Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 16.12.1986, Blaðsíða 86
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 86 fc I k f fréttum HSimf Þessi gæs fékk sig fullsadda af hamagangnum á Tjörninn: og kjag- aði áleiðis í miðbæinn. Hins vegar hafði hún ekkert á móti athygli ljósmyndarans og stillti sér bísperrt upp. COSPER — Vertu ekki að fara heim í þessu óveðri, frænka. Þú getur sofið hér í nótt. Hingað og ekki lengra! MENNTASKOLINN VIÐ SUND Eitrinu hafnað Nemendur í 4.Y í Menntaskól- anum við Sund hafa tekið eindregna afstöðu gegn reykingum og er bekkurinn með öllu reyklaus. Segjast bekkjarfélagar frábiðja sér öll viðskipti við „sölumenn dauð- ans“, eins og tóbaksframleiðendur hafa maklega verið nefndir. Nú nýverið fékk bekkurinn skrautritað skjal frá Krabbameins- félaginu til staðfestingar því að bekkurinn sé laus við eitrið. Að þessu tilefni var meðfylgjandi mynd tekin og sýnir hún hvar bekkurinn hafnar sem einn maður tilboði skuggalegs eiturmangara. Að baki nemendunum stendur umsjónarkennari þeirra, Guðmund- ur Arnason. i --------------------------------- I vökinni á Tjörninni var mikið kraðak fugla, enda stóð baráttan um brauðið sem hæst. Af lífi dýra og manna . agana 9.-11. desember voru tveir nemendur í ' níunda bekk Þinghólsskóla, þeir Jón Bergur Hilm- isson og Andri Konráðsson, í starfskynningu í Ijós- myndadeild Morgunbiaðsins. Þeir voru sendir í bæinn að ná myndum af mann- og dýralífinu þar. Arangurinn lét ekki á sér standa og hér birtast þrjár myndir þeirra félaga. Skytturnar komnar í klippingu Þetta vélmenni var statt í Aust- urstræti til þess að auglýsa frumsýningu kvikmyndar um frænda sinn. Kvikmyndatöku myndarinnar Skytturnar er nú lokið, en tök- ur fóru fram í Reykjavík, Hvalfirði og á hvalveiðimiðunum. Er nú unn- ið að klippingu hennar. Handritið er eftir þá Einar Kárason og Frið- rik Þór Friðriksson, en Friðrik leikstýrði jafnframt. Aðalhlutverk eru í höndum þeirra Þórarins Óskars Þórarinssonar og Eggerts Guðmundssonar, en fjöldi annarra leikara kemur fram í smærri hlut- verkum. Myndin greinir frá tveimur hval- föngurum, sem koma í land að lokinni hvalvertíð. Þetta eru gamal- reyndir jaxlar, sem hafa varla kynnst öðru lífi en sjómennskunni og borgaralegt líf þeim næsta ókunnugt. Nú er þó að því komið að þeir telja tíma kominn til þess að tengja. Hugleiða þeir jafnvel að fá sér fast starf í höfuðstaðnum og brjótast úr viðjum þeirrar útlegðar sem sjómennskan hefur verið þeim. I þessu skyni fara þeir víða; í samkomuhús og skemmtistaði, í heimsóknir til vina og ættingja, sem þeir telja sig eiga. Þeir mæta þó takmörkuðum skilningi og víðast hvar koma þeir sér úr húsi með ódannaðri framkomu og klaufa- skap. Sjálfír gera þeir illt verra með því að misskilja viðbrögð fólks, bæði með kímilegum og alvarlegum afleiðingum. Eftir mikinn hamagang og röð niðurlæginga bijótast þeir félagam- ir loks inn í skotfæraverslun og taka þar hólka traustataki með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Sem fyrr segir er nú unnið að klippingu myndarinnar, en hún fer fram í Kaupmannahöfn. Um tónlist sjá m.a. Bubbi Morthens, Sykurmol- amir og Hilmar Öm Hilmarsson. Gert er ráð fyrir að myndin verði frumsýnd í Háskólabíói í byrjun febrúar á næsta ári. Skytturnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.