Morgunblaðið - 28.12.1986, Side 25

Morgunblaðið - 28.12.1986, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986 25 Sáum ljóstýru í briminu - segir Friðrik Stefánsson, skipsljóri á Þorra „ÞAÐ VAR kallað í okkur um miðnættið og sagt að Syneta hefði strandað við Seley, svo við héldum strax af stað,“ sagði Friðrik Stef- ánsson, skipstjóri á Þorra frá Fáskrúðsfirði. Friðrik sagði að þeir hefðu verið komnir út í fjörðinn þegar þeir fengu réttar upplýsingar, þ.e. að skipið væri strandað við Skrúð. „Um klukkan eitt sáum við blys sem áhöfnin á Synetu skaut upp og hálfri stundu síðar vorum við komn- ir að Skrúð. Þar sáum við ljóstýru í briminu, en áður hafði Nesradíó tilkynnt okkur að skipið væri ljós- laust. Það gæti því verið að ljóstýr- an hafi verið á bjarghring. Það var myrkur, 4-5 vindstig og éljagang- ur, og við komumst ekki nálægt, en reyndum að lýsa í átt að skip- inu. Við urðum þó aldrei varir við lífsmark, ef frá er talin þessi týra.“ Friðrik sagði að Syneta hefði Þyrla hefði verið eina von þeirra - segir Grétar Rögnvaldsson, skipstjóri á Sæljóninu „ÞAÐ kom fram í plöggum eins skipverjans að á leiðinni til ís- lands hefði orðið vélarbilun í skipinu. Mér finnst ekki ólík- legt að það og svo ókunnugleiki hafi valdið þessu hörmulega slysi,“ sagði Grétar Rögnvars- son, skipstjóri á Sæljóninu frá Eskifiði, í samtali við Morgun- blaðið. „Annars er ómögulegt að segja til um hvað í rauninni gerðist. Þetta hefur gerzt mjög snöggt og skipveijar ekki átt mikla von um björgun. Ef þyrla hefði verið nærstödd held ég að hún hefði verið eina von þeirra." Að sögn Grétars var það skömmu fyir miðnætti á jóladag, sem Sæl- jónið hélt út til aðstoðar sökkvandi skipi í grennd við Seley. Síðar var það leiðrétt og sagt að skipið hefði strandað á Seleynni, en í ljós átti eftir að koma að skipið var strand- að í Skrúðnum eða talsvert sunnar. „Við byrjuðum strax að leita hlémegin við eyna og í átt til okkar rak alls konar brak, tunnur og slíkt. Við náðum gúmbát frá skipinu og var rekakkerið úti, hvort sem það þýðir að menn hafi komist í bátinn eða ekki. Tveir menn fundust fljótlega og var sá sem við tókum um borð, brezkur stýrimaður, með lífsmarki. Hann dó skömmu síðar. Síðan leið tæp klukkustund áður en fimm lík til viðbótar náðust og voru þau tekin um borð í Esk- firðing, Geisla og Sæljónið. Mennirnir voru illa búnir og greinilegt að þeir hafa ekki haft mikinn tíma til að bjarga sér,“ sagði Grétar Rögnvarsson. færst úr stað eftir strandið. „Skipið strandaði alveg upp í Skrúð, en hefur nú færst norð-austur yfir á grynningar. Það hefur verið alveg vonlaust fyrir áhöfnina að koma út björgunarbátum, því það var mikið brim. Þegar bátar komu norð- an og norð-austan að Skrúðnum fundu þeir brak, svo þetta hefur gengið fljótt yfir.“ Þorri og fleiri bátar voru alla nóttina og fram á næsta dag við leit á svæðinu. „Þegar leitin stóð sem hæst voru bátarnir 10-12,“ sagði Friðrik. „Þeir bátar sem fundu lík fóru fljótt til lands, áður en fólk í landi var komið á fætur." Ekki vildi Friðrik leiða neinum getum að því hvers vegna breska skipið hefði strandað, en benti á að áhöfnin var ókunn öllum stað- háttum og sagt væri að hún hefði átt í erfiðleikum með vél í hafi. Líkið rann úr vestinu og hvarf, þetta var hræðilegt - segir Arni Halldórsson skipssljóri á Eskifirði „FJÓRUM líkum var bjargað úr hafi á örskömmum tíma. Mennirnir voru illa klæddir. Sá sem við náðum um borð var á skyrtunni einni og buxurn," sagði Arni Halldórsson skipsstjóri á Eskifirði. Hann fór til björgunarstarfa með bátnum Geisla þegar fréttist að skipið Syn- eta hefði strandað við Skrúð í mynni Fáskrúðsfjarðar. „Við lögðum af stað um klukkan hálf tólf á jóladag og vorum komn- ir að Skrúði um hálfri annarri stundu síðar. Þegar við komum að var mikið brak í sjónum. Það var hvasst, um fimm til sex vindstig, vindur á suð-suðaustan og mikilí sjógangur," sagði Árni. „Þarna er mjög straumhart." Árni sagði að á skammri stundu hefði tekist að bjarga fjórum líkum. Skipverjum á Geisla tókst að ná í lík þriggja manna úr áhöfn Syneta. „Annar þeirra sem við náðum um borð var í léttum fötum og björgun- arvesti en hinn var í heilgalla. Við náðum þriðja manninum að borði. Hann rann þá úr björgunarvestinu og hvarf í hafið, þetta var hræði- legt!“ sagði Ámi. Hann sagði að líkast til hefðu skipverjar um borð í Synetu ekki átt þess kost að komast í björgunar- báta, aðstæður hefðu ekki leyft það. Syneta hefði verið komin of nálægt Skrúði til þess að unnt hefði verið að sjósetja björgunarbátana. Mennimir hefðu að öllum líkindum látið fyrir berast í skipinu þar til þeir urðu að stökkva frá borði. Að sögn Árna er Skrúður mjög brattur og engin leið að freista þar uppgöngu nema í stilltu veðri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.