Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 5 Eldur í Aust- urbæjarskóla ELDUR kom upp í Austurbæj- arskólanum í Reykjavík um hádegið í gær og var allt til- tækt slökkvilið sent á staðinn. Slökkviliðið í Reykjavík fékk tilkynningu um eldinn kl. 12.22. Var sagt að kviknað væri í skólan- um og kona í skólaeldhúsinu væri króuð inni. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var mikill og svartur reykur í stigagangi í húsinu. Eld- húsið er á þriðju hæð og var enginn reykur þar inni, svo konan var ekki í bráðri hættu, en stiga- gangurinn hennar eina útgöngu- leið. Grunur lék á að eldurinn væri í bókasafninu á annarri hæð hússins, en reykkafarar komust að raun um að kviknað hafði í hljóðeinangrunarplötum á gangi fyrstu hæðar. Gekk fljótt og vel að ráða niðurlögum eldsins, en sá hluti skólans þar sem hann kom upp var rýmdur. Líklegt þykir að eldurinn hafi verið af mannavöldum. Eldurinn í Austurbæjarskólanum logaði í hljóðeinangrunarplötum, sem var staflað upp á frstu hæð.(A innfelldu myndinni) Nemendur Austurbæjarskóla fylgdust spenntir með þegar slökkviliðið barðist við eldinn í skólanum þeirra. VÉLA-TEW 7 1 Allar geröir Öxull — í — öxul. Öxull — í — flans. Flans — í — flans. Tengiö aldrei stál — í — stál, hafið eitthvað mjúkt á milli, ekki skekkju og titring milli tækja. Allar stæröir fastar og frá- tengjanlegar <JJ<§)trD®®©tfi) <Ít ©@. Vesturgötu 16, sími 13280 Sinf óníuhlj óm- sveit Islands: Vínartón- leikar á Akureyri og í Reykjavík SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands efnir til tvennra Vínartónleika, í íþróttaskemmunni á Akureyri á fimmtudagskvöld, 15. janúar, kl. 20.30 og í Háskólabíói á laugar- dag, 17. janúar, kl. 17.00. Vínar- tónleikar hafa um árabil verið fastur liður í starfsemi Sinfóníu- hljómsveitarinnar. Til liðs við Sinfóníuhljómsveitina koma tveir Vínarbúar, Gerhard Dec- kert, hljómsveitarstjóri Ríkisóperunn- ar í Vínarborg, og Ulrike Steinsky, ung Vínarsöngkona. A efnis- skránni eru verk eftir Johann Strauss, Franz Lehar, Oscar Strauss, Robert Stolz, Nico Dostal og W. Fri- ebe. í fréttatilkynningu segir að á undanförnum árum hafi oftsinnis orð- ið að endurtaka Vínartónleika Sin- fóníuhljómsveitarinnar vegna mikillar aðsóknar. Það verður ekki mögulegt að þessu sinni þar sem ein- söngvarinn, Ulrike Steinsky, verður að halda af landi brott strax að lokn- um tónleikunum í Reykjavík á laugardag. Tónleikasalirnir á Akureyri og í Reykjavík verða blómum skrýddir. A Akureyri hafa 15 fyrirtæki sameinast um að gefa blómin og í Reykjavík hafa 20 fyrirtæki tekið þetta að sér. Að loknum tónleikunum verða blómin send í sjúkrahús og á dvalarheimili. Aðgöngumiðasala á tónleikana fer fram í Bókabúðinni Huld á Akureyri og á skrifstofu Sinfóníuhljómsveitar- innar í Gimli við Lækjargötu í Reykjavík. Ennfremur verða miðar seldir við innganginn. Sænsku konungs- hjónin koma til Islands í sumar CARL Gustav XVI Svíakonungur og Sylvia drottning eru væntanleg í opinbera heimsókn til íslands dagana 23. til 25. júní næstkom- andi. Þetta er í annað skipti sem Carl Gustav kemur í opinbera heimsókn hingað til lands en hann kom áður árið 1975 í boði Kristjáns Eldjárn, þáverandi forseta íslands. Sylvia drottning hefur ekki komið áður til fslands. Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands fór í opinbera heimsókn til Svíþjóðar haustið 1981. FIAT REGATA diesel ríkulega búinn aukahlutum, m.a. mjög spar- neytinn 2,01 dieselvél, rafmagnsrúður og læsingar, luxus innréttingar. FIAT RITMO rúmgóður fjölskyldubíll vel búinn aukahlutum með 1,3 eða 1,5 I sparneytnum bensínvélum. Gerið verðsamanburð aaaa UMBOÐIÐ, Skeifunni8, Reykjavík Sími68 88 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.