Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 Dómur Hæstaréttar frá 19. desember 1986: Vegna kæru um ólögmæta vaxtatöku af láni til Hermanns Björgvinssonar Lagerhillur oq rekkar Eigum á lager og útvegum með stuttum fyrirvara allar gerðir af vörurekkum og lagerkerfum. Veitum fúslega allar nánari SSg&zaœsr BÍLDSHÖFDA 16 SÍM!:6724 44 Hæstiréttur kvað hinn 19. des- ember síðastliðinn upp dóm í málinu Ákæruvaldið gegn Birni Pálssyni. Hér er um fyrsta dóm Hæstaréttar í svonefndu okur- máli, er tengist nafni Hermanns Björgvinssonar, að ræða. Hefur niðurstaða Hæstaréttar vakið mikla athygli og meðal annars orðið tilefni árása forsætisráð- herra á embættisfærslu Seðla- banka íslands. Hér birtist dómur Hæstaréttar í heild. Mál þetta dæma hæstaréttar- dómaramir Magnús Þ. Torfason, Guðmundur Jónsson, Guðrún Er- lendsdóttir, Halldór Þorbjömsson og Þór Vilhjálmsson. Héraðsdómi var með áfrýjunar- stefnu 27. ágúst 1986 skotið af hálfu ákæmvalds til Hæstaréttar til þyngingar, en ákærði hafði viljað hlíta héraðsdómi. I í ákæra máls þessa segir að hátt- semi sú sem ákærða er gefín að sök teljist varða við 2. mgr. 6. gr. laga nr. 58/1960 sbr. auglýsingar Seðlabanka íslands um vexti við innlánsstofnanir 16. desember 1983 og 20. janúar 1984. Einnig er í ákæranni vitnað í „bréf Seðlabanka íslands, dagsett 7. janúar 1986, vegna máls þessa". Þar sem refsing fyrir ólöglega vaxtatöku byggist á nefndu ákvæði laga nr. 58/1960 í tengslum við 3. gr. sömu laga og gildandi auglýs- ingar um hámarksvexti hefði í ákærunni átt að tilgreina þær aug- lýsingar Seðlabanka sem í gildi vora á þeim tíma sem hér er um að ræða, en ákæran lýtur að ólög- legri vaxtatöku af lánum veittum á tímabilinu 16. júlí 1984 til 24. októ- ber 1985. Auglýsingar Seðlabank- ans, sem til er vitnað í ákæra, vora eigi í gildi á þeim tíma sem hér skiptir máli og bréf Seðlabankans 7. janúar 1986 er eigi refsiheimild, svo sem réttilega er tekið fram í héraðsdómi. Þar sem háttsemi ákærða er nægilega lýst í ákæranni þykir þó hægt að komast hjá því að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa ákær- unni frá héraðsdómi vegna nefndra galla á ákæra. II 1. Staðfesta ber þá niðurstöðu héraðsdóms að ákærði hafi á tíma- bilinu frá 16. júlí 1984 til 13. október 1985 látið Hermanni Björg- vinssyni í té þær fjárhæðir sem tilgreindar eru í ákæra, en hins vegar eigi þær 300.000 krónur sem hann er talinn hafa lánað Her- manni 24. október 1985; ennfremur að ákærði hafí tekið við eða áskilið sér endurgjald fyrir lán svo sem ákæra greinir, að öðra leyti en því að ekki var um að ræða endurgjald fyrir lán 24. október 1985 ogendur- gjald fyrir lán 22. mars 1985 nam 30.000 krónum en eigi 80.000 krón- um. 2. Svo sem í héraðsdómi greinir gilti auglýsing Seðlabanka Islands 9. maí 1984 um vexti o.fl. er ákærði lánaði Hermanni Björgvins- syni 300.000 krónur hinn 16. júlí 1984 (atriði XIII í ákæra). Endur- gjald það er ákærði tók fyrir lán þetta og svaraði til 80% ársvaxta braut því í bága við 2. mgr. 6. gr. sbr. 3. gr. laga nr. 58/1960 sbr. áðumefnda auglýsingu Seðlabank- ans. Ber að fallast á þá niðurstöðu héraðsdómara að ákærði hafí í þessu tilviki tekið ólöglega vexti að fjárhæð 14.750 krónu en eigi 14.851 krónur eins og í ákæra greinir, en þar er miðað við að leyfí- legir hámarksvextir hafí verið 20,6% á ári, en samkvæmt 4. lið II. kafla nefndrar auglýsingar 9. maí 1984 námu þeir 21% á ári. 3. Á þeim tíma sem hér skiptir máli giltu um Seðlabanka íslands lög nr. 10/1961 sem nú hafa verið afnumin við gildistöku laga nr. 36/1986 hinn 1. nóvember sl. Telja verður að ákærði verði aðeins dæmdur í refsingu samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga nr. 58/1960 að því leyti sem í gildi hafí verið ákveðnar reglur um hámark útlánsvaxta, settar af Seðlabankanum sam- kvæmt 13. gr. laga nr. 10/1961 og birtar í Lögbirtingablaði. Slíkar reglur er að fínna í auglýsingu bankans_9. maí 1984 sem áður var nefnd. I auglýsingu bankans 2. ágúst 1984, sem felldi úr gildi aug- lýsinguna 9. maí, vora ákvæði um útlánsvexti, en viðskiptabönkum jafnframt heimilað að ákveða aðra vexti með samþykki Seðlabankans. Auglýsingin 2. ágúst 1984 var felld úr gildi með auglýsingu 20. desem- ber 1984, birtri í Lögbirtingablaði 28. s.m., en hún skyldi taka gildi 1. janúar 1985. í II. kafla hennar era ákvæði um útlánsvexti af ýms- um tegundum lána sem hér skipta ekki máli. í lok kaflans segir að innlánsstofnun sé með vissum skil- yrðum heimilt að ákveða vaxtakjör af öðram útlánum en að framan greini og að þeim sé skylt að aug- lýsa vaxtakjör sín á áberandi og skilmerkilegan hátt í afgreiðslum sínum og tilgreina nafnvexti og dæmi um ársvöxtun. í lok III. kafla segir m.a. svo: „Ákvarðanir innláns- stofnana um vexti á grundvelli auglýsingar þessarar, svo og fram- angreindar ákvarðanir Seðlabank- ans um vexti og vanskilavexti gilda sem hámarksvextir í hliðstæðum og sambærilegum lánsviðskiptum og skuldaskiptum utan innláns- stofnana, sbr. lög nr. 58/1960 ..." Seðlabankinn hvarf þannig frá því að ákveða sjálfur hámark vaxta, og breyttist það ekki við gildistöku auglýsingar bankans 3. maí 1985 er leysti auglýsingu 20. desember 1984 af hólmi. Auglýsingar bank- ans „um meðaltal vaxta nýrra, almennra skuldabréfa hjá bönkum og sparisjóðum og vanskilavexti", sem grein er gerð fyrir í héraðs- dómi, geyma ekki nægilega ákvörð- un bankans um hæstu leyfilega útlánsvexti. Með skírskotun til raka héraðs- dóms ber að staðfesta þá úrlausn hans að engin gild fyrirmæli hafí verið til um hámarksvexti frá gildis- töku auglýsingarinnar 2. ágúst 1984 til ársloka og beri því að sýkna ákærða af þeim ákæruatriðum sem í ákæra era auðkennd XIV (24. ágúst 1984), V (9. nóvember 1984), IV (13. desember 1984) og X (28. desember 1984). En að auki verð- ur, með skírskotun til þess em áður segir um nauðsyn á ótvíræðum ákvæðum um hámark vaxta ef beita eigi refísákvæði 2. mgr. 6. gr. sbr. 3. gr. laga nr. 58/1960, að telja að um slík ákvæði hafi heldur eigi verið að ræða frá ársbyijun 1985 til loka þess tímabils sem hér um ræðir. Leiðir það til þess að ákærði verður einnig sýknaður af ákæra um ólöglega vaxtatöku í sambandi Stjórnunarfélag Islands HHP TOLVUPJALFUN ÞJALFUNARBRAUT TÖLVUSKOLANS Þau notendahugbúnaðarkerfi (ritvinnsla), töflureiknar, gagnasafnskerfi sem notuð eru í dag eru mjög öflug. Notendur nota hins vegar yfirleitt ekki nema hluta kerf- anna, þaö sem á vantar eru yfirleitt þeir hlutar kerfanna sem mesta vinnu spara. Á stuttum námskeiöum ná þátttakendur ekki aö tileinka sér þessa flóknu hluti. Nú er i boöi námsbraut þar sem nemendur eru þjálfaðir í notkun þessara kerfa. Þessi braut er ætluö fólki í atvinnulífinu sem vill ná færni á þessu sviði. Og meö færninni margfaldast afköstin. Þessi braut er því tilvalin fyrir nýtt starfsfólk fyrirtækja. Námiö er byggt upp sem 4 sjálfstæðir áfangar. Eftir aö hafa tekið fyrsta áfang- ann, GRUNN, er hægt aö taka þá áfanga af hinum þremur sem henta. ÁFANGAR: 1. GRUNNUR Kynning á einkatölvum. Helstu skipanir stýrikerfisins MS-DOS og öll helstu hjálparforrit þess. Kynning á ritvinnslukerfi, töflureikni og gagnasafnskerfi. Þetta er sami áfangi og áfangi 1 i Forritunar- og kerfisfræðibraut Tölvuskólans. Þetta er besta byrjendanámskeið um einkatölvur sem völ er á. Þrisvar til fjórum sinnum lengra og ítarlegra en önnur byrjendanámskeið. 40 klst. 2. RITVINNSLA Nemendur fá þjálfun I notkun ritvinnslu. Fariö verður i uppsetningu bréfa og skjala, helstu staðla, dreifibréf, samruna skjala og fleira. Nemendur velja annað hvort ritvinnslukerfanna Word eða Orðsnilld (WordPerfect). 32 klst. 3. TOFLUREIKNAR Þjálfun í notkun töflureikna. Helstu notkunarsvið, s. s. uppsetning líkana, áætlanagerð, bókhald og töluleg úrvinnsla. Myndræn fram- setning gagna. Nemendur velja á milli kerfanna Lotus 1-2-3 og Multiplan. 32 klst. 4. GAGNASAFNSKERFI Þjálfun i notkun gagnasafnskerfisins dBase III + . Uppbygging gagna- safna, fyrirspurnir, skýrslugerð og póstlistar. Forritun i dBase III + . Einnig verður farið i flutning gagna milli kerfa t. d. úr dBase III + yfir í töflureikni eða ritvinnslu. 36 klst. m Fyrsti GRUNN áfanginn hefst 16. febrúar 1987. Kennt veröur á morgnana, frá kí. 8 til 12. Tveim hópum verður kennt samhliöa, hvor hópur um sig verður 3 daga aðra hvora viku og 2 daga hina vikuna. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri Tölvuskólans, Magnús Ingi Óskarsson, í síma 62 10 66. Stjórnunarfélag íslands TÖLVUSKÓU 1 Ánanaustum 15 • Sími; 6210 66 ? I Ift I I V' S V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.