Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987
Stefán Einarsson útvegsbóndi og vitavörður við Siglufjörð:
Vill gera veg frá Siglu-
nesi á eigin kostnað
Hafnarkantur einnig í bígerð
STEFÁN Einarsson, útvegsbóndi
og vitavörður á Siglunesi, hefur
sent bæjarráði Siglufjarðar
beiðni um að fá að gera 6-7 km
veg á milli Sigluness og Siglu-
fjarðar á eigin kostnað. Bæjar-
ráð Siglufjarðar vísaði málinu til
náttúruverndarnefndar og
skipulagsnefndar bæjarins sl.
fimmtudag og bíður nú umsagn-
ar þeirra.
Kristján Möller, forseti bæjar-
stjórnar, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að ekki hefðu
fylgt nein gögn um teikningu á
veginum né skipulag um fram-
kvæmd eða annað slíkt svo ljóst
væri að nefndimar þyrftu að fá
ýtarlegri gögn í hendur áður en þær
sendu frá sér umsagnir um málið.
Þá hefur fármálaráðherra verið
veitt heimild til að fella niður tolla
og söluskatt af tækjum til hafnar-
gerðar við Siglunes, en Stefán
hyggst hefja þar hafnarfram-
kvæmdir von bráðar og kominn
bæði með vörubíl og gröfu á hlaðið.
Hingað til hefur Stefán róið frá
Siglufirði og hefur þurft að geyma
bát sinn þar á meðan hann sjálfur
fer til heimilis síns á gúmbát.
Kristján Möller sagði að fjöll og
björg hefðu hingað til ekki staðið
í vegi fyrir Stefáni og ætti hann
síst von á að þau stæðu í vegi fyr-
ir bóndanum á Siglunesi nú ef hann
ætlaði sér að gera hafnarkant og
vegarspotta. „Við Siglfirðingar höf-
um oft séð hann flytja ýmsa hluti
á tæknilegan hátt út á Siglunes og
gæti ég vel ímyndað mér að hann
gæti búið til bryggju á tæknilegan
hátt upp á sitt einsdæmi. Hinsvegar
eru skriður þama miklar í veginum
austan við Siglufjörð og erfiðar yfir-
ferðar," sagði Kristján.
Stefán Einarsson býr ásamt konu
sinni og ijórum börnum á Siglunesi.
V örubif r eiðastj órar:
Finnst gengið á
vinnurétt okkar
- segir Björn Pálsson á Egilsstöðum
STJÓRN og trúnaðarmannaráð
Landssambands vörubifreiða-
stjóra hefur lýst óánægju með
nýgerða kjarasamninga við ASÍ.
Þegar samningarnir voru kynnt-
ir á fundi á laugardaginn voru
þeir ekki samþykktir, en þess í
stað var gerð ályktun þess efnis,
að ef ekki fengjust lagfæringar
á samningunum yrðu þeir felldir.
Að sögn Bjöms Pálssonar á Eg-
ilsstöðum, formanns Landssam-
bands vörubifreiðastjóra, er
ætlunin að kynna Vinnuveitenda-
sambandinu hugmyndir vömbif-
reiðastjóra og vildi hann þvi ekki
tjá sig um þær á þessu stigi.
„Okkur finnst gengið á vinnurétt
okkar í ASI-samningunum,“ sagði
Bjöm Pálsson. „Þar er verktakafyr-
irtækjum veitt ákveðið frelsi til að
nota eigin bifreiðar til flutnings á
kostnað vömbifreiðastjóra. Ef við
slepptum lögbundnum forgangs-
rétti okkar til vömbifreiðaaksturs
hefði það einfaldlega í för með sér
minni vinnu hjá okkur. Ekki síst
myndi þetta þó lýsa sér í því, að
þjónusta við almenning yrði skert.
Fólk á að geta gengið að þjónustu
vömbifreiðastjóra vísri á ákveðnu
verði. Verktakastarfsemin er byggð
á allt öðmm forsendum og hefur
engar þjónustuskyldur við almenn-
ing.“
Björn sagði að Landssamband
vömbifreiðastjóra stæði alls ekki á
móti verktakastarfseminni, „en við
viljum ekki einungis verða vara-
skeifur þegar verktakar þurfa
okkar mest við“. Hann taldi að ef
vömbifreiðastjórar ættu að geta
uppfýllt þjónustuskyldu sína við al-
menning, þá yrðu þeir að standa
vörð um vinnurétt sinn, sérstaklega
núna eftir að samdráttur varð í
virkjunarframkvæmdum.
„Við höfum skrifað fram-
kvæmdastjóra Vinnuveitendasam-
bandsins bréf þar sem við leggjum
fram okkar hugmyndir um lagfær-
ingar á samningunum. Ég hef þá
trú að í þeim viðræðum sem á eftir
hljóta að fýlgja, náist samkomu-
lag.“ Aðspurður um framhaldið ef
þær viðræður sigldu í strand sagði
Bjöm Pálsson að þá myndi líklega
skapast einhverskonar frumskógar-
ástand. „Við myndum þá líklega
auglýsa okkar kauptaxta," sagði
hann. „Slíkt ástand er þó fjarri mér
núna og ég held að enginn kæri sig
um þá stöðu."
Á fiskmarkaðnum í Grimsby
Hátt fiskverð í Þýzka-
landi og Frakklandi
FJÖGUR íslenzk fiskiskip scldu
afla sinn erlendis á mánudag.
Verð var heldur Iægra en und-
anfarið í Bretlandi, meðal
annars vegna samgönguerfið-
leika. Hins vegar fékkst mjög
hátt verð í Þýzkalandi og
Frakklandi.
Snæfugl SU seldi 179 lestir,
mest karfa í Bremerhaven. Heild-
arverð var 12.300.000 krónur,
meðalverð 68,53. Gautur GK seldi
um 90 lestir, mest þorsk í Boul-
ogne í Frakklandi. Endanleg
niðurstaða lá ekki fyrir í gær, en
meðalverð var 67 til 68 krónur.
Sindri VE seldi 128,5 lestir í
Grimsby. Heildarverð var
6.900.000 krónur, meðalverð
53,78. Ólafur Jónsson GK seldi
168,6 lestir í Hull. Heildarverð
var 9.300.000 krónur, meðalverð
54,92.
í Morgunblaðinu síðastliðinn
laugardag var ekki rétt farið með
sölutölur hjá Ögra RE, sem seldi
í Þýzkalandi. Þar var sagt að
hann hefði selt fyrir 16,6 milljón-
ir króna, en hið rétta er að salan
nam rúmum 15,5 milljónum
króna.
Sr. EirikurJ. Eiríksson
fv. þjóðgarðsvörður látinn
Séra Eiríkur J. Eiríksson fyrr-
um prófastur í Amesprófasts-
dæmi og þjóðgarðsvörður á
ÞingvöIIum, varð bráðkvaddur á
sunnudaginn, 75 ára að aldri.
Eiríkur fæddist í Vestmannaeyj-
um 22. júlí 1911, sonur hjónanna
Eiríks Magnússonar trésmiðs og
Hildar Guðmundsdóttur. Eiríkur
lauk stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum í Reykjavík árið 1932,
kennaraprófi 1934, og guðfræði-
námi frá Háskóla íslands 1935.
Eiríkur stundaði framhaldsnám í
Basel í Sviss og kynnti sér skóla-
mál á Norðurlöndum 1936-37.
Eiríkur var kennari við Héraðs-
Séra Eiríkur J. Eiríksson.
Landhelgisgæslan og SVFI:
Djúpstæður ágreimngur
um bj örgunarslj órnstöð
ÁSKORUN sem læknar á
Borgarspítala sendu stjórn-
völdum um helgina, um að þau
komi á opinberri stjórn björg-
unarmála við ísland, hefur
leitt í ljós djúpstæðan ágrein-
ing sem ríkir milli Landhelgis-
gæslunnar og Slysavarnafé-
lags íslands um hver eigi að
hafa yfirumsjón með björgun-
armiðstöð við leit og björgun
á hafinu umhverfis Island.
ísland hefur enn ekki gerst
formlega aðili að alþjóðlegu
samkomulagi um leit og
björgun á Norður Atlantshafi
vegna þess ekki hefur tekist
að ná samkomulagi um þetta
atriði.
Þeir læknar Borgarspítalans
sem kynnst hafa björgunarmál-
um og tekið þátt í björgunarað-
gerðum sendu ríkisstjóminni
áskorun á laugardaginn þar sem
segir að við björgunaraðgerðir
síðustu missera og nú síðast við
skipsskaða hafi komið glögglega
í ljós að þegar á reyni séu fjöl-
margir tilbúnir til aðstoðar en
skipulag aðgerðanna hafi reynst
vera í ólestri.
Alþjóða Siglingamálastofnun-
in gerði árið 1979 alþjóðasam-
þykkt um leit og björgun á
Norður Atlantshafi og tók hún
gildi 1985. í samtali við Morgun-
blaðið sagðist Gunnar Berg-
steinsson forstjóri Landhelgis-
gæslunnar hafa gengist fyrir að
reyna að sameina sjónarmið
þeirra aðila sem starfa að björg-
unarmálum hér á hafinu þar sem
í þessari samþykkt er gert ráð
fyrir að hvert land hafi ákveðna
björgunarmiðstöð sem stjómi
aðgerðum á hafí úti. Gunnar
sagði að Landhelgisgæslan hefði
tekið upp viðræður við þá aðila
sem málið var skylt, það er
Slysavamafélagið, Póst og síma
og Flugbjörgunarsveitina, en
starfsmenn þessara stofnana
höfðu áður tekið þátt í björgun-
amámskeiði með starfsmönnum
Landhelgisgæslunnar. í drögum
að samkomulagi var gert ráð
fyrir að Landhelgisgæslan hefði
umsjón með björgunarmiðstöð-
inni en það sætti Slysavamafé-
lagið sig ekki við.
Haraldur Henrýsson formað-
ur Slysavamafélags íslands
sagði í samtali við Morgunblaðið
að leitar- og björgunarmál á sjó
hefðu þróast þannig að SVFÍ
væri miðstöð í þessum málum.
Þetta hefði verið þannig í 50-60
ár og löggjafinn hefði í raun
staðfest þetta hlutverk félagsins
með því að fela því umsjón Til-
kynningarskyldu íslenskra skipa
með lögum 1977 þar sem Til-
kynningarskyldan væri oft
lykilatriði við leit og björgun á
sjó. Á þetta hefði SVFI lagt
áherslu á í þessum viðræðum
og gert það að tillögu sinni að
fyrirhuguð björgunarstjómstöð
yrði áfram í tengslum við Til-
kynningarskyldu íslenskra skipa
en jafnframt önnuðust SVFI og
Landhelgisgæslan bakvaktir í
sameiningu. Landhelgisgæslan
hefði hinsvegar alfarið viljað ein
manna aðalstjómstöð og að hún
hefði ein heimild til að hafa sam-
band við erlendar stjómstöðvar.
Haraldur sagði að forstjóri
Landhelgisgæslunnar hefði ekki
verið til viðræðu um neina lausn
aðra en hann setti fram og þeg-
ar að mál vom svo komin í des
1985 hefði stjóm félagsins ekki
talið sig hafa umboð samtak-
anna til að leggja þennan þátt
starfseminnar niður án þess að
ríkisstjómin tæki afstöðu í mál-
inu. Þá hafí staðan verið lögð
fyrir ríkið og síðan hafí ekkert
gerst.
skólann á Núpi í Dýrafírði 1935-36
og 1937-42, og skólastjóri á sama
stað 1942-1960. Hann var aðstoð-
arprestur að Núpi, 1937-38, (vígður
10 október 1937) og sóknarprestur
þar 1938-60.
Eiríkur flutti árið 1960 til Þing-
valla og varð sóknarprestur þar til
ársins 1981 en hann var ráðinn
þjóðgarðsvörður 1959. Eiríkur var
settur prófastur í Ámesprófasts-
dæmi 1970-72 og síðan skipaður
prófastur 1972 og gegndi hann því
embætti til ársloka 1981 sem og
embætti þjóðgarðsvarðar. Síðan
starfaði Eiríkur við bókasafn gagn-
fræðaskólans á Selfossi og gaf
meðal annars skólanum verðmætt
bókasafn sitt á síðasta ári.
Eiríkur var í stjóm Prestafélags
Vestfjarða um árabil frá 1944 og
formaður um skeið. Hann var skip-
aður í norrænu menningamála-
nefndina af Islands hálfu 1954 og
var kirkjuþingsmaður frá 1970.
Eiríkur var í stjóm Ungmennafé-
lags Islands frá 1936 og sambands-
stjóri frá 1939 í um 30 ár. Hann
var sæmdur stórriddarakrossi
Fálkaorðunnar 1981.
Eiríkur ritaði greinar í blöð og
tímarit og var ritstjóri Skinfaxa um
skeið og meðritstjóri Lindarinnar.
Hann þýddi einnig bækur og sögur.
Eftirlifandi eiginkona Eiríks J.
Eiríkssonar er Kristín Jónsdóttir
Þau eignuðust ellefu böm en eitt
dó j bernsku.
1
J -4