Morgunblaðið - 28.12.1986, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986
53
Nýr íþróttaframi í vændum?
... í andvaraleysíþróttinni jafnast slíkt á við glæsilegt kast í spjót-
kasti eða hreinasta skrauthopp í stökkum.
Úlfur Ragnarssonlæknir skrifar:
Það er að renna upp fyrir þjóðinni
að við íslendingar erum efnilegir í
þeirri íþrótt að ugga ekki að sér
fyrr en um seinan. Nýlegt dæmi um
afrek okkar í andvaraleysis-
íþróttinni eru skemmdarverkin sem
voru unnin í Hvalfirði og Reykjavík-
urhöfn. Þar voru að verki útlendir
menn, sem stjórnvöld höfðu verið
vöruð við, en láðst að koma þeim
aðvörunum á framfæri, í andvara-
leysisíþróttinni jafnast slíkt á við
glæsilegt kast í spjótkasti eða hrein-
asta skrauthopp í stökkum.
Reyndar kom upp á daginn að
assúransinn borgar brúsann. Skaði
eigendanna að skipunum verður ef
til vill enginn.
Óvíst er að það sama verði upp á
teningnum í öðrum andvaraleysis-
fræðum svo sem Hafskipsmáli,
Hjálparstofnunarmáli, virkjunarmál-
um, erlendri skuldasöfnun og
andvaraleysisafrekum á sviði
menntamála, svo eitthvað sé nefnt.
En hvað um það? Greiðum við
íslenskir ríkisborgarar ekki með
mestu ánægju úr eigin vösum fáeina
milljarða til að lyfta frá botni sokkn-
um fyrirtækjum, sem eru til marks
um glæsileg afrek sem jafnvel gætu
komið okkur í heimsmetabók Guin-
ness?
Hörð samkeppni
Allt í kringum okkur eru keppi-
nautar i andvaraleysisíþróttinni og
það er sjálfsagt að gera sér grein
fyrir styrk þeirra á þessum vett-
vangi áður en við gerum okkur vonir
um heimsmet, þó svo að
árangur okkar sé þegar marktækur
á heimsmælikvarða. Nýlega las ég
grein eftir Sólveigu Eggerz í banda-
rísku tímariti, „Lincoln Review“
(Volume 6, number 4, 1986).
Á íslensku gæti yfirskrift greinar-
innar verið: „Hvemig félagsvísindi
ýttu sögunámi út úr námskerfi skól-
anna og afleiðingar þess fyrir
(amerískt) samfélag. Samkvæmt
þessari ítarlegu grein Sólveigar
kemur ljóslega fram að svo vel hefur
bandarískum fræðslumálafrömuðum
tekist upp í andvaraleysisíþrótt sinni
að ungmennin upp til hópa vita ekk-
ert í sinn haus varðandi sögu síns
lands. Víða vantar algerlega botninn
undir skilning á eðli og gildi frelsis
og lýðræðis. Ekki er kyn þótt kerfið
leki.
Sterk rök
Grein Sólveigar er svo vel og
fræðilega rituð og studd svo mörgum
marktækum tilvitnunum í áreiðan-
legar heimildir, að öll rök hníga til
þess að niðurstaða hennar sé rétt
og ótvíræð: Með því að rýra þátt
sögukennslunnar eru rofin tengsl
fortíðar og nútíðar með þeim hætti
að frelsi, lýðræði og mannréttindi
fara fljótt í súginn.
Þó að þetta kunni að vera fagnað-
arboðskapur þess háttar lýð sem
skrúfar frá botnventlum er óvíst að
öllum líki.
Samt er að sjálfsögðu ólíkt flott-
ara að opna botnventla voldugasta
lýðræðisríkis í heimi en sjófylla tvo
vesæla hvalveiðidalla í dvergríki.
Ekki er samt svo að skilja að
ekki sé fleira á döfinni í því landi.
Þarlendir menn eru að skrúfa frá
botnventlum íslensku þjóðarskút-
unnar með því að vinna spellvirki á
sögukennslu og reyndar á íslensku-
kennslu að auki. Þá er ötullega að
því unnið að rjúfa tengsl við liðna
tfð með ýmsu öðru móti, t.d. með
því að ekkert nema ellimörkin á
þeim sem komnir eru á efri aldur
en búa í raun yfir dýrmætri þekk-
ingu og lífsreynslu, lífsneista
Söguþjóðarinnar. Ög hvað er annað
hægt en hrista höfuðið og gráta í
hjarta sínu þegar fólk, sennilega af
íslensku bergi brotið, ræðst inn í
kirkjugarð til að vanhelga legstaði
þeirra sem áttu þá ósk heitasta að
leysa ísland undan erlendri áþján?
Landið okkar
Eitt er íandið ægi girt
yst á Ránarslóðum
fyrir löngu lítils virt
langt frá öðrum þjóðum.
Um þín kjör og aldafar
aðrir hægt sér láta,
sykki það í myrkan mar
mundu fáir gráta.
Þannig orti Matthías Jochumsson.
Aldrei hafði honum í hug komið að
íslenskir menn gætu átt hlut að því
að sökkva í myrkan mar þeim far-
kosti, sem ber þá sjálfa uppi.
Nei, okkur er nær að leggja niður
þessa andvaraleysisíþrótt. Okkur er
annað sæmra. Það er kominn sjór í
vélarrúm þjóðarskútunnar íslensku
og mál til komið að loka snarlega
botnventlunum og setja dælurnar á
fullt: (Sólveig Eggerz höfundur
greinarinnar í Lincoln Review sem
til er vitnað er búsett í Bandaríkjun-
um og hefur starfað þar að rann-
sóknum á menntun. Hún er dóttir
Péturs Eggerz rithöfundar og fyrr-
um sendiherra.)
í»essir hringdu . .
Sakaður um
skjalafals
Einar Gunnlaugsson hringdi:
Ég og félagi minn sem er utan
af landi, Guðmundur Sigutjónsson,
fórum í vídeóleiguna Borgarvídeó á
Kárastíg nýlega og ætluðum við að
taka á leigu tæki og spólur.
Þegar ég var spurður um nafn-
skírteini vændi starfsfólkið mig
nánast um skjalafals. Þannig var
mál með vexti að stimpillinn á
myndinni, svo og myndin sjálf, eru
farin að mást, líklega vegna þess
að skírteipið hefur ekki verið
lofttæmt. Ég tók eftir þessu þama
í fyrsta sinn sjálfur og hef aldrei
orðið fyrir vandræðum út af þessu
áður.
Mér fínnst þessi framkoma við-
komandi starfsmanns fyrir neðan
allar hellur.
Löng bið
eftir leið 2
Herdíshringdi:
22. desember biðum við nokkrir
farþegar eftir leið 2 í 30 mínútur.
Ég veit um fleiri konur en mig sem
skildu bílana eftir heima og lentu
í þessu sama. Þess má geta að
samtímis fóru leið 10,11 og 12 tvi-
svar sinnum fram hjá. Manni dettur
nánast í hug að SVR fari í mann-
greinaálit.
Jólaglögg
fyrir börn
Pollýhringdi:
Nýlega birtist heilsíða í Morgun-
blaðinu um jólaglögg og jólaglögg
fyrir böm, það var nú það eina sem
okkur vantaði. Ef hægt væri að
kenna karlmönnunum um þetta ein-
vörðungu væri þetta nú létt fyrir
okkur konurnar. En við emm bara
ekkert skárri sjálfar og bömin em
skilin eftir umhirðulítið heima með-
an allir fara í jólaglögginn. Ættum
við ekki að staldra aðeins við og
hugsa okkar ráð? Svo er ég líka
hissa á atvinnurekendum sem halda
jólaglögg fyrir starfsmenn í að eyða
fé og fýrirhöfn í að gera fólk óat-
vinnuhæft og svo em allir á bflum.
Það er kannski orsök þessarar
slysaöldu.
Nú vom líka fyrir stuttu gerðir
þessir rosa samningar fyrir verka-
lýðinn. Þeir sömdu um lítið og ekki
neitt á öllum þessum vökunóttum
sínum þessir háu herrar. Og svo
láta þeir okkur halda að við höfum
grætt þessi lifandis ósköp. Fólkið
treystir þessum mönnum fyrir ölög-
um sínum en svo bregðast þeir
svona.
Islensku höfund-
arnir að
Trivial Pursuit
Þóra Árnadóttirhringdi:
í Velvakanda 23. desember sl.
var spurt hvetjir væm íslensku höf-
undarnir að Trivial Pursuit. Tvær
útgáfur em komnar á markaðinn.
Þá fyrri önnuðust Haukur Arason,
Láms Thorlacius og Þóra Árnadótt-
ir en útgafu fyrir unga leikmenn
sáu Láms Thorlacius, Óðinn Elís-
son, Sigríður K. Árnadóttir og Þóra
Ámadóttir um. Því miður ákváðu
dreifiiigaraðilar spilsins á íslandi
að ekki yrði boðið upp á íslenskar
spumingar án leikspjalds þó slíkt
sé venja erlendis. Að lokum má
bæta því við að önnu útgáfa fyrir
fullorðna kemur á markað seint á
næsta ári. Og verður þá væntanlega
eingöngu boðið upp á spurningar
án leikspjalds.