Morgunblaðið - 28.12.1986, Síða 56

Morgunblaðið - 28.12.1986, Síða 56
SUNNUDAGUR 28. DESEMBER 1986 VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. Morgunblaðið/Þorkell. Lík sjö skipveija á Synetu voru flutt til Reykjavíkur med flugvél Landhelgfisgæzlunnar á annan dag jóla. Símamynd/AP. Nýleg mynd af tankskipinu „Syneta“. Skipið var 1.260 tonn að stærð, skráð á Gíbralt- 42 menn farast með ensku tankskipi við Skrúð: Bilanir og ókunnugleiki Jíklegar orsakir slyssins stöddum skipum snúið á staðinn. Áður en fyrstu skipin komu á slys- staðinn klukkan 1:30 um nóttina var orðið Ijóst að skipið hafði strandað við Skrúð en ekki Seley. Fljótlega fannst brak úr skipinu og klukkan 2:40 fannst fyrsta líkið. Skömmu síðar náðu skip- veijar á Sæljóni frá Eskifirði þriðja stýrimanni skipsins upp úr sjónum og reyndist hann vera með lífsmarki. Hann var meðvitundarlaus og helblár og reyndust lífgunartilraunir árangurs- lausar. Líkin fundust síðan eitt af öðru. Alls náðust sjö lík en tvö runnu úr björgunarvestum og sukku þegar reynt var að ná þeim úr sjónum. Leit var haldið áfram að þeim þremur skip- veijum sem ekki fundust en hún bar ekki árangur og voru þeir taldir af. Það kom fram í samtölum við björg- unarmenn að skipveijar Synetu hefðu ENGIN skýring hefur fundizt á sjóslysinu við Skrúð í mynni Fáskrúðsfjarðar skömmu fyrir miðnætti á jóladag, þegar enska tankskipið Syneta strandaði þar og sökk með þeim afleiðingum að allir skipverjar, 12 að tölu, drukknuðu. í bréfi sem fannst á einum skipverjanna og skrifað var á aðfangadag kom fram, að skipið hafði aðeins getað siglt á hálfri ferð og sjálfstýring var i ólagi. Þessar bilanir ásamt ókunnugleika skipverja á stað- háttum er talin líklegasta skýring á þessu mannskæða slysi. Syneta, 1.260 tonna skip, var vænt- anlegt til Eskifjarðar aðfaranótt annars í jólum til að sækja lýsi. Klukkan 23:20 á jóladag sendu skipveijar út neyðar- kall og sögðu skipið strandað við Seley í mynni Reyðarfjarðar. Óskað var eftir tafarlausri aðstoð. Björgunarsveitir yoru þegar í stað ræstar út og nær- --------------------------- Stytturnar dönsuðu á sjónvarpinu Selfossi. „ÞETTA er einhver mesti jarð- skjálfti sem við höfum fundið hérna. Það hristist allt og skókst og stytturnar dönsuðu á sjón- varpinu,“ sagði Þrúður Sigurð- ardóttir i Hvammi í Olfusi um jarðskjálftann sem þar fannst Ckan rúmlega sjö á aðfanga- kvöld. Jarðskjálftakippurinn mældist 3,7 stig og átti upptök sín norð- vestur af Hveragerði. Jarðskjálftinn fannst víðar í Olfusi og á Selfossi varð fólk vart við vægan kipp. Eft- ir aðalskjálftann um sjö leytið á aðfangadagskvöld varð vart við smákippi annað slagið alla jólanótt- ina en síðan hefur allt verið rólegt. Heimilisfólkið í Hvammi í Ölfusi heyrði hvin og fann síðan greinilega fyrir skjálftanum, sem var það mik- ill að við lá að hlutir féllu úr hillum. ^ékjálftans varð einnig greinilega vart víða annarstaðar í Ölfusinu. „Það hrikti og titraði í nokkrar sek- úndur og mér datt í hug að þetta væri upphafið að einhverju stóru og varð eiginlega svo hrædd að ég stóð ekki einu sinni upp,“ sagði Þrúður Sigurðardóttir í Hvammi um skjálftann. Sig.Jóns. Morgunblaðid/Albert Kemp. Björgunarsveitarmenn draga gúmbát á land á Vattarnesi. verið illa klæddir, sumir á skyrtu og buxum einum klæða. Hefði verið á öllu ljóst að þeir hefðu yfirgefið skipið í skyndi og líklega ekki komið út björg- unarbátum. Enda mun Synetu hafa hvolft nokkru eftir að það strandaði og síðan sokkið að mestu. Töldu björg- unarmenn að eina von skipveijanna hefði verið björgun úr þyrlu. Sex mannnanna voru brezkir en sex voru frá Grænhöfðaeyjum. Sjópróf verða hjá sýslumanninum á Framleiðnisjóður landbúnaðarins: Samið um niðurskurð á um 30 þúsund fjár Vantar fjórðung upp á að upphafleg niðurskurðarmarkmið náist SAMANTEKT sem stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins hefur gert til bráðabirgða á samningum við bændur um niðurskurð í haust, bendir til að ekki hafi náðst þau markmið sem stjórnvöld og bændaforystan stefndu að við gerð búvörusamningana í haust. Stefnt var að fækkun fjárstofnsins um 40 þúsund kindur og minnka þann- ig framleiðsluna á næsta verðlagsári um 800 tonn en aðeins er búið að gera samninga um niðurskurð á um 30 þúsund kindum og koma þannig í veg fyrir framleiðslu á 500—600 tonnum af kjöti. „Þetta er vissulega heldur minna en fyrstu vísbendingar bentu til,“ sagði Jóhannes Torfason á Torfa- læk II, formaður stjórnar Fram- leiðnisjóðs. „Það virðist sem menn hafi ekki áttað sig á staðreyndum þessa máls. Menn hafa ekki séð nógu vel hvað þetta var gott tilboð til bænda til að aðlagast breyttum framleiðslustaðreyndum. Þá sýnist mér að áróður gegn þessum aðgerð- um hafi borið einhvern árangur og sýnt að þeir sem hafa haldið honum uppi verða að axla mikla ábyrgð og bæta mönnum þetta upp með öðrum hætti,“ sagði Jóhannes. Framleiðnisjóður tók á sig ábyrgð á samdrætti kindakjÖts- framleiðslunnar um 800 tonn á næsta verðlagsári. Jóhannes sagði að þar sem ekki hefði tekist að gera samninga við bændur um allan þennan samdrátt yrði sjóðurinn að greiða útflutningsbætur með um 200 tonnum af kjöti næsta haust og sagði hann að það gæti kostað sjóðinn um 40 milljónir kr. A móti sparast greiðslur sem annars hefðu farið beint til bænda. Eskifirði. Fyrir réttinn koma þeir sem þátt tóku í björguninni. í einu brezku blaðanna í gærmorgun var leitt að því getum að gleðskapur hafí verið um borð áður en skipið strandaði en það var á engan hátt stutt rökum. Sjá nánari frásögn, viðtöl, myndir og kort á bls. 24 og 25. Svæðamótið í Gausdal: Fjölmennasta íslenska skák- sveitintilþessa FIMM íslenskir skákmenn taka þátt í svæðamótinu i Gausdal í Noregi, sem hefst 9. janúar næst- komandi. Er það fjölmennasta sveit sem Islendingar hafa sent á þetta mót til þessa. Islensku skákmennimir sem tefla í Gausdal að þessu sinni eru Jóhann Hjartarson, Jón L. Ámason, Guð- mundur Sigutjónsson, Sævar Bjarnason og Þröstur Þórhallsson. Á svæðamótinu í Gausdal munu margir sterkustu skákmenn Norð- urlanda leiða saman hesta sína en mótið er fyrsti liðurinn í heims- meistaramótinu í skák og munu sigurvegarár tryggja sér þáttöku- rétt á millisvæðamóti sem haldið verður síðar á næsta ári. Margeir tefl- ir í Hastings MARGEIR Pétursson, stórmeist- ari, teflir á alþjóðlega skákmót- inu i Hastings á Englandi, sem hefst 29. desember næstkom- andi. Margeir sigraði á þessu móti í fyrra og tryggði sér þar með stórmeistaratitil. Skákmótið í Hastings, sem haldið er ár hvert, er eitt elsta skákmót sem haldið er í heiminum og í hópi þátttakenda eru jafnan þekktir og sterkir skákmenn víða að úr heimin- um. Meðal þátttakenda nú verður danski stórmeistarinn Bent Larsen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.