Morgunblaðið - 20.12.1986, Side 95

Morgunblaðið - 20.12.1986, Side 95
I MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1986 --------------.--------------------1_________ 95 AP/Símamynd • Joel Gaspoz, Sviss, er hér f stórsvigskeppnlnni f Júgóslavíu f gœr. Hann vann þar sigur f stórsvigi heimsbikarsins f annað sinn f vetur og er nú f fjórða sœti heimsbikarsins. Landi hans, Pirmin Zurbrigg- en, heldur enn forystu sinni, með 112 stig. Heimsbikarinn á skíðum: Annar sigur Gaspoz í stórsvigi í vetur - Girardelli ekki meira með ívetur? „ÉG kann vel við mig f hörðum og erfiðum brautum eins og var hér í dag,“ sagði Joel Gaspoz, Sviss, eftir sigur sinn í stórsvigi heimsbikarsins í Kranjska Gora í Júgóslavíu f gœr. Hann varð að- eins sex hundruðustu úr sekúndu á undan Roberto Erlacher frá Ítalíu. Pirmin Zurbriggen, Sviss, varð í 9. sœti og heldur enn for- ystu sinni f heimsbikarnum samanlagt. Heimsbikarhafinn frá því í fyrra, Marc Girardelli, verður líklega frá keppni vegna meiðsla það sem eftir er tímabilsins. fyrra, keyrði út úr í fyrri ferð. Zurbriggen nældi sér í dýrmæt stig með því að hafna í níunda sæti. Úrslit í stórsviginu í gær voru þessi: Joel Gaspoz, Sviss 2.37,12 Roberto Erlacher, italfu 2.37,18 Richard Pramotton, Ítalíu 2.37,58 Helmut Mayer, Austurríkl 2.38,15 Markus Wasmeier, V-Þýskalandi 2.38,23 Ingemar Stenmark, Svfþjóð 2.38,28 Hubert Strolz, Austurrfki 2.38,52 Michael Eder, V-Þýskalandi 2.38,93 Plrmin Zurbriggen, Svlss 2.38,95 AlbertoTomba, ftalfu 2.38,97 Staðan í heimsbikarnum sam- anlagt er þá þessi: Pirmln Zurbrlggen, Sviss 112 Richard Pramotton, italfu 108 Markus Wasmeier, V-Þýskalandi 104 Joel Gaspoz, Sviss 88 Ingemar Stenmark, Svfþjóð 78 Peter MUIIer, Sviss 82 Robert Erlacher, ftalfu 82 Franz Heinzer,, Sviss 51 Hubert Strolz, Austurrfki 48 Leonhard Stock, Austurrfki 43 í dag keppa karlarnir í svigi í Kraniska Gora. Kvennfólkið keppir í svigi í Val Zoldana á Ítalíu. Piltarnir héldu uppi heiðri íslands^ ÍSLENSKA piltalandsliðið hélt uppi heiðri Islendinga með því að vinna Finna, 29:27, í hand- knattleik á Akranesi í gærkvöldi. Finna höfðu yffir í hálfleik, 12:15. íslenska liðið lék mjög vel á loka- kaflanum og tryggði sér þá sigurinn. Með þessu sigri sfnum gefa þeir A-liðinu von um að hljóta efsta sætið á mótinu. íslenska liðiö byrjaði mjög vel og komst í 8:3 en Finnar náðu að jafna og komast yfir í hálfleik. í seinni hálfleik komust Finnar í 17:12 en þá tóku íslensku strák- arnir við sérog náðu að jafna 22:22 þegar um 12 mínútur voru eftir. Þeir sigur síðan framúr og unnu örugglega. Arni Friðleifsson lék mjög vel og stjórnaði leik liðsins. Berg- sveinn, markvörður, varði vel í lokin, oft úr dauðafærum. Bjarki, Jón Kristjánsson og Stefán stóðu sig einnig mjög vel. Mörk fslands: Bjarki Sigurðsson 5, Pétur Petersen 5, Sigurjón Sigurösson 5/5, Konráð Olavson 4/4, Jón Kristjánsson 3, Árni Friðleifsson 2, Halfdán 1 og Héðinn 1. Mörk FINNLANDS: Rönneberg 14/2, Ka- ellman 5/1, Lindberg 4, Goran 2 og - Kihlstedt og Maekinen eitt mark hvor. P.B./Vajo Islendingar náðu aðeins jöfnu gegn Bandaríkjamönnum ÍSLAND og Bandarfkin gerðu jafntefli, 28:28, á desembermót- inu í handknattleik á Akranesi f gærkvöldi. íslendingar höfðu tvö mörk yfir f hálfleik, 14:12. Banda- rfkjamenn jöfnuðu á síðustu sekúndum leiksins. íslendingar byrjuðu leikinn mjög illa, klúöruðu þá oft dauðafærum. Bandaríkjamenn komust í 5:1 og síðan 10:5 þegarfyrri hálfleikur var hálfnaður. Síðan komu fimm mörk í röð hjá íslendingum og staðan, 10:10. Aftur var jafnt 12:12 en íslenska liðið skoraði tvö síðustu mörkin fyrir leikhlé og leiddu með tveimur mörkum. íslendingar byrjuðu vel í seinni hálfleik og komust í 20:16 en Bandaríkjamenn söxuðu síðan á forskotið og jöfnuðu í fyrsta sinn í hálfleiknum, 24:24, þegar sex mínútur voru eftir. Síðan skiptust Staðan Staðan f desembermótinu f handknattleik fyrir sfðustu umferðina er þessi: Finnland 5 4 0 1 154:125 8 ísland 5 3 1 1 135:121 7 U-21 árs 5 113 119:140 3 Bandarikin 5 0 2 3 105:127 2 Markahæstir: Jan Rönneberg, Finnlandi 57/7 Mikael Kaellman, Finnlandi 41/4 Steinar Birgisson, fslandi 27/2 Joe Storey, Bandarikjunum 24/4 liðin á um að hafa forystu. íslend- ingar skoruðu 28. markið þegar tæp mínúta var til leiksloka og Bandaríkjamenn jöfnuðu þeget _ innan við 10 sekúndur voru eftir. Bjarni og Steinar voru bestu menn íslands. Geir stóð sig vel í vörninni í fyrri hálfleik. Þorgils Óttar bætti upp lélegan fyrri hálfleik í seinni og Júlíus komst vel frá seinni hálf- leik. Guðmundur Hrafnkelsson stóð lengst af í markinu og stóð sig vel. Einar byrjaði leikinn og endaði, en fann sig ekki. Mörk fSLANDS: Steinar 7/2, Bjarni 6, Sigurður 4, Þorgils Óttar 4, Július 3, Guð- mundur 3 og Hilmar 1. Mörk Bandaríkjana: Janny 7, Goss Oleksyk 5, Story 4/2, Sullivan 3 og Drig- gers 3. P.B./Vajo Úrslit í Höllinni í dag í dag lýkur desembermótinu f handbolta og verður viðureign íslands og Finnlands, sem hefst f Höllinni klukkan 17.15, hreinn úrslitaleikur. U-21 árs og Banda- ríkin keppa um 3. sætið og byrjar sá leikur klukkan 15.30. Sjóvátryggingarfélag íslands gefur öll verðlaun til keppninnar,_ en auk verðlauna fyrir sæti, verðd*^- valdir leikmenn mótsins og fá þeir sérstaka viðurkenningu. Þetta var annað stórsvigið sem Joel Gaspoz vinnur á þessu keppn- istímabili. Stórsvig er hans sér- grein og hefur hann unnið fimm stórsvigsmót í heimsbikarnum síðustu tvö ár. Marc Girardelli hóf keppni í gær en féll í fyrsta hliði og kom illa nið- ur í harða brautina og meiddist aftur á vinstri öxl. Hann meiddist illa á sama stað í fyrstu keppni vetrarins og hefur verið með í 10 keppnum síðan án þess að vera orðinn góður. Læknir Girardellis sagði að hann yrði sennilega frá keppni það sem eftir væri keppn- istímabilsins. Girardelli mun gangast undir uppskurð á sjúkra- húsinu í St. Gallen í Sviss í dag. Joel Gaspoz hafði besta tímann i fyrri umferð stórsvigsins, en fjórða tímann í seinni. Það nægði honum til að vinna nauman sigur á Robert Erlacher, Italíu, sem náði besta tímanum í seinni ferð. Ital- •nn, Richard Pramotton, varð þriðji °g Helmut Mayer, Austurríki, fjórði. Ingemar Stenmark, sem byrjaði tímabilið með því að vinna sinn 84. sigur í heimsbikarnum, hafnaði í sjötta sæti eftir að hafa verið í þriðja sæti eftir fyrri ferð. Rok Petrovich, sem sigraði í svigi heimsbikarinsins samanlagt í Afreksmannasjóður ÍSÍ: Eðvaro fékk 200 þúsund EÐVARÐ Þ. Eðvarðsson, sundmaður frá Njarðvík, fékk 200 þúsund krónur í styrk úr afreksmannasjóði ÍSI í vikunni. Einar Vil- hjálmsson og Sigurður Einarsson, frjálsíþrótta- menn, fengu 100 þúsund krónur hvor og Bjarni Frið- riksson, júdómaður, og Einar Ólafsson, skíðamað- ur, hlutu 50 þúsund krónur hvor úr sjóðnum. Fram kom við afhendinguna að samstarf stjórnar afreks- mannasjóðs ISÍ og Ólympíu- nefndar íslands verður mjög náið á næstunni til að tryggja sem besta nýtingu á því fjár- magni, sem þessir aðilar hafa til ráðstöfunar til afreksmanna með langtímamarkmið í huga, en áætlað er að ráðstöfunarféð á næsta ári verði 6,5 milljón krónur. I byrjun janúar verður ákveð- inn hópur íþróttamanna kallað- ur til viðræðna um hvað þeir hyggjast fyrir í næstu framtíð og hugsanlega gerður við þá ákveðinn rammasamningur með mánaðarlegar greiðslur í huga. Þetta er gert til að íþróttamaðurinn geti helgaö sig íþróttinni með stanslausri þjálf- un og einbeitingu, en til þess að verða afreksmaður í íþrótt- um og ná árangri á alþjóðamót- um er slíkt nauðsynlegt. • Eðvarð Þór Eðvarðsson, sundmaður, er nú elnn mesti afreks- maður í íþróttum hér á landi. V

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.