Morgunblaðið - 16.12.1986, Qupperneq 83

Morgunblaðið - 16.12.1986, Qupperneq 83
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 83 höfnum sínum dreifður um lands- byggð alla, og víðast burðarás þeirra staða, að ómögulegt væri án að vera, og mætti sannarlega til furðu telja, að ekki skuli svo hver einasti maður og kona sem treyst hafa þessari stofnun fyrir aurunum sínum, fyrir löngu hafa hreinsað það útúr öllum húsum þessarar stofnunar svo sem gantagangurinn hefur óheftur yfir dunið nú uppá síðkastið, og sýnir það best hve góðan og traustan huga fólkið ber til bankans. Og þótt maður komi manns í stað, og banki verði látinn gleypa annan banka, er ekki fyrir að synja að þar geti böggull átt eftir að fylgja skammrifi í ýmsum þáttum þeirra breytinga sem verða kunna. Það er þá ekki heldur því að leyna, að svo virðist að ríkið sjálft, sem á þó þessa ágætu stofnun, sé sá veraldarlegi vesalingur, að fótum fram kominn í öllu formi til að standa í fararbroddi þjóðar sinnar til viðreisnar og endurhjálpar í vá- legum vindum, sem ávallt geta hér yfír dunið, og þótt bankakerfið okk- ar hafi að alltof stórum hluta hirt úr vösum þegna þessa lands ótöld- um og fjallháum fjármunum, í ábata- og gróðaskyni eingöngu, getur þó aldrei orðið svo traustum böndum reyrt um háls okkar og hendur, að ekki geti úr kvamast í ýmsar áttir, og hélt ég satt að segja að í mörgu tillitinu væri þá komið að öðmm að kvarta, þegar banka- starfsemin okkar væri komin á vonarvöl. En reisn og metnaður stjórnvalda í þessu máli getur enganveginn, talist stóram stráum stráð á veg þeirrar framtíðar sem áfram sækja þeir til framvindu sinna verka um ókomin ár. Mætti þar fremur um þenkja, hvort ekki hefðu sniðið sér þann skuggavald til erfiðra drauma í göngu sinni um fagra fold til lið- veislubeiðni um traust og trú sér til handa í endumýjun um forastu í stjómmálakapítula þessa lands. En eftir að hafa horft uppá óguð- legustu sóun á fjármunum hjá öðram banka þessarar þjóðar, að algjörri nauðsynjalausu, án nokk- urrar minnstu aðfínnslu til neinna átta, og þar á ofan var við stofnun hans talið að ekki ætti að verða dýrt fyrirtæki, þar til dygði 5 menn, en sem nú að kominn er uppí 130 manna starfshóp, og auðvitað allir hafa þar þjóðþrifaverk að vinna, og ég vil að því fullum getum leiða að þessi sparnaður, sem talinn er svo mikils virði með fækkun bankanna nú í framtíðinni, þá öllu verður á botnin hvolft. Ég er ekki að kvarta um það að stofnun byggi hús yfir starfsemi sína, ég er að álasa fyrir það, að sóa fjármunum til þeirra hluta langt út fýrir þarfamörk í allskonar íburði, pijáli, og allra handa flott- heitum eingöngu og spilamennsku, sem engri átt nær. Það er verið að gera mikið veður útaf því, hver beri ábyrgð á tapi Útvegsbankans, rétt eins og það sé nú aðalkapítalið. Það mætti helst líkja því við sjóferð, þar sem róið er í góðum byr á haf út í von um góðan afla. Auðvitað er það skip- stjórinn sem ræður og ber ábyrgð á sjóferðinni. En í miðri sjóferðinni hleypir á ofsaveður og óviðráðan- legt. Það er keyrt uppí ofsann og boðaföllin bijóta á skipinu, en hvort á að lóna uppí brotsjóinn eða reyna að snúa skipinu og komast í land- var eða heimahöfn. Það getur verið lífshættulegt að snúa skipinu undan í öldurótinu, en auðvitað tekur skip- stjórinn þar ákvörðun, hvort hann það gerir á réttu augnabliki eða ekki, getur enginn dæmt um og ekki hann einu sinni sjálfur oft á tíðum. Kannski hefur hann róið of langt á hafíð, og ber þá einnig ábyrgð á því. En róðurinn er áhættuatvinna, sem getur lánast, en getur líka farið svo að menn missi allar lóðimar og sjái þær aldr- ei meir, þykist góðir að komast lifandi í land. Álíka mætti eins segja að ekki síður væri áhætta að lána peninga, áhætta að fara útí útgerð sem og hvaðeina sem við gerum. Er ekki þetta okkar lífsins haf sem við geram alla okkar tilvera útá, einn sjóðandi og kraumandi ólgu- sjór, sem enginn hefur trygga ábyrgð fyrir hvar við að lokum náum heilir í höfn? En ríkið okkar íslenska, það ætti ekki að vera það verr í stakk búið en ég eða þú, að kollvarpast megi við að tapa einum milljarði, eða hálfum. Og það sem talað hefur verið um að ausið hafi verið pening- um í þetta fyrirtæki, Hafskip, þá er vel að merkja, að mikið af þess- um skuldum þess era dráttarvextir og óreiðuvextir á öllum sviðum við- skiptalífsins. Þetta era ekki útlagðir peningar frá bankanum að öllu formi, sem þarna er talið til taps í þessu tilfelli. Ég skal taka sem dæmi, að mað- ur átti 100 þús. kr. víxil í banka. Það liðu alveg óvart aðeins 3 dagar frá síðasta gjalddaga þar til víxillinn var borgaður, en hvað kostuðu þess- ir 3 dagar? Hvorki meira né minna en 3.750,00 krónur, eða eitt þúsund tvöhundrað og fimmtíu krónur á dag. Hefði nú þessi víxill legið í óskilum í eitt ár, þá geta allir marg- faldað 365 daga í árinu með kr. 1.250,00 að útkoman er nokkuð glæsileg fyrir bankann að minnsta kosti, því hún er hvorki meira eða minna en kr. 456.250,00 og þá er 100 þús. kr. víxilskuldin orðin að litlum kr. 556.250,00. Það vita svo bæði guð og menn, að með svona vaxtaokri liggja fleiri þúsundir víxla. Auðvitað til að skýra -þetta dæmi er þama um að ræða mánað- ardráttarvexti, en það var ekki bankinn að skýra greiðandanum frá að víxillinn mætti liggja í einn mánuð í bankanum á þessum vöxt- um, og ekki heldur nemandanum undir sama hátti til að komast í skólann, stelpugreys unglingi. Nei, og aftur nei, hann súnkaði auranum með glöðu geði og bros á vör beint í skúffuna hjá sér, og þóttist góðan fenginn hlotið hafa, og marga fleiri álíka. Nei, sko, hér er ekki um tap- ið eitt að ræða, heldur baneitraða og snarvitlausa pólitík, en það þarf enginn að halda að sú tík lækni allar þær skelfilegu ófarir þessarar þjóðar í fjárráðum hennar, þótt einn aðalbanki landsins verði boðinn með meðlægi, eins og áður fyrr að gert var með gamla ómaga, enda þótt smáskvettuskragga slettist þar inn- um dyragættina, og manni verður á að spyija: Af hveiju var verið að hlaupa undir bagga með Flugleiðum og Arnarflugi og fleiri góðum fyrir- tækjum hér á jörðu? Auðvitað af því það var þjóðhagslegt þrifa- og hagsmunamál, og með því sýndu ráðamenn okkar reisn sína og mátt til góðra verka, en nú aftur standa þeir hrópandi útí auðnina, auglýs- andi öllum heimi að engum komi til hugar sinn minnsta fingur fram að rétta, þá annar aðalbanki lands- ins á í hlut, sem um allan sinn lífstíma hefur staðið í fararbroddi til stuðnings aðalatvinnufyrirtækj- um þjóðarinnar, kringum allt landið, útgerðinni og fískvinnsl- unni, sem og mörgum öðram þjóðþrifafyrirtækjum á landi hér, sem ótaldar krónur, milljónir og milljarðar hafa fært þessari þjóð á ótal sviðum. Svona er nú þessi tík okkar pólitíkin. Einn er sá maður á landi hér sem af sanngimi, viti og reisn hefur skrifað um þetta mál og tilvera Útvegsbankans. Það er Indriði G. Þorsteinsson í Morgunblaðinu 30. júlí sl. Hefðu fleiri af jafnmikilli sanngimi og raunsæi rætt um þessi mál væri manneskjulegri niður í vitund og hugum manna en nú er. En þrátt fyrir allt trúir því enginn í fullri alvöru, að svo sé nú ráðandi mönnum þessarar þjóðar heillum horfnar, þrautseigja reisn og þor, að það eitt til ráða finni í þessu máli, að drusla því svo útí lág- kúrana, að til annála megi um allan aldur hafa í lágkúra vesalmennsk- unnar, að okkar gamli, tryggi og góði íslandsbanki verði sem bláfá- tækur vesalingur borinn útúr sínum veglegu byggingum, af líklega okk- ar sterkustu ríkisstjómarráðherrum sem hér um íslenskar grandir geng- ið hafa um langa tíð. Þá mætti segja mér, þá fram líða stundir, að einhveijum að orði yrði, að svo aumingjalega hefði enginn „gert“ í nytina sína fyrr en á árinu 1986. Útvegsbankinn á virðulegan og veglegan sess í vitund og tilvera íslendinga. Akureyri: Ok á mann og stakk af Ljósastaur lagði réttvísinni lið og stöðvaði flóttann TÖLUVERÐ ölvun var á Akur- eyri og í Vestmannaeyjum aðfaranótt laugardagsins og mikið annríki hjá lögreglunni á báðum stöðum. I Eyjum gistu þrír fangageymslur og fjórir á Akureyri. Á Ákureyri handsam- aði lögreglan mann grunaðan um ölvun við akstur, en hann hafði áður ekið á gangandi mann og stungið af. Að sögn lögreglunnar í Vest- mannaeyjum vora dansleikir á þremur stöðum og mikið annríki af þeim sökum. Ölvun var áberandi í bænum, rúður brotnar og hiti í mönnum, þrátt fyrir vitlaust veður. Á Akureyri bar það helzt til tíðinda að ekið var á gangandi mann á Norðurgötu. Vegna hálku á gangstétt og roks gekk maðurinn í hjólföram á götunni. Aðvífandi bíll lenti á honum og kastaðist maðurinn fyrst upp á bílinn en síðan í götuna fyrir framan hann og lá þar rotaður. Ökumaður gerði sér lítið fyrir, dró manninn frá bílnum og ók á brott. Hann fannst skömmu síðar, þar sem ljósastaur hafði lagt réttvísinni lið og stöðvað flóttann. Tvö vitni vora að atburði þessum og gerðu þau lögreglunni viðvart. Sá slasaði var fluttur á sjúkrahús. Hann reyndist óbrotinn en mikið skrámaður. Ökumaðurinn fékk inni í lögreglustöðinni og er granaður um ölvun við akstur. Þrír óláta- belgir fengu gistingu á sama stað. Bæjum, Snæfjallaströnd. VÖRUFLUTNINGABÍLL valt í botni Hestfjarðar við Isafjarðar- djúp um miðjan dag á föstudag. Ökumaðurinn, Bjarni Þórðarson úr Hnifsdal, slapp ómeiddur. Óhappið vildi þannig til að Bjarni missti hjólin út af vegarkantinum með þeim afleiðingum að bíllinn Auk þessa var mikill órói í fólki í bænum um nóttina. Talsvert var um slagsmál, rúða var brotin í verzl- un í miðbænum og einn fótbrotnaði. Lögreglan taldi að hluti þessa mikla drykkjuskaps stafaði af því, að víða voru „litlu jólin“ haldin hjá fyrir- tækjum í bænum á föstudagskvöld- ið. valt á hliðina á skaflbreiðu fyrir utan veginn. Flutningabíllinn var fullur af vöram, en Bjami var á leið frá Reykjavík til ísafjarðar. Hann var í samfloti með tveimur öðrum vöraflutningabílstjóram, sem komu honum til ísafjarðar. Bifreiðin er talin lítið skemmd. Jens í Kaldalóni Vöruflutningabíll valt í botni Hestfjarðar Hér ergripurinn alla AEG AEG höggborvélin hefur nánast eiginleika dýrari véla nema verðið. Högg, aftur á bak og áfram möguleika, hraðastillir og með einu handtaki breytt í skrúfvél. VERÐAÐEINS: Nákvæmni í þína þágu. B R_/E jÐ U R N_ ORMSSON HF IAGMULA 9 SIMI 38820
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.