Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 34
^ íáú’gÁRÖÁgú’é éo.'b'ÉsÉiíSÉRrí'íiée
ER FÁLKANUM AÐ
FATAST FLUGIÐ?
■ Er Albert Guðmundsson höfuðvandamál Sjálfstæðisflokksins í dag, eða er hann
notaður sem blóraböggull til þess að afsaka fylgistap flokksins?
■ Verður Albert vikið af lista, eða býðst hann til þess að færa sig um set?
■ Hefur Sjálfstæðisflokkurinn á sér grímu pólitískrar spillingar?
■ Einkennir linkind og geðleysi Sjálfstæðisflokkinn um þessar mundir?
rjár nýlegar skoðanakannanir á
fylgi stjórnmálaflokkanna gefa
til kynna að fylgi Sjálfstæðis-
flokksins hafí farið verulega
minnkandi. Flokkurinn virðist
tapa fylgi jafnt og þétt og Alþýðuflokkurinn
sækja á, að sama skapi. Skoðanakönnun
Félagsvísindastofnunar háskólans sem gerð
var fyrir Morgunblaðið 31. október síðastlið-
inn til 7. nóvember sýndi að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafði fylgi 33,6% þeirra sem tóku
afstöðu, en Alþýðuflokkurinn 24,1%. Morg-
unblaðið greindi frá niðurstöðum_ þessarar
könnunar 13. nóvember sl. SKÁIS gerði
skoðanakönnun á fylgi stjórnmálaflokkanna
fyrir Helgarpóstinn dagana 1. og 2. desem-
ber sl. og voru niðurstöður þeirrar könnunar
þær að Sjálfstæðisflokkurinn hafði fylgi
34,7% þeirra sem tóku afstöðu og Alþýðu-
flokkur 28,6%. Loks birtust niðurstöður
skoðanakönnunar DV í því blaði þann 9.
desember og eru þær mjög í sömu veru,
því Sjálfstæðisflokkurinn fær þar 34,7%
fylgi þeirra sem afstöðu taka en Alþýðu-
flokkur 26,4% fylgi.
Fjórða skoðanakönnunin sem Hagvangur
gerði nú nýlega fýrir Sjálfstæðisflokkinn
sýnir þó aðrar niðurstöður en þær þijár hér
að ofan sem vitnað er til. Þar fær Sjálfstæð-
isflokkurinn 40,5% fylgi þeirra sem afstöðu
taka, en Alþýðuflokkurinn 22,2%.
Alþýðuflokkur virðist vera að styrkja
stöðu sína sem annar stærsti stjómmála-
flokkur landsins, jafnvel þótt miðað sé við
skoðanakönnun Hagvangs, auk þess sem
flokkurinn virðist einkum sækja aukið fylgi
sitt í raðir óánægðra sjálfstæðismanna, þó
að fylgisaukning hans verði ekki að öllu
leyti skýrð á þann veg.
Það er ekki úr vegi að reyna að kanna
hveijar ástæður liggja hér að baki og fá
það fram í dagsljósið hvað það er sem sjálf-
stæðismenn eru óánægðir með í eigin flokki.
Eg hef rætt við fjölmarga sjálfstæðismenn
að undanfömu og þá reynt að leita fanga
hjá sem breiðustum hóp sjálfstæðismanna,
um land allt. Það segir sig sjálft þegar fylg-
istap hjá eigin flokki er til umræðu hjá
sjálfstæðismönnum, þá getur verið um við-
kvæmt og erfitt umræðuefni að ræða. Því
hafa margir viðmælenda minna kosið að
greina mér frá sjónarmiðum sínum, hvað
flokkinn þeirra varðar, án þess að vilja vera
bomir fyrir þeim skoðunum undir nafni.
Eins og gefur að skilja, í jafnstórri fjölda-
hreyfingu og Sjálfstæðisflokknum, eru
skoðanir skiptar á því hveijar séu ástæðum-
ar fyrir minnkandi fylgi flokksins. Tilgreina
menn ýmsar ástæður, en rauði þráðurinn í
skýringum ijölmargra manna virðist samt
sem áður vera sá, að fátt hafi skaðað flokk-
inn jafn mikið á undanfömum misserum og
Hafskips-Útvegsbankamálið og tengsl odd-
vita sjálfstæðismanna í Reykjavík, Alberts
Guðmundssonar, við það mál.
Höfum verið í
varnarstöðu
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, metur stöðu flokksins á eftirfar-
andi hátt: „Ég tel að við höfum í haust verið
í ákveðinni vamarstöðu. Þar held ég að
umræða um skattamál hafi verið okkur erf-
ið, svo og umræðan um Hafskip og Útvegs-
bankann frá upphafi .
Auk þess tel ég, að ég hafi of seint farið
að svara lýðskrumi Alþýðuflokksins, sem
er jú svo auðvelt að hrekja. Við höfum
málefnalega sterka stöðu, þannig að við
höfum öll vopn í hendinni til þess að snúa
vörn í sókn.“
Þorsteinn viðurkennir að kjaraskerðingin
sem fólst í því að vísitala launa var afnum-
in fyrir þremur og hálfu ári, hafí vafalaust
haft neikvæð áhrif á fylgi við flokkinn.
Hann bendir á að ekki hafi verið hægt að
ná verðbólgunni niður, nema að ráðast í
harkalegar aðgerðir. A það yrði að líta, að
nú væri þetta allt á uppleið á nýjan leik og
kaupmáttur væri meiri nú en nokkru sinni
fyrr. „Það er ekki hægt að vera í pólitík,
nema að þora að taka ákvarðanir, einnig
sársaukafullar ákvarðanir," segir Þorsteinn,
og heldur áfram: „Ég held að menn eigi
eftir að gera sér grein fyrir hversu góðum
árangri við höfum náð og flokkurinn mun
fá aukið fylgi vegna þess.“
Þorsteinn segist telja að ekki stafi veru-
legri ógn af Alþýðuflokknum og fylgisaukn-
ingu hans. Hann telur að ekki sé hætta á
að Alþýðuflokkurinn nálgist Sjálfstæðis-
flokkinn að stærð og vísar til Hagvangs-
könnunarinnar, sem sýni, að Sjálfstæðis-
flokkurinn er á uppleið aftur. Hann segist
telja að þar sem allt sé í upplausn hjá Al-
þýðubandalaginu, þá sé raunverulega bara
einn kostur í stjómarandstöðunni — Al-
þýðuflokkurinn og fylgisaukning flokksins
skýrist að hluta til af því, en ekki einvörð-
ungu með tapi Sjálfstæðisflokksins yfir til
Alþýðuflokks.
Umræöan um Albert endur-
speglast í skoðanakönnunum
Víglundur Þorsteinsson segir að umræð-
an um Albert Guðmundsson og tengsl hans
við Hafskip og Útvegsbankann endurspegl-
ist í þessum nýlegu skoðanakönnunum, og
leiði til þess að Sjálfstæðisflokkurinn njóti
jafnlítils fylgis og þær gefi til kynna. „Það
er hins vegar spuming, hvað gerist fram
að kosningum og í kosningunum sjálfum,“
segir hann, „því ef við Iftum á málefnalega
stöðu flokksins, þá er hún mjög góð. Rifjum
upp þau kosningaloforð sem Sjálfstæðis-
Sjálfstæöismenn í
eðli sínu trygglyndir
Athafnakona í Reykjavík, sem lengi hefur
starfað að félagsmálum innan Sjálfstæðis-
flokksins, segir: „Sjálfstæðismenn eru í eðli
sínu trygglyndir, þannig að í megindráttum
skila atkvæði stuðningsmanna flokksins sér
á kjördegi. Ég er ekki þar með að segja,
að vandi flokksins sé ekki fyrir hendi, en
hann er bara ekki jafnmikill og þessar skoð-
anakannanir gefa til kynna.
Sjálfstæðismenn hrífast alltaf af nýjung-
um og þess vegna hafa margir þeirra hallast
á sveif með Jóni Baldvin, en þó sú staða
sé fyrir hendi í dag, þá er ekki þar með
sagt að hann hafi tryggt sér fylgi þessa
fólks á kjördag. Ég lít eiginlega á þessa
afstöðu sem lítilsháttar framhjáhald, sem
ljúki á næstu vikum eða mánuðum. Vissu-
Jega þarf Sjálfstæðisflökkurinn að bregðast
^ ^við þessari sókn Alþýðuflokksins og
Jóns Baldvins og það gerir
flokkurinn með því að
beita hemaðarlist
Jóns Baldvins,
flokkurinn
gaf fyrir
síðustu kosning-
ar. Hann lofaði að
ná niður verðbólgu,
að gera átak í hús-
næðismálum, að efla
frelsi íjölmiðla með af-
námi ríkiseinokunar
í út varps- og sjónvarps-
rekstri, að auka frelsi í við-
skiptum og bankamálum
og að ráðast í aðgerðir
til lækkunar tekjuskatts. Það þarf ekki um
það að deila að fyrstu fjögur loforðin hefur
flokkurinn nú þegar efnt og að einhveiju
marki það fimmta. Það er á hinn bóginn
afskaplega loðið orðalag að boða afnám
tekjuskatts af almennum launatekjum. Hver
treystir sér til þess að skilgreina það hug-
tak, þannig að óumdeilt verði?
Af 175 þúsund skattframteljendum á
landinu eru 100 þúsund tekjuskattlausir.
Af þeim 75 þúsund sem eftir em, em það
22 þúsund manns sem greiða 67% þess
tekjuskatts sem lagður er á. Staðreyndin
er því sú, að skattbyrði á háar tekjur og
efri miðlungstekjur hefur ekki minnkað.
Kjósendur flokksins í þessum hópi telja að
Sjálfstæðisflokkurinn hafi að þessu leyti
svikið eitt kosningaloforða sinna.“
Hann segir að flokkurinn geti með sanni
haldið því fram að meginmarkmiðin sem
sett vom við myndun þessarar ríkisstjómar
hafí náðst, þó að enn sé úrbóta þörf hvað
varðar tekjuskattinn. Því sé málefnaleg
staða flokksins mjög góð.