Morgunblaðið - 16.12.1986, Page 94

Morgunblaðið - 16.12.1986, Page 94
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1986 94 Morgunblaðið/Árni Sœberg Landsbankamót ÍR í minnibolta • Landsbankamót ÍR í minnibolta fór fram í 4. sinn dagana 5. til 12. desember. Um þrjúhundruð 11 ára krakkar úr gunnskólunum í Breiðholti og Langholtsskóla tóku þátt í mótinu og er það met þátt- taka. Laugardaginn 13. desember bauð síðan Landsbankinn í Mjóddinni öllum skaranum til hófs þar sem allir fengu afhenta viðurkenningu fyrir þátttöku sína. Þessi mynd var tekin af hópnum þeg- ar hann kom sæll og glaður úr Verðlaunahófinu. Við munum segja nánar frá mótinu á Unglinga- íþróttasíðu á sunnudaginn kemur. UMFN sigraði KR ígóðum leik Morgunblaöiö/Júlíu8 • Svafar Magnússon lák vel með Bllkum á sunnudaginn. Hér skorar hann framhjá Gylfa Birgissyni hjá Stjörnunni. Blikar unnu í jöfnum og skemmti legum leik BREIÐABLIK skaust á sunnudag- inn upp í efsta sæti 1. deildarinn- ar í handknattleik karla er liðið vann Stjörnuna f fþróttahúsi Digraness með 25 mörkum gegn 24 f æsispennandi leik. Jafnt var, 14:14, f leikhléi. Blikar hafa 15 stig eins og Vfkingar f fyrsta sæti en þar sem þeir unnu leikinn við Víking á sfnum tfma skoðast þeir f efsta sæti. Leikurinn var hnífjafn allan tímann ef fyrstu mínúturnar eru ekki taldar með. Stjarnan byrjaði mjög vel. Allt gekk upp hjá þeim á meðan ekkert gekk hjá Blikum. Stjarnan gerði fyrstu 4 mörkin í leiknum en eftir 20 mínútur jöfn- uðu Blikar 9:9 og eftir það var jafnt á öllum tölum þar til yfir lauk. Af þessu sést að leikurinn var óhemju spennandi og hann var líka , nokkuð vel leikinn. Varnir beggja liða voru þokkalegar ef frá eru tald- ir hornamennirnir í liðunum. Þar var allt galopið enda mörg mörk skoruðu þaðan. Sóknarleikurinn var einnig skemmtilegur og oft sáust skemmtileg leikkerfi, einkum hjá Blikum, sem enduðu með fallegum mörkum. Páll var góður í þessum leik og sömu sögu er að segja af Hann- esi. Hafsteinn og Sigurjón voru lunknir við að skora úr hornunum enda opin leið þar inn og Guð- mundur er veikastur fyrir þar. Jónas varði þokkalega á köflum. Hjá Blikum var Guðmundur góð- ur í markinu nema hvað honum Staðan í 1 deild karla er nú þessi: UBK 9 7 1 1 204:192 16 Vlkingur 9 7 1 1 201:191 15 FH 9 8 1 2 228:198 13 Valur 9 6 1 3 229:199 11 KA 9 4 1 4 199:210 9 Fram 8 4 0 4 188:172 8 Stjarnan 8 3 1 4 200:201 7 KR 9 3 0 6 179:202 6 Haukar 9 2 0 7 188:222 4 Ármann 9 0 0 8 179:220 0 gekk bölvanlega að ráða við horna- menn Stjörnunnar. Björn vargóður og Svafar einnig. Hornamennirnir Þórður og Jón Þórir voru ekki eins og þeir eiga að sér í þessum leik. Þó svo þeir kæmust í gegn tókst þeim ekki að nýta færin sem skildi. Mörk UBKiBjörn Jónsson 6/2, Svafar Magnússon 5, Aðalsteinn Jónsson 4, Kristján Halldórsson 3, Jón Þórir Jónsson 3/2, Þórður Davíösson 2, Sigþór Jóhann- esson 1, Magnús Magnússon 1. Mörk STJÖRNUNNAR: Páll Björgvinsson 5, Hannes Leifsson 5/1, Sigurjón Guð- mundsson 5/1, Hafsteinn Bragason 4, Gylfi Birgisson 3, Skúli Gunnsteinsson 1, Einar Einarsson 1. -SUS Staðan STAÐAN í úrvalsdeildinni í körfubolta eftir 11 umferðir er þessi: UMFN 11 9 2 895:767 18 (BK 11 8 3 807:692 16 Valur 11 7 4 750:728 14 KR 11 5 6 772:826 10 Haukar 11 4 7 795:794 8 Fram 11 0 10 640:752 0 LEIKUR KR og UMFN í úrvals- deildinni f körfubolta, sem fram fór í fþróttahúsi Hagaskólans á sunnudaginn, var fjörugur og skemmtilegur á aö horfa. Leikur- inn var frekar jafn, KR-ingar höföu undirtökin framan af og voru yfir f hálfleik, 47:45, en Njarðvfkingar voru ákveönari f -áeinni hálflelk og unnu 102:81. Mikill hraði var í leiknum til að byrja með og hittnin góð. Liðin skiptust á að skora, en um miðjan fyrri hálfleik voru KR-ingar fjórum stigum yfir, 25:21. Þá gleymdist að skrá eina körfu, sem Guðni Guðnason skoraði fyrir KR. Skömmu sfðar var munurinn orð- inn átta stig, 37:29, en gestirnir náðu nær að jafna fyrir hlé. Það gerðu þeir strax í seinni hálfleik og jafnræði var með liðun- um næstu tíu mínúturnar. Gestirnir tvíefldust undir lokin og unnu ör- ugglega 102:81. KR-liðiö lék vel lengst af, en slakaði á undir lokin. Guðni Guðna- son og Garðar Jóhannsson voru bestir, en hjá Njarðvíkingum báru Valur Ingimundarson og Jóhannes Kristbjörnsson af. Njarðvíkingarnir voru góöir og halda efsta sætinu í deildinni. Stig KR: Guðni Guðnason 32, Garðar Jó- hannsson 18, Þorsteinn Gunnarsson 13, Guðmundur Jóhannsson 10, Ólafur Guð- mundsson 8. Stig UMFN: Valur Ingimundarson 35, Jóhannes Kristbjörnsson 23, Helgi Rafns- son 15, Teitur örlygsson 12, ísak Tómasson 6, Hreiðar Kristinn Einarsson 5. Hreiöarsson S.G. 6, • Jón Kr. Gíslason skoraöl 28 stlg gegn Val og var bestur f góöu liði ÍBK. Öruggt hjá í BK TORFI Magnússon, Val, og Jón Kr. Gfslason, ÍBK, áttu stórleik á sunnudagskvöldiö, þegar liðin léku í úrvalsdeildinni f körfu f fþróttahúsi Seljaskóla. En enginn má viö margnum, Torfi fékk litla aðstoð félaga sinna á meðan Kefivfkingar unnu vel saman enda unnu þeir leikinn 68:54 eftir aö staðan f hálfleik haföi verlö 30:29 iciidaá adidas SNYRTIVÖRUR SPORTMANNSINS Fást í helstu snyrtivöruverslunum Val f vil. Leikurinn var góður, hraður og skemmtilegur fram í miöjan fyrri hálfleik. Keflvíkingar skoruðu fyrstu sex stigin, en Torfi hélt í við þá. Eftir tíu mínútna leik var staðan 20:17 ÍBK í vil og hafði Torfi skor- að nær öll stig Vals. Eftir þetta datt leikurinn niður, leikmenn beggja liða gerðu sig seka um mörg mistök, en Vals- menn náðu að jafna og höfðu eitt stig yfir í hálfleik, 30:29. Keflvíkingar voru ákveðnari í seinni hálfleik, náðu fljótlega for- ystunni og voru lengst af 6 til 10 stigum yfir. Sunnanmenn voru komnir til að sigra og 68:54 sigur var verðskuldaður. Vörn Vals var góð, en sóknin afleit fyrir utan Torfa Magnússon, sem átti stórleik í vörn og sókn. Jón Kr. Gíslason var allt í öllu í sóknarleik ÍBK, en breiddin er að- all Keflvíkinga. Leikmennirnir vinna vel saman, aðstoða hvern annan og uppskera eftir því. Stlg VALS: Torfi Magnússon 31, Einar Ólafsson 8, Leifur Gústafsson 6, Tómas Holton 4, Björn Zöega 4, Sturla Örlygsson 1. Stig IBK: Jón Kr. Gíslason 28, Guðjón Skúlason 12, Sigurður Ingimundarson 12, Gylfi Þorkelsson 6, Ólafur Gottskálksson 6, Matti Ó. Stefánsson 4. . . . S.G. Happdrætti GR DRÆTTI hefur verið frestað f happdrætti GR um viku, eöa fram til 22. desember, þar sem marglr eiga eftir aö gera skil.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.