Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987
43
við þau lán sem hann veitti Her-
manni Björgvinssyni á árinu 1985.
III
Refsing ákærða fyrir brot það
sem lýst var undir II. 2. hér að fram-
an er hæfilega ákveðin 60.000
króna sekt til ríkissjóðs og vararefs-
ing sektar 30 daga varðhald.
Samkvæmt 2. mgr. 141. gr. laga
nr. 74/1974 þykir rétt að ákveða
að sakarkostnaður í héraði og áfrýj-
unarkostnaður verði að hálfu
greiddur af ákærða en að hálfu úr
ríkissjóði, svo sem nánar greinir í
dómsorði.
Dómsorð:
Ákærði, Björn Pálsson, greiði
60.000 króna sekt til ríkissjóðs og
komi 30 daga varðhald fyrir sektina
ef hún verður ekki greidd innan 4
vikna frá birtingu dóms þessa.
Ákærði greiði 30.000 krónur upp
í saksóknarlaun fyrir Hæstarétti.
Sakarkostnað í héraði og annan
áfrýjunarkostnað, þar á meðal
málsvamarlaun skipaðs veijanda
ákærða í Hæstarétti, Eiríks Tómas-
sonar hæstaréttarlögmanns, 60.000
krónur, greiði ákærði að hálfu en
ríkissjóður að hálfu.
Sératkvæði
I ákæru er ák.ærða gefið að sök
okur á tímabilinu 16. júlí til 24.
október 1985 og eru brot hans tal-
in varða við 2. mgr. 6. greinar laga
nr. 58/1960 um bann við okri,
dráttarvexti og fleira, sbr. auglýs-
ingar Seðlabanka Islands um vexti
við innlánsstofnanir, dagsettar 16.
desember 1983 og 20. janúar 1984,
sbr. ennfremur „bréf Seðlabanka
íslands dagsett 7. janúar 1986
vegna máls þessa um hæstu lög-
leyfða vexti af víxlum og skulda-
bréfum frá 21. september 1983 til
31. desember 1985."
Um ákæruskjalið athugast þetta:
1. í 2. mgr. 6. greinar laga nr.
58/1960 eru greind refsiviðurlög
við því ef maður áskilur sér vexti
eða annað endurgjald fyrir lánveit-
ingu eða umlíðun skuldar eða
dráttarvexti fram yfír það, sem
leyfílegt er í lögunum. Ákvæðið
geymir hins vegar ekki sjálfstæða
lýsingu á þeim brotum sem þar er
lögð refsing við. Verður um hana
að líta til annarra ákvæða laganna.
í ákæruskjalinu er ekki tiltekið hver
þeirra ákvæða ákærði hafí brotið.
2. Ekkert ákvæði laga nr.
58/1960 greinir sjálfstætt hversu
háa vexti mönnum sé heimilt að
taka af peninglánum eða öðrum
skuldum. Vísa einstök ákvæði lag-
anna um þetta til annarra réttar-
heimilda, og þá einkum til
ákvarðana Seðlabanka íslands um
hámarksvexti sem teknar eru á
grundvelli heimildar bankans sam-
kvæmt 16. grein laga nr. 63/1957
til að ákveða hámark vaxta, sbr.
13. gr. laga nr. 10/1961 að því er
varðar þann tíma sem ákæran tek-
ur til.
3. I ákærunni er um vaxta-
ákvarðanir þessar vitnað til auglýs-
inga Seðlabanka íslands um vexti
við innlánsstofnanir, sem dagsettar
eru 16. desember 1983 og 20. jan-
úar 1984. Sú skírskotun er þó án
nánari tilgreiningar á einstökum
ákvæðum auglýsinganna, þeim sem
af ákæruvalds hálfu séu talin hafa
verið brotin með þeim verknaði sem
ákærða er gefinn að sök.
4. Þær tvær auglýsingar Seðla-
banka Islands um vexti, sem vitnað
er til í ákæru svo sem sagt var,
höfðu í raun réttri verið felldar úr
gildi á þeim tíma, sem ákærði er
sagður hafa framið brot sín, sbr.
niðurlagsákvæði í auglýsingum
Seðlabanka íslands 20. janúar 1984
og 9. maí 1984, er birtar voru í
Lögbirtingablaði 21. janúar 1984
og 11. maí 1984. Gat því aldrei til
þess komið að ákærði teldist hafa
brotið gegn þeim.
5. Að öðru leyti en nú var sagt
eru engar einstakar löglega birtar
ákvarðanir Seðlabanka íslands um
leyfða vaxtahæð sjálfstætt greindar
í ákæruskjali. Er um þetta atriði
látið sitja við það eitt að tilgreina
„bréf Seðlabanka íslands, dagsett
7. janúar 1986, vegna máls þessa
um hæstu lögleyfða vexti af víxlum
og skuldabréfum frá 21. september
1983 til 31. desember 1985“ svo
sem fyrr var sagt.
Bréf þetta er ritað sérstaklega
vegna máls þessa og sent Ranm
sóknarlögreglu ríkisins. í því er
yfírlit um það hvaða vexti Seðla-
bankinn telji hafa verið leyfilegt að
taka hæsta í tilteknum lögskiptum.
Bréfíð verður að virða sem stuðn-
ingsgagn við rannsókn málsins en
ekki sem réttarheimild um refsi-
næmi verknaðar sem tilgreina skal
í ákæru.
Þegar alls þess er gætt, sem nú
hefur verið rakið, tel ég að ákæran
í málinu fullnægi ekki skilyrðum
3. tl. 2. málsgreinar 115. greinar
laga nr. 74/1974, sbr. 19. gr. laga
nr. 107/1976. Beri því að ómerkja
hinn áfrýjaða dóm og vísa ákær-
unni frá sakadóminum.
Þar sem þessi niðurstaða hefur
ekki hlotið samþykki meirihluta
dómenda mun ég samkvæmt 53.
grein laga nr. 75/1973 greiða at-
kvæði um efni málsins og er
samþykkur dómsatkvæði þeirra.
Félagið Sovétríkin-Ísland:
Sjötta ráðstefnan
haldin 1 Moskvu
SJÖTTA ráðstefna Félagsins
Sovétríkin—ísland var haldin
í Moskvu í desembermánuði.
Nikolaj Kúdravtsév, fyrsti að-
stoðarfiskimálaráðherra
Sovétríkjanna, var endurkjör-
inn formaður félagsins.
í fréttatilkynningu segir, að
ráðstefnan haf. verið haldin í Vin-
áttuhúsinu við Kalininstræti Í2.
desember og hafí sótt hana um
100 manns, þar á meðal tveir
stjórnarmenn MÍR, Menningar-
tengsla íslands og Ráðstjóm-
arríkjanna, ívar H. Jónsson
formaður og Halldór Lárusson rit-
ari.
Á ráðstefnunni voru flutt all-
mörg erindi, m.a. gerði Sergei
Halipov dósent við háskólann í
Leningrad grein fyrir störfum,
sem unnin eru á sviði norrænna
fræða við skólann og sagði frá
þýðingu bóka af íslensku á rússn-
esku eða önnur mál sem töluð eru
í Sovétríkjunum. Hann og fleiri
greindu frá bókum eftir íslenska
höfunda sem væntanlegar eru á
markað þar eystra á næstunni.
Eins og áður sagði var Nikolaj
Kúdravtsév, fyrsti aðstoðarfíski-
málaráðherra Sovétríkjanna,
endurkjörinn formaður Félagsins
SoVétríkin—fsland. í fréttatil-
kynningunni eru auk haiíS t-i!-
greindir sem stjómarmenn
Andreév leikstjóri við Malí-leik-
húsið í Moskvu, O. Vereiski
listmálari, Volkov aðstoðarráð-
herra, T. Gúseva píanóleikari,
Kotsetkov aðstoðarmenningar-
málaráðherra Rússneska sam-
bandslýðveldisins, Danilkin ritari
Landssambands iðnverkafólks,
Lebedév starfsmaður olíuhreins-
unarstöðvar, Júrí Salnikov
kvikmyndaleikstjóri og Oleg
Shúmarín, sem er ritari félagsins,.
Stykkishólmi:
Minnst afmælis Brunabótaf élagsins
Stykkishólmi.
Brunabótafélagið átti, eins og
alþjóð er kunnugt, 70 ára starfs-
afmæli um sl. áramót, en það hóf
starfsemi 1. jan. 1917. Var af-
mælisins minnst í Stykkishólmi
með þvi að umboðsskrifstofan
hafði opið hús mánudaginn 5.
jan. frá kl. 1 til 6 um daginn og
bauð viðskiptavinum upp á kaffi
og kökur.
Þetta notfærðu viðskiptavinir sér
og munu um daginn hafa komið
yfír 80 manns í samsætið, rabbað
saman og skipst á skoðunum og
fagnað merkum áfanga í starfi.
Hér hefir umboð Brunabótafé-
lagsins verið starfrækt frá upphafi
og verið bæjarbúum og nágranna-
sveitum til mikils gagns og trausts,
enda nýtur það velvilja fólksins og
er Stykkishólmshreppur aðili ásamt
sýslunni að Brunabótafélaginu.
BÍ á hér sínar bækistöðvar í rúm-
góðu húsnæði við Aðalgötu kaup-
túnsins. Lengst mun Kristmann
Jóhannsson hafa verið umboðsmað-
ur félagsins, en núverandi umboðs-
maður er Árni Helgason.
Á afmæli félagsins færa velunn-
arar þess stofnuninni ámaðaróskir
og vænta þess að það megi lengi
halda sinni góðu þjónustu í þágu .
lands og þjóðar.
— Arni
KCLNitril
HANSKAR FYRIR ÞÁ SEM ÞURFA AD
TAKATIL HENDMNI
KCL Nitril hanskarnir eru þunnir
en níðsterkirog vernda hendurn-
ar gean hversdagslegum
slysum, svo sS.m S.Kurði, ætandi
efnum og núningi.
KCL Nitril hanskarnir eru
mjög hentugir
þeim sem vinna við bíla,
prentvélar, matvælaiðnað,
fiskverkun, bensín og önnur
ertandi efni.
Hugsaðu um hendurnar.
HIÚöl! að þeim með KCL
Nitril gúmmínönsKum.
K. RICHTER hf.
OOTTPOUC