Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987
Sambúð Hollands
og Surinam versnar
Wageningen, frá Eggerti H. Kjartans syni, fréttaritara Morgunbladsins.
RÍKISSTJÓRN Surinam vísaði
sendiherra Hollands, hr. Van
Houten, úr landi um helgina.
Utanríkisráðherra Hollands, van
den Broek, svaraði síðan með því
að vísa viðskiptafulltrúa Surin-
am í Hollandi úr landi.
Opinberlega hefur ríkisstjóm
Surinam sagt ástæðuna fyrir útvís-
uninni afskipti van Houten af
innanríkismálefnum Surinam. Ut-
Jaruzelski
á páfafund
Varsjá, Rómaborg, AP. Reuter.
WOJCIECH Jaruzelski, leiðtogi
Póllands, kom í gærmorgun í
opinbera heimsókn til Italíu og
er það fyrsta opinbera heimsókn
hans til vestræns ríkis frá því
herlög voru sett í Póllandi árið
Í98L
I Ítalíuferðinni mun Jaruzelski
eiga meðal annars fund með Bettino
Craxi, forsætisráðherra, og Jóhann-
esi Páli páfa öðrum, en hann er
pólsKur. Craxi tók á móti Jaruzelski
við komuna til Rómaborgar og hófst
fyrsti fundur þeirra strax eftir mót-
tökuathöfnina.
Fyrir brottförina sagði Jaruzelski
að heimsókn hans gæti orðið til
þess að bæta sambúð pólsku kirkj-
unnar og stjómvalda. Sambúðin
hefur verið stirð að undanförnu og
í síðustu viku sakaði Josef Glemp,
kardináli og æðsti maður pólsku
kir'kjunnar, stjómvöld um tilraunir
til að tefja undirbúning Póllands-
heimsóknar páfa næsta sumar.
Búizt er við að Póllandsferð páfa
verði eitt helzta umræðuefnið er
Jaruzelski hittir páfa í Vatikaninu
í dag.
Atta félagar í Róttæka flokknum
á Italíu vom handteknir í Varsjá á
sunnudag er þeir efndu þar til að-
gerðar og mótmæltu fyrirhugaðri
Italíuferð Jamzelski. Voru vega-
bréfsáritanir þeirra felldar úr gildi
og þeir látnir taka fyrstu flugvél
heim til Ítalíu.
Heimsókn Jaruzelski hefur
mælst misjafnlega vel fyrir á Ítalíu
og víða var efnt til mótmæla í gær
þar sem mótmælt var aðförinni að
hinum frjálsu og óháðu verkalýðs-
félögum, Samstöðu, og setningu
herlaga þeim til höftjðs.
anríkisráðuneyti Hollands hefur
vísað þessum ásökunum algerlega
á bug. Undanfamar vikur hefur
verið töluverð spenna í samskiptum
landanna. Ástæðan er að í Surinam
er komin upp vopnuð andspymu-
hreyfing gegn herstjóm Bouterse
sem ýmsir landflótta Surinamar
styðja. Fjöldi landflótta Surinama
em búsettir í Hollandi og ríkisstjóm
Surinam fullyrðir að aðgerðir í Sur-
inam séu m.a. skipulagðar héðan.
Átökin í Surenam hafa magnast
stig af stigi og her Surinam getur
ekki unnið bug á andspymuhreyf-
ingunni. Því hefur verið haldið fram
m.a. af van Houten að stjórnar-
herinn í Surinam hafi staðið fyrir
morðum á óbreyttum borgumm
sem talið var að væm hliðhollir
andspymuhreyfingunni. Surinam
nýtur töluverðrar efnahagsaðstoðar
frá Hollandi og óvíst er hvort þeim
stuðningi verður haldið áfram.
AP/Símamynd
Lögreglumenn og hermenn gættu flutningabílsins meðan verið var að koma honum aftur á hjólin og upp
á veginn. Var stór krani notaður til verksins og var þó ekki lokið fyrr en eftir 18 tíma. Talið er fuUvíst,
að bUlinn hafi verið að flytja kjarnorkusprengjur.
England:
Bílnum hvolfdi með
kjarnorkusprengjur
Opinberrar rannsóknar krafist á óhappinu
ERLENT
London. AP.
BRESKIR þingmenn, sem sneru í gær aftur til starfa eftir jóla-
leyfi, hafa krafist opinberrar rannsóknar á óhappi, sem átti sér stað
sl. laugardag. Þá hvolfdi herflutningabíl á ísilögðum vegi en talið
er víst, að hann hafi verið að flytja kjarnorkuvopn.
Martin O’Neill, talsmaður Verka- sagði, að óhappið, sem varð skammt
mannaflokksins í vamarmálum, frá Salisbury í Vestur-Englandi,
Nakasone í Helsinki:
Hrósar Finnum fyrir að
hefta ekki innflutning
Helsinki, frá Lurs Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins:
YASUHIRO Nakasone, forsætisráðherra Japans, kom í þriggja daga
opinbera heimsókn til Finnlands um helgina. Við komuna hrósaði
hann Finnum fyrir að setja ekki hömlur á innflutning frá Japan,
eins og flest vestræn ríki hefðu gert.
Frá Finnlandi heldur Nakasone
til Austur-Þýzkalands og annarra
ríkja Austur-Evrópu. Evrópuferð
hans er frábrugðin öðrum ferðum
Nakasone að því leyti að hingað til
hefur hann aðeins sótt nágranna-
lönd og stórveldi heim eða lönd, þar
sem Japanir eiga mikilla viðskipta-
hagsmuna að gæta.
Heimsókn Nakasone var ákveðin
seint í desember þegar það varð
ljóst að ekkert yrði af Japansferð
Michails Gorbachev, formanns
sovézka kommúnistaflokksins og
þarmeð leiðtoga Sovétríkjanna. Var
þá ákveðið að Nakasone skellti sér
í Evrópuferð og að sögn japanskra
embættismanna varð Finnland valið
sem einn áfangastaðanna til að
vega upp á móti því að hin ríkin,
sem Nakasone færi til, teldust til
Austur-Evrópu.
Ekki er búizt við því að viðræður
Nakasone við æðstu yfirmenn Finn-
lands leysi vandamál, sem við er
að etja í viðskiptum ríkjanna. Gífur-
legur halli er á viðskiptum Finna
við Japani og hrósaði Nakasone
Finnum fyrir að hafa ekki sett
hömlur á innflutning frá Japan
vegna ójöfnuðarins. Bandaríkja-
menn og leiðtogar Evrópubanda-
lagsríkjanna hafa reynt að stöðva
vöruflóð frá Japan vegna halla, sem
er á viðskiptum þeirra við Japan.
væri e.t.v. eitt það alvarlegasta,
sem um gæti með geislavirk efni
og frá hefði verið sagt opinberlega.
William Peden, fulltrúi samtaka,
sem beijast fyrir kjarnorkuafvopn-
un, sagði, að líklega hafi bílalestin
verið á leið frá flotastöðinni í
Portsmouth til birgðastöðvar þar
sem geymdar væru kjarnorkudjúp-
sprengjur gegn kafbátum. Paul
Rogers, fyrirlesari í friðarfræðum
við háskólann í Bradford, sagði, að
hefði geislavirkni orðið vart hefði
orðið að flytja burt alla íbúa Salis-
bury. „Hér er vafalaust um að ræða
alvarlegasta óhappið, sem vitað er
með kjarnorkuvopn í Bretlandi,“
sagði Rogers.
Roger Freeman, aðstoðarvamar-
málaráðherra, sagði í útvarpsvið-
tali, að kjarnorkuvopn og önnur
vopn væm ávallt flutt með mikilli
gát og að fólki hefði aldrei verið
nein hætta búin vegna óhappsins.
Til mikilla öryggisráðstafana var
gripið eftir að herflutningabíllinn,
sem var 20 tonn, rann út af vegin-
um. Fjölmennt lið hermanna og
lögreglu girti svæðið af í 18 tíma
eða þar til búið var að koma bílnum
aftur upp á veginn. Var það gert
með stómm krana.
Tvísýimi undankeppni
spáð í America’s Cup
Fremantle, AP. Reuter.
UNDANKEPPNI America’s Cup siglingakepninnar hefjast í dag
undan bænum Fremantle, sem er við borgina Perth á vestur-
strönd Ástrlíu. Keppa þá skúturnar New Zealand frá Nýja-Sjá-
landi og Stars and Stripes frá Bandaríkjunum i áskorendakeppn-
inni. Telzt sá sigurvegari og hlýtur sæti í úrslitunum, sem verður
fyrri til að hljóta fjóra vinninga.
Á morgun, miðvikudag, hefja
síðan áströlsku skúturnar Austr-
alia IV og Kookaburra III níu
siglinga einvígi um hvor þeirra
keppir við Kookaburra II um sæti
verjendanna, Ástralíumanna, í
úrslitakeppninni, sem hefst um
næstkomandi mánaðamót.
Keppni Ástralíumanna hefur
verið mjög hörð til þess og er
ekki búizt við neinni breytingu í
undanúrslitunum. Urslit margrar
siglingarinnar hefur dómnefnd
keppninnar þurft að úrskurða.
Klögumálin hafa gengið á víxl og
hafa ástralskar skútui; 42 sinnum
lagt fram kærur á hendur hverri
annarri. Hafa Kookaburra II og
Kookaburra III t. d. lagt fram 25
kærur, þar af 17 gegn Australia
IV. Svo hörð hefur keppnin verið
að oft hafa skúturnar nuddast
utan í hvorri annarri og margsinn-
is hefur verið minna en bátslengd
á milli í markinu. Elztu menn
muna ekki jafn tvísýna keppni í
America’s Cup.
Undankeppni America’s Cup
hófst í byrjun október undan vest-
urströnd Ástralíu. Skútan New
Zealand hefur vakið rnikla at-
hygli, en hún er eini treíjaglers-
báturinn, allir hinir eru smíðaðir
úr áli. Hefur skútan aðeins beðið
einn ósigur í 38 lotum. Skipstjóri
á Stars and Stripes er hins vegar
gamalreyndur í keppninni, Banda-
ríkjamaðurinn Dennis Conner,
sem sigrað hefur tvisvar. Hann
er hins vegar frægastur fyrir að
hafa tapað keppninni síðast, en
þá töpuðu Bandaríkjamenn sigl-
ingakeppninni í fyrsta sinn, en
135 ár eru frá því hún fór fyrst
fram. Margar bandarískar skútur
tóku þátt í undankeppninni, en
nú er skúta Conners sú eina, sem
eftir er. Hann siglir ekki í nafni
New York Yachting Club, sem
stofnaði til keppninnar og hélt
bikamum þar til Ástralíumenn
unnu hann 1983, heldur fyrir San
Diego Yachting Club.
í gær var frá því skýrt að Denn-
is Conner hefði sett nýjan kjöl og
nýtt stýri undir bát sinn ásamt
því að breyta reiðabúnaði og segl-
um. Ennfremur var þvi ljóstrað
upp að sett hefði verið sérstök
efnablanda á skrokkinn, sem á
að draga úr mótstöðu og þarmeð
auka hraða skútunnar í vatninu.
Jafnframt var opinberað að sams-
konar húð hefði verið á nýsjá-
lenzku skútunni frá upphafí.
Dennis Conner sagðist eiga von á
tvísýnni keppni við New Zealand.
Skúta sín væri líklega betri og
hraðskreiðari ef siglt væri í beinni
línu og góðum byr en skúta mót-
heijanna væri snarari í snúning-
um og betri í taktískri siglingu.
„Ég býð ekki í að vera á eftir
þeim í minni byr þar sem þeir
geta snúið á mig með því að vera
stöðugt að venda," sagði Conner.
Veðmálin standa honum í hag í
dag þar sem spáð er 15-20 hnúta
vindi. Því nær efra markinu þvf
hagstæðara fyrir Conner.
Líbanon
Loftárás
á skæru-
liða
Tel Aviv, Sidon. AP, Reuter.
ÍSRAELSKAR herþotur réðust í
gær á stöðvar palestínskra
skæruliða við háfnarborgina Sid-
on í Suður-Líbanon. Var þetta
önnur loftárás ísraela á fjórum
dögum. Að sögn lögreglu féllu
og særðust sjö manns.
Israelsku herþoturnar, sem voru
fimm talsins, skutu eldflaugum að
tveimur stöðvum skæruliða, sem
svöruðu með ákafri loftvama-
skothríð. Talsmaður ísraelska
hersins sagði, að tekist hefði að
hæfa vopnabúr og að allar vélamar
hefðu snúið aftur án þess að verða
fyrir skoti.
Að undanförnu hafa palestínskir
skæruliðar verið að treysta stöðu
sína í Líbanon og hafa Israelar af
því miklar áhyggjur. Grimmilegir
bardagar hafa einnig verið milli
Palestínumannanna og shíta, sem
óttast um stöðu sína í Líbanon ef
þeim fyrmefndu vex aftur fiskur
um hrygg.