Morgunblaðið - 28.12.1986, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986
17
Stykkishólmur:
Aðventuhátíð í
Helgafellskirkju
Þeir Árni Johnsen og Ómar
Ragnarsson munu halda uppi
fjörinu á nýársfagmaðinum á
Hótel Örk.
Stykkishólmi.
EFNT var til aðventuhátíðar í
Helgafellskirkju að tilhlutan
Kvenfélagsins í Helgafellssveit
sunnudaginn 17. desember. Var
þátttaka almenn og fjölbreytt
efni og hugleiðingar. Fullorðnir
og börn lásu upp, sungu og sögðu
frá. Séra Gísli Kolbeins flutti
jólahugvekju og síðan var al-
mennur söngur.
Undanfarið hefir verið unnið að
því að endurbæta kirkjuna, setja á
hana nýjan turn og ganga þannig
frá utan dyra að hvorki vatn né
vindar ógni. Hefir þessu verki mið-
að vel áfram, en ekki er ráðist í
meiri framkvæmdir en svo að ekki
þurfi að taka lán til þess. Þótti því
sjálfsagt að minnast þess sem áunn-
ist hefir, var því aðventan kjörinn
vettvangur til þess. Þau sögðu mér
hjónin Ragna og Hinrik á Helga-
felli að þetta væri í fyrsta sinn sem
aðventuhátíð hefði verið haldin á
Helgafelli og því gleðilegt hvað hún
tókst vel í alla staði, var bæði fjöl-
menn og hátíðleg.
Eins og um aðrar sveitir má segja
að þá hefir Helgafellssveit ekki far-
ið varhluta af þeirri óheillaþróun
sem nú ríkir í sveitum. Þó má segja
að innan um séu ljósir punktar þar
sem ungt fólk hefir hafíð búskap á
seinustu árum. Samtök hafa verið
góð og það sýnir bygging veglegs
félagsheimilis fyrir fáum árum
síðan og hefir það komið að góðum
notum, bæði fyrir félagslíf í sveit-
inni og eins sem aðstaða fyrir
ferðafólk. Og nú í haust hefír verið
þar vinnuflokkur sem er að breyta
veginum til Grundarfjarðar.
Dregið í
happdrætti
Vegarins
DREGIÐ hefur verið í bygginga-
happdrætti Vegarins. Aðeins var
dregið úr seldum miðum.
Suzuki Swift GTi árg 1987 kom
á miða númer 9. Jólaúttektir í Mikla-
garði komu á miða númer 149,
539, 577, 627 og 1137.
Vinningsnúmer eru birt án
ábyrgðar.
- Ami
Um áramótin er í gijdi svonefnt
lúxustilboð hjá Hótel Örk fyrir þá
sem vilja gista á hótelinu á nýárs-
nótt og fyrstu dagnana í janúar.
Kostar ein nótt 2.400 kr, tvær
nætur 4.600, þijár nætur 6.600 og
fjórar nætur 8.400
Frá Ítalíu skrifar 23 ára verk-
fræðinemi. Hefur áhuga á íþróttum,
ferðalögum, ljósmyndun ogtónlist:
Fabio Remondini,
Via Croce Coperta 17,
40026 Imola (BO)
Italy.
Sænskur frímerkjasafnari vill
skrifast á við íslendinga:
Ella Andersson,
Tv;argatan 8,
S 274 00 Skurup,
Sverige.
Frá Póllandi skrifar maður á
þrítugsaldri. Hefur margvísleg
áhugamál:
Jaroslaw Janas,
59-231 Kawice-39,
Pologne.
Frá Noregi skrifar 42 ára karl-
maður sem vili skrifast á við konur
á aldrinum 25-40 ára:
Pelle Nilssen,
Olav Nilssonsgate 62,
N-4000 Stavanger,
Norge.
Frá Spáni skrifar 35 ára verk-
fræðingur, sem vill skrifast á við
20-35 ára konur. Hann safnar póst-
kortum og hefur áhuga á tízku,
tónlist, íþróttum o.fl:
Antonio A. Ortega,
Apartado 644,
29080 Malaga,
Spain.
Við hjá SS mælum sérstaklega með rauðvínslegnu eða
jurtakrydduðu lambalærií hátfðarmatinn. Rauðvínslegnu
og jurtakrydduðu lambalærin frá SS eru eingöngu unnin
úrnýju, fyrsta flokks hráefni og eru tilbúin í ofninn.
Sannarlega gómsætur hátíðarmatur.
■