Morgunblaðið - 28.12.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.12.1986, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986 Áhöfn björgunarþyrlu Vædderen ásamt skipherra danska skipsins, frá vinstri Arne Fröge, Claus T. Eriksen, Jörgen Laursen og Jan Ras- mussen þyrluflugstjóri og Preben A. Anderssen skipherra á Vædderen. Björgunarbátur sem kastað var úr flugvél réð úrslitum - að sögn skipherra Vædderen Þórshöfn, frá Agnesi Bragadóttur og Árna Johnsen. „Urðum að ná til bátsins eins fljótt og auðið var“ - sagðiþyrlu- flugstjórinn „Þessi björgunaraðgerð gekk í alla staði frábærlega þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Við gerðum okkur grein fyrir því að við urðum að ná til bátsins eins fljótt og auð- ið var vegna þess hvað mennirnir höfðu verið lengi í sjónum,“ sagði Jan Rasmussen, flugstjóri skips- þyrlu Vædderen í samtali við Morgunblaðið eftir að skipið lagð- ist að bryggju í Færeyjum í fyrrinótt. Rasmussen sagði að þyrlan hefði hafið sig til flugs á hádegi á jóla- dag og áætlaður flugtími að björg- unarbátnum hefði verið ein og hálf klukkustund. Klukkan 1.32 var þyrlan komin á staðinn og fann björgunarbátinn með leiðsögn bresku björgunar- og leitarvélarinn- ar. „Við sáum bátinn og mennirnir stóðu í honum og veifuðu til okkar. Við sendum sigmann niður og hann aðstoðaði við björgun tveggja fyrstu mannanna en hinir þrír komust af eigin rammleik upp með spiltaug- inni,“ sagði Rasmussen. Hann sagði að þeir hefðu gert sér vonir um að fleiri hefðu komist lífs af og að áætlað hefði verið að þyrlan færi tvær ferðir, en því miður hefði ekki reynst þörf á því. „Björgun mannanna úr björgun- arbátnum um borð í þyrluna tók 29 mínútur," sagði Rasmussen. „Og því næst flugum við aftur áleiðis til Vædderen. Ferðin í heild tók 3 klukkustundir eins og áætlað hafði verið þannig að það var aðeins eft- ir eldsneyti til flugs í 12 til 15 mínútur þegar við lentum." „LÍKLEGA hefur það ráðið úrslit- um um björgun skipverjanna fimm að þeir komust um borð I gúmbjörgunarbát sem bresk Nimrod-þota henti niður skammt frá þeim stað sem skipbrotsmenn- irnir höfðu barist fyrir lífi sínu í löskuðum björgunarbát í 10-11 klukkutíma. Þá hefur það einnig skipt máli að björgunarþyrlan frá Vædderen kom við sögu því skips- læknirinn okkar telur að minnsta kosti tveir skipveijanna hefðu ekki lifað af hefði þyrlan ekki komið svo skjótt á staðinn sem raun bar vitni og bíða hefði orðið eftir þvi skipi sem næst var og von var á að björgunarbátnum 6-7 klukkustundum eftir að þyrlan bjargaði mönnunum," sagði Pre- ben A. Andersen, skipherra danska skipsins Vædderen, í sam- tali við Morgunblaðið skömmu eftir að skipið lagði að bryggju í Færeyjum laust eftir klukkan eitt í fyrrinótt með skipbrotsmennina fimm af Suðurlandi sem björguð- ust og lík þeirra þriggja sem létust af vosbúð í björgunarbátnum þeg- ar það sökk. Þriggja er enn saknað. Tíu skipveijar reyndu að synda að gúmbjörgunarbátunum. Síðast sást til skipstjórans þegar brotsjór reið yfír skipið er síðustu mennimir yfírgáfu það. Hópur fólks sem beið komu Vædd- eren til Þórshafnar með skipbrots- mennina stóð hljóður í virðingarskyni þegar lík skipveijanna voru borin í land. Áhöfn Vædderen stóð heiðurs- vörð. Skömmu síðar gengu skipveij- amir fímm í land í fylgd skipslæknis- ins og vom þeir lagðir inn á sjúkrahús í Þórshöfn. Þegar Vædderen, sem er með 65 manna áhöfn, fékk tilkynningu um slysið á jóladag var skipið statt í Þórshöfn. Það lagði af stað í björgun- arleiðangurinn 16 mínútum síðar á slysstað sem var 300 mílur NA af Færeyjum. Um miðjan dag 25. des- ember höfðu leitarflugvélar staðsett gúmbjörgunarbát. Þá gerðu yfír- menn Vædderen björgunaráætlun fyrir skipsþyrluna. Þyrlan hafði þriggja klukkustunda og tuttugu mínútna flugþol. Var áætlað að vera á lofti í þijár klukkustundir í fyrri leiðangrinum til að ná skipveijunum sem þá var haldið að væru allir um borð í björgunarbátnum. „Því miður reyndust ekki eins margir á lífí og vonir stóðu til,“ sagði Præben. „Þegar við tókum mennina upp í þyrluna höfðu þeir fyrst verið í tíu klukkustundir í rifnum bát sem stöðugt gaf yfir, meira og minna standandi upp í klof í sjó. Lofthitinn var þijár gráður en sjávarhitinn núll gráður. Síðustu 3-4 tímana voru þeir í heilum bát sem kastað hafði verið til þeirra úr Nimrod-vél. Þegar við náðum til þeirra var snjókoma, strekkings vindur og 8-10 metra ölduhæð. Sigmaður þyrlunnar hjálp- aði tveimur fyrstu um borð i hana en í þriðju lotu fékk hann dráttarkrók í höfuðið og var hífður um borð. Þrír þeir síðustu í gúmbjörgunar- bátnum gátu sjálfir fest sig í krókinn og komist um borð í þyrluna. Þegar þyrlan kom aftur að skipshlið með mennina fimm hafði hún verið á lofti í þijár klukkustundir og átta mínút- ur. Hafði þar af leiðandi aðeins eftir tólf mínútna flugþol." Vædderen fór síðan til móts við breska veðurskipið „Metro" sem náði líkum skipveijanna þriggja úr björg- unarbátnum. Voru þau sett um borð í Vædderen sem flutti þau til Þórs- hafnar. í áhöfn þyrlunnar voru fjórir menn, flugstjóri, sigmaður og tækni- menn. Læknir sem er venjulega með varð eftir um borð í Vædderen til þess að hægt væri að flytja fleiri skipbrotsmenn með þyrlunni. Skip- herrann sagði að þyrluáhöfnin hefði unnið óaðfinnanlega í samvinnu við bresku og bandarísku leitarflugvél- arnar. „Slysið varð langt frá íslandi, Færeyjum og Noregi en allir aðilar sem unnu að björgun á íslandi, í Færeyjum og Skotlandi og víðar unnu saman sem einn,“ sagði Præ- ben að lokum. Björgun skipbrotsmannanna af Suðurlandi - tímasetningar Morgunblaðið/Þorkell Jóhannes Briem deildarstjóri hjá Slysavarnafélagi JÓHANNES Briem deildar- sljóri hjá Slysavarnafélagi íslands var á bakvakt yfir jólin og var kallaður út um leið og neyðarkallið barst frá ms. Suð- urlandi. Jóhannes stjórnaði björgunaraðgerðum, sem björgunarsveitir frá fimm þjóð- um tóku þátt í, og var i stjórn- stöð SVFI næsta sólarhringinn eða þar til leit hafði verið hætt að kvöldi jóladags. Jóhannes fékk ekki mikla hvíld því þá undir miðnættið var hann kall- aður aftur út vegna breska flutningaskipsins Syneta sem strandaði við Skrúð og tók þá við önnur vökunótt. Það sem fer hér á eftir er byggt á dagbókarfærslum Jóhannesar þann tæpa sólarhring sem leið frá því að ms. Suðurland sendi út neyðarkallið og þar til leit hafði verið hætt. Jóhannes vildi taka það fram að tímasetningar gætu verið örlítið ónákvæmar þar sem dagbókarfærslurnar hefðu stund- um þurft að víkja fyrir öðru. 23.17. Nesradíó tilkynnir að ms. Suðurland hafí kallað og til- kynnt að það hafi fengið á sig brotsjó og sé með 25-30 0 slag- síðu. Staðsetningin var óþekkt ennþá. 23.21. Nesradíó gefur upp stað- setningu kl. 22.39, á 08,33N 002 08.19V. eða 290 sjómílur aust- norðaustur af Langanesi. 9-10 vindstig voru af suð-suðaustan. Skipið segist halda sjó en það þarfnist aðstoðar strax. 23.28. Jóhannes Briem kemur í SVFÍ. Reynir strax að ná sam- bandi við Aberdeen í Skotlandi og Bodö í Noregi en það reyndist vonlaust vegna mikils álags á síma. Jóhannes hefur þá samband við varnarliðið á Keflavíkurflug- velli og biður um aðstoð. Jóhannes hefur síðan samband við flug- stjórn á Reykjavíkurflugvelli og biður hana að ná sambandi við Bodö og Edinborg. Langlínusam- bandið var beðið um að kalla út bakvakt á talsamband við útlönd. þessu var lokið 23.47. 23.49. Suðurland tilkynnir um Nesradíó að áhöfn sé farin í bát- ana. Áður hafði Nesradíó tilkynnt að skipið væri orðið vélarvana og hafði eftir skipstjóranum að halla- mælir í stýrishúsi hafi slegið í botn í 45°. Bátamir voru þá til- búnir, tveir venjulegir björgunar- bátar og tveir gúmbátar. Ljóst að engin umferð skipa er á þessu svæði og engin skip ná- lægt. Urriðafoss hafði farið þama um sólarhring áður með síld á leið til Sovétríkjanna en var nú undan Norður-Noregi. 00.07. Landhelgisgæslunni til- kynnt um slysið. Varðskip, sem statt var fyrir Vestfjörðum hélt þegar af stað. 00.11. Marine stationen í Fær- eyjum tilkynnt um slysið og hún beðin um aðstoð. 00.33. Edinborg segist enga þyrlu hafa á sínu svæði sem ráði við að fljúga á slysstaðinn. Býður fram Nimrod ratsjárflugvél sem er þegin. 00.40. Bodö segist ekki hafa tiltæk nein skip eða þyrlur. 00.50. Vamarliðið segir að eng- in eldsneytisvél sé til staðar og því geti það ekki sent þyrlu. Thorshavn Navalstation segir tvö skip leggja af stað innan klukk- utíma. Beðið er um eldsneytisvél frá Woodbridge í Suður-Englandi. 1.18. Þórshöfn tilkynnir að varðskipin Vædderen og Olav Helgi séu farin frá Færeyjum. Áætlað er að sigling á slysstað taki 15 tíma en skipin ganga 16 sjómflur. Edinborg segir að Nimrodvélin sé tilbúin og er vélin beðin um að fara eins fljótt og hægt er. 1.30. Útgerð Suðurlands til- kynnt fomlega um slysið. 1.36. Keflavík ætlar að senda P-3 kafbátaleitarflugvél sem er búin innrauðu leitartæki. 2.04. Norsk Orion vél í við- bragðsstöðu vegna skipta við vélar að morgni. Norðmenn hafa heyrt í neyðarsendi. 2.25. Nimrodvélin fer í loftið 2.35. P-3 vélin fer í loftið. Heimild fengin fyrir að senda Hercules eldsneytisflutningavél frá Woodbridge og er áætlað að hún fari í loftið klukkan 5.30. Ákveðið að senda þyrlur til Aust- fjarða ásamt TF-SYN, flugvél Landhelgisgæslunnar, og bíða þar eftir eldsneytisvélinni. 2.45. Farþegaflugvél telur sig heyra í neyðarsendi og aftur kl. 3.32. Samband næst við veður- skipið „Metro" sem er statt rúmlega 120 sjómílur suð-suð- austur af slysstaðnum og heldur skipið þegar af stað. 4.16. Herculesvélin áætlar brottför kl. 4.30 frá Woodbridge. Áætlar að fara á Egilsstaði og þaðan á slysstaðinn. Nimrodvélin og P-3 vélin tilkynna að þær séu komnar á svæðið. 4.18. Nimrodvélin tilkynnir: Confírm — Sighted 1 dinghy. (Staðfesti — sé 1 fleka.) 4.24. Nimrodvélin tilkynnir: „Believed we sighted 2 liferafts tied together at 67 07N 01 45W.“ (Tel okkur hafa séð 2 björgunar- fleka bundna saman.) 5.57. Nimrodvélin tilkynnir að hún sjái skipbrotsmenn veifa úr bátnum. 6.23. Þyrla leggur af stað frá Keflavík. 7.11. Þyrlan snýr við vegna ísingar og dimms éls yfir Þorláks- höfn. Á leiðinni til baka bilar þyrlan. 9.10. Herculesvélin sem lagði af stað frá Woodbridge í Skot- landi tilkynnir bilun. Ónnur vél er undirbúin og áætlar brottför 9.30. 9.49. Skipt um flugvélar í eftir- litsflugi yfir skipsbrotsmönnun- um. 11.35. Nimrodvél tilkynnir að hún hafí séð annan björgunarbát á hvolfí, um 3,5 sjómílur frá bátn- um sem skipbrotsmennimir voru í. 11.49. Vædderen tilkynnir að þyrla af Lynx gerð hafi farið það- an áleiðis til skipbrotsmannanna. Vædderen átti þá eftir 150-160 sjómílna siglingu á staðinn. 13.00. Þyrlan tilkynnir að hún sé yfir björgunarbátnum. 13.50. Þyrlan staðfestir að hún hafi tekið fimm manns um borð úr bátnum. 15.18. Staðfest að þrír hafí lát- ist um borð í björgunarbátnum en þrír hafi aldrei komist í bát- ana. Skipbrotsmennimir komnir um borð í Vædderen undir læknis- hendur og tilkynnt að líðan þeirra sé sæmileg. Vædderen áætlar að koma á slysstað kl. 23.00. Skipin halda áfram í áttina að slysstaðn- um en öðrum björgunaraðgerðum er hætt. Veðurskipið „Metro" kom á staðinn um klukkan 20 og tók björgunarbátinn og líkin um borð og flutti þau yfír í Vædderen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.