Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 29 pliorgM Útgefandi ttltibifrtfr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, StyrmirGunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Sjómannadeila í kjaradóm Alþingi hefur verið kallað saman í dag. Þegar þing- menn fóru í jólaleyfi var ráðgert, að þeir hittust ekki að nýju í sölum Alþingis fyrr en mánudag- inn 19. janúar. Ástæðan fyrir því, að jólaleyfið styttist, er sú, að deila sjómanna á fiskiskipum við útgerðarmenn er komin í hnút. Ekki er unnt að leysa hann nema með atbeina löggjafar- valdsins. I stað þess að gefa út bráðbirgðalög ákvað ríkisstjóm- in að kalla þing saman. Er það skynsamleg ráðstöfun. Hér á þessum stað hefur verið á það bent undanfarna daga, hve mikið er í húfi vegna sjómanna- deilunnar. Staða okkar gagnvart fiskkaupendum á mikilvægustu mörkuðum er þannig, að birgðir eru litlar sem engar. Afgreiðslu- stöðvun gæti leitt til þess, að íslensk fyrirtæki misstu viðskipti til frambúðar og þyrftu að hefja markaðssókn frá grunni. Þeir, sem yrðu fyrstir til að fínna fyr- ir verri stöðu á markaðnum, væru sjómenn sjálfir. Áhrifin myndu síðan fljótlega breiðast út um allt efnahagskerfið; á ör- skammri stundu yrði stoðunum kippt undan góðærinu. Hér á þessum stað hefur einn- ig verið vakið máls á því, að deila sjómanna við útgerðar- menn hafi verið rekin með sérkennilegum hætti. Fulltrúar sjómannasamtakanna neituðu að ræða um efnisatriði deilunnar nema fyrst yrði gengið að kröf- um þeirra um veiðar skipa, sem send voru út, áður en til verk- falls kom. Var efnislegum þáttum deilunnar skotið á frest eins lengi og kostur var. Þegar á reyndi, kom í ljós, að forystu- mönnum sjómanna var alls ekki þvert um geð, að þriðji aðili kæmi til sögunnar og leysti hnútinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem deilu sjómanna um kaup og kjör er skotið til ríkisvaldsins með þeim hætti, að löggjafarvaldinu er beitt. Forvitnilegt er að bera saman þróunina í kjaraviðræð- um milli Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins ann- ars vegar og sjómanna og útgerðarmanna hins vegar. Full- trúum Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins er það greinilega kappsmál að hitt- ast og ná samkomulagi án atbeina sáttasemjara ríkisins. Hefur þetta gerst hvað eftir ann- að á undanfömum misserum og eru aðilar sammála um, að niður- staðan sé betri en þegar fulltrúi ríkisvaldsins bar boð á milli og kallaði menn saman til funda. Þegar sjómenn og útgerðarmenn ræðast við, þurfa þeir ekki að- eins aðstoð ríkissáttasemjara til að ná mönnum saman á fund heldur þarf ríkið einnig að hlaupa undir bagga, svo að unnt sé að leysa deiluna. Fyrr á árum þótti það nær óbærilegt neyðarbrauð, ef ríkis- stjóm og Alþingi höfðu afskipti af vinnudeilum. Kom oft til harðvítugra pólitískra átaka af því tilefni. Nú er málum svo komið, að mönnum finnst næst- um sjálfsagt og eðlilegt, að kjör sjómanna séu ákveðin undir for- sjá ríkisins. Þetta eru sérkenni- leg umskipti. Ástæða er til að draga í efa, að þessi aðferð skili sjómönnum hagstæðustu niður- stöðu. Um sömu helgi og það slitnaði upp úr milli sjómanna og útgerðarmanna sömdu full- trúar Dagsbrúnar og Vinnuveit- endasambandsins án atbeina ríkissáttasemjara og era deiluað- ilar sáttir við niðurstöðuna. Enn er ekki séð fyrir endann á deilu farmanna og útgerðarmanna; þær deilur hafa einnig verið leystar með lagasetningu oftar en einu sinni á undanfömum áram. Hvað er það, sem veldur þess- um erfiðleikum við að ná fram sameiginlegri niðurstöðu samn- ingsaðila í sjómannadeilum? Eru samningar sjómanna svona miklu flóknari en annarra laun- þega? Era útgerðarmenn harð- skeyttari viðsemjendur en aðrir félagsmenn í Vinnuveitendasam- bandinu? Er meiri sundrang innan raða sjómanna en annarra félaga launþega? Staðfestir sjó- mannadeilan, að verkföll era ekki vænlegasta leiðin í kjara- baráttunni? Er ríkissáttasemj- araleiðin ekki rétta aðferðin til að ná sameiginlegri niðurstöðu? Hér verður ekki leitast við að svara þessum spumingum. Áður en sjómenn og útgerðarmenn takast næst á um kaup og kjör, ættu þeir að hittast og ræða þessar spumingar og annað. Það kynni að leiða til þess, að sam- skipti þeirra yrðu betri, þegar á herðir. Það er hvoragum til góðs, þegar til lengdar lætur, að ríkið þurfí hvað eftir annað að hlutast til um lausn á kjaradeilum sjó- manna. Um það er ekki deilt á ís- landi, að kjör sjómanna eiga að vera sem allra best. Án þeirra, sem sækja björg í bú, mættum við okkar lítils. Þess vegna tekur það alla þjóðina sárt ekki aðeins efnalega heldur einnig tilfínn- ingalega, þegar skipum er siglt i land. Sjaldan veldur þó einn, er tveir deila. Áður en svart- nættið nær völdum Guðrún S. Gísladóttir og Sigríður Hagalin í hlutverkum Öldu og Guðnýjar. ________Leiklist Jóhann Hjálmarsson Leikfélag Reykjavíkur: Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson. Tónlist: Gunnar Reynir Sveins- son. Leikmynd og búningar: Þórunn S. Þorgrímsdóttir. Ljósameistari: Gissur Pálsson. Leikstjórn: Stefán Baldursson. Sjötti áratugurinn var merkileg- ur tími, deigla. Þá gerðist margt, einnig í skáldskap. Nú er þessi ára- tugur nógu langt í burtu til að lifna í skáldskap. Nýjasta dæmið og ekki hið veigaminnsta er leikritið Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson. í öðrum þætti talar Hörður, ann- ar bræðranna, um systur sína og sársaukann: „Hún sýndi engum nema mér dýpsta sársauka sinn. — Sársaukann sem verður til af engri sérstakri ástæðu en er þó dýpstur alls sársauka: Sársaukinn yfir því að vera til.“ Dagur vonar fjallar um sársauk- ann. Leikritið er fjölskylduharm- leikur sprottinn úr lífinu sjálfu, raunveruleikanum jafn miskunnar- lausum og hann getur verið. Nú eru mörg leikrit einmitt slíkrar ættar og sætir ekki tíðindum. En að þessu sinni er umfjöllunin með slíkum hætti að til umhugsunar vekur. Lára er ekkja. Böm hennar eru þrjú: Hörður, Reynir og Alda. Alda hefur orðið geðveikinni að bráð. Sambýlismaður Láru, Gunnar, kemur töluvert við sögu. Hann er einn af hinum misheppnuðu. Svo er Guðný líka á stjái í húsinu, hugs- ar um Oldu þegar móðir hennar er í vinnunni. Ein hinna veigameiri persóna kemur þó aldrei fram. Það er faðir- inn eða réttara sagt minningin um hann. Hann býr alls staðar og í öllu. Frá honum kemur listhneigðin, óraunveruleikinn, hið ögrandi. Lára vill ekki að böm hennar líkist þess- um manni enda sveik hann hana á örlagastundu. En hún verður að horfa upp á að bömin fari aðrar leiðir en hún óskaði sér. Hörður er með arfleifð föður síns í blóðinu og Reynir er það líka, sonurinn sem er að mati móðurinnar eftirmynd hennar. Þessi fjölskylda stefnir inn í nóttina, inn í myrkrið og örvænt- inguna. En þegar myrkrið er svartast, svo þétt að engin von virð- ist í augsýn, þá fer eitthvað að gerast. Það rofar til í huga Öldu. En allt verður um seinan. Harmleik- urinn nær hámarki við endurkomu hins ógæfusama Gunnars. Birgir Sigurðsson hefur með Degi vonar skipað sér í fremstu röð íslenskra leikritahöfunda og ekki verður séð að neinn núlifandi leik- ritahöfundur standi jafnfætis honum. Eins og öll meiriháttar lista- verk stendur þetta verk eitt og sér. Það má með nokkmm rétti finna að því, en kostimir em svo miklir, kunnátta og einlægni skáldsins af því tagi að sparðatíningur væri út í bláinn. Aðeins eitt skal þó látið í ljós í þessu sambandi. Leikstjórinn gæti að ósekju stytt verkið lítillega, skáldskapur þess færi ekki forgörð- um við það. Og það sem mestu máli skipti í þessu verki er skáld- skapurinn. Það er textinn sem lifír sínu lífi í Degi vonar. Fá dæmi em um jafn stórbrotinn texta í íslenskum bók- menntum. Hann er í senn vandaður og agaður, en hijúfleiki hans vekur líka athygli. Höfundurinn vill að vissu marki ganga fram af fólki, ýta við því. En hvað þetta varðar ræður hóf. Stefán Baldursson leikstjóri hef- ur búið leikritinu þann ramma sem fer því vel og notið til þess aðstoð- ar leikmyndateiknara, ljósahönnuð- ar, tónskálds og fleiri aðila. Heillavænlega er lögð rækt við öll hlutverk, en ekkert ofurkapp lagt á að skapa stjömur. Það fer þó varla á milli mála að Margrét Helga Jóhannsdóttir vinn- ur í Degi vonar einn sinn eftirminni- legasta leiksigur. Túlkun hennar á Lám er sík að varfærinn leikmáti verður í senn átakamikill og átakan- legur. Þröstur Leó Gunnarsson vann líka sinn sigur í hutverk Harð- ar, sannfærandi í ungæðishætti sínum. Valdimar Öm Flygenring sem lék Reyni verður eftir Dag vonar talinn einn af efnilegustu leikumm nýrrar kynslóðar. Guðrún S. Gísladóttir náði líka sterkum tök- um á hlutverki Öldu og naut sín best þegar hún með látbragði sýndi okkur inn í það myrkur sem er Öldu og líka von. Guðný Sigríðar Hagalín er með bestu hlutverkum Sigríðar, samleikur hennar og Valdimars Amar var með fádæm- um góður. Og svo er að geta Sigurðar Karlssonar í vandasömu hlutverki Gunnars. Sigurður virtist nokkuð hikandi í fyrstu, orðin komu frá honum fremur eins og hann væri að lesa upp en túlka raun- vemlega manneskju. En eftir því sem á leikinn leið óx honum ásmeg- iii og árangurinn var afar viðfelld- inn og sterkur leikur. Dagur vonar er verk sem sýnir okkur inn í hugarheim fólks sem hefur verið til og er til, hér em engar tilbúnar persónur á ferð, heldur vemleikinn sjálfur. Sem bet- ur fer var þetta verk ekki skrifað fýrr en höfundur þess hafði náð æskilegum þroska. I þessu verki er ekki kveðinn upp dómur heldur vitn- að um sársaukann yfir því að vera til. Og vonin felst í ofureinföldum orðum Lám þegar farið er að birta til áður en svartnættið nær aftur völdum og þögn dauðans sest að í húsi: „Eg keypti efni í sumarkjól. Ég ætla að byija að sníða sumarkjól. Ég hef ekki eignast sumarkjól í mörg ár.“ Margrét Helga Jóhannsdóttir í hlutverki Láru, Guðrún S. Gísladóttir í hlutverki Öldu oe- Þrösti.r l Gunnarsson í hlutverki Harðar. g Leo Lögreglumaður slasað- ist í vinnu — fær 25 þús- und krónur í bætur Lögreglumaður í Reykjavík, sem slasaðist við skyldustörf, fékk dæmdar 25 þúsund krónur í bætur úr ríkissjóði. Dómurinn hafnaði hins vegar kröfu hans um bætur úr bæjarsjóði Hafnar- fjarðar, en lögreglumaðurinn taldi slökkviliðsmann í Hafnar- firði eiga sök á slysinu. Málsatvik em þau að lögreglu- maðurinn var sendur til Hafnar- Qarðar vegna hugsanlegra óláta unglinga þar á þrettándanum, 6. janúar 1983. Um nóttina var til- kynnt um eld í biðskýli í Garðabæ og fór lögreglumaðurinn þangað ásamt þremur félögum sínum. Hann lenti í ryskingum við pilt, féll aftur fyrir sig og bar fýrir sig hægri hönd, sem brotnaði. Var hann frá vinnu til 10. mars 1983. Hann missti einskis í launum á þessum tíma, en gerði kröfur um miskabæt- ur vegna þeirra kvala og óþæginda sem hann hafði. Lögreglumaðurinn krafðist 50 þúsund króna miskabóta úr ríkissjóði og bæjarsjóði Hafnar- fjarðar, til vara að stefnukrafa yrði greidd úr ríkissjóði og til þrauta- vara að krafan yrði greidd úr bæjarsjóði Hafnarfjarðar. Lögreglumaðurinn studdi kröfu sína með því að upplýst væri að þegar slökkviliðið kom að biðskýlinu hafi varaslökkviliðsstjórinn í Hafn- arfirði byijað að sprauta með slöngu á sig og piltinn sem hann átti í átökum við. Fljúgandi hálka hafi þegar myndast við vatnsgus- una á hjamið sem þeir stóðu á og þess vegna hafi hann misst fót- anna. Hann beindi því kröfu sinni að Hafnarfjarðarbæ á grundvelli almennu skaðabótareglunnar og 264. grein almennra hegningar- laga, enda væri sýnt að slökkviliðs- maðurinn hafí annað hvort sýnt af sér stórfellt gáleysi eða gerst offari í starfi með þessari hegðan sinni, sem valdið hafi skaðanum. Hann beindi kröfum sínum að ríkissjóði á grundvelli 2. mgr. 5. gr, laga nr. 56/1972, þar sem kveðið sé á um að lögreglumenn eigi rétt á bótum fyrir meiðsli og tjón sem þeir verði fyrir vegna starfs síns. Ríkissjóður beri því hlutlæga ábyrgð á öllu tjóni sem lögreglumenn verði fyrir í starfi og sé það hluti af ráðningar- kjörum þeirra eins og staðfest hafi verið í dómum Hæstaréttar. Stefndi, fíármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, krafðist þess aðallega að hann yrði sýknaður af kröfum lög- reglumannsins og tildæmdur málskostnaður úr hans hendi. Til vara var krafist sýknu að svo stöddu og málskostnaðar og til þrautavara að kröfur lögreglumannsins yrðu stórlega lækkaðar og málskostnað- ur látinn falla niður. Rökstuðningur var sá að tilvitnuð grein í lögum 56/1972 um lögreglumenn taki ein- göngu til þeirra tilvika þegar tjónvaldur er óþekktur og að miska- bætur falli ekki undir ákvæðið. Tilgangur ákvæðisins sé að tryggja að lögreglumenn fái bætur fyrir líkamstjón sem þeir hljóta í starfi aðeins þegar tjónvaldur er óþekktur og tjónþoli geti af þeim sökum ekki snúið sér að honum með kröfur sínar, eða fullreynt sé að hann fái ekki greiddar bætur úr hendi tjón- valds, þótt þekktur sé. í máli þessu beini lögreglumaðurinn kröfu sinni að tjónvaldi, slökkviliðsmanninum. Þá teljist pilturinn sem hann átti í átökum við meðvaldur að slysinu með mótþróa sínum. Þannig séu tveir tjónvaldar þekktir. Þá taki þessi lagagrein einungis til fíártjóns vegna líkamlegs tjóns, en ekki til miskabóta. í þriðja lagi beri lög- reglumaðurinn sjálfur að öllu leyti eigin sök á meiðslum sínum þar sem háttsemi hans hafí ekki verið for- svaranleg miðað við allar kringum- stæður. Stefndi bæjarstjóri Hafnarfjarð- ar krafðist sýknu og að honum yrði tildæmdur málskostnaður. Krafan var studd með því að stefndi bæri enga ábyrgð á handarbrotinu. Kröf- um væri beint að hónum á grund- velli sakarreglunnar og því þyrfti að sanna saknæma háttsemi á slökkviliðsmanninn. Ósannað væri að orsakasamband væri milli þess að slökkviliðsmaðurinn lét snögga vatnsgusu ganga á lögreglumann- inn og þess að hann hrasaði og datt. Hann hafi verið í átökum á svelli og yrði ekki séð að vatns- gusan hafi skipt sköpum um hálkumyndun. Þá væri ljóst að gus- unni hafí ekki verið beint gegn lögreglumanninum sérstaklega, heldur til að bægja óróaseggjum frá. Því væri ekki annað upplýst en að lögreglumaðurinn hafi meiðst af óhappatilviljun eða að orsökin væri átök við óróaseggi. I niðurstöðu dómsins segir að það verði að fallast á það að vara- slökkviliðsstjórinn í Hafnarfirði beri ekki sök á slysi lögreglumannsins. Enda þótt skyndileg hálka hafi get- að myndast af vatnsgusunni og stefnandi misst fótanna á henni verði ekki talið að það teljist slökkviliðsmanninum saknæmt, heldur fremur að lögreglumaðurinn hafi meiðst fyrir óhappatilviljun, án þess að sérstökum tjónvaldi verði um kennt. Var bæjarstjóri Hafnar- fjarðar því sýknaður af kröfum mannsins og málskostnaður þeirrs í milli felldur niður. Hvað varðaði kröfur mannsins á hendur fíármálaráðherra f.h. ríkis- sjóðs segir í niðurstöðu dómsins að lögreglumaðurinn eigi rétt til bóta úr ríkissjóði samkvæmt ákvæði 2. mgr. 5. gr. laga 56/1972 og með vísan til fordæmis Hæstaréttar þyki ekki ástæða til að undanskilja miskabætur þessu lagaákvæði. Lögreglumaðurinn hafi haft óþæg- indi af því að honum var hægri höndin ónothæf í fímm vikur og meiðslum hans hafi fylgt þjáningar. Því væri rétt að taka varakröfu hans til greina. Voru honum því dæmdar 25 þúsund krónur í bætur úr ríkissjóði, sem var einnig gert að greiða 25 þúsund krónur í máls- kostnað. Garðar Gíslason borgardómari kvað upp dóminn. Lögmaður lög- reglumannsins var Gylfí Thorlacius hrl., lögmaður fíármálaráðherra f.h. ríkissjóðs var Guðrún Margrét Amadóttir, fulltrúi ríkislögmanns og lögmaður bæjarstjóra Hafnar- fjarðar f.h. bæjarsjóðs var Hákon Amason, bæjarlögmaður. Ríkisendurskoðun: Frá framkvæmdavaldi til löggjafarvalds Spjallað við Halldór V. Sigurðsson, ríkisendurskoðanda Ríkisendurskoðun hefur starf- að - með einum eða öðrum hætti - allar götur síðan íslendingar fengu heimastjórn 1904. Fram til 1931 fór endurskoðun á reikn- ingum ríkisins og embættis- manna fram á vegum sérstakrar skrifstofu innan stjórnarráðsins. Árið 1931, lög nr. 61, var endur- skoðun ríkisins sett í eina heild, endurskoðunardeild fjármála- ráðuneytisins. Var hún þá í raun sérstök stjórnardeild með sömu stöðu og ráðuneyti. Förstöðu- maður deildarinnar var skipaður af fjármálaráðherra og heyrði beint undir hann. Síðasta lagabreytingin varð- andi ríkisendurskoðun, þar til nú, var gerð með lögunum um Stjórnarráð Islands 1969. Þar er í fyrsta sinn kveðið á í lögum að ríkisendurskoðun sé sérstök stjórnardeild. í þeim lögum er einning fest nafnið ríkisendur- skoðandi á forstöðumanni stofn- unarinnar. Með lögum nr. 12/1986, sem komu til framkvæmda 1. janúar sl., er Ríkisendurskoðun skilin frá framkvæmdavaldinu (fjár- málaráðuneytinu) og færð undir iöggjafarvaldið (Alþingi). Þetta er merkur viðburður í stjórn- sýslu landsins, sem felur í sér grundvallarbreytingu. Af þessu tilefni leitaði Morgunblaðið upp- lýsinga hjá Halldóri V. Sigurðs- syni, rikisendurskoðanda, varðandi þessa stofnun, Ríkis- endurskoðun, verksvið hennar og starfshætti. Stofnun og stöðugildi Stofnunin hefur 38 stöðugildi, sagði ríkisendurskoðandi, en fimm stöður eru ekki setnar, þar eð sér- hæft fólk hefur ekki fengist til starfa, þ.e. löggiltir endurskoðend- ur, viðskiptafræðingar og bókhalds- vant fólk. Sennilega veldur þar mestu að við höfum laka samkeppn- isstöðu, hvað launakjör varðar, gagnvart hinum almenna vinnu- markaði. Hin nýju lög færa hinsveg- ar út verksvið stofnunarinnar. Þessvegna er brýnna en áður að fylla heimilaðar stöður. Stofnunin þarf jafnframt að ráða til sín hag- fræðing og 'lögfræðing, sem ekki eru fyrir, til að geta sinnt, svo við- unandi sé, verkefnum sínum. Verksvið samkvæmt nýjum lögum Grundvallarbreytingin, samkvæmt hinum nýju lögum, er sú, sagði ríkisendurskoðandi, að hún starfar eftirleiðis á vegum Alþingis, aðskil- in frá framkvæmdavaldinu. Stjóm- arskráin færir Alþingi í hendur vald til að ákveða fjárveitingar ríkisins með fjárlögum. Hin nýju lög styrkja eftirlit löggjafans með framkvæmd fjárlaga, sem fyrst fremst er í hönd- um framkvæmdavaldsins. Viðfangsefni Ríkisendurskoðun- ar verða flest hin sömu, þó ný bætist við. Stofnunin annast endur- skoðun hjá ríkisstofnunum og þeim aðilum öðrum, sem hafa með hönd- um rekstur eða fjárvörzlu á vegum ríkisins. Ennfremur eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Þá á ríkisend- urskoðun að vera þingnefndum og yfirskoðunarmönnum ríkisreikn- ings til aðstoðar við störf er varða fjárhagsmálefni ríkisins. Það er mín skoðun, sagði ríkis- endurskoðandi, að yfírskoðunar- menn ríkisreiknings eigi að vera alþingismenn, sem eðli máls sam- kvæmt þekkja vel til reikningsins og hugsanlegra athugasemda við hann. Það gefur þinglegri umræðu og umfjöllun um hann aukið gildi. Til þess að svo megi verða þarf annað tveggja stjórnarskrárbreyt- ingu eða ákvörðun þingflokka um slíkt vinnulag. I 6. grein hinna nýju laga eru verkefnin skilgreind svo að „ríkis- endurskoðun skuli annast endur- skoðun ríkisreiknings og reikninga stofnana, sjóða og annarra aðila þar sem kostnaður eða reiknings- legt tap er greitt af ríkissjóði, samkvæmt fjárlögum, eða öðrum tekjum samkvæmt sérstökum lög- um. Ennfremur skal ríkisendur- skoðun annast reikninga fyrirtækja og stofnana, sem rekin eru á ábyrgð ríkissjóðs eða ríkissjóður á að hálfu eða meira, þar með talin hlutafélög og ríkisbankar. Ríkisbankar eru, auk Seðla- banka, Landsbanki, Búnaðarbanki og Útvegsbanki. Bankamir lúta og eigin endurskoðun og endurskoðun ráðherraskipaðs endurskoðenda. Meðal ríkisstofnana, sem falla Halldór V. Sigurðsson, ríkisend- urskoðandi. undir þetta ákvæði eru Byggða- stofnun, Framkvæmdasjóður, Fiskveiðasjóður, Ríkisútvarp, Rík- isspítalar, Orkustofnun o.fl. Meðal fyrirtækja, sem ríkissjóður á frá helft að fullu, má nefna Jám- blendiverksmiðjau, Kísiliðju, Sjó- efnavinnslu, Áburðarverksmiðju, Sementsverksmiðju o.fl. Reiknisskil og greinar- gerðir Ríkisendurskoðun getur krafist reiknisskila af stofnunum, samtök- um, sjóðum og öðrum aðilum, sem fá fé eða ábyrgðir frá ríkinu. Þá getur stofnunin kallað eftir greinar- gerðum um ráðstöfun styrkja og annarra framlaga úr ríkissjóði. Ríkisendurskoðun getur jafn- framt rannsakað reikningsskil sveitarfélaga sem varða sameigin- lega starfsemi ríkisins og sveitarfé- laga, t.d. varðandi skólahald. Loks getur stofnunin ranpsakað reikn- ingsskil stofnana og félaga, sem ríkjssjóður á hlut í. I störfum sínum, samkvæmt 6. grein laganna, getur stofnunin haft aðgang að öllum gögnum, sem máli skipta, þar á meðal fylgiskjöl- um, skýrslum, bókum og bréfum. Hún getur og krafíst upplýsinga og gagna sem þýðingu hafa fyrir störf hennar hjá aðilum, sem fá fé eða ábyrgðir hjá ríkissjóði. Stj órnsýsluendurskoð- un Lögin heimla og ríkisendurskoð- un að framkvæma stjómsýsluend- urskoðun hjá ríkisfyrirtækjum en í þeirri endurskoðun felst að könnuð er meðferð og nýting á ríkisfé. Hér undir fellur m.a. stjómunarskipulag stofnana. Slík skipulags- og hag- ræðingarendurskoðun hefur raunar áður farið fram á ríkisstofnunum, t.d. Orkustofnun og Þjóðleikhúsi. Viðskipti við endur- skoðunarskrifstofur Ríkisendurskoðun hefur heimild til að fela endurskoðunarskrifstof- um, sem starfa á almennum markaði, að sinna ýmsum verkefn- um fyrir sig, m.a. vegna ónógra sérhæfðra starfskrafta innan stofn- unarinnar. Samstarf af þessu tagi hefur gefíð góða raun. Hlutur Alþingis Síðast en ekki sízt mæla hin nýju lög svo fyrir að Ríkisendur- skoðun skuli vera Alþingi, þing- nefndum og yfirskoðunarmönnum ríkisreiknings til aðstoðar við störf er varða fjárhagsmálefni ríkisins, auk beins eftirlits með framkvæmd fjárlaga. Þetta felst í framlagi sér- hæfðra starfskrafta, upplýsingaöfl- un og umsögnum. Framangreind aðstoð varður í té látin að beiðni forseta þingsins. Þá geta og forsetar að eigin fram- kvæði eða samkvæmt óskum þingmanna krafíð ríkisendurskoð- anda skýrslna um einstök mál, t.d. ef spumingar vakna um, hvort óeðlilega eða óvarfæmislega hafí verið staðið að fésýslu af hálfu þeirra er stjóma rekstri í almenn- ingseign. Þetta ákvæði um skýrslugjöf til Alþingis felur í sér, eitt út af fyrir sig, mikið aðhald gagnvart hvers konar ríkisstofnunum og ríkisfyrir- tækjum. Óháð, sjálfstæð stofnun Aðspurður sagði ríkisendurskoð- andi að framkvæmd ríkisendur- skoðunar í hinum ýmsu löndum væri með mismunandi hætti. Flest lönd fari þó eftir einni af þremur meginleiðum: 1) Ríkisendurskoðun er undir stjóm framkvæmdqvalds- ins, 2) Ríkisendurskoðun er stofnun þjóðþingsins, óháð framkvæmda- valdi, 3) Ríkisendurskoðun er nokkurskonar dómstóll, óháð bæði þingi og framkvæmdavaldi. I Austurríki, V-Þýzkalandi og Sviss er ríkisendurskoðun dómstóll að formi til, óháður bæði þjóðþingi og framkvæmdavaldi ríkisins. Auk hefðbundinnar endurskoðunar og könnunar reikninga framkvæma dómstólar þessir kerfísbundnar rannsóknir á ákveðum málum, sér- staklega í sambandi við hagræðing- arkannanir. Samstarf Ríkisendurskoðunar við fjármálaráðuneyti og fíármála- ráðherra hefur jafnan verið með ágætum meðan stofnunin starfaði í umboði ráðherra, sagði ríkisendur- skoðandi. Engu að síður gera hin nýju lög stofnunina óháðari og sjálf- stæðari. Með því að færa Ríkisendurskoð- un frá framkvæmdavaldi til löggjaf- arvalds fetum við í fótspor íjölmargra grannríkja, þó nokkur ríki, t.d. Finnland og Svíþjóð, haldi enn ríkisendurskoðun innan fram- kvæmdavaldsins. Aðspurður kvaðst Halldór V. Sig- urðsson, ríkisendurskoðandi, sem nú hefur verið endurráðinn, sam- kvæmt hinum nýju lögum, til að sinna forstöðu stofnunarinnar næstu sex árin, hafa sinnt þessu embætti síðan 1969. Hann kvaðst bjartsýnn á að hin nýju lög styrktu stofnunina í þýðingarmiklu að- halds- og eftirlitsstarfí. sf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.