Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 23 Streiti í Breiðdalshreppi áfram ríkiseyðibýli: Einhver misskiln- ingnr á þinginu - segir Magnús Þorleifsson, áhugamaður um kaup ájörðinni „ALLT þetta mál hefur verið afskaplega sorglegt og slysalegt og ég harma málalyktir. Það hefur myndast einhver misskiln- ingur á þinginu, aðallega hjá Hjörleifi Guttormssyni, flokks- félögum hans og alþýðuflokks- mönnum nokkrum. Ég hef fregnað að þeir hafi helst áhyggjur af því að sjá á eftir jprðinni til peningamanns úr þéttbýlinu,“ sagði Magnús Þor- leifsson, Mávanesi 21 í Garðabæ, í samtali við Morgunblaðið, en hann hefur sýnt mikinn áhuga á kaupum á ríkiseyðibýlinu Streiti í Breiðdalshreppi í Suður-Múla- sýslu. Alþingismennirnir Egill Jónsson og Jón Kristjánsson fluttu tillögu á þingi snemma á síðasta ári þess efnis að jörðin skyldi seld Magnúsi Þorleifssyni, en tillagan dagaði uppi við þingslit sl. vor. Við fjárlagaaf- greiðslu nú fyrir jólin kom mál þetta aftur til kasta þingmanna, en þá í fjárlagafrumvarpinu. Þar áttu menn að greiða atkvæði um heimild til fjármálaráðherra þess efnis að hann gengi frá sölu jarðarinnar. Heimildin var felld með jöfnum at- kvæðum, 27 gegn 27. Magnús sagði að áhugi sinn á Streiti hefði fyrst komið upp árið 1983 er hann sá jörðina auglýsta á nauðungaruppboði í Lögbirtinga- blaðinu. „Amma mín og afi áttu þarna heimili í tæp 40 ár og vildi ég byggja jörðina upp og fegra, nýta hana fyrir æðarrækt, angóra- kanínur, garðrækt og fleira. Mér var þá tilkynnt að ég gæti ekki fengið jörðina keypta, heldur leigða til eins árs. Að fengnum samþykkt- um jarðanefndar og hreppsnefndar Breiðdalshrepps, var mér leigð jörð- in þann 18. maí 1983. Þá fór ég austur til þess að skoða jörðina - sú ferð varð til þess að ég afturkall- aði umsókn mína, en samkvæmt ábúðalögum er skylt að húsakostur ísafjörður: Minningar- athöfn um skipverjana á Tjaldi ÍS Minningarathöfn um sjómenn- ina sem fórust með Tjaldi ÍS 116 í Jökulfjörðum þann 18. desem- ber var haldin í Isafjarðarkirkju á laugardag. Mennirnir hétu Hermann Sigurðsson, Guðmund- ur Víkingur Hermannsson og Kolbeinn Sumarliði Gunnarsson. Að sögn Sr. Jakobs Hjálmarsson- ar sóknarprests kom samstaða fólksins sem býr við sjó glögglega í ljós. Fánar blöktu í hálfa stöng í bænum og öll athafnasemi lá niðri á meðan á athöfninni stóð. Kirkjan var þétt setin og athöfninni sjón- varpað í sal íshússfélagsins fyrir þá sem ekki komust í kirkjuna. Athöfninni var einnig útvarpað. Beata Joó organisti kirkjunnar lék við athöfnina ásamt Mariu Kyr- iakou fiðluleikara. Að athöfninni lokinni var blóm- sveigur lagður að minnisvarða sjómanna og stóðu björgunarmenn úr deild Slysavarnafélags Islands á ísafirði og Hjálparsveit skáta heið- ursvörð. Streiti í Breiðdalshreppi í Suður-Mýlasýslu sé á landinu til að nytja jörðina. Þarna er uppistandandi íbúðarhús, en löngu óíbúðarhæft. Rafstrengur- inn er á floti í vatni, engin rotþro til staðar, hitinn í ólestri, gluggar ónýtir og fúkkalyktin í öllum kimum svo dæmi séu tekin. Útihús eru með öllu ónýt. Þá var mér bent á að falast eftir jörðinni til kaups. Það erindi sendi ráðuneytið austur til umsagnar hreppsnefndar og jarða- nefndar og var það samþykkt um haustið 1984, en samkvæmt jarða- lögum þurfti ég ekki að afla samþykkis þessara aðila,“ sagði Magnús. Hjörleifur Gottormsson sagði í samtali við Morgunblaðið að óeðli- legt væri að smokra slíkum málum inn í fjárlagaumræðuna og væri andstaðan fyrst og fremst til komin vegna þess hvernig staðið hefði verið að málinu. Eðlilegra væri fyr- ir þá sem sæktu þetta af kappi að endurflytja frumvarpið á eðlilegan hátt og láta á það reyna hvort fylgi væri fyrir sölunni á þingi. Hjörleifur sagði eðlilegt að heimamenn hefðu forgang að kaupum á jörðinni þó hann væri síst á móti því að borg- arbúar flyttu út á land og tækju þar upp atvinnurekstur. „Heima- menn sýndu áhuga á jörðinni í fyrra er málið var tekið upp á þingi, en tillaga þeirra Egils Jónssonar og Jóns Kristjánssonar gerði einungis ráð fyrir sölu til Magnúsar Þorleifs- sonar," Egill Jónsson sagði í samtali við Morgunblaðið að ljóst væri að and- staða ríkti á meðal alþýðubanda- lags- og alþýðuflokksmanna gegn sölu ríkisjarða, en í orði hefðu menn borið fyrir sig að maður úr þétt- býlinu vildi festa kaup á jörðinni. Egill sagðist ekki vita til þess að áhugi hafi verið á meðal heima- manna fyrir jörðinni í fyrstu, en þó hefði hann haft spurnir af bónda nokkrum austan úr Breiðdal sem falaðist eftir afnotum af jörðinni fyrir kálfa sína. Bóndi þessi væri hinsvegar ábúandi á annarri lög- býlisjörð í hreppnum. „Þegar við Jón fluttum tillöguna á þingi í upphafi árs 1986 láu fyrir öll tilskilin meðmæli, bæði frá jarð- arnefnd og frá hreppsnefnd Breið- dals. Auk þess hefði verið leitað álits oddvitans í næsta hreppi, Beru- neshreppi, og voru allar þessar umsagnir jákvæðar. Þeir sem and- stæðir voru sölunni, hafa einnig talað um óeðlilega málsmeðferð nú fyrir jólin þegar málið var tekið inn í fjárlaga-umræðuna. Sá rökstuðn- ingur gengur hinsvegar á skjön við þá staðreynd að í sömu umræðu var samþykkt að veita fjármálaráð- herra heimild til að selja aðra ríkisjörð, Rauðamýri í Nauteyrar- hreppi,“ sagði Egill að lokum. Ný kynslóð íÖMifdmDDiuiir Vesturgötu 16, simi 13280. Prufu-hitamælar + 50 til + 1000 C í eir.u tæki meö elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. ^ötmrflsacgjiuip VESTURGOTU 16 — SÍMAR 14630 - 21480 Sérstakt tækifæri! Skrifstofuhúsnæði Til sölu er skrifstofuhúsnæði í nýju vönduðu húsi í Skipholti. Er hér um að ræða skrifstofuhúsnæði í eftirfarandi stærðum: ★ 2. hæð 275 fm. ★ 3. hæð 325 fm + 325 fm = 650 fm. ★ 4. hæð („penthouse") 533 fm. Húsnæði þetta er nú í smíðum og verður fokhelt 30. apríl 1987, en verður afhent 31. október 1987 í eftirfarandi ástandi: ★ Tilbúið að innan til innréttinga og málningar. ★ Með fullfrágenginni sameign og vönduðum frágangi eftir hönnun Sturlu Más Jónssonar innanhússarkitekts. ★ Húsið verður fullfrágengið að utan með vönduðum frágangi á lóð eftir hönn- un Guðmundar Sigurðssonar landslagsarkitekts. Verð og greiðsluskilmálar: ★ Verð pr. fm er kr. 32.950 miðað við eina greiðslu og byggingavísitölu 1. jan- úar 1987, 293 stig. ★ Gert er ráð fyrir ýmsum möguleikum á greisluskilmálum, sem allir verða reikn- aðir til núvirðis miðað við ofangreint verð. Hér er um sérstakt tækifæri að ræða m.a. vegna þess, hve staður er góður og allur frágangur sérlega vandaður. Nánari upplýsingar verða veittar alla virka daga milli kl. 9 og 14 í símum 31965 eða 82659.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.