Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 49 Bob Geldof. Bob Geldof enn heiðraður Bob Geldof hefur verið heiðraður eina ferð enn fyrir störf sín í þágu hungraðra. Nú fékk hann Þriðja heims-verðlaunin svo- kölluðu, en þau gefur Þriðja heims-sjóðurinn í Lundúnum. í viðurkenningu stofnunarinnar var sagt að honum gætu þúsundir þakkað lífgjöf, því að fyrir hans tilstuðlan hefðu millj- ónir Bandaríkjadala safnast saman, sem svo sannarlega var þörf á. Ekki síður var honum þó þakkað fyrir að hafa hleypt nýju lífi í alla hj álparstarfsemi. Áður hafa m.a. Willy Brandt, fyrrum kanzl- ari Vestur-Þýskalands, og Nelson og Winnie Mandela fengið þessi verðlaun, sem nema 100.000 Bandaríkjadölum. Handan hafsins, í Bandaríkjunum, sagði Michael Jackson af sér í sjóðstjórn USA for Africa, en talið er að hann vilji með því sína óáænægju sína með skipulagsleysi og vand- kvæði í dreifíngu hjálpargagna í Afríku. John Taylor segist vara sig á fólki, George Michael segist líða ágætlega án vímugjafa. sem neyti vímugjafa. Stjörnurnar gegn eiturlyfjum Að undanförnu hefur verið mik- il herferð gegn eiturlyfjum beggja vegna Atlantsála og hafa margar frægar stjörnur gen, ð fram fyrir skjöldu og hvatt ung- menni til þess að láta allt slíkt vera. Má nefna nöfn eins og Don John- son, Janet og Michael Jackson, Kirk Cameron, George Michael, Bruce Willis, Howard Jones og svo mætti lengi telja. Ekki er þó eiturlyf tekin út ein og sér, heldur áfengi einnig. George Michael er einn þeirra, sem mikið hefur látið í sér heyra um þessi mál og hann segir að krakkar séu famir að gera sér grein fyrir að það sé ekki „svalt“ að vera undir áhrifum einhverra vímugjafa. „Eiturlyf eru fyrir veikgeðja fólk. Ég veit hvað ég vil og hvað ég vil ekki. Það þarf enginn að segja mér að mér muni líða betur við að taka inn einhver lyf. Mér líður ágætlega eins og er.“ Don Johnson þekkir þessi vanda- mál af eigin raun, því hann er óvirkur alkóhólisti. „Það eru hlutar ævi minnar, sem ég man ekki. Sem er synd þar sem minningamar er oft það eina sem maður hefur þeg- ar annað verður eldi og ryði að bráð. Krakkar eru yfirleitt á hrað- ferð til fullorðinsáranna, en þeir eiga að litast um á leiðinni og skemmta sér án þess að vera brengla allt með vímuefnum." Keith Richards, gítarleikari Roll- ing Stones, hefur reynt ýmislegt um dagana, enda segist hann nú biðja böm sín um að láta eiturlyf vera. „Ég var bara sæmilega útlít- andi í gamla daga, hvort sem þið trúið því eða ekki. En vegna þess að ég var í alls konar efnum, er ég a.m.k. tíu ámm eldri líkamlega, en ég ætti að vera“. John Taylor, sem játar að hafa prófað hass á yngri ámm, segist ætíð geta sagt til um fólk hvort það neyti einhverra lyfja eður ei. „Það sést undir eins í andlitinu á fólki og þá veit maður hveija maður á að umgangast og hveija ekki. Hver vill þekkja eitthvað lið, sem aldrei er hægt að treysta, er að verða sér og öðmm til skammar, hvort sem það er af völdum lyfja eða áfengis." Þessi afstaða er töluverð breyt- ing til batnaðar frá því sem var, þegar enginn var stjama með stjörnum, nema hann neytti eitur- lyfja lon og don. Breyttir tímar. COSPER — Nei, nei, þið komið ekki of snemma, það er bara konan mín, sem varð sein fyrir. ALLT í RÖÐ OG REGLU! Duni er ódýrasti barinn í bænum Duni kaffibarinn sparar bæöi tíma og pláss. Hann getur staðið á borði eða hangið á vegg. - hann kostar aðeins kr. 3.721.- (Innifalið í verði: — Málmstandur, 4 »iHI» fc 2000 mál, tfu höldur og 500 teskeiðar.) FANNIR HF Bíldshöfða 14, sími 672511 Ef þú ert þreytt(ur) á óreiðunni og uppvaskinu í kaffistofunni þá er Duni kaffibarinn lausn á vandanum. i TIMKEN keilulegur Þeiœing Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUOURLANDSBRAUT 8. SIMI 84670
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.