Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 94

Morgunblaðið - 20.12.1986, Blaðsíða 94
94 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 • Charlie Nicholas hefur átt ( meiðslum frá þvf í heimsmeistara- keppninni ( Mexfkó f sumar. Nú hefur hann náð sér en hefur ekki enn fengið náð fyrir augum þjálfara Arsenal, George Graham. Getraunaseðillinn: Spáð íleiki helgarinnar I síðustu leikviku komu aðeins fram tvœr raðir með tólf leikjum réttum, enda mikið um óvenjuleg úrslit. Én þannig er knattspyrnan og það óvœnta er það sem gerir íþróttina skemmtilega og get- raunirnar spennandi. Því er alitaf jafn erfitt eða auðvelt að fylla út getraunaseðilinn, en þeir sem vilja tryggja sig fyrir óvæntum úrslitum, tví- eða þrftryggja suma leikina til að eiga meiri möguleika á góðum vinningi. Á getraunaseðlinum í 18. leikviku virðast margir leikir vera öruggir, en hafandi hið óvænta í huga er ekkert öruggt. Þess vegna er upplagt að fylla út opinn kerfis- seðil. Þá getur hver og einn ráðið fjölda tví- og þrítrygginga og að- eins þarf að fylla út eina röð. Að þessu sinni ætlum við að bregða út af vananum með því að tvítryggja 4 leiki, þrítryggja 3 og festa 5 leiki. Arsenal-Luton 1 Arsenal trónir á toppnum og hefur gengið sérlega vel í síðustu 11 leikjum, unnið 9 leiki og gert 2 jafntefli. Luton hefur vegnað vel á gervigrasinu og er í 5. sæti, en ekki er árangurinn eins glæsilegur á útivelli. Því festum við heimasig- ur. Charlton-Liverpool 2 Charlton byrjaöi vel og heima- völlurinn hefur reynst drjúgur, en heldur hefur hallað undan fæti, lið- ið hefur ekki sigrað í síðustu 8 leikjum og er í 19. sæti. Líklegt er að Bob Bolder, fyrrum vara- markvörður Liverpool, leiki gegn sínum gömlu félögum, en þeir þekkja hans veiku hliðar. Liverpool er í 3. sæti, hefur skorað næst flest mörk og sigrar örugglega. Chelsea-Spurs 12 Chelsea er í neðsta sæti og hefur ekki sigrað í síðustu 9 leikj- um. Ekki bætir úr skák, að margir lykilmenn eiga við meiðsli að stríða. Tottenham hefur sjaldan verið betra, en leikirnir hafa verið sveiflukenndir. Chelsea vann 3:1 á White Hart Lane í september og getur þess vegna komið aftur á óvart. Opinn leikur, en látum tvítryggingu nægja. Coventry-M. City 1X2 Mjög opinn leikur. Coventry er um miðja deild, en er ekki nógu sannfærandi á meðan City er í sókn. Ekkert annað en þrítrygging kemur til greina. Everton-Wimbledon 1 Hjá Wimbledon kemur tæplega annað til greina en sigur eða tap. Liðið hefur gert eitt jafntefli í deild- inni og er aðeins 10 stigum á eftir efsta liðinu. Everton hefur gengið upp og niður, en áhangendurnir heimta sigur gegn „háloftaliðinu" og heimavöllurinn tryggir hann. M. United-Leicester 1 Úlpur með góðri hettu. Hlýjar og notalegar buxur. Margir litir. íslensk gæðavara. Sportbúð Kópavogs Hamraborg 22, sími 641000. Knattspyrna: Happel boðið að þjálfa landslið Saudi-Arabíu ERNST Happel, þjálfara HSV í þýsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu, hefur fengið tilboð um að þjálfa landslið Saudi-Arabíu næstu fjögur árin. Ágætis laun fylgja starfinu, 4,5 milljón þýsk mörk, sem er rúmlega 90 milljón- ir íslenskar krónur - góðar tvær milljónir á mánuðil Happel er 61 árs gamall Aust- urríkismaður og einn þekktasti knattspyrnuþjálfari Evrópu. Hann fór til Saudi-Arabíu fyrir skömmu og dvaldi þar í fimm daga við að kanna aðstæður, en í tilboðinu segir að hann eigi að undirbúa landsliðið fyrir Ólympíuleikana 1988 og HM 1990. Happel hefur gefið í skyn að þetta sé síðasta tímabilið hjá HSV, en liðið er nú efst í úrvalsdeildinni og síðan hann tók við stjórnun- • Ernst Happel inni, hefur HSV tvisvar orðið deildarmeistari og einu sinni Evr- ópumeistari bikarhafa. Handbolti: Óli P. Olsen og Gunnlaugur dæma í IMoregi ÓLI P. Ólsen og Gunnlaugur Þeir félagar dæmdu leik Hels- Hjálmarsson, mllliríkjadómarar inger og Tatra Koprivnice í 16 f handbolta, dæma leik Urædd liða úrslitum og fengu góða frá Noregi og CSKA Sofia frá dóma. Því hafa þeir verið settir Búlgaríu f 8 liða úrslitum IHF- á fyrrnefndan leik í Noregi og keppninnar, sem fram fer í verður það að teljast góð viður- Noregi f byrjun janúar. kenning á dómarastörfum þeirra. United má muna sinn fífil fegri, en liðið er smám saman að færast fjær botninum og hefur í gegnum árin haft gott tak á Leicester. Heimasigur. N. Forest-Sh’ton 12 Forest er í 2. sæti og stefnir upp á við. Leikmenn Southampton hafa skorað mikið af mörkum eins og andstæðingarnir og engin ástæða er til að ætla að á því verði breyt- ing. Bæði liðin leika til sigurs og því tvítryggjum við viðureignina. Oxford-Aston Villa X2 Aston Villa er í fallsæti og hefur gengi liðsins ekki verið eins gott og efni stóðu til. Samt virðast strákarnir vera að rífa sig upp úr öldudalnum og því spáum við sigri, en tvítryggjum engu að síður. S. Wed.-Newcastle 1X Sheffield Wed. tapaði stórt um síðustu helgi á sama tíma og Newcastle sigraði Forest. Sigurð- ur Jónsson lék ekki með, en hann verður væntanlega tilbúinn í slag- inn og þá mega þeir svartröndóttu vara sig. Sennilega heimasigur, en gerum einig ráð fyrir jafntefli og tvítryggjum leikinn. West Ham-QPR 1X2 Nágrannaslagur tveggja óút- reiknanlegra liða. West Ham er á meðal efstu liða, en QPR nær botninum og eru 10 stig á milli lið- anna. Heimasigur líklegastur en þrítrygging örugg. Derby-Grimsby 1 Derby lifir á fornri frægð og lið- ið ætlar sér að komast aftur í deild hinna bestu. Sem stendur er Derby í 4. sæti í 2. deild, en Grims- by er 8 stigum neðar í töflunni. Gestirnir spila upp á jafnteflið, en heimamenn sigra. H.fieid-C. Palace 1X2 Huddersfield er á botni 2. deild- ar, en Palace um miðja deild. Bókin segir útisigur, en frekari vangavelt- ur eru óþarfar með því aö þrítryggja leikinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.