Morgunblaðið - 20.12.1986, Page 49

Morgunblaðið - 20.12.1986, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 49 Könnun á högum aldraðra: Vantar íbúðir og ankna heimilisþjónustu RÚMLEGA fjórðungur ein- hleypra ellilífeyrisþega i Reykjavík er með tekjur undir 20 þúsundum á mánuði. Um 65% er með 25 þúsund krónur eða minna í mánaðartekjur og al- mennt býr þetta fólk í lélegra húsnæði og við meira öryggis- leysi en aðrir ellilífeyrisþegar í borginni. Þörf er á auknum stuðningi til að aldraðir geti búið sem lengst utan stofnana, en það er sá kostur sem þeir kjósa sér helst. Þessar upplýsingar koma m.a. fram i könnun á högum og húsnæðisþörf aldraðra Reyk- víkinga sem unnin var á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavík- urborgar. Könnunin var unnin að tilhlutan félagsmálaráðs af Sigríði Jónsdótt- ur félagsfræðingi. Markmið könn- unarinnar var m.a. að fá nánari upplýsingar um aðstæður þeirra 1273 ellilífeyrisþega sem eru á bið- listum eftir húsnæði í eigu borgar- innar og bera þær saman við aðstæður annarra ellilífeyrisþega í borginni. Tekið var úrtak úr bið- listahópnum, reynt að ná í fjórða hvem einstakling sem sótt hafði um húsnæði. Af þeim 329 sem var reynt að ná í voru 34 látnir, 25 dvöldust á dvalarheimilum fyrir aldraða í Reykjavík sem ekki eru í eigu Reykjavíkurborgar, 13 dvöld- ust á dvalarheimilum utan Reykjavíkur, 10 dvöldu á stofnun- um utan Reykjavíkur, 10 voru fluttir í annað sveitarfélag, 20 voru langlegusjúklingar og 13 féllu úr af öðrum orsökum. Endanlegt úrtak var því 237 einstaklingar, af þeim svöruðu 86.1%, eða 204 einstakling- ar. Til samanburðar var tekið 356 manna úrtak úr hópi Reykvíkinga 67 ára og eldri sem ekki höfðu sótt um húsnæði á vegum borgarinnar. 43 voru látnir, fluttir annað eða búnir að fá húsnæði annarsstaðar, og af þeim 313 sem voru í endan- lega úrtakinu svöruðu 264 eða 84.3%. Könnunin leiddi í ljós talsverðan aðstöðumun milli þessara tveggja hópa. Meðalaldur þeirra sem bíða eftir vistheimilum eða húsnæði í eigu borgarinnar er fimm árum hærri en í almenna hópnum, og almennt búa þeir við mun verri kjör en aðrir ellilífeyrisþegar. Þar er að fínna fleiri einhleypinga, fleiri kon- ur og fólk sem býr við verri ijárhag, milli 50 og 60% svarenda biðlistaúr- taksins hafa undir 25 þúsund krónur í mánaðartekjur, en 32% almenna úrtaksins. Þeir sem eru á biðlistum stunda síður launaða vmnu, eða aðeins 8% á móti 27% svarendanna í almenna hópnum, en í báðum hópunum eru fjölmargir á þeirri skoðun að þeir hafi hætt vinnu of snemma. Þeir sem eru á biðlistum búa oft á tíðum í lélegu leiguhúsnæði á hinum almenna markaði og við mikið öryggisleysi, eiga t.d. færri böm sem búsett eru á höfuðborgarsvæðinu. Margir búa við skort á almennum nútímaþæg- indum, svo sem eldunaraðstöðu, þvottaaðstöðu, baðaðstöðu og fleiru þessháttar. í ljós kemur einnig í könnuninni að flestir vilja búa sem lengst utan MorgunblaÆð/Júlíus Könnun á högum og húsnæðisþörf aldraðra kynnt fréttamönnum, stofnana eða vistheimila og vilja fá aukna aðstoð til þess, svo sem aukna heimilisaðstoð. Þannig vill 31% biðlistaúrtaksins búa heima, og 12% af þeim vill fá þjónustu inn á heimilið. 67% þeirra sem eru í biðlistaúrtakinu vilja fá þjónustuí- búð eða vistheimilispláss. 76% svarenda í almenna úrtakinu vilja búa heima, 17% af þeim vilja fá þjónustu inn á heimilið. 17% vilja flytja í þjónustuíbúð fyrir aldraða. Hæstiréttur dæmir í okurmáli: Sekt lækkuð úr 1,4 milljónum í 60.000 kr. HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt lög- fræðing i Reykjavík til að greiða 60.000 króna sekt fyrir að taka sér of háa vexti af láni til Hermanns Gunnars Björgvinssonar, aðalsak- borningsins í okurmálinu svokall- aða. Lögfræðingurinn var í sakadómi Reykjavíkur f sumar dæmdur til að greiða 1,4 miþ'ónir króna í sekt fyrir okur og var ein miljón króna af sektinni skilorðs- bundin. Akæruvaldið áfrýjaði þeim dómi til þyngingar en lögfræðing- urinn vildi hlýta héraðsdómnum. f dómi sakadóms var maðurinn fundinn sekur um að hafa tekið 350 þúsund krónum of mikið í vexti af lánum til Hermanns Björgvinssonar á tímabilinu júlí 1984 til október 1985, en var sýknaður af því að hafa tekið sér of háa vexti af fjórum lánum þar sem hámarksvextir hefðu ekki verið auglýstir með réttum hætti af Seðla- banka íslands á tímabilinu frá ágúst til desemberloka ársins 1984. Sektar- upphæðin var flórföld sú upphæð sem maðurinn var talinn hafa tekið sér í of háa vexti en skilorðsbindingin var vegna þess að ekki var talið að lög- fræðingurinn gæti innheimt eina miljón króna sem hann átti inni hjá Hermanni. í dómi Hæstaréttar segir að auglýs- ing Seðlabankans frá 9. maí 1984 um 21% hámarksvexti hafí gilt þegar ákærði lánaði Hermanni 300 þúsund krónur þann 16. júlí 1984. Af þessari upphæð tók ákærði ólöglega vexti sem námu 14.750 krónum, eða sem svar- aði 80% ársvöxtum. Þetta er talið bijóta í bága við okurlögin frá 1960. Seðlabankinn ógilti auglýsinguna frá í maí með auglýsingu 2. ágúst 1984. Þar voru ákvæði um útláns- vexti en jafnframt var viðskiptabönk-. um heimilað að ákveða aðra vexti með samþykki Seðlabankans. Seðlabank- inn gaf síðan út aðra auglýsingu í desember 1984 sem tók gildi 1. janúar 1985 og ógilti auglýsinguna frá í ágúst. í dómi Hæstaréttar segir að með ákvæðum þessarar síðustu auglýsing- ar hafi Seðlabankinn horfíð frá að ákveða sjálfur hámark vaxta, en í auglýsingunni segir að innlánsstofn- unum sé með vissum skilyrðum heimilt að ákveða vaxtakjör af [öðrum] útlán- um og ákvarðanir innlánsstofiiana um vexti á grundvelli auglýsingarinnar svo og ákvarðanir Seðlabankans um vexti og vanskilavexti gildi sem há- marksvextir í hliðstæðum og sambæri- legum lánsviðskiptum og skuldaskipt- um utan innlánsstofnana. „Auglýsingar [Seðlabankans] „um meðaltal vaxta nýrra, almennra skuldabréfa hjá bönkum og sparisjóð- um og vanskilavexti", sem grein er gerð fyrir í héraðsdómi, geyma ekki nægilega ákvörðun bankans um hæstu leyfilegu útlánsvexti." segir síðan oið- rétt í dómi Hæstaréttar. Hæstiréttur staðfestir þann dóm sakadóms að engin gild fyrirmæli hafi verið til um hámarksvexti frá gildis- töku auglýsingarinnar frá 2. ágúst til ársloka 1984 og beri því að sýkna ákærða af ákæru fyrir okurvexti af lánum á þeim tíma. En að auki telur Hæstiréttur að ákvæði um hámark vaxta hafi ekki verið til staðar frá ársbyijun 1985 til loka tímabils þess sem um ræðir, það er til 25. október það ár. Því er ákærði einnig sýknaður af ólöglegri vaxtatöku í sambandi við þau lán sem hann veitti Hermanni- Björgvinssyni á árinu 1985. Ákærði var í Hæstarétti dæmdur til að greiða 60.000 krónur til ríkis- sjóðs, en það er fjórföld sú upphæð sem hann var fundinn sekur um að hafa tekið sér í ofreiknaða vexti af láninu frá 16. júlí 1984. Einnig var honum gert skylt að greiða 30.000 krónur í saksóknarlaun og annan sak- arkostnað, þar á meðal 60.000 krónur í málsvamarlaun. Hæstaréttardómaramir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Jónsson, Guð- rún Erlendsdóttir, Halldór Þorbjöms- son og Þór Vilhjálmsson kváðu upp dóminn. Magnús skilaði sératkvaeði þar sem hann vildi vísa ákæmnni frá vegna ýmissa formgalla í ákæmskjali, en Iýsir sig samt sem áður samþykkan dómsatkvæði meirihluta dómsins. í dómi Hæstaréttar er einnig minnst á formgalla á ákæmnni en þó ekki talin ástæða til að vísa málinu frá. í desember árið 1985 fékk Yelena Bonner, eiginkona Sakharovs, brottfararleyfi frá Sovétríkjunum með því skilyrði að hún ræddi ekki við blaðamenn. Mynd þessi var tekin i Rómarborg og sýnir Yelenu gefa merki um þagnarskyldu sína. ning- relsis og var Sakharov tekinn inn í Sov- ésku vísindaakademíuna fyrir framlag sitt aðeins 32 ára gamall. Sakharov hefur sagt að hann hafi á þeim tíma verið sannfærður um að markmið vopnasmíðinnar væri háleitt og göfugt. En árið 1957 tók Andrei Sak- harov að efast um réttmæti þess að nýta þekkingu vísindamanna til smíði gereyðingarvopna. Þetta leiddi til almennra efasemda um utanríkisstefnu Sovétstjómarinnar. Árið 1968 var ritgerð hans „Hug- leiðingar um framþróun, friðsam- lega sambúð og andlegt frelsi" gefin út á Vesturlöndum. Verk þetta fjall- aði um nauðsyn þess að stórveldin tækju höndum saman til að fyrir- byggja kjamorkustyijöld og vakti mikla athygli. Fram að þeim tíma hafði nafn hans verið nánast óþekkt utan Sovétríkjanna en nú tóku menn víða um heim að leggja við hlustir. Yfírlýsingar hans þess efnis að Vesturlöndum bæri að hafna slökunarhugmyndum Sovétríkj- anna þar sem stjómvöld þar virtu Andrei Sakharov. Myndin var tekin á síðasta ári. mannréttindi að vettugi vöktu einn- ig mikla athygli. Hafín var mikil rógsherferð gegn honum í sov- éskum fjölmiðlum og árið 1973 var hann varaður við og sagt að frek- ari „and-sovéskur áróður" af hans hálfu yrði ekki liðinn. Friðarverðlaun Nóbels Þrátt fyrir stigvaxandi persónu- árásir létu stjómvöld í Sovétríkjun- um ekki til skarar skríða gegn Sakharov fyrr en árið 1980. Mun þar mestu hafa ráðið sú mikla virð- ing sem Sakharov naut á Vestur- löndum vegna hetjulegrar framgöngu sinnar auk þess sem hann var í miklu áliti sem vísinda- maður í Sovétríkjunum. í samræmi við fyrri yfirlýsingar ráðamanna fékk Sakharov ekki leyfi til að taka við Friðarverðlaun- um Nóbels árið 1975. Yelena Bonner veitti þeim viðtöku í hans stað og las upp ávarp sem Sak- harov hafði skrifað. í því sagði meðal annars: „Ég er sannfærður um að opið og frjálst þjóðfélag, sem tryggir freisi manna til að mynda sér skoðanir, gefa út ritverk, fræð- ast og ferðast, er forsenda afvopn- unar og þess að unnt verði að skapa traust milli rílqa heims, gagnkvæm- an skilning og alþjóðlegt öryggi".

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.