Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 © 1986 Univ«rMl Prsit Syndicale >■ „ Anda&u -frcL. þér. " Ast er ... E'l'l ... hin rétta efna- blanda. TM Reg. U.S. Pat. Otf.—all rights resenred 01986 los Angeles Times Syndlcate POLLUX Ef þig dreymir stöðugt heim í dalinn, því ferðu bara ekki aftur? Með morgnnkafíinu Fjölskyldan kemur til að sjá Lilla þegar leiknum er lokið vona ég ... HÖGNI HREKKVlSI „HAKJN ERAFTURAÐl=ARAFf?A OKKOR.. HANN ER PÚINN AÐ TÆMA SKRlFBORÐIÐ SITT." Skatturinn á að leggjast á bæði hjónin Vegna yfirlýsingar Húsnæðis- samtakanna nýlega um nauðsyn á lagfæringum á álagningu tekju- skatts hjóna, þar sem fordæmd er sú dæmalausa háttsemi að mis- muna útivinnandi konum og húsmæðrum í skattaálagningu á heimilin, er rétt að segja frá eftir- farandi: A síðasta landsfundi Sjálfstæðis- flokksins var samþykkt í 7. lið álitsgerðar um skattamál svohljóð- andi: „Tekjum hjóna verði skipt jafnt á milli þeirra fyrir álagningu.“ Ennfremur var samþýkkt að það skyldi gert á undan öllum öðrum breytingum. Hér var fyrst og fremst stefnt að því að koma í veg fyrir þann óheyrilega ójöfnuð í skattheimtu þar sem annað hjóna er skattlagt mun hærra en gert er þegar bæði vinna úti. Ranglætið kemur þá líka fram í því að vinna húsmóður er einskis metin. Þannig borga hjón, Velvakandi sæll. Guðmundur Guðmundsson minnist mín með nokkrum orðum nýlega. Þar víkur hann að því er Framsóknarflokkurinn klofnaði 1933. Tveir þingmenn flokksins neituðu að styðja stjórn Framsóknarflokks og Alþýðuflokks undur forustu Sig- urðar Kristjánssonar. Þeir voru reknir úr flokknum og tveir þing- menn aðrir og einn ráðherra flokksins fylgdu þeim. Guðmundi er þetta kunnugt og það er í besta lagi. Hins vegar virð- ist hann ekki skilja hvað sambæri- legt er og hvað ekki. Ef flokkur klofnar þá eiga menn um það að velja hvorum hlutanum þeir fylgja. þar sem einungis annað þeirra vinn- ur úti, miklu hærri skatt en hjónin í næstu íbúð, þar sem bæði vinna úti. Hér þarf úrbóta strax. í landsfundarsamþykktinni frá 25. Landsfundi Sjálfstæðisflokksins segir orðrétt í 7. lið: „Tekjum hjóna verði skipt jfnt á milli þeirra fyrir álagningu skatta." Svo afdráttarlaus var þessi stefnulýsing að þetta átti að gera strax, þ.e. áður en áfangar tekju- skattslækkunar hæfust. En því Heiðraði Velvakandi. Með óskum um gleðilegt nýtt ár og þökk fyrir margar góðar hug- vekjur í Velvakanda langar mig til að vekja athygli á hinu afskræmda hugarfari innlendrar dagskrárgerð- Tryggvi Þórhailsson gekk ekki úr Framsóknarflokknum í neinn þeirra flokka sem hann hafði boðið sig fram á móti. Hann kaus að flytja þeim flokksbræðrum sínum sem voru í minnihluta. Þeir mynduðu nýjan flokk. Þingmenn Bandalags jafnaðar- manna gengu eins og kunnugt er í flokka sem þeir höfðu boðið sig fram á móti og lýst heldur óglæsi- lega. Það er hins vegar nær því sem gerðist er Sjálfstæðisflokkurinn varð til og Sigurður Eggerz innlim- aði allan Ihaldsflokkinn á grundvelli Sjálfstæðismálsins eins og Spegill- inn orðaði það. Halldór Kristjánsson miður hefur þessu ekki verið sinnt. Hefur það heyrst að einhvetjar konur hafi eyðilagt að Matthías Mathiesen þá fjármálaráðherra kæmi þessari umbót fram. Ef það er rétt er slíkt alveg dæmalaust brask útivinnandi hálaunakvenna, sem níðast á mæðrum og húsmæðr- um, sem ekki geta unnið úti. Þær eru margar. En skatturinn á að leggja á bæði hjónin enda eiga þau tekjurnar saman. Með því móti er komið í veg fyrir að heimilin beri misþungar byrðar. Sjómannskona ar í sjónvarpinu. Það er athyglisvert hve sóðalegar klámmyndir, sem eiga víst að heita list, hafa verið fram bornar að undanförnu. Furðu- legt er að menn, sem ráðnir hafa verið til þess að sjá öllum landsins börnum fyrir afþreyingarefni, skuli ekki skilja, að klámsenur í sjón- varpi eru óþolandi, þótt einstöku menn hafi gaman af að sjá senur af þessu tagi, en það eru þá venju- lega menn sem hafa annarlegar hvatir. A fyrsta kveldi hins nýja árs gat að líta íslenska mynd, sem gekk svo yfir og fram af þorra fólks, að nægt hefði til að setja algjört met hvað þetta varðar. Og svo var þessi ógeðfelda mynd eftir kvenpersónu. Já, þær eru síst betri en karlarnir þegar kemur að klámfengnu efni. Hitt er svo annað mál, að forráða- menn sjónvarpsins hefðu átt að taka í taumana áður en svona mynd var send inn á heimili fólksins í landinu. Það er eins og það falli vel að smekk þeirra, sem þarna sitja við stjórn. Gaman væri að heyra frá þessum mönnum og hvað þeim gengur til að sýna klámmyndir í sjónvarpi, eru þeir að skemmta fólkinu í landinu, bömunum, eða em þeir að skemmta sjálfum sér? Hneykslaður borgari. Hvað er sambæri- legt og hvað ekki? „Afbrigðilegt hugarfar“ Víkverji skrifar Ibytjun nýs árs er það háttur manna að reyna að rýna í fram- tíðina og freista þess að sjá fyrir þróun mála. Yfirleitt láta menn sér nægja að geta sér til hvað nýtt ár muni bera í skauti snu en oft nota menn þó tækifærið við tímamót sem þessi til að skyggnast lengra fram í tímann. Áramótin em þannig annatími fyrir stjömuspekinga en til em einnig annars konar framtíðarspá- menn, sem treysta á hugmynda- flugið með vísindalega þekkingu í bakgrunninum. Oftast er meira að marka spár slíkra manna en bless- aðra stjörnuspekinganna. xxx Frægastur allra slíkra framtíð- arspámanna er sennilega Arthur C. Clarke, einn kunnasti vísindaskáldsagnahöfundur nútím- ans, og á hann meðal annars heiðurinn af því að hafa séð fyrir hvemig þjóöir heims gætu nýtt sér sjónvarpshnetti yfir miðbaugi til að dreifa sjónvarpsefni yfir stærra svæði en áður var mögulegt. Þetta var löngu áður en sjónvarpshnettir urðu að vemleika. Arthur C. Clarke hefur nýverið sent frá sér nýja spásögn, sem hann kallar 20. júlí 2019 og þar býður hann lesendum í ferðalag inn í framtíðina næstu 30 árin. Og eftir því sem Clarke heldur fram, þarf engum að leiðast þegar fram í sæk- ir. Fjölmiðlar og listmiðlar munu hafa á boðstólum marga nýlundu sem em ekki einu sinni í sjónmáli á þessari stundu. Innan listgrein- anna verða þó breytingarnar stórstígastar í kvikmyndunum, að því er Clarke heldur fram. Meðal nýrrar tækni á því sviði verður Sýniskanninn eða Showscan, sem mun spila á miðtaugakerfí áhorfan- dans og umlykja hann þrívíðri mynd án þess að hann þurfi á sérstökum gleraugum að halda, eins og hingað til hefur veerið nauðsynlegt. Tölvu- grafík og tækni verður nýtt til að endurskapa raddir og líkamna með rafeindatækni frægustu stjörnu fortíðarinnar, svo að nýjar kvik- myndir með Gretu Garbo, John Wayne og Valentino í aðalhlutverk- um munu sjá dagsins ljós. Árið 2019 verður einkatölvan orðin svo fullkomin að með tengingu við sjón- varp framtíðarinnar, getur eigand- inn sett sjálfan sig í hvert það hlutverk í sjónvarpsþætti sem hann kærir sig um. Þetta þýðir að venju- legt fólk eins og ég og þú munum geta lesið sjónvarpsfréttirnar í stað Ingva Hrafns eða Páls Magnússon- ar, og tekið við hlutverki Orson Welles í Citizen Kane. XXX Iþróttum mun fleygja mikið fram að því er Clarke segir, því að með skipulögðum lyfjagjöfum og sérstöku mataræði, verða íþrótta- mennirnir hreinlega ræktaðir og munu afreka ýmislegt sem talið er óhugsandi að sé á mannlegu færi um þessar mundir. Innan allra íþróttagreina mun sjóndeildarhring- urinn þenjast út — og í stað maraþonshlaups verður keppt í 1000 mílna hlaupi og hjólreiða- keppnin mikla Tour de France verður Tour de l’Europe. Ástarlífið mun einnig blómstra og boðið verð- ur upp hveitibrauðsdagahótel á sporbaug út geimnum með tilheyr- andi þyngdarlausum ástarleikjum. Vélmenni munu verða hluti af daglegu lífi og Clarke segir að árið 2019 verði vélmenni orðin svo þróuð að þau muni starfa sem neðansjáv- arkönnuðir, sem byggingaverka- menn, eftirlitsmenn í orkuverum, og sem sjálfstýrð vinnuhjú á heimil- um. Þeir munu sjá um að fjölga sér sjálfir, svo að innan langrar sögu vitsmunalífsins, verða það kannski vélmennin sem munu að lokum erfa jörðina, þegar vegferð mannsins á þessari plánetu lýkur. Þangað til ætti samt engum að leiðast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.