Morgunblaðið - 20.12.1986, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986
Borgarstjórn:
Vinnuhópur
um öldrunarmál
Á FUNDI borgarstjórnar á
fimmtudag’ var samþykkt tillaga
Árna Sigfússonar (S), formanns
félagsmálaráðs, um að skipa
starfshóp til að gera tillögur að
heildarskipulagi öldrunarmála
hjá Reykjavíkurborg og áherslu-
verkefnum næstu ára.
í máli Áma kom fram að þetta
yrði vinnuhópur sem ætlað væri að
safna upplýsingum og gera tillögur,
sem síðan yrðu til umflöllunar hjá
þeim nefndum borgarinnar sem
Qalla um öldrunarmál.
í hópnum verða tveir fulltrúar
úr félagsmálaráði, og mun annar
þeirra, Ámi Sigfússon, verða for-
maður starfshópsins, einn fulltrúi
úr framkvæmdanefnd bygginga-
stofnana í þágu aldraðra og fulltrúi
úr heilbrigðisráði.
Sjá í miðopnu frásögn af könn-
un á högum aldraðra.
INNLENT
Heiðurslaun listamanna 1987:
Sextán tilnefndir
til heiðurslauna
Morgunblaðið/Einar Falur
Sigriður Þórðardóttir, oddviti í Grundarfirði, afhenti í gær Ólympíuskáksveitinni 1200 þúsund króna
áheit frá útgerðarmönnum og fiskverkendum í Grundarfirði. Skákmennirnir eru: Guðmundur Siguijóns-
son, Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason, Margeir Pétursson og Karl Þorsteins.
Ólympíuskáksveit-
inni afhent áheit
gestir og eiga þetta fé fyllilega andi verður þetta til að hvetja þá
skilið eftir góða frammistöðu. Von- enn frekar til dáða.“
Helgarpósturinn:
Ingólfur Margeirs-
son segir lausu rit-
sljórastarfinu
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Ingólfi Margeirssyni, ritstjóra
Helgarpóstsins:
„Skrif Ragnars Kjartanssonar,
fyrrnrn stjómarformanns Hafskips
hf., í Morgunblaðinu að undanfömu
um viðskipti mín við félagið gefa
til kynna að greiðsla fyrir flutning
hafí verið felld niður með þeim
hætti að eðlilegt sé að líta á sem
mistök af minni hálfu. Undanfarið
hef ég reynt að gera grein fyrir
þessum viðskiptum eftir bestu vit-
und og samvisku.
Ég vil taka skýrt fram, að þessi
viðskipti hafa aldrei haft nein áhrif
á störf mín sem ritstjóri Helgar-
póstsins eða á ritstjómarstefnu
blaðsins. En þar sem umræða þessi
öll er komin á það stig að hún get-
ur valdið blaðinu og samstarfsfólki
mínu ófyrirsjáanlegum erfiðleikum,
tel ég mér skylt að segja starfí
mínu lausu sem ritstjóri Helgar-
póstsins. Mér er það ljóst að undir
engum kringumstæðum má varpa
skugga á nafn blaðsins eða störf
ritstjómar."
Verðlagsráð sjáv-
arútvegsins:
Frjálst fisk-
verð enn í
deiglunni
AFSTAÐA til fijáls fiskverðs á
næsta ári var ekki tekin á fundi
Verðlagsráðs sjávarútvegsins á
fimmtudag. Boðað hefur verið
til annars fundar á mánudag og
talið er líklegt, að niðurstaða
fáist þá.
Arni Kristjánsson og Jón úr Vör nýir
í þeim í hópi
I GÆR var lögð fram á Alþingi
breytingartillaga við fjárlaga-
frumvarp, þess efnis, að heiðurs-
laun listamanna 1987 skuli
samtals nema fimm milljónum
og tvö hundruð og áttatíu þúsund
krónum. Jafnframt var lögð
fram tillaga um 16 listamenn,
sem hver fái þijú hundruð og
þijátíu þúsund krónur í heiðurs-
laun úr rikissjóði á komandi ári.
Tveir nýir listamenn bætast í
hópinn: Arni Kristjánsson og Jón
úr Vör. Einn heiðurslaunalista-
maður 1986 er látínn, Jón
Helgason.
Þeir sem verða aðnjótandi heið-
urslauna listamanna 1987 eru,
samkvæmt tillögunni: Ámi Krist-
jánsson, Finnur Jónsson, Guðmund-
ur Daníelsson, Halldór Laxness,
Hannes Pétursson, Indriði G. Þor-
steinsson, Jóhann Briem, Jón úr
Vör, Jón Nordal, María Markan,
Matthías Johannessen, Ólafur Jó-
hann Sigurðsson, Snorri Hjartar-
son, Stefán íslandi, Svavar
Guðnason og Valur Gíslason.
Flutningsmenn tillögunnar eru
fjórtán talsins úr öllum þingflokk-
um. Fyrsti flutningsmaður er
Halldór Blöndal (S.-Ne.)
Póls-tækni hf.
stofnað á ísafirði
Ólympíuskáksveit íslands var
í gær afhent áheit útgerðar-
manna og fiskverkenda í
Grundarfirði, 1200 þúsund krón-
ur.
Grundfirðingamir tóku þá
ákvörðun að greiða skáksveitinni
tvær milljónir króna ef hún næði
fyrsta sæti á Ólympíuskákmótinu í
Dubai. Þessi upphæð skyldi lækka
um tvö hundrað þúsund um hvert
sæti neðar á listanum. íslenska
sveitin lenti í fímmta sæti og fékk
því 1200 þúsund frá Grandfírðing-
unum. „Þessi ákvörðun var tekin
eftir Skákþing íslands síðasta
haust, en það var haldið í Grandar-
fírði," sagði Sigríður Þórðardóttir,
oddviti, en hún afhenti skákmönn-
unum féð í móttöku á Hótel Sögu
í gær. „Skákþingið skipaði veglegan
sess í hátíðarhöldum í tilefni af því
að 200 ár vora liðin frá því að
Grandarfjörður fékk kaupstaðar-
réttindi og áhugi á því var mikill
meðal heimamanna. Skákmennimir
bjuggu í heimahúsum á meðan á
þinginu stóð og þeir guldu fóstur-
launin ríkulega með skemmtilegum
skákum. Þeir vora miklir aufúsu-
Árni Kristjánsson
Jón úr Vör
Eimskip lagði fram þriðjung hlutafjár
Fiskmarkaðir:
Verðfall í Bremerhaven
FYRIRTÆKIÐ Póls-tækni hf.
var stofnað á ísafirði á
fimmtudag. Það er stofnað af
fyrri eigendum Póls hf. og
ýmsum nýjum hluthöfum, s.s.
Eimskipafélagi íslands, sem
lagði fram þriðjung hlutafjár.
Póll hf., sem hefur undanfarin
ár stundað hönnun og framleiðslu
vogakerfa fyrir frystihús og tog-
ara, mun sameinast þessu nýja
fyrirtæki. Það er stofnað til að
gera fyrirtækinu kleift að takast
á við ný verkefni og binda hlut-
hafar m.a. vonir við það að auka
megi útflutning á framleiðsluvör-
um fyrirtækisins. Heildarhlutafé
í fyrirtækinu er 45 milljónir króna
og eru hluthafar tæplega 60.
Stærsti einstaki hluthafínn er
Eimskip með 15 milljónir í hluta-
fé, en aðrir hluthafar eru t.d.
fískvinnslu- og útgerðarfyrirtæki
á Vestfjörðum, starfsfólk fyrir-
tækisins o.fl.
Hörður Sigurgestsson, for-
stjóri Eimskips og stjómarform-
aður hins nýja fyrirtækis, sagði
ástæðu þess að skipafélagið hefði
lagt fram hlutafé vera þá, að
stjóm félagsins þætti fyrirtækið
áhugavert og hefði trú á því að
rafeindaiðnaður eigi framtíð fyrir
sér, sérstaklega á sviði fískiðnað-
ar. Það væri ekki óeðlilegt að
stærri fyrirtæki stuðluðu að við-
gangi fyrirtækja í nýjum greinum
og veittu þeim brautargengi.
Hörður sagði að engin áform
væru nú hjá Eimskip um þátttöku
í rekstri annarra fyrirtækja.
í stjóm hins nýja fyrirtækis
vom kjömir, auk Harðar, þeir
Bjöm Hermannsson og Einar
Ingvarsson, en varastjóm skipa
Ingólfur Eggertsson og Þorkell
Sigurlaugsson. Framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins er Ásgeir
Erling Gunnarsson, viðskipta-
fræðingur.
TOGARINN Engey RE seldi afla
sinn í Bremerhaven á fimmtu-
dag. Þrátt fyrir að fiskurinn
væri góður fékkst lágt verð fyrir
hann. Engey er síðasta skipið,
sem selur afla sinn erlendis á
þessu ári.
Engey seldi alls 171,7 lestir,
mest karfa. Heildarverð var
7.760.200 krónur, meðalverð 45,19.
Verð á karfa hefiir að undanförnu
verið um og yfír 60 krónur á hvert
kíló.
í þessari viku vora alls seldar
1.263 lestir af físki úr gámum í
Englandi og fískiskipum í Englandi
ogÞýzkalandi. Heildarverð var 80,5
milljónir króna. Meðalverð úr gám-
um var 71,56 krónur. 73,66 fengust
fyrir þorsk, 82,14 fyrir ýsu, 37,92
fyrir ufsa, 42,97 fyrir karfa og
63,57 fyrir kola. Þijú fískiskip seldu
afla sinn í Englandi og fengu 58,27
til 71,41 krónu að meðaltali á k’íló.
Fjögur skip seldu í Þýzkalandi og
var meðalverð fyrir karfa og ufsa
frá 45,19 upp í 63,17. Á mánudag
verður selt úr 35 gámum í Englandi.