Morgunblaðið - 16.12.1986, Side 93

Morgunblaðið - 16.12.1986, Side 93
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 Evrópubikarkeppnin í sundi: EÐVARÐ Þór Eðvarðsson setti íslandsmet f 200 metra baksundi og hafnaði í þriðja sæti í grein- inni á Evrópubikarkeppninni í sundi, sem fram fór f Malmö f Svíþjóð um helgina. Ragnheiður Runólfsdóttir sett þrjú íslands- met á sama móti. Eðvarð synti 200 metrana á 2.01,61 mínútum. Igor Polianskiy frá Sovétríkjunum sigraði á 1.57,66 mínútu og Frank Hoff- meister, Vestur-Þýskalandi, varð annar á 1.58,59 mínútu. Eðvarð Þór keppti einnig í 100 m bak- sundi á sunnudaginn en var þá dæmdur úr leik þar sem hann snerti ekki bakkann eftir fyrstu 25 metrana, sneri of fljótt. Ragnheiður Runólfsdóttir frá Akranesi setti þrjú íslandsmet á mótinu. Hún hafnaði í 7. sæti í 200 metra bringusundi á 2.37,67 mínútum, en í undankeppninni synti hún á 2.37,04 mínútum, sem er (slandsmet. Hún setti svo tvö íslandsmeti á sunnudaginn, en komst ekki í úrslit. Ragnar Guðmundsson komst ekki í úrslit í 1500 og 400 metra skriðsundi. Þyski handboltinn: TUSEM Essen jólameistari Vestur-Þjóverjar urðu Evrópu- bikarmeistarar í karlaflokki, hlutu 225 stig og voru 12 stigum á und- an Sovétmönnum. Svíar urðu í þriðja sæti með 192 stig. Austur-Þjóöverjar sigruðu í kvennaflokki með 221 stig, ítalir voru í öðru með 210 og Vestur- Þjóðverjar í þriðja með 209 stig. Morgunblaöið/Bjarni • Eðvarð Þór Eðvarðsson stóð sig mjög vel á Evrópubikarmótinu f* sundi sem fram fór f Malmö um helgina. Hann setti glæsilegt íslands- met og vann bronsverðlaun f 200 m baksundi. Frá Jóhanni Inga Gunnaraaynl, fróttamannl KEPPNI í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta er nú hálfnuð og er Essen jólameistari með 25 stig eftir 13 leiki, sem er besti árang- ur er náðst hefur í deildinni. Á laugardaginn vann liðið Gummersbach á útivelli 14:13. Kristján Arason lék vel hjá heima- mönnum, en Alfreð Gíslason var betri og átti mikinn þátt f sigri Essen. Viðureignin var jöfn eins og við var að búast, góður handbolti og varnarleikur á heimsmælikvarða. Óvænt í blakinu ÞAÐ urðu talsvert óvænt úrslit f blakinu um helgina er ÍS vann Fram og KA lagði Víkinga fyrir norðan. Friðbert Traustason náði að rífa stúdenta upp úr mikilli lægð og þeir unnu Fram í þremur hrinum gegn einni. Fyrstu hrinuna unnu þeir 15:12 en Fram vann þá næstu 15:10 en ÍS síöan tvær næstu 15:12 og 15:10. Víkingum gekk erfiðlega að komast til Akureyrar en komust þó seint og um síðir. Leikurinn hófst skömmu fyrir miðnætti og lauk með óvæntum sigri KA. 15:13 unnu þeir fyrstu hrinuna, en Víkingar svöruöu með 18:16 sigri. Þeir héldu uppteknum hætti og komust í 10:0 áður en KA fór í gang og náði að vinna 15:13. Síðustu hrinuna vann KA síðan 15:9. HSK brá sér á Neskaupstað og lék þar við Þrótt. Heimamenn unnu í þremur hrinum gegn tveimur. Þeir voru lengi í gang og HSK vann tvær fyrstu hrinurnar 10:15 og 13:15 en síöan vann Þróttur 15:8, 15:5 og 15:8. [ kvennablakinu unnu Þróttarar lið UBK 3:2 og Víkingur vann KA 3:0. Morgunbladsins f V-Þýskalandi. Gummersbach komst yfir í byrjun, en munurinn var aldrei meiri en eitt mark. Essen leiddi í hálfleik 7:6, komst í 14:12, en Gummers- bach skoraði síðasta markið úr vítakasti 10 sekúndum fyrir leiks- lok. Kristján lék vel og skoraði 2 mörk fyrir Gummersbach, en Neitzel skoraði 5 mörk. Alfreð og Fraatz skoruðu 4 mörk hvor fyrir Essen og var Alfreð mjög góður. Gummersbach er aðeins með 12 stig að 13 leikjum loknum og er þetta slakasti árangur liðsins frá upphafi. Liðið er í 7. sæti þrátt fyrir að landsliðsmaður leiki í hverri stöðu. Grosswallstadt fylgir Essen eins og skugginn og vann Hameln 13:12 á útivelli. Sigurmarkið kom 12 sekúndum fyrir leikslok og var Hameln óheppið að tapa, en leik- menn liðsins misnotuð 3 vítaköst. Grosswallstadt er með 23 stig og hefur verið ásamt Essen í sérflokki í deildinni. Kiel er í 3. sæti, en liðið vann Schutterwald 30:14. Kiel er með 18 stig eftir 14 leiki. Dusseldorf vann Handewitt 24:14 og er í 4. sæti með 16 stig. Páll Olafsson var góður í leiknum og skoraði 4 mörk. Göppingen og Hofweier gerðu 22:22 jafntefli og skoraði Klempel 11 mörk fyrir Göppingen. Þá vann Milbertshofen Schwabing 26:23 og eru liðin í 5. til 6. sæti með 14 stig. Wunderlich skoraði 9 mörk fyrir Milbertshofen, en Dör- höfer var markahæstur hjá gestun- um með 5 mörk. 1. deild kvenna: Létt hjá KR KR-inaar áttu ekki í erfiðleikum með IR í 1. deild kvenna í körfu um helgina. KR vann 70:48 eftir að staðan f leikhlói hafði verið 29:28 fyrir þær. Grindavík tapaði fyrir Njarðvík í kvennakörfunni á laugardaginn. Þjálfari óskast UMF Tindastóll, Sauðárkróki auglýsir eftir þjálfara í knattspyrnu næsta sumar. Upplýsingar veita Páll hs: 5560, vs: 5800 eöa Óskar hs: 5745, vs: 5383. MDÆGURS Eðvarð þriðji í 200 m baksundi - Ragnheiður setti þrjú íslandsmet

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.