Morgunblaðið - 20.12.1986, Qupperneq 93

Morgunblaðið - 20.12.1986, Qupperneq 93
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 93 Af sölumennsku í skólum Anna Soffía Óskarsdóttir skrifar: Margir ljósmyndarar bjóða að taka bekkjarmyndir í grunnskólum borgarinnar og bjóða þá gjaman passamyndatöku um leið. í Hólabrekkuskóla voru teknar bekkjarmyndir fyrir skömmu af Ljósmyndastofu Þóris. Við það tækifæri var foreldrum/nemendum gefínn kostur á að kaupa annað hvort bekkjarmynd eða passamynd- ir fyrir ákveðna upphæð, einnig var hægt að fá hvorutveggja fyrir ákveðna upphæð. Var ætlast til að myndimar væm greiddar strax við myndatöku. í sjálfu sér er ekkert við þetta að athuga annað en að verðið var talsvert hærra en ég hef haft spum- ir af frá öðrum ljósmyndastofum. En nú kemur það sem mér fínnst forkastanlegt: Nemendur voru síðan sendir heim með bæði passamyndir og bekkjar- mynd í glæru plastumslagi ásamt mkkun um viðbótampphæð fyrir þær myndir, sem ekki hafði staðið til að kaupa, ella skyldi senda þær aftur til skólans. Tólf ára unglingar þurfa á passamyndum að halda en hvað eiga sjö ára böm að gera við sautján passamyndir? Ég hitti stóran hóp sjö ára bama þennan eftirmiðdag sem öll höfðu átt að fá bekkjarmynd en ekki passamyndir. Öll veifuðu þau mynd- unum sínum og langaði til að eiga þær. Má hugsa sér í hvaða baráttu foreldrar hafa átt þetta kvöld og hversu margir foreldrar hafí keypt sér frið fyrir 1000 kr. Þegar ég kvartaði yfír þessari aðferð við sölumennsku við ljós- myndastofuna var mér sagt að allir vildu selja sína vöm og ekkert væri einfaldara en að senda bamið til baka með myndimar. Hvers eiga börnin að gjalda að sendast fram og til baka með myndir, sem þegar er búið að ákveða að kaupa ekki? Hvers konar virðing er það fyrir tilfínningum þeirra? Getur skólastjóri leyft svona að- ferðir við sölumennsku? Anna Soffía Óskarsdóttir, foreldri barns í Hólabrekku- skóla Starfsmannastj ór i eða yfirmaður starfsliðs? Ágæti Velvakandi, Nafn Donald Regans hefur alloft borið á góma á vettvangi fjölmiðla undanfama daga. Þar hefur hann verið titlaður starfsmannastjóri Hvíta hússins og fínnst mér honum vera gerður vafa- samur heiður með þeirri nafnbót. Regan er „chief of staff" og væri nær að kalla hann yfírmann starfsliðs (starfsemi) Hvíta hússins og hljóta vanir menn að sjá, ef grannt er skoðað, að hér er regin- munur á. Er vonandi að Regan fái að njóta sannmælis þann stutta tíma, er hann virðist eiga eftir í þessu vold- uga embætti, svo og eftirmenn hans. Virðingarfyllst, Reynlr Guðmundsson Donald Regan Krossgáta getur verið slang- uryrðafólki góð hugþraut 75 ára krossgátuglaður skrifar: Stóra krossgátan í Lesbók Morg- unblaðsins er alveg ágæt og er vafalaust mjög mörgum augnayndi og dægrastytting, enn hún er í raun miklu meira, hún er skóli þeim sem *eggja sig fram við að ráða hana, einnig þjálfar hún minnið, eykur orðaforða, vekur menn til umhugs- unar um meiningu orða, gefur betri innsýn í málið en þó lesið sé venju- legt ritmál, þvingar mann til að hugsa og margan undrar hvað mörg hugtök eru til yfír sama hlut- inn og þar að auki safnar maður í minnisbanka án þess að gera sér grein fyrir því. Mér hefur dottið í hug að góð krossgáta geti verið slanguryrða- fólki mjög góð hugþraut og áminning um betra málfar og ríkari orðaforða, en til þess að svo geti orðið þurfa þeir sem Morgunblaðinu ráða að gefa krossgátunni meira aðdráttarafl og það á að vera hægt, með því að verðlauna réttar lausnir. Verðlaunin þurfa ekki að vera há, það er ekki markmiðið, þau eiga aðeins að vera hvatning og viður- kenning svo fólk fái meiri áhuga á þessari dægradvöl, mér hefur dottið í hug að veitt yrðu þrenn verðlaun, sem dregin væru úr réttum lausnum sem berast til ykkar og þeir sem vinning hljóta fengju Morgunblaðið ftn'tt í einn mánuð, þrjár vikur og hálfan mánuð, þeir heppnu fengju svo sendan miða heim til sín, sem síðan væri framvísað þegar rukkað er fyrir Morgunblaðið, með þessu móti fengist bæði hvatning og gam- an sem fólkið kynni að meta og yki sölu blaðsins, þetta myndi líkjast greiðasemi Bylgjunnar við almenn- ing og þar er ekki leiðum að líkjast. Nú ætla ég að hella úr skálum reiði minnar og veita þeim ákúru sem ræður yfír litlu krossgátunni í Morgunlaðinu, hún er ekki fastari í sessi en það, að þegar gest ber að garði er henni fleygt á dyr, en látum það gott heita, en það er allt of algengt að úrvinnsluorð og lausn- arorð séu ekki rétt og það ergir mig, því þessa gátu lít ég á í hverju blaði þegar hún fær að sýna sig, það er eins og einhver hlaupagikkur grípi þetta án ábyrgðar og fleygi því frá sér í kæruleysi, samanber blaðið 26., 11. þar vantar alveg lóðréttu úrvinnsluorðin. Trúr í litlu tetrið virt temdu þér að vera Betra er, að láta kyrrt en öðrum illt að gera. I - Þessir hringdu . . . Vegna fyrir spurnar„að gefnu tilefni“ Guðrún Agnarsdóttir hringdi: Nú um um helgina birtist í dálki Velvakanda fyrirspum til okkar kvennalistakvenna, „ af gefnu tilefni", hvort að við teldum „okkar heilbrigðu bömum vera mismunað með niðurgreiðslum sumardvalar fyrir fötluð böm“. Ég hef spurt nokkrar kvennalista- konur út í þetta og höfum við mikinn hug á að svara þessu en vitum því miður ekki alveg hvert tilefni spumingarinnar er. í fljótu bragði getum við þó ekki séð að þeim sem séu svo lánsöm að eiga heilbrigð böm sé mismunað þó fötluðum bömum sé auðvelduð sumardvöl. Bæði og Ragna Gunnarsdóttir hringdi: Nýlega birtist fyrirspum frá konu í Velvakanda sem spurði hvar hægt væri að fá bókina „Bæði og“. Bókin fæst hjá Ey- mundsson, Olíver Stein í Hafnar- fírði, Lárusi Blöndal og Bókaverslun Máls og menningar. Einnig á hún að fást hjá útgef- anda. Rangt farið með tilvitnun í Grím Thomsen Pétur Pétursson, þulur, hafði samband við Velvakanda og sagði að rangt hefði verið farið með tilvitnun í ljóð Grím Thom- sens sem vitnað var til í dálkum blaðsins nýlega. Bað um að rétt væri eftir haft. Á Glæsivöllum aldrei með ýtum er fátt, allt er kátt og dátt; en bróðemið er flátt mjög og gamanið er grátt, í góðsemi vegur þar hvem ann- an. Veðurfréttir norður Akureyringur hringdi: Ég er með fyrirspurn til Ríkisút- varpsins. Hvers vegna er veður- fréttum kl. 1 á nóttunni ekki útvarpað á miðbylgju og FM- bylgju á Eyj afj arðarsvæðinu virka daga? Veðurfréttum á þessum tíma er bara útvarpað um helgar þegar verið er að útvarpa fram eftir nóttu. Annars næst veðrið bara á langbylgju og það er ekki þægilegt. d i sins c.r £u sama. 09 i paer spcujHefcti." ást er... ... að hvetja hann til dáða. TM Rea. U.S. Pat. Off.—atl rights reserved °1984 Los Angeles Times Syndicate Hvað kom fyrir þig mað- ur? Með morgunkaffrnu 9!5 f)KKehJ Skiptir ekki máli brúðar- meyjar. Það er jafn gott að hann venjist því strax hver á að bera byrðam- ar. HÖGNI HREKKVÍSI ,.Kálk6njmn ERTILBÖINN pE&AR BJALLAN HLJÓMAR." St'
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.