Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 9. tbl. 75. árg.___________________________________ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Grænland: Ræðaekki fiskveið- ar við Is- lendinga Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgun- blaðsins á Grænlandi. MOSES Olsen, sem fer með fisk- veiðimál grænlensku landstjórn- arinnar, kveðst ekki ætla að ræða nýtingu sameiginlegTa fiskistofna við Halldór Asgríms- son sjávarútvegsráðherra. í viðtali við útvarpið á Græn- landi sagðist Olsen hafa tjáð Halldóri að hann teldi ekki tíma- bært að ræða nýtingu stofnanna þar sem enn hefði ekki náðst sam- komulag um skiptingu loðnukvóta milli íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga. A síðasta ári komu 5 prósent loðnuaflans í hlut Græn- lendinga og hafa þeir krafist 15 prósenta hans á þessu ári. Moses Olsen sagði einnig að full- yrðingar íslendinga um að Græn- lendingar stunduðu ofveiði á karfastofninum væru út í hött. Sagði hann að fjórðungur kvótans, sem er 80.000 tonn, hefði nú verið veiddur. AP/Símamynd Undanfarna daga hefur verið rúmlega 30 stiga frost i Finnlandi. í Helsinki brugðu eigendur varðhundsins Sampo á það ráð að klæða hann skjólgóðum vetrarfatnaði til þess að hann gæti gegnt skyldu- störfum sínum. Kína: Ráðamönnum há- skóla vikið úr starfi Peking, Reuter, AP. TILKYNNT var í Kína í gær að tveimur ráðamönnum Tæknihá- skólans í Hefei hefði verið vikið úr starfi fyrir að hafa hvatt námsmenn víða um landið tii að krefjast aukins lýðræðis og frelsis. Fréttastofan Nýja Kína sagði að þeim Gauan Weiyan og Fang Lizhi hefði verkið vikið úr starfi rektors og aðstoðarrektors Tækni- háskólans þar sem stjórn skólans hefði haldið fram hugmyndum sem væru í andstöðu við yfirlýstan vilja stjómvalda. Vestrænir stjómarerindrekar í Kína sögðu í gær að svo virtist sem stjórnvöld hygðust gera Fang Lizhi að blóraböggli en vitað er að kröfugöngur námsmanna hafa vakið mikla reiði meðal harðlínu- manna í kínverska kommúnista- flokknum. Fang er 51 árs gamall eðlisfræðingur og hefur hann haldið fyrirlestra víða um heim. Orðrómur hefur verið á kreiki um að honum hafi verið vikið úr kommúnistaflokknum en þess var ekki getið í tilkynningu fréttastof- unnar. Kröfugöngur námsmanna hóf- ust í Hefei í síðasta mánuði og breiddust síðan út um landið. Nýja Kína sagði í tilkynningu sinni að Fang hefði hundsað vilja stjóm- valda og að „borgaralegar frelsis- hugmyndir" hans hefðu hleypt illu blóði í námsmenn og leitt til mót- mæla þeirra. Gríðarlegar frosthörkur í Evrópu: Tiigir manna hafa látið líf- ið og samgöngur fallið niður Moskvu, London, Reuter, AP. NÍSTINGSKALDIR vindar leika nú um Norður-Evrópu og hafa menn víða látið lífið sökum frostsins. Snjókoma hefur truflað samgöngur og í gær lokuðust landamæri nokkurra Evrópuríkja. Járnbrautasamgöngur í Sovétríkjunum lágu að mestu niðri í gær og skýrði Pravda, málgagn sovéska komm- únistaflokksins, frá því að 25.000 járnbrautavagnar hefðu frosið fastir á teinunum. ig að kenna á kuldaskeiðinu og í gær snjóaði í fyrsta skipti á þess- um vetri í Madrid. Sjá frekari fréttir frá Evr- ópu á bls. 24 Pakistan: Ættbálk- ar beijast í Karachi ^ Karachi, Reuter. ÁTOK blossuðu upp í gær milli tveggja ættbálka í Karachi og var kveikt í um það bil 100 verslunar- og íbúðahúsum. Hermenn, gráir fyrir jám-' um, skámst í leikinn eftir að lögreglumönnum hafði mis- tekist að stöðva átökin. Að minnsta kosti 24 þurftu á aðhlynningu lækna að halda, flestir vegna skotsára. Ólætin hófust þegar fólk af ættbálki Mohajira flykktist út á götur Karachi og krafðist þess að lögreglumenn hefðu hendur í hári manna sem myrtu fullorðinn mann og tvær dætur hans á laugardag. Fólkið sagði morðingjana vera af ættbálki Pashtuna og bmt- ust þá átökin út. 60.000 hermenn sagðir falln- í gær létust 29 manns í snjó- flóðum í Georgíu í Sovétríkjunum og óttast er að sú tala kunni að hækka. 48 menn hafa beðið bana í eldsvoðum í Sovétríkjunum vegna þess að olíuofnar, sem not- aðir hafa verið til kyndingar, hafa reynst gallaðir. Dreifíng raforku hefur gengið treglega og dregið hefur úr olíu- og gasframleiðslu vegna kuldans. Þetta er kaldasti janúarmánuður sem Sovétborgar- ar hafa upplifað síðan 1950. Undanfarna daga hefur mælst 35 stiga frost í Moskvu og hafa fáir verið á ferli á götum borgarinnar. í Leningrad var frostið einnig 35 stig og hafa aldrei mælst þar meiri kuldar frá því mælingar hófust árið 1743. Á sunnudag létu tveir menn lífíð í lestarslysi í Svíþjóð sem talið cr að rekja megi beint til frostsins. Hermenn fiuttu matvæli og lyf til einangraðra byggða og | prestar í Norður-Svíþjóð aflýstu guðsþjónustum og hvöttu sóknar- börn sín til að halda sig innan dyra. Samgöngur riðluðust í Mið- Evrópu sökum snjókomu og kulda og lokuðust landamæri víða. Kennsla í skólum féll niður í Vest- ur-Þýskalandi og Austurríkis- menn gripu til skíða til að komast til vinnu sinnar. Undanfarna daga hafa tugir manna látið lífið vegna kuldanna og í umferðarslysum á glerhálum akbrautum. Tveir menn létust í gær í Búdapest í Ungveijalandi þegar tvær lestir rákust saman. í Munchen í Vestur-Þýskalandi fannst útigangsmaður frosinn í hel og sex ára gamall drengur lést í Hollandi þegar hann féll niður um vök. Á Bretlandi frusu gamalmenni í hel í íbúðum sínum. Suður-~Evrópubúar fengu einn- ir í átökunum við Persaflóa Bahrain, Teheran, Nikósíu, AP, Reuter. ÍRANIR hrundu í gær öflugri gajgusókn íraka nærri Bashra í Irak, að sögn útvarpsins í Teheran. Samkvæmt tilkynn- ingum ríkjanna tveggja hafa 60.000 hermenn fallið frá því á föstudag. írakar gerðu í gær loftárásir á íranskar borgir og olíuvinnslustöðvar og kváð- ust hafa hrakið innrásarlið írana frá landamærunum nærri Bashra. Talsmaður herstjómar Iraka sagði í gær að tólf herdeildum iranskra byltingarvarða hefði verið „gereytt". Ennfremur var skýrt frá því að árasir hefðu ver- ið gerðar á borgimar Qom, Esafan, Borujerd, Arak og Kas- han. Irna, hin opinbera frétta- stofa íran, sagði 100 óbreytta AP/Sfmamynd íranir birtu þessa mynd í gær af líkum 66 þroskaheftra bama sem létust í eldflaugaárás Iraka á borgina Borujerd. borgara hafa týnt lífi í loftárásum íraka í gær. Á sunnudag sagði fréttastofan að íranskir hermenn hefðu fellt 1.000 íraka í stórsókn nærri Bashra og að alls hefðu 4.500 írakar fallið þann daginn. írakar sögðu 22 óbreytta borgara hafa fallið í eldflaugaárásum írana á Bashra auk þess sem eldflaugar hefðu hafnað í íbúðarhverfum í Baghdad, höfuðborg írak, og orð- ið fjölda fólks að bana. Iranir virðast nú gera hvað þeir geta til að einangra Bashra, sem er næststærsta borg íraks. Að sögn vestrænna stjómmála- skýrenda vonast Iranir til að bijóta baráttuþrek íraka á bak aftur með umsátri um Bashra og veikja þar með stjórn Saddams Hussein, forseta írak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.