Morgunblaðið - 20.12.1986, Síða 30

Morgunblaðið - 20.12.1986, Síða 30
MQRGUNBLAÐIÐ, LAUGAKDAGUJR, 20. DESEMBER 1986 30 Flugstöðin verður opnuð í apríl Farþegabrýrnar komnar til landsins FRAMKVÆMDIR við nýju flug- stöðina á Keflavikurflugvelli ganga samkvæmt áætlun, að sögn Sverris Hauks Gunnlaugs- sonar formanns bygginganefnd- ar. Er því útlit fyrir að flugstöðin verði opnuð í april eins og gert hefur verið ráð fyrir i áætlunum. Þessa dagana eru á þriðja hundr- að manns við vinnu í flugstöðinni. Nýlega komu sex farþegabrýr í landsins. Farþegabrýmar ganga út úr aðallandgangi flugstöðvarinnar og út að flugvélunum. Em þær hreyfanlegar á hjólum og hægt er að draga þær sundur og saman eins og harmoníku, þannig að hægt er að nota þær við allar stærðir og gerðir flugvéla í millilandaflugi. Farþegabrýmar vom keyptar af fyrirtæki í Utah í Bandaríkjunum og kostuðu 1,5 milljónir dollara með flutningi hingað, eða rúmlega 60 milljónir króna. Sverrir Haukur sagði að uppsetning yrði hafin strax eftir áramót og lyki verkinu vænt- anlega fyrir 1. mars. Farþegabrýrnar við Flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Morgunblaðið/Guðmundur Pétureson 3 Borgarnes- Hækkun fasteignagjalda Borgarnesi. SVEITARSTJÓRN Borgarnes- hrepps hefur samþykkt 25-26% hækkun fasteignagjalda á næsta ári. Fullnýtir sveitarstjómin sér þá heimildir í lögum um tekju- skatt sveitarfélaga. Fulltrúar sjálfstæðismanna og framsókn- armanna, sem skipa minnihluta í sveitarstjóminni, mótmæltu þessum auknu álögum harðlega að sögn Gísla Kjartanssonar full- trúa sjálfstæðismanna. Aðspurður sagði Gísli Karlsson sveitarstjóri að þama hefði meiri- hlutinn tekið pólitíska ákvörðun og verið m.a. að bregðast við tveggja milljón króna niðurskurði framlaga til sveitarfélagsins úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Áætlað væri að hækkun fasteignagjaldanna skilaði hreppnum um 600 þúsundum. Áðspurður sagði Gísli Kjartans- son fulltrúi sjálfstæðismanna að hann teldi þessa hækkun fasteigna- gjalda ótímabæra og alveg úr takt við það sem væri að gerast hjá öðmm sveitarfélögum. Það lægi ekkert fyrir í dag um afkomu sveit- arfélagsins á síðasta ári. Og ýmislegt benti til þess að afkoman yrði betri en áætlað hefði verið. Verkalýðsfélag Borgamess og Verslunarmannafélag Borgamess samþykktu samhljóða ályktun þar sem hækkun fasteignagjalda er mótmælt og þess krafist að sveitar- stjómin endurskoði nú þegar áðumefnda hækkun. í lok ályktun- arinnar segir „því verður ekki trúað að sveitarstjómarmenn í Borgar- nesi neiti að stuðla að lækkun verðbólgu". Aðspurður um ofangreind við- brögð sagði Eyjólfur Torfí Geirsson oddviti að viðskilnaður fyrrverandi meirihluta hefði verið mjög slæmur og hefðu skuldir sveitarfélagsins í ágúst sl. numið um 60 milljónum. Í þannig stöðu væri það ábyrgðar- hlutur að nýta ekki að fullu þá tekjustofna sem fyrir hendi væm. Þá sagði Eyjólfur að fasteignamat væri frekar lágt í Borgamesi þann- ig að þessi hækkun næmi ekki nema frá 500-1500 krónum á hveija hús- eign. Ennfremur benti Eyjólfur á að ríkisstjómin væri að velta sínum skattalækkunum út til sveitarfélag- anna með því að skerða framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. TKÞ Vestmannaeyjar: Jólainnkaup í veðurblíðu VERSLANIR í Vestmannaeyjum voru opnar til klukkan 22 í fyrra- kvöld. Að sögn lögreglunnar í Vest- mannaeyjum er jólaundirbúningur- inn vel á veg kominn og vom verslanir þar opnar fram eftir kvöldi. Eyjaskeggjar nýttu sér þjón- ustuna og versluðu til jólanna í veðurblíðunni. Áskriftarsiminn er 83033 Ævintvralega ódýru örbylgjuofnamir frá Örbylgjuofnarnir frá SHARP eru auðveld- ir í notkun og henta jafnt fyrir stórar steikur sem létt snarl. Þú setur hráefnið í ofninn, stillir hann og út kemur girnilegur og bragðgóður matur. Öllum örbylgjuofnum fylgir ókeypis mat- reiðslunámskeið fyrir alla fjölskylduna í SHARP-eldhúsinu. Einnig fylgir sérhönnuð 80 síðna mat- reiðslubók með ótal uppskriftum sem henta við öll tækifæri. í Hljómbæ er mikið úrval örbylgjuofna og allir eru þeir frá SHARP, það tryggir gæðin. Sérhönnuð 80 síðna matreiðslubók ag fer fram sýnikennsla f SH ARP-eldhúsinu á Hverfisgötu 103. Matreiðslukennari sér um kennsluna. HUÐMBÆR HVERRSGCmj 103 SIMI 25999 Umboðsmenn: Bókaskemman Akranesi, Kaupfólag Borgfirðinga, Hljómtorg ísafirði, Kaupfélag Skagfirðinga Sauöárkróki, KEA Akureyri, Radiover Húsavík, Skógar Egilsstöðum, Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum, Myndbandaleiga Reyðarfjarðar Reyðarfirði, Ennco Neskaupsstað, Djúpið Djúpavogi, Hornabær Hornafirði, Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli, M.M. búðin Selfossi, Rás Þorlákshöfn, Fataval Keflavík, Rafeindaþjónusta Ómars Vestmannaeyjum, Radioröst Hafnarfirði, JL Húsið Reykjavík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.