Morgunblaðið - 20.12.1986, Side 21

Morgunblaðið - 20.12.1986, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 21 Flóttamenn ’86 eftirBjörn Friðfinnsson Þessa helgi gengst Rauði kross íslands fyrir fjársöfnun í þágu flóttamanna og rennur söfnunarféð óskert til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Genf, sem síðan notar það í samráði við Al- þjóðaráð Rauða krossins til rekstrar flóttamannabúða víðs vegar um plánetuna. Ekki er nákvæmlega vitað um fjölda flóttamanna um þessar mundir, en gizkað hefur verið á að þeir séu um 15 milljónir talsins. Stærsti hópurinn er flóttamenn frá Afganistan, sem nú dvelja í Pak- istan og íran, en einnig má nefna flóttamenn í Afríku, sem leitað hafa hælis handan næstu landamæra, flóttamenn í Mið-Ameríku og flótta- menn frá Indókína, sem dveljast í flóttamannabúðunum í SA-Asíu. I nágrannaríkjum ísraels er enn mik- ill fjöldi flóttamanna frá Palestínu og vaxandi fjöldi flóttamanna flýr nú innanlandsátök í Líbanon og Sri Lanka og ástandið í íran. Flóttamannavandamálið hefur aukizt að undanfömu og munar þar mestu um flóttamenninna frá Afg- anistan. Á sama tíma hafa þó flóttamenn frá nokkrum ríkjum getað snúið heim, t.d. fólk frá Zimbabwe og Argentínu og flótta- mannastraumurinn frá Víet-Nam hefur minnkað. Flóttamenn, sem flúðu Pólland, þegar herinnn tók þar völdin, hafa nú ýmist snúið heim eða fengið nýtt heimkynni á Vesturlöndum. Straumur flóttamanna til V- Evrópu á síðustu misserum hefur vakið þar verulega athygli. Flótta- mönnunum fjölgaði verulega við það að ríkisflugfélag þýzka al- þýðulýðveldisins tók upp á því að flytja flóttamenn upprunna í Líban- on, íran og Sri Lanka fyrir væna þóknun til Berlínar, þaðan sem þeir eiga greiða leið að landamærum nokkurra V-Evrópuríkja. Eftir því sem fleiri ríki gripu til takmarkana á móttöku flóttamannanna, óx þrýstingur á þau ríki, sem enn höfðu fijálslegri reglur um móttöku flótta- manna, þar á meðal Svíþjóð og Danmörku og loks er nú svo kom- ið, að alls staðar hafa reglur um aðgang flóttamanna verið hertar. Atvinnuleysi ásamt grun um að margir þeirra, sem sækja um hæli sem flóttamenn séu í raun innflytj- endur í leit að bættum lífskjörum, hefur magnað andstöðu almennings í Evrópuríkjum við móttöku fleiri flóttamanna. Einnig hefur borið á kynþáttahatri í nokkrum ríkjum, sem einkum hefur beinst gegn flóttamönnum og innflytjendum ættuðum frá Asíu og Afríku. Fáir neita því þó, að í hópi flóttamanna séu margir, sem fullnægja öllum skilyrðum alþjóðlegra sáttmála um vemd flóttamanna. Flóttamanna- vandi V-Evrópuríkja er smávægi- legt vandamál, sé hann borinn saman við þann vanda, sem vanþró- uð ríki á við Pakistan, Súdan og Thailand þurfa að glíma við vegna flóttamannastraums frá nágranna- ríkjunum. En hvers vegna grípa menn til þess ráðs að flýja land? Hvers vegna yfirgefa menn heimili sín og það umhverfi, sem þeir þekkja bezt og halda út í óvissuna? Ástæðan er vafalaust ótti. Ótti við ofsóknir, ofbeldi, pyntingar og dauða. Virð- ing fýrir mannréttindum eru for- réttindi minnihluta jarðarbúa og forsenda friðar og jafnvægis, en virðingarleysi fyrir mannréttindum er undirrót þess ótta, sem gerir fólk að flóttafólki. Flestir flýja land með það í huga að snúa heim, þegar hættuástand er liðið hjá. Aðrir gera sér engar vonir um að geta snúið heim. Það em þeir, sem tapað hafa í innan- landsátökum eða tilheyra minni- hlutahópum sökum trúar sinnar eða kynþáttar. Dæmigerður hópur flóttamanna em Afganirnir, sem nú gista flótta- mannabúðir í nágrannalöndunum. Þeir flýja land sitt af ótta við grimmdarlegar hemaðaraðgerðir innrásarhers gegn andspymuhreyf- ingu landsmanna og aðstandendum hennar. Þeir flýja sprengjuárásir og brennda akra, eyðilögð hús og þá almennu neyð, sem ávallt fylgir í kjölfar hemaðarátaka. Afganimir hafa flúið land sitt um stundarsak- ir, en eftir því sem heimferð þeirra dregst lengur, fjölgar þeim vanda- málum, sem þeir geta ekki leyst án utanaðkomandi hjálpar. Þeir em gestir í öðm ríki og njóta þar sam- úðar trúbræðra sinna, en „ljúfur verður leiður, sá er lengi situr" og gestimir geta ekki fætt sig eða klætt nema að litlum hluta, þeir þarfnast aðstoðar í heilbrigðis- og menntamálum, húsnæðis- og hrein- lætismálum. Og nærvera flótta- mannanna færir hemaðarátök nær heimamönnum. Afganimir þarfnast því stuðn- ings heimsbyggðarinnar til þess að þreyja þorrann og góuna þar til þeir komast heim og þeir þarfnast einnig stuðnings allra þjóða til þess að friður komist á í heimalandi þeirra og innrásarherinn hverfi á brott. Að Iáta vandamál þeirra af- skiptalaust er sama og að leggja blessun á innrás og ofbeldi. Ef flóttamennimir fá að deyja drottni Bjöm Friðfinnsson sínum, er innrásarhemum auðveld- að takmark sitt, þ.e. að leggja landið undir sig til ævarandi yfir- ráða og ryðja úr vegi því fólki, sem þama býr fyrir. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur veitt afgönsku flóttamönnunum vemd sína og hún hefur skipulagt hjálparstarf ýmissa hjálparstofnana við það. Hjálpar- stofnanirnar hafa safnað fé til starfsins, en auk þess hafa ýmsar ríkisstjómir látið fé af hendi rakna til þess. Jafnframt hefur skrifstofa framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna lagt mikla áherzlu á, að ná samningum um brottför innrás- arhersins frá Afganistan. Annar dæmigerður hópur flótta- manna, sem þó er mun minni, era flótttamennirnir frá Viet-Nam, sem nú dveljast í flóttamannabúðum í ýmsum ríkjum SA-Asíu. Þar ér um að ræða fólk, sem ýmist tilheyrir þjóðemisminnihluta, sem meirihluti landsmanna lítur óhýru auga eða fólk, sem tengt er þeim aðilum, er töpuðu grimmilegu borgarastríði, sem þama geisaði. Þetta fólk getur ekki snúið heim án ótta um áfram- haldandi ofsóknir og kúgun. Það leitar því eftir varanlegri búsetu í öðram ríkjum og flóttamannastofn- un Sameinuðu þjóðanna hefur auk þess, sem hún hefur skipulagt upp- setningu flóttamannabúða og hjálparstarf þar, reynt að fínna fólkinu ný heimkynni. Það er eina lausnin á vandamálum þess. íslendingar hafa tekið þátt í hjálparstarfí við flóttamenn á veg- um alþjóðastofnana. Stærsti hluti þess hefur verið unninn í flótta- mannabúðum í Thailandi og í Súdan og hefur frammistaða íslenzkra starfsmanna borið hróður þjóðar- innar á fjarlægar slóðir. íslendingar hafa líka í smáum stíl tekið á móti flóttamönnum til varanlegrar bú- setu hér á landi. Þeir flóttamenn, sem aðlagast hafa samfélagi okkar, hafa um leið auðgað það á margvís- legan hátt, flutt með sér nýja þekkingu og menningaráhrif. Islendingar búa sig nú undir jóla- hátíð um leið og Rauði kross íslands knýr dyra með ósk um að almenn- ingur láti af hendi rakna framlög til hjálparstarfs fyrir flóttamenn í fjarlægum ríkjum. Kemur okkur vandamál þeirra við? Kemur þegnum annarra ríkja vandamál okkar eitthvað við, ef á bjátar? Geta ekki allir farþegar á plánetunni Jörð lokað sig af á litlum reitum hennar og látið, sem þeim komi ekki vandamál annarra far- þega við? Er ekki dauði eins bara annars brauð? Á ég að gæta bróður míns? Ég ætla ekki að svara þessum spumingum. Það gera menn hver fyrir sig um leið og menn minnast fagnaðarboðskapar jólanna og velta fyrir sé'r þeim lögmálum, sem hljóta að vera forsenda fyrir friði og far- sæld á plánetunni á okkar dögum, á dögum barna okkar og um alla framtíð meðan sólin vermir mátu- lega þessa vin í eyðimörk alheims- ins. Höfundur er stjórnarmaður Rauða kross íslands ojrformaður flóttamannaráðs RKI. Jólagjöfin fæst hjá Hirti Níelsen hf. Matta rósin sígilda Opíð frá kl. 10 - 22 Póstsendum um land allt. ' Qr \ \ / )y • 0 X TK\ z V 1 1 / * N v .py Caríier Poris Glæsilegar Cartíer gjafir í kristal með silfurrönd. ORFEVRERIE \e/tmÆde(r/ri Forráðamenn fyrirtækja gefið starfsfólki yðar virðulega og sígilda gjöf. Pökktim öllum gjöfum í glæsííega jólapakka. ^ijörtur^ U/J KRISTALL OG POSTULÍNSVÖRUR TEMPLARASUNDI 3 SIMI 19935 Sérverslun með áratuga þekkingu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.