Morgunblaðið - 20.12.1986, Qupperneq 75

Morgunblaðið - 20.12.1986, Qupperneq 75
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 75 Jóhanna G. Kristjáns- dóttir - Minning Fædd 6. janúar 1892 Dáin 11. desember 1986 í gær var til moldar borin frá Kópavogskirkju amma okkar, Jó- hanna Kristjánsdóttir. Fyrir mína hönd og systkina minna vil ég minnast hennar með nokkrum fá- tæklegum orðum. Hún fæddist í Hælavík á Strönd- um, dóttir hjónanna Hansínu Steinunnar Finnsdóttur og Krist- jáns Jóhannessonar, bónda og bátasmiðs. Systur átti amma sem Margrét hét og fósturbróður að nafni Jóhannes Hjálmarsson. Uppvaxtarár ömmu voru enginn dans á rósum frá sjónarhóli okkar nútímafólks. Þá fólst lífsfyllingin í því að hafa nóg til hnífs og skeið- ar, enda nægjusemi höfð í fyrir- rúmi. um fermingu flutti amma með foreldrum sínum til Bolungarvíkur og eyddi þar og á ísafírði unglings- árum sínum. Á ísafírði kynntist hún tilvonandi eiginmanni sínum, Þor- keli Sigurðssyni, skipstjóra frá Dalvík. Þau giftu sig árið 1910 og reistu sér bú á Dalvík í húsi því sem nefnt var Gjallandi, en nafngiftin kom til af þvi hversu mótorskellir báta bergmáluðu vel við húsið. Þar stundaði afí sjómennsku í nokkur ár og þar eignuðust þau sfn fyrstu börn. Á þessum árum var mikill upp- gangur á Siglufírði sem dró að sér fólk hvaðanæva af landinu. Þau afí og amma hrifust með fleirum, rifu niður hús sitt á Dalvík, fluttu það til Siglufjarðar, reistu það á ný og nefndu Ysta-bæ. Húsið stendur þar enn og nýtist til góðra hluta. Á Siglufírði rak afí síðan útgerð við góðan orðstír fram á kreppuár- in, en lenti þá eins og svo margir aðrir í kreppuuppgjörinu mikla. Eftir það vann hann við trilluútgerð og kennslu í sjómannafræðum þar til hann lést í desember 1940. Mér hefur verið sagt frá því hvemig amma mætti þeim erfiðleik- um að missa mann sinn frá 13 bömum. Hún gat ekki hugsað sér að láta neitt þeirra frá sér, var ákveðin í því að halda hópnum sam- an og koma þeim til manns á eigin spýtur. Það var einmitt þessi dugn- aður og bjartsýni á lífið sem einkenndi ömmu alla tíð, og að- dáunarvert hvemig hún mætti öllu sem að höndum bar með æðruleysi. Afí og amma eignuðust 14 böm: Páll (dó á fyrsta ári), Eleonora hjúkrunarfræðingur Siglufírði (dó árið ’75); Sigurpáll prentari Rvik.; Kristján vélstj. Kópav.; Margrét húsasm. Danmörku; Axel skipstjóri Rvík.; Albert bakaram. Borgamesi; Sigurður prentari Kópavogi; Júlíus sjómaður Sigluf.; Hansína húsmóðir Kópavogi; Hilmar bakaram. Kópa- vogi; Sigríður Inga húsmóðir ísafírði; Elísabet húsmóðir USA; og Jóhanna húsm. Akureyri. Eftir að amma flutti frá Siglu- fírði hefur hún meira og minna verið búsett á heimili foreldra minna í Kópavogi og síðustu tvo áratugina að öllu leyti. Heimilisfólkinu öllu þótti það sjálfsagður hlutur að amma byggi hjá okkur og að henni liði alltaf sem best. Okkur var kennt það strax að bera virðingu fyrir henni og herberginu hennar sem mér fannst alltaf eins og annar heimur að koma inn í. Þar var oft gott að fá að koma inn í rólegheitin, slappa af og þiggja kandfs eða smáköku. Upplyfting ömmu, eftir að hún kom suður, var sú að ferðast til bama sinna á sumrin. Hún naut þess að fara norður og vera hjá Hönnu sinni á Akureyri smátíma, heimsækja fólkið sem hún átti á Siglufirði og fara síðan til Dan- merkur í 1—2 mánuði. Oftast ferðaðist hún ein alveg fram að níræðu. Það er vart hægt að hugsa sér betri manneskju í umgengni en ömmu Jóhönnu. Hún kvartaði aldr- ei, lastaði aldrei nokkum mann, notaði aldrei gróf orð en var afar þakklát fyrir allt sem lífið gaf henni. Ef hún var spurð hvort hún væri ekki stundum þreytt á hávað- anum á bammörgu heimili foreldra minna, svaraði hún ætíð: „Alls ekki, ég vil hafa líf í kringum mig.“ Það er með virðingu og þakklæti sem við systkinin kveðjum ömmu Jóhönnu í hinsta sinn. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Einarsdóttir Bróðir okkar, ÓLI JÓHANN ARNGRÍMSSON, vistmaður á Hrafnlstu, áður til helmllis á Hraunbæ 76, lést í Borgarspítalanum fimmtudaginn 18. desember. Fyrir hönd aöstandenda, Vilhelmfna Arngrfmsdóttlr, Krlstján Arngrfmsson. PADDINGTON BAPiGSI er til sýnis í glugga Búnaðarbankans að Hafnarstræti 8 og þar eru sparibaukamir líka Hann hafði með sér marga PADDINGTON SPARIBANGSA handa þeim krökkum sem viya spara og eignast skemmtilegan sparibauk. Krakkar sem koma I bankann fyrir áramót fá sértaka jólakveðju frá Paddington sparibangsa. Kær kveðja. BIINAÐARBANKINN gómsætur I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.