Morgunblaðið - 13.01.1987, Síða 6

Morgunblaðið - 13.01.1987, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 Ný vika Hann var lúnkinn textinn hans Flosa í morgunútvarpi rásar 1 í gær. Fjallaúi um gleymskuna er hefir að undanfömu leikið svo hart seðlabankastjóra lands vors og ráð- herra. Lagði Flosi til að ráðamenn léku leikinn til enda og gleymdu bara öllum . . . gluggapóstinum, nauð- ungaruppboðunum, lögfræðingahót- ununum, okurvöxtunum. Endaði Flosi pistilinn á þessum fleygu orðum: Gleymið þessu bara, strákar! Það er ágæt regla að byija vinnu- vikuna á því að hlýða á pistilinn hans Flosa er opnar oft hlustendum óvænta og kómíska sýn á hvers- dagsveruleikann. En fleira gladdi undirritaðan í dagskrá ljósvakamiðl- anna á liðnum dögum, til dæmis var nýársþáttur Bylgjunnar: í fréttum var þetta ekki helst, mjög áheyrilegur en þessi þáttur hefir æði oft tapað áttum í moldviðri aulafyndninnar. í fyrrgreindum þætti var hins vegar textinn fyndinn og markviss. Greini- legt að hér hefír orðið einhver breyting á og hið sama gildir raunar um menningarþátt ríkissjónvarpsins: Geisla, er var á dagskrá síðastliðið sunnudagskveld. Þessi þáttur hefír oft verið æði þunglamalegur en síðastliðið sunnudagskveld var hann bæði léttur og skemmtilegur. Um- sjónarmennimir, þau Matthías Viðar Sæmundsson og Guðný Ragnars- dóttir, höfðu einhvemveginn lag á því að lífga við menningarumræðuna með því meðal annars að kveðja til aðstandendur hinnar alræmdu nýárs- kvikmyndar sjónvarpsins: Líf til einhvers og svo mættu þrír metsölu- höfundar á staðinn, þau Thor, Steinunn Sigurðardóttir og Guðrún Helgadóttir. Fannst mér dálítið merkilegt að kynnast viðhorfí Thors og Guðrúnar til flölmiðlabyltingarinn- ar. Þannigtaldi Thor að fólk hneigðist nú til glímu við tormeltan bókmennta- texta vegna þess hversu léttmeti ljósvakamiðlanna flóir yfír bakka. Guðrún lagði áherslu á þátt skóla- kerfísins í bókmenntauppeldi þjóðar- innar og síðan vék hún að því hversu sjónvarpsstöðvamar hafa lífgað við bókmenntaumræðuna. Voru þau þre- menningamir raunar sammála um gildi þess að komast í sviðsljósið og vildi Guðrún auka á bókmenntaum- ræðuna í sjónvarpinu og gera hana markvissari og fagmannlegri, og það sem máski skiptir mestu að hún yrði ekki bundin við jólamán- uðinn. Sannarlega orð í tíma töluð. Fulljákvœður? Finnst lesendum máski fjölmiðla- rýnirinn full jákvæður, að hann sé hættur að gagnrýna dagskrá ljós- vakafjölmiðlanna. Undirritaður er þeirrar skoðunar að það sé til nokkuð sem heitir jákvæð gagnrýni er vekur athygli á þvi sem vel er gert, ekki síður en því sem miður fer. Hefír undirritaður frá fyrsta vinnudegi hér á Morgunblaðinu haft fyrrgreinda vinnureglu að leiðarljósi og er því komið að hinni hlið gagnrýninnar og læt ég þá nægja að fínna að hinni óhóflegu myndbandasýningu er rauf annars ágætan spumingaþátt ríkis- sjónvarpsins: Horft um öxl, er reyndi svo sannarlega á þolrifín í frétta- mönnunum. Meira af svo góðu en f guðanna bænum stillið í hóf þessari endalausu endursýningu poppmynd- banda. Helgi E. Helgason Annars nenni ég ekki að fínna frekar að dagskránni svona í upphafi vinnuviku og því vil ég enda þennan pistil á því að velqa athygli á hetju- dáð Helga E. Helgasonar frétta- manns er hann kastaði sér á sunnudagskveldið í flotgallanum frá skipsborði í fskaldan sjóinn fyrir framan sjónvarpsvélamar. Sá ég ekki betur en að Helgi lenti á magann og sypi hveljur en brátt snerist hann á réttan lq'öl í þessu sjálfsagða öryggis- tæki. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Joan Hickson í hlutverki frk. Marple RÚV Sjónvarp: Frk. Marple leysir málið HBH í kvöld leysir QA35 frk. Marple ráð- gátuna um líkið í bókastofunni, en sem kunnugt er stendur þessi vinsæla söguhetja Agötu Christie aldrei ráðþrota gagnvart sérkennilegum sakamálum, þó öðrum virð- ist málið hreint öldungis óskiljanlegt. Þættimir gerast seint á 1 fímmta áratugnum, en að undanfömu hefur hún fengist við að reyna að bjarga heiðri fjölskylduvin- ar. Sá heitir Bantry höfuðsmaður, en hann varð fyrrir þeirri ógæfu að í bókastofunni í sveitasetri þeirra hjóna fannst lík ung- rar stúlku. Eftir því sem lögreglunni verður ágengara í málinu liggur höfuðsmaðurinn undir æ meiri gmn, en að beiðni konu hans freistar frk. Marple þess að komast til botns í málinu, því ekki em öll kurl komin til grafar enn — í orðsins fyllstu merkingu. Hvemig málið leysist kemur í ljós í kvöld, en næsta þriðjudag fær frök- enin nýtt viðfangsefni. Þá reynir hún að þefa uppi Níðhögg nokkum, sem of- sækir íbúa þorps nokkurs með níð- og hótunarbréf- um, en svo sigla dularfull dauðsföll í kjölfarið. UTVARP Rás 1: Við ísabrot í Sovétríkjunum í eríndi sínu seg- 00 20 ir Rögnvaldur Finnbogason á Staðarstað frá því er hon- um og eiginkonu hans var boðið að fara til Sovétríkj- anna að kynnast starfí rússnesku rétttrúnaðar- kirkjunnar þar, guðþjón- ustum hennar og íkonalist trúnni tengdri. Þau hjónin fóm þangað austur í boði kirkjunnar og þeirrar stjómarstofnunar, sem fer með menningartengsl við útlönd. Séra Rögnvaldur segir frá því sem fyrir augu bar í ferðinni, meðal annars St. Pétursborg, sem nú nefnist Leníngrad, borginni Pskov, sem var víðfrægt borgríki á miðöldum. Þar er merkur skóli í íkonalist, ásamt hellnaklaustri. Þá var farið til Zagorsk, norðaustur af Moskvu, en það er eins konar Skálholt þeirra í Svíþjóð hinni köldu og er þar m.a. sögufrægt klaust- ur. ÞRIÐJUDAGUR 13. janúar 6.45 Veóurfregnir. Bæn 7.00 Fréttir 7.03 Morgunvaktin Jón Baldvin Halldórsson, Sturla Sigurjónsson og Lára Marteinsdóttir. Fréttir sagð- ar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lensar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Guð- mundur Sæmundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. 9.00 Fréttir 9.03 Morgunstund barn- anna: „Hanna Dóra" eftir Stefán Jónsson. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir les (7). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.35 Lesiðúrforustugreinum dagblaðanna. Tónleikar. 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.30 Ég man þá tíð Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liönum árum. 11.00 Fréttir 11.03 Samhljómur Umsjón: Þórarinn Stefáns- son. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 ( dagsins önn Hvað segir læknirinn? Um- sjón: Lilja Guðmundsdóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Menningarvitarnir" eftir. Fritz Leiter. Þorsteinn Ant- onsson les þýöingu sína (8). 14.30 Tónlistarmenn vikunnar Mills-bræður. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn Frá Vesturlandi. Umsjón: Ásþór Ragnarsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá 16.15 Veðurfregnir 16.20 Barnaútvarpið Stjórnendur: Kristín Helga- dóttir og Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.00 Fréttir 17.03 Siödegistónleikar 17.40 Torgið Samfélagsmál. Umsjón: Bjarni Sigtryggsson. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir 19.30 Tilkynningar Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guð- mundur Sæmundsson flytur. 19.35 „Ljós og skuggar á langri leið." Baldur Pálma- son les úr minningum sellóleikarans Pablo Casals. Albert Kahn skráði bókina. Grímhildur Bragadóttir þýddi. Einnig flutt tónlist. 20.00 Tætlur Umræðuþáttur um málefni unglinga. Stjórnendur: Sig- rún Proppé og Ásgeir Helgason. SJÓNVARP ■Q Tý ÞRIÐJUDAGUR 13. janúar 18.00 Dagfinnur dýralæknir (Dr. Dolittlej — Lokaþáttur. Teiknimyndaflokkur gerður eftir vinsælum barnabókum eftir Hugh Lofting. Þýðandi Rannveig Tryggvadóttir. 18.20 Fjölskyldan á Fiðrildaey (Butterfly Island) — Sjöundi þáttur. Ástralskur fram- haldsmyndaflokkur fyrir börn og unglinga um ævin- týri á Suðurhafseyju. Þýðandi Gunnar Þorsteins- son. 18.45 Poppkorn Lög frá liðnu ári III. Umsjón- armaður Þorsteinn Bach- mann. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Sómafólk (George and Mildred) — 10. Líftrygging borgar sig. Breskur gamanmyndaflokk- ur. Þyðandi Ólöf Péturs- dóttir. 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingarogdagskrá 20.35 Fröken Marple Líkið i bókastofunni — Sögulok. Breskursakamála- myndaflokkur í tiu þftum um eina vinsælustu söguhetju Agöthu Christie. Aðalhlut- verk: Joan Hickson. Þýðandi Veturliöi Guðnason. 21.30 I brúöuheimi (The World of Puppetry) — Þriðji þáttur. Breskur myndaflokkur í sex þáttum. Jim Henson, sem skóp Prúðuleikarana góðkunnu, kynnir sex snjalla brúðuleik- húsmenn í ýmsum löndum og list þeirra. Þýðandi Hall- veig Thorlacius. 22.25 Kastljós — Þáttur um erlend málefni Umsjónarmaður Margrét Heinreksdóttir. 23.00 Fréttir í dagskrárlok STÖD7VÖ ÞRIÐJUDAGUR 13. janúar 17.00 Laugardagsfárið (Sat- urday Night Fever) Aðalhlutverk John Travolta og Karen Gorney. Tony Manero vinnur í málninga- vöruverslun á daginn, en á kvöldin klæðist hann hvítum jakkafötum og dansar af sér áhyggjurnar í diskóteki hverfisins. Tónlistin í mynd- inni er leikin af Bee Gees. 19.00 Teiknimynd. Glæfra- músin (Dangermouse) 19.30 Fréttir 19.55 Návígi Umræðuþáttur í umsjá Páls Magnússonar. 20.25 Klassapíur (Golden Girls) Gamanþáttur um fjórar eldri konur sem ætla að eyöa hinum gullnu árum ævi sinnar í sólinni á Florida. 20.55 Þrumufuglinn (Airwolf) Bandarískur myndaflokkur með Jan Michael Vincent, Ernest Borgnine og Alex Cord í aöalhlutverkum. 21.45 Spegilmyndir (Reflect- ions) Bresk mynd með Gabriel Byrne, Donal McCann og Harriet Walter í aðalhlut- verkum. Myndin fjallar um átök innan fjölskyldu sem býr á óðalsetri á sunnan- verðu írlandi. Inn í átök þessi blandast sagnfræð- ingur sem leigir hús f nágrenninu. 23.25 Hengingarólin (Rope) Bandarísk kvikmynd eftir Alfred Hitchcock frá 1948. Tveir ungir menn, Douglas og Dick, myrða einn skóla- félaga sinn spennunnar vegna. Til þess að auka enn á spennuna dirfast þeir svo að bjóða vinum og fjöl- skyldu til íbúðar sinnar eftir verknaöinn með líkið faliö í stofunni miðri. Aðalhlutverk eru leikin af James Stewart, John Dall, Cedric Hardwicke og Joan Chandler. 20.40 Iþróttaþáttur Umsjón: Ingólfur Hannes- son og Samúel Örn Erlings- son. 21.00 Perlur Melina Mercouri og Mireille Mathieu. 21.30 Útvarpssagan: „I túninu heima" eftir Halldór Lax- ness. Höfundur les (6). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir 22.20 Við ísabrot í Sovétríkjun- um. Frá rússneskum kirkj- um og klaustrum. Dagskrá í samantekt séra Rögnvalds Finnbogasonar á Staðar- stað. Lesari ásamt honum: Baldvin Halldórsson. (Áður útvarpað á jóladegi). 23.25 íslensk tónlist a. Prelúdfa, sálmalag og fúga eftir Jón Þórarinsson. Ragnar Björnsson leikur á orgel. b. „Alþýðuvísur um ástina" eftir Gunnar Reyni Sveins- son. Söngflokkur úr Pólý- fónkórnum syngur; höfundurinn stjórnar. c. Prelúdía og menúett eftir Helga Pálsson. Sinfóníu- hljómsveit Islands leikur; Páll P. Pálsson stjórnar. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 13. janúar 9.00 Morgunþáttur i umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meðal efnis: Matarhornið og getraun. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Skammtað úr hnefa. Stjórnandi: Jónatan Garð- arsson. 15.00 í gegnum tíöina. Þáttur um islenska dægurtónlist i umsjá Ragnheiöar Davíðs- dóttur. 16.00 [ hringnum. Gunnlaugur Helgason kynnir lög frá átt- unda og niunda áratugnum. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. 989 BYLGJAN ÞRIÐJUDAGUR 13. janúar 07.00—09.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar. Afmæliskveðjur, matarupp- skriftir og spjall við hádegis. Síminn er 61 11 11. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Haröar- dóttur. Fréttapakkinn, Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með því sem helst er í fréttum, spjalla við fólk og segja frá. Flóamarkaðurinn er á dag- skrá eftir kl. 13.00. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil- ar síðdegispoppið og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavík síðdegis. Hallgrímur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—20.00 Tónlist með léttum takti. 20.00—21.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson kynnir 10 vin- sælustu lögin. 21.00—23.00 Ásgeir Tómas- son á þriöjudagskvöldi. Ásgeir leikur rokktónlist úr ýmsum áttum. 23.00-24.00 Vökulok. Þægi- leg tónlist og fréttatengt efni i umsjá fréttamanna Bylgj unnar. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upp- lýsingar um veður. ALFA Krlstileg ótvarpsstM. FM 102,9 ÞRIÐJUDAGUR 13. janúar 13.00—16.00 Hitt og þetta í umsjón John Hansen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.