Morgunblaðið - 20.12.1986, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 20.12.1986, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 35 það er að segja að velja nýtt, dugrnikið og hæft fólk í ábyrgðarstöður. Formaðurinn hefur þegar gefið til kynna að hann ætli sér að ákveða sjálfur ráðherralistann, en ekki eftirláta þingflokknum það, þegar að stjómarmyndun kemur. Auðvitað er þetta hárrétt hjá honum og sýnir að hann er að ná meiri tökum á flokknum, þó að ugglaust kosti þessi ákvörðun hans mikil átök við gömlu ráðherrana." Önnur sjálfstæðiskona í Reykjavík segir: „Nýr lífsstíll og ný lífsviðhorf einkenna í æ ríkara mæli daglega lifnaðarhætti, en eiga sér harla litla samsvörun í því andliti Sjálf- stæðisflokksins sem snýr að almenningi." Hún segir jafnframt: „Djúpstæð óánægja virðist vera meðal margra sjálfstæðismanna með flokk sinn. Á bak hátíðum má búast við að hún bijótist út. Grunnhyggni væri að taka ekki möguleikana á sérframboðum inn í þá mynd ef óbreyttar niðurstöður prófkjara eiga að ráða framboðslistum." „Gríma pólitískrar spillingar á flokknum" Náinn samstarfsmaður Þorsteins Páls- sonar, úr forystuliði flokksins í Reykjavík, segir ástæðumar fyrir fylgistapi flokksins vera margar. „Augljósasta ástæðan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn hefur með óijúfan- legum hætti tengst fjármálahneyksli Hafskips og Útvegsbankans. Einn helsti frammámaður flokksins, Albert Guðmunds- son, tengist því máli á þann veg, að ekki verður vefengt. Hann hefur með bolabrögð- um náð fýrsta sætinu í prófkjöri í Reykjavík og sú niðurstaða varð einfaldlega til þess að sjálfstæðismönnum blöskraði. Á með- an ekkert er að gert, hefur Sjálfstæð- isflokkurinn á sér grímu pólitískrar spillingar. Sú gríma verður ekki afmáð, af andliti flokksins nema Albert Guð- mundsson verði lát- tnn víkja. Sjálfstæðis- "flokkurinn getur ekki hellt sér út í kosninga- baráttu í Reykjavík undir forystu manns sem hefur sýnt pólitískri ábyrgð algjöra fyrirlitningu og hafnað henni. Hann leggur augljóslega að jöfnu pólitíska ábyrgð og refsilagaábyrgð." Fleira kemur til en Albert Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að umræðan um Albert og tengsl hans við Hafskip og Útvegsbankann hafi tvímæla- laust haft sitt að segja hvað fylgistap flokksins varðar. Það væri hins vegar mikil einföldun að segja það einu skýringuna á slæmri stöðu flokksins. Flokkurinn hafi að undanfömu verið óheppinn í málflutningi ksínum og tímasetningar verið slæmar. Nefn- ir hann sem dæmi akstur skólabarna og fjölmiðlaumfjöllun um Sverri Hermanns- son og hans orð í því sambandi. Annað mál sem sé óheppilegt, einkum hvað varðar tímasetningu, sé fmmvarp um virðisaukaskatt. Þá sé dæmið um Borgarspítalann skýrt dæmi um pólitískan klaufaskap, sem geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir flokk- Linkind og- geðleysi einkennir flokkinn“ Þór Sigfússon, formaður Heimdallar er einnig ómyrkur í máli, þegar staða flokksins í Reykjavík er rædd: „Albert vil ég alfarið kenna útkomu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ástæða þess er augljós. Það er auðvelt að skilja að fólk hafni því að maður sem er í jafnkrítískri stöðu og Albert Guð- mundsson er, m.a. vegna tengsla bans við Hafskip og Útvegsbankann, veljist í forystu- hlutverk Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Jafnframt tel ég, að fylgistap flokksins ann- ars staðar, svo sem í Reykjaneskjördæmi, megi rekja til þessa máls. Þetta hefur ekki einungis áhrif hér í Reykjavík, heldur um land allt. Að vísu er ekki við Albert einan að sak- ast, hvað niðurstöðu prófkjörsins varðar, því þar bmgðust aðrir frambjóðendur einn- ig. Það, hvemig aðrir frambjóðendur bmgðust við, eða öllu heldur bmgðust ekki við, sýnir mikla linkind," segir Þór og held- ur áfram: „Ef ekki eiga sér stað breytingar á listanum, þá kemur þessi linkind og geð- leysi sem í stöðunni virðist einkenna flokks- starfið, áþreifanlega í ljós.“ Sjálfstæðiskona í Reykjavík tekur undir þessi orð Þórs, og segir flokksforystuna í Reykjavík hafa bmgðist: „Hvorki Friðrik Sophusson, varaformaður flokksins, né Birgir Isleifur Gunnarsson, fýrmm borgar- stjóri, lýstu forystu sinni fyrir reykvískum sjálfstæðismönnum. Þeir hafa báðir fengið ótvírætt tækifæri til að leiða í ljós hæfni sína sem leiðtogar, en hún birtist ekki.“ Ofangreind sjálfstæðiskona segir að sam- keppni þeirra þriggja sem lentu í sætunum á eftir Albert, hafi auðveldað honum leik- inn, að ná fyrsta sætinu. Úrslitin í Reykjavík sanni þó ekki að Albert sé foringi flokksins í Reykjavík, nema síður sé, sé tekið mið af fylgistapi hans. Sér hún aðeins eina færa leið fyrir Albert Guðmundsson: „í ljósi þeirra sanninda að málefnið er manninum ofar, víkur Albert af sjálfsdáðum úr sæti sínu á listanum í Reykjavík — vegna hagsmuna flokksins." Vill formanninn í fyrsta sæti í Reykjavík Þór Sigfússon telur að að Albert verði að víkja af listanum og bendir m.a. á þá lausn að formaður flokksins, Þorsteinn Páls- ÞORSTEINN PÁLSSON hefur ekki komist að niðurstöðu um það hvemig skuli bregðast við Alberts-vandanum, en margir telja að tíminn, sem hann og aðrir forystumenn flokksins hafi til þess að bregð- ast við og bregðast rétt við, sé mjög naumur. Er af mörgum talið að Þorsteinn hafí ekki sýnt nægilega festu og ákveðni í þessu máli og það muni koma niður á flokknum í kom- andi alþingiskosningum. VÍGLUNDUR ÞORSTEINSSON segir að Albert verði að víkja af lista, en frumkvæðið verði að koma frá honum sjálfum. Hann segir að Albert einn geti samið þann frið í flokkn- um sem flokkurinn þurfi á að halda. ÞÓR SIGFÚSSON formaður Heimdallar telur að víkja beri Albert af lista og að formaður flokksins eigi að taka fyrsta sætið. Hann segir Albert vera óheppileg- an frá pólitísku og siðferði- legu sjónarmiði, til þess að leiða kosningabaráttu flokksins í Reykjavík. ALBERT GUÐMUNDSSON er af mörgum talinn vera höfuð- ástæðan fyrir fylgistapi flokksins, en aðrir segja hann vera allshetjar blóra- böggul, Sjálfstæðisflokknum og flokksforystunni til afsökunai-. FRIÐRIK SOPHUSSON gerði ekki ótvíræða kröfu til forystu fyrir sjálfstæðis- mönnum í Reykjavík, og því kenna margir honum um það að Albert hlaut efsta sætið í prófkjörinu. RAGNHILDUR HELGADÓTTIR er í forystuliði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en því tókst ekki að ná samstöðu um 1. sætið. Er það mat margra að forysta þeirra Ragnhildar, Friðriks og Birgis hafí brugðist. son, flytji sig úr Suðurlandskjördæmi og taki fyrsta sætið í Reykjavík. „Það væri mín helsta ósk að tekið yrði af skarið og Albert. yrði knúinn til þess að víkja af listanum,“ segir Þór. Hann telur að slíkt myndi alls ekki skaða flokkinn meira, en að hafa Albert áfram á listanum, jafnvel ekki þótt Albert færi fram í sérfram- boði. „Þó svo að flokkurinn myndi missa þama tvö til þijú þúsund atkvæði, þá er aðalatriðið að við förum heilsteyptir út í kosningabaráttuna og kosningarnar og það getur ekki orðið, nema Albert víki,“ segir Þór. Þór heldur áfram: „Albert hefur í gegnum tíðina talað illa um unga sjálfstæðismenn, forystu Sjálfstæðisflokksins, starfsmenn flokksins, og yfírleitt alla þá sem vilja kenna sig við félagsstarf í flokknum. Ég tel því að í pólitískum og félagslegum skilningi sé Sjá næstu síðu GEIR. H. HAARDE skipar sjöunda sæti listans í Reykjavfk og er af mörgum talinn fyrsta ferskleikamerk- ið á listanum, en það er umkvörtunarefni margra hversu neðarlega á listan- i^m slík end- umýjun hefst. SOLVEIG PÉTURSDÓTTIR skipar áttunda sæti listans og þykir einnig vera merki um endumýjun, en ónóga að flestra mati. Hún er jafn- framt eina nýja konan á listanum í sæti, sem á mögu- leika á kjöri, og þykir mörgum súrt í broti að hún skuli ekki vera ofar á lista. BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík tók ekki heldur af skarið um það í hvers höndum forystan skyldi vera, og segja menn því að hann, ásamt þeim Ragnhildi og Friðrik, axli ábyrgðina af því að Albert skipar nú 1. sæti listans. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON hrósar hér sigri á flokksþingi Alþýðuflokksins í haust, en gerir hann það að loknum kosningum? Sjálfstæðiskona í Reykjavík segir að um tímabundið framhjáhald sjálf- stæðismanna sé að ræða, en atkvæði þeirra muni skila sér til Sjálfstæðisflokksins á kjördag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.