Morgunblaðið - 20.12.1986, Page 18

Morgunblaðið - 20.12.1986, Page 18
18 » MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 Ferðamál eftir Kristínu S. Kvaran Ört vaxandi þáttur í atvinnulífi okkar íslendinga eru ferðamál og er sýnfc að þau verða æ mikilvæg- ari atvinnugrein á næstu árum. Það er afar áríðandi að þeir sem vinna að landkynningu hafí um það sam- vinnu og samráð sín á milli, þannig að dýrmætar krónur fari ekki í súg- inn við það, að hver og einn sé að krunka í sínu homi. Kynning’ Þeir sem stunda útflutning þurfa að leggja umtalsvert fjármagn af mörkum til þess að koma vörum sínum á framfæri. Það kostar í flestum tilvikum einnig kynningu á íslandi. Landkynning þarf einnig að eiga sér stað á vegum þeirra sem vinna að ferðamálum. Með því að hlutaðeigendur tækju höndum saman um kynningu myndu ómældar upphæðir sparast á báða bóga, þar sem samtímis færi fram kynning á landinu og þeirri vöru og þjónustu sem þar er að fá. Með því móti gengi það fyrr fyrir sig en ella að setja Island rækilega á landakortið í hugum fólks. Þannig kæmi stuðningur frá einni atvinnugrein til annarrar og það sem mikilvægara er, við það nýttust betur þær fáu krónur sem til skiptanna eru. Nýting Það kemur fyrir, að okkur leggj- ast til óvæntir atburðir, sem fyrir- varalaust gera það að verkum, að mikil landkynning verður okkur að kostnaðarlausu. Þá þarf slík sam- ræming að vera fyrir hendi sem að framan greinir, svo unnt sé að grípa tækifærið og fá sem mest fyrir sinn snúð. Þess er skemmst að minnast er leiðtogafundurinn var haldinn hér í Reykjavík. Þá var lagt upp í hend- umar á okkur stórkostlegt tæki- færi, sem mér er til efs að hafí nýst okkur sem skyldi. Þar vantaði samræmingu og samstarf hinna ýmsu atvinnugreina svo viðunandi árangur næðist. En okkur kom þetta að sjálfsögðu til góða, þó það hafí verið í minna mæli en orðið hefði með samræmdu átaki. Útflutningsráð fslands var td. með ráðagerð á takteinum um umfangsmikla landkynningu sem átti að plægja akurinn fyrir áætlað átak í útflutningsmálum okkar ís- lendinga. Að afstöðnum fundinum var ljóst að umtalsverðar fjárhæðir höfðu sparast. Það reyndist ekki eins brýnt og áður að leggja út í þann mikla tilkostnað sem fylgir landkynningu. Það er hins vegar alveg ljóst að það verður að kappkosta að við- halda þeirri kjmningu sem þegar hefur fengist oh bæta stöðugt við í sarpinn upplýsingamolum sem orðið gætu til þess að vekja forvitni og löngun að sækja landið heim og áhuga fyrir þeim framleiðsluvörum sem við höfum á boðstólum. Það eru auðvitað fleiri atburðir sem hafa lagt okkur lið hvað þetta varðar. Vil ég þá fyrst nefna sigur- göngu Hófíar um álfuna, þar sem hún með glæsilegri og elskulegri framkomu sinni og viðmóti lagði sig fram um að minna stöðugt á ísland. Það sama á við um aflrauna- manninn Jón Pál. Sérstæðir kraftar og tæknileg vinnubrögð hans ásamt óvenjulegri framkomu hafa ótvírætt beint sjónum umheimsins að okkur. Fiskeldisfræðingarnir hlú að lúðunum áður en lagt er af stað. Flogið með lifandi smálúður til Noregs fufirði. UM HÁDEGI á fimmtudag lagði norski leiðangurinn frá tilrauna- stöðinni Mowi í Bergen upp frá ísafjarðarflugvelli með 31 lif- andi smálúðu. Framundan var þriggja og hálfs stunda flug yfir hafið og siðan tveggja tíma öku- ferð í tilraunastöðina. Tveir norskir fískeldisfræðingar, dr. Marit Solberg og Almar Elling Sund, tóku við fiskinum úr hendi Kristjáns Jóakimssonar sem stjóm- að hefur aðgerðunum hjá_ Hrað- frystihúsinu Norðurtanga ísafírði, en Norðurtanginn og Mowi eru aðilar að fískeldisfyrirtækinu ísnó hf. og standa saman að rannsókn- um sem þessum. Á síðastliðnu vori tókst starfs- mönnum Mowi að rækta 130 lúðuseiði til tilraunaeldis. Fram- undan eru margra mánaða eða ára rannsóknir á lúðunni áður en séð verður hvort markaðssetning er arðbær. Lúðumar sem sendar vom frá ísafirði em 0,3-7 kfló að þyngd og um það bil þriggja ára. Virtust þær í góðu ástandi þótt þær hafí dvalið allt að þijár vikur í keri við hús Norðurtangans án fæðu, en sjó er dælt viðstöðulaust í kerið. Hluti af lúðunum í kerinu vom þó ekki taldar álitlegar og fóm þær beint í fískbúðina og þaðan lentu þær spriklandi á sælkeraborðum Isfirðinga. Úlfar Kristín S. Kvaran „Við þurfum að koma hinni óspilltu náttúru á framfæri, þar sem að- alsmerkið er ómengað andrúmsloft, hreint vatn o g náttúruundur í sérflokki.“ Síðast en ekki síst ber að nefna skákmennina okkar sem nú nýlega hafa skarað rækilega fram úr svo eftir hefur verið tekið. Þeir em íþróttamenn á heimsmælikvarða og að afloknu móti eins og í Dubai hlýtur að hafa skapast gmndvöllur fyrir aukinni sölu og markaðssetn- ingu, hvort heldur talað er um land eða vöm og þjónustu. Það er í tengslum við slíka atburði sem er nauðsynlegt að bregðast skjótt við og vera í viðbragðsstöðu með fólk sem kann til verka og er fært um að nýta aðstæðumar til hins ýtr- asta. Það er ekki nóg að einstakir menn í viðskiptum séu með augun opin og nýti sér tækifærið. Það verður að gjömýta það í þágu þjóð- arbúsins í heild. Við megum ekki glutra niður gullnum tækifæmm eingöngu vegna þess að samræmingu og skipulag vantar. Hvaða ferðamenn? Við þurfum einnig að gera okkur glögga grein fyrir því hvaða ferða- menn það em sem við teljum æskilegt að fá til landsins. Eins og nú horfír lítur allt út fyrir að við hyggjumst áfram byggja þessa at- vinnugrein upp á þeim ferðamönn- um sem koma til landsins með Smyrli. Þeir sem koma á eigin bflum, gjaman stómm tmkkum með „stillansajám" í farteskinu til þess að geta betur mðst inn á við- kvæmu landsvæðin. Þeir hafa með sér öll matvæli til dvalarinnar og í mörgum tilfellum það eldsneyti sem þeir þurfa að nota á ferðum sínum hérlendis. Þannig fáum við engar gjaldeyristekjur frá þeim en sitjum uppi með svöðusár á landinu sem tekur aldir að græða upp. Svo tala menn stoltir um aukinn ferðamannaQölda til landsins á síðustu ámm og hafa helst uppi hugmyndir um það að fjölga slíkum ferðum að og frá landinu. Við verðum auðvitað að kapp- kosta að setja strangari reglur um útbúnað þeirra bifreiða sem til landsins koma og um hvað leyfílegt er að hafa meðferðis. Einnig verðum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að vekja forvitni og áhuga þess fólks sem séð hefur það sem er að sjá í heiminum, en vantar gullmol- ann í sarp minninganna. Við þurfum að koma hinni óspilltu nátt- úm á framfæri, þar sem aðalsmerk- ið er ómengað andrúmsloft, hreint vatn og náttúmundur í sérflokki. Þá er ma. hægt að telja fram staði eins og Bláa lónið í lækningaskyni og hið nýja hótel í Hveragerði þar sem hver og einn getur notið lífsins lystisemda í tengslum við alhliða líkams- og heilsurækt og svo mætti lengi telja. Við verðum að vera þess vel meðvituð að smám saman hefur verið að byggjast upp harður og vel hæfúr kjami fólks sem hefur hæfni, kjark og þor til þess að ta- kast á við að byggja upp ferða- mannaiðnað sem aftur gefur ómældar tekjur í þjóðarbúið. Á meðan við hugum að þessum þætti verðum við að vera vel á verði fyrir því að samtímis séu ekki unn- in skemmdarverk á mörkuðum okkar þegar vankunátta og van- hæfni valda því að það tekur okkur fleiri ár að vinna upp það sem tap- ast hefur. Maðkétin skreið og eitraðar rækjur eru meðal þess sem unnið hafa okkur ófyrirséð ijón. Slík markaðssjóm hlýtur að hafa neikvæð áhrif á trú fólks á getu íslendinga til að veita þá þjónustu sem krafíst er af þjóð sem ætlar sér að hafa ferðamál sem vaxandi atvinnugrein í framtíðinni. Höfundur er alþingismaður. Opið til 22 í kvöld Allar tegundir af nýslátruðu svínakjöti. Lægsta verð á landinu enda allt á heildsöluverði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.