrfti hann að hafa sérþekkingu á þeim rekstri, sem um er að ræða og geta gefið sig að eftirlitinu óskiptur. í umræddu tilviki kom aðallög- maður bankans á hálfsmánaðar- fresti til þess að framfylgja eftirlitinu. Því er þetta rifjað upp, að í skýrslu þeiiji sem nefnd sú er Hæstiréttur íslands skipaði að fyrir- lagi Alþingis til þess að kanna viðskipti Utvegsbankans og Haf- skips kemur fram óréttmæt gagn- rýni á störf þessa lögmanns, en þó enn verr í sjónvarpsþætti í Kast- ljósi 18. nóvember sl., er formaður umræddrar nefndar kom fram og lét þá m.a. eftirfarandi orð falla: „Ég vil t.d. taka fram að for- stöðumanni lögfræðingadeildar bankans var falið árið 1978 að fylgjast með rekstri Hafskips. ... þó hann færi tvisvar í mán- uði þarna á fundi, þá virðist hann ekkert annað hafa gert heldur en að semja þessi tryggingaryfir- lit svona tvisvar, þrisvar á ári. Þetta starf hafði hann með hönd- um alveg til loka. Það er ekki að sjá að þessi maður hafi eigin- lega gert nokkurt gagn.“ Það mun almennt álit að formað- ur slíkrar nefndar sem hér um ræðir, er nálgast dómstörf, hefði ekki átt að tjá sig frekar um skýrsl- una í fjölmiðli og reyna að útskýra hana og undir engum kringumstæð- um meðan umrætt mál væri á rannsóknarstigi. Auðvitað er spuming, til hvers formaðurinn hefur ætlast af lög- manni bankans. Augljóst má vera, að ekki hafði lögmaðurinn neitt um lántökur að segja og ekki var það á hans valdi að koma í veg fyrir hina miklu rýmun á veðtryggðum eignum, sem af verðfalli farmskipa leiddi. Það að hann endumýjaði Gunnlaugur Þórðarson „Það mun almennt álit að formaður slíkrar nefndar sem hér um ræðir, er nálgast dóm- störf, hefði ekki átt að tjá sig frekar um skýrsluna í fjölmiðli og reyna að útskýra hana og undir engum kring- umstæðum meðan umrætt mál væri á rannsóknarstigi.“ veðtryggingar var nauðsynleg ráð- stöfun gagnvart öðrum skuldbind- ingum. Vitað var að það var höfuðatriði að Hafskip hf. lenti ekki í gjaldþroti og það hefði verið talin goðgá að leggja slíkt til, því hags- munir bankans vom svo mjög í húfí vegna þessara ijárhagsörðug- leika fyrirtækisins. Þá er á það að líta að enda þótt Hafskip hefði ver- ið tekið til gjaldþrotaskipta ári fyrr en raun varð á, hefði það breytt sáralitlu. Um þijátíu ára skeið var ég í þjónustu ríkisins og hef þurft að sinna ýmsum málum, en það veit mín sanna, að það hefði farið illa fyrir bijóstið á mér að þurfa að gegna slíku eftirlitsstarfi sem aðal- lögmanni Útvegsbankans var falið í sambandi við Hafskip, en lögmað- ur getur hins vegar ekki skorast undan slíku. Það er aftur á móti algjör óhæfa að atyrða lögmanninn fyrir það, sem hann fékk ekki við ráðið. Enginn lögmaður efast um heið- arleika og vandvirkni umrædds lögmanns og því vom aðfínnslur formanns téðrar rannsóknamefnd- ar öldungis óhæfílegar og óafsak- anlegar á þeim stað, þar sem og sá er var sökum borinn gat engum vömum við komið. Höfundur er hæstaréttarlögmað- ur. Jólatónleikar í Landakirkju Vestmannaeyjum. ÁRLEGIR jólatónleikar kórs Landakirkju í Vestmannaeyjum verða haldnir í Landakirkju mið- vikudagskvöldið 17. desember og hefjast þeir kl. 21. Á efnisská verða sígild jólalög en kórfólkið hefur unnið að undirbúningi tón- leikanna í allt haust. Jólatónleikar kirkjukórsins hafa ávallt verið vel sóttir og bæjarbúum þótt það góð tilbreyting frá hinu daglega amstri jólaundirbúningsins að bregða sér í Landakirkju og hlýða þar á fallega jólatónlist. Það hefur verið föst venja hjá kórnun að fá til liðs við sig á þess- um árlegu tónleikum þekkta ein- söngvara. Að þessu sinni em það söngkonumar Sigrún Hjálmtýs- dóttir (Diddú) og Jóhanna Möller sem munu syngja með kórnum. Stjómandi verður að venju Guð- mundur H. Guðjónsson, organisti Landakirkju. í lok tónleikanna fær hver gestur í hendur kerti og verður tendrað jólaljós frá altari Landakirkju sem tónleikagestir flytja síðan með sér hver til síns heima. — hkj.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.