Morgunblaðið - 20.12.1986, Page 84
84
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986
Leðursófasett, verð kr. 127.500,- með afb.
Staðgr. kr. 115.000
Nýjar sendingar af
leðursófasettum
oghornsófum
VALHUSGOGN
ÁRMÚLA 8, SÍMI 82275.
á íor\a9'nU
H* Prcnluná
mánu<la9-
Harrnaminninq
LEOFiÓRU
líRISTÍUAR
í Blaturni
ojom rn.
tuöKftsson
H armaminning
Leonóru Kristínar í
Bláturni
Bjöm Th. Bjömsson þýddi.
Eitt af höfuðverkum danskra bókmennta
loksins á íslensku! I meira en tvo áratugi sat
Leonóra Kristín Ulfeldt, dóttir Kristjáns IV
Danakonungs, fangi í Blátumi, þeirh
illræmdu prísund í miðri konungshöllinni í
Kaupmannahöfn, sem margir íslendingar
urðu líka að gista.
Þetta var á ofanverðri 17. öld og líklega kom
ekkert nema ættemi Leonóm í veg fyrir að
hún yrði tekin af lífi fyrir drottinsvik. Meðan
hún dvaldi í fangelsinu ritaði hún
Harmaminningu, þar sem hún segir frá
meinlegum örlögum sínum, jafnframt því
sem hún lýsir á áhrifamikinn hátt lífi sínu í
fangelsinu, meðföngum sínum og
samskiptum við yfirvöld. Leonóra er glöggur
mannþekkjari og minningar hennar em
kryddaðar ótal skemmtilegum frásögnum.
Hannaminning Leonóm kom fyrst út á
prenti í Danmörku árið 1869, en hefur síðan
verið gefin út æ ofan í æ þar í landi og verið
þýdd á fjölmörg tungumál. Nú kemur hún í
fyrsta sinn út hérlendis í þýðingu Bjöms Th.
Bjömssonar, sem einnig ritar skýringar og
sögulegan inngang.
Harmaminning Leonóm Kristínar er 340 bls.
að stærð og prýdd fjölda mynda.
Verð: 1690,-
iíM &
Við bjóðum til
bókaveislu
um þessi jól
Mál og menning
Jóhann H. Gísla-
son - Afmæliskveðja
Einn af mörgum ágætum sam-
starfsmönnum mínum í skipasmíða-
iðnaðinum er Jóhann Líndal Gíslason
skipasmíðameistari, sem á 75 ára
afmæli í dag.
Jóhann hefur alltaf fengið viður-
kenningu fyrir að vera bráðlaginn
og hafa bátar hans og bátaviðgerðir
borið þess glöggt merki. Jói Gísla,
eins og hann er oftast nefndur í
daglegu tali, fæddist á Bíldudal 20.
desember 1911. Einn af fímm systk-
inum og átti hann fjórar systur.
Foreldrar hans voru Gísli Jóhanns-
son skipasmiður, sem í mörg ár rak
skipasmíðastöð á Bíldudal. Móðir
hans var Leópoldína Guðmundsdótt-
ir frá Flatey á Breiðafirði. Jóhann
ólst upp í Flatey til fimmtán ára
aldurs. Hann fékkst við bátasmíðar
hjá Valdimar Ólafssyni í Hvallátrum
um tíma, eftir það fór hann til föður
síns á Bíldudal og lauk hann þar
námi í skipasmíði og tók sveinspróf
1937, meistarabréf fékk hann 1945.
Hann kvæntist 1940 Fjólu Símon-
ardóttur frá Vestmannaeyjum. Þau
fluttu til Hafnarfjarðar 1945 og hóf
Jóhann þá strax skipasmíðar hjá
skipasmíðastöðinni Dröfn hf.
En svo kom að því að þar fór að
vera lítið að gera í skipasmíðastöð-
inni eftir að hinn mikli innflutningur
hófst á bátum frá Svíþjóð í lok síðari
heimsstyijaldarinnar. Fór hann þá
að smíða trillu í litlu plássi í her-
skála á Flatahrauni í Hafnarfirði.
Stuttu síðar tókum við, undirritaður
og Jóhann, herskálann á leigu og
hófum þar smíði á bæði trillum og
nótabátum.
Bátar þessir urðu fljótt eftirsóttir,
og þegar verkefni færðust í aukana
fjölguðum við mannskap. Tveir af
þeim sem gengu í lið með okkur
voru Einar B. Sturluson og Sig-
mundur Bjamason og stofnuðu þeir
með okkur samlagsfélag sem við
nefndum Bátasmíðastöð Breiðfirð-
inga, enda allir Breiðfírðingar að
ætt og uppruna.
Jóhann vann samfleytt með okkur
í fyrirtækinu fram á vor 1957. Starf
hans einkenndist af góðri samvinnu,
dugnaði, mikilli einlægni og óeigin-
girni.
Um það leyti sem Jóhann hætti í
fýrirtækinu var hann nokkuð heilsu-
veill og bentu læknar honum á að
breyta um starf.
Jóhann átti marga góða kunn-
ingja, einn þeirra var fyrrverandi
alþingismaður, Gísli Jónsson, sem
Ingersoll-Rand loftþjöppur
G
óð jólagjof
Afköst: 110—320 l/mín.
Þrýstingur: 8—10 BAR.
Verð frá kr. 10.735,-
Loftverkfærasett. Verð kr. 3.650,-
IhIHEKLAHF
Laugavegi 170-172 Sími: 695500.
Véladeild símar: 695730 — 695750.