Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 Prúðuleikaram- ir og popparinn STJÖRNUBÍÓ: VÖLUNDAR- HÚS — Labyrinth. Leikstjóri og brúðusmiður Jim Henson. Handrit Terry Jones. Kvikmyndataka Aiex Thompson. Tónlist Trevor Jones. Aðalhlut- verk Jennifer Jones, David Bowie. Bresk. Columbia 1986. U.þ.b. 100 mín. Aumingja Söru (Jennifer Conn- elly) verður það á, þegar hún er að beijast við að koma væluskjóð- unni bróður sínum í rúmið, að segja áhrinsorð sem verða til þess að ill- yrmið, gúbbakóngurinn David Bowie, fær hremmt þann stutta. Flytur hann með sér síðan heim í höllina, sem er í miðju Völundar- húsinu. Sara fær samt kost á því að endurheimta litla bróður, en til þess þarf hún að geta ráðið Völund- arhúsið innan viss tíma. Og þegar inn er komið leynast náttúrlega hin- ar ógurlegustu hættur og kvikindi við hvert fótmál.. . Líkt og í prúðuleikaramyndunum notast brúðusmiðurinn snjalli, Jim Henson, við hvort tveggja, leikara og leikbrúður. Það fer ekkert á milli mála að senuþjófamir eru hin- ar fjölbreytilegu og ólýsanlegu fígúrur sem lífga uppá Völundar- húsið og gera það áhugavert og oft spennandi. En Jennifer Connelly er svona rétt slarkfær í meginhlut- verkinu og Bowie beinlínis leiðinleg- ur og líflaus í ágætu gervi sem gúbbakóngurinn grimmi. Hugmyndaflugj Hensons virðast engin takmörk sett hvað brúðu- smíðina snertir — og sér til góðrar hjálpar hefur hann litlu síðri leik- tjaldasmiði. Mörg atriðin eru ekki aðeins snilldarleg tæknilega heldur jafnframt bráðfyndin, t.d. samtal dyrahamranna, svo eitthvað sé nefnt. En, því miður, þess á milli dettur framvindan niður í fyrsta gír og einkum eru það langdregin söngatriði stórpopparans sem draga myndina niður. í gamalkunna með- alíagið. Súperstjaman David Bowie hefur oftast staðið sig betur sem kvik- myndaleikari en í hlutverki gúbba- kóngsins í Vöiundarhúsinu — þó gervið sé gott. NÁMSKEIÐ í SJÁLFSSTYRKINGU FYRIR K0NUR (assertiveness training) ■ í samskiptum manna á milli kemur óhjákvæmilega til vandamála og togstreitu. í slíkum tilvikum er aukió sjálfstraust. sjálfsvitund og þekking hverjum manni styrkur á sama hátt og það er undirstaða ánægjulegra samskipta. Námskeiðið er sniðið að handarískri fyrirmynd og lögð áhersla á að gera þátt- takendum grein fyrir hvaða rétt þeirog aðrir eiga í mannlegum samskiptum og hvernig þeir geta komið fram málum sínum af festu og kurteisi án þess að láta slá sig út af laginu með óþægilegum athugasemdum. Ennfremur að læra að líða vel meö sjálfum sérog hafa hemil á kvíða, sektarkennd og reiði með vöðvaslökun og breyttum hugsunarhætti. Upplýsingar í sima 12303 alla virka daga. Aínugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður. ANNK NIMDIMkRSDÓTTIR sálfræðingur Bræðraborgarstig 7 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir BENGT JONSSON Fæðingartalan skiptir heiminum 64,6 Fólksfjölgun i prosentum 2,621 Fólksfjölgun í milljónum úyA mMIihM 7 r \ll nftlll In ífilll ■/ Fólksfjöldi í milljónum Skipt hefur í tvö horn í mann- fjöldaþróun í heiminum. Annars vegar hefur verið hæg fólksfjölgun og batnandi lífskjör, hins vegar hröð fólks- fjöigun og hnignandi lifskjör. Fátæku löndin sitja föst í mannfjöldagildrunni SKIPT hefur í tvö hom með mannfjöldaþróun síðasta áratug- inn, og hefur það valdið skiptingu þjóða heims í tvo álíka fjölmenna hluta. að, sem einkennir annan hlutann, er, að manníjolgun er hæg eða engin, og lífskjör, sem í flestum tilvikum voru góð fyrir, hafa batnað enn meir. Einkenni hins hlutans em hröð fólksfjölgun og stöðnun eða hnignun lífskjara. I fyrrtalda hlutanum eru 2,3 milljarðar manna og þar er mann- fjölgun um 0,8% á ári, jafnvel þótt íbúum sumra landa fjölgi alls ekki. Til þessa hluta teljast Norð- ur-Ameríka, Evrópa, Sovétríkin, Ástralía, Nýja-Sjáland og Aust- ur-Asía (þ.e. Japan, Kina og nokkur smáríki í efnahagslegum uppgangi). Til síðartalda hlutans teljast Suður- og Suðaustur-Asía, Mið- austurlönd, Afríka og Rómanska Ameríka. Þar búa 2,6 milljarðar manna og þeim flölgar um 2,5% á ári. í tölum talið merkir það, að árlega bætast við 64,6 milljón- ir manna, sem þarfnast lífsviður- væris. í betur setta hlutanum er fólksfjölgunin 18,6 milljónir á ári. Skörp skil Þessi tvískipting þjóðanna eftir fólksfjölgun er mjög skýr og vart fínnanleg tilvik þar á milli. A þeim svæðum, þar sem fólksfjölgun er hröð, eru nokkur dæmi þess, að fjölgunin hafi hægt verulega á sér, t.d. í Argentínu og á Kúbu (Rómanska Amerkíka), en þau bregta engu um heildarmyndina. I mannfjöldafræðinni hefur sú kenning verið ríkjandi frá því í heimsstyijöldinni síðari, að mann- fjöldaþróun skiptist í þijú stig, og hafa samfélög verið f.okk'úð sarrL kværr.t pví. Á fyrsta stiginu er há fæðingar- tala og há dánartala. Fólksfjölgun er þá hæg. A öðru stiginu er fæðingartalan áfram há, en betri lífskjör og heilbrigðisþjónusta hafa í för með sér, að dánartalan iækkar. Afleiðingin er mjög hröð fólksfjöigun. Þriðja stigið ein- kennist af því, að fæðingartalan lækkar, fyrst og fremst vegna þess að hátt lífskjarastig og lítill bamadauði dregur úr hvötinni til að eignast mörg böm. Foreldram- ir eiga hvort eð er víst, að fyrir þeim verður séð, þegar þeir geta ekki lengur unnið fulla vinnu. Þar sem dánartalan er jafnframt lág, er fólksfjölgun hæg eða alls engin. Hugmyndin á bak við fyrr- nefnda skiptingu byggist á þeirri reynslu, sem fékkst meðan iðn- væðing Evrópu stóð yfir. í nýútkominni skýrslu World- watch-stofnunarinnar í Washing- ton er þessi kenning rædd út frá þeirri tvískiptingu, sem nú mótar mannfjöldaþróunina í heiminum. Það, sem virðist hafa gerst - eða vera að gerast, - er, að ríflega helmingur jarðarbúa situr fastur á öðm stiginu. íbúafjöldinn tuttugufaldast I sumum löndum, aðallega í Afríku, eykst íbúafjöldinn um þijú prósent á ári. Svo hröð fólksfjölgun hefur aldrei þekkst áður, og af henni leiðir, að íbúafjöldinn tuttugufald- ast á einni öld. Fólksfjölgun af þessu tæi gerir einnig miklar kröf- ur til náttúruauðlinda vegna öflunar matvæla, orku og hús- næðis, auk þess sem þjóðfélagið verður að sjá þessum viðbótar- milljónum fyrir menntun, vinnu og heilbrigðisþjónustu. Kiló Dregið hefur í sundur í korn- framleiðslu Afríku og Vestur- Evrópu á tímabilinu 1950-86. Jarðyrkja margfaldast, gras- lendi er ofbeitt vegna fjölgunar búsmala og skógar eru höggnir niður. Þessi ofnýting náttúrunnar getur gengið um hríð, en síðan verður álagið of mikið. Jarðvegur missir gróðurmátt sinn og upp- blástur hefst, er skógamir hverfa. Landbúnaðarframleiðsla á hvem íbúa byijar að minnka og dregur niður tekjur og lífskjör. Afturkippur Þegar efnahagslegt og þjóð- félagslegt ástand batnar ekki, hverfur hvatningin til að halda bameignum í skefjum. Afleiðingin verður sú, að viðkomandi sam- félag kemst ekki upp á þriðja stig þróunarinnar, en fæðingartalan helst há. Sé ekkert að gert til að snúa við á þessari óheillabraut, rekur að því, að ekki er lengur hægt að sjá þessum vaxandi fólks- fjölda fyrir viðurværi. Dánartalan eykst og samfélagið hrapar niður á fyrsta stig þróunarinnar. Kína vísar veginn Samkvæmt áliti Worldwatch Institute er eina færa leiðin, að fyrmefnd samfélög bijótist út úr þeirri sjálfheldu, sem þau hafa lent í. Á sumum af þurrkasvæðum Afríku er landnýtingin þegar við hættumörk. En ekki er öll von úti um, að úr geti ræst. Það sýn- ir þróunin í Kína og fleiri löndum. A aðeins einum áratug lækkaði fæðingartala í Kína ur 3,4 í 2,0%. Þau þróunarlönd, sem uregið hafa veFuiéga úr fólksfjölgun, hafa beitt ólíkum aðferðum, en á nokkrum sviðum hafa þau þó orð- ið samstiga. Þar má m.a. telja viðleitni viðkomandi ríkisstjóma til að lækka fæðingartöluna, um- fangsmikla fjölskylduráðgjöf og útvegun getnaðarvamameðala. I fræðslustarfi hefur einnig verið lögð áhersla á, að það sé sameig- inlegur hagur ríkis og einstakra fjölskyldna að takmarka bama- fjöldann. Höfundur er blaðamaður á Svenska Dagbladet.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.