Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 Rangfærslur um Landakotsspítala eftirLoga Guðbrandsson Undanfarið hafa orðið miklar umræður um skipan heilbrigðis- mála í landinu og hefur sýnzt sitt hvetjum. Þá hafa þátttakendur í umræðunni eðlilega haft af mis- jafnri þekkingu að státa og því miður stundum ekki notað eða farið rangt með upplýsingar, sem þeim hefðu átt að vera tiltækar. Laugardaginn 3. janúar sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Kristjón Kolbeins, viðskiptafræðing. Hann lýsir starfsreglum daggjaldanefnd- ar sjúkrahúsa og telur sig þekkja þær. Hann virðist einnig kunnugur vísitölu sjúkrahúskostnaðar. Vísi- tala sjúkrahúskostnaðar mun hafa verið notuð um árabil af daggjalda- nefnd, en var ekki kynnt sjúkrahús- unum, a.m.k. ekki Landakotsspít- ala, fyrr en um 1982. Þar sem starfsreglur daggjaldanefndar liggja almennt ekki á lausu má gera ráð fyrir, að höfundur sé eitt- hvað viðriðinn starfsemi nefndar- innar. Meðferð nefndarinnar á sjúkrahúsum landsins hefur verið Logi Guðbrandsson þannig á undanfömum árum, að komið gæti heim og saman við þá „Ýmsar ástæður voru fyrir því, að Jósefssyst- ur vildu hætta rekstri Landakotsspítala, en langvarandi hallarekst- ur o g erf iðleikar í samskiptum við dag- gjaldanefnd og önnur yfirvöld hafa örugg- lega vegið þungt.“ talnanotkun, sem fram kemur í grein þessari. Eftir að höfundur hefur rætt um daggjaldakerfið snýr hann sér að niðurstöðum, sem ekki verður reyndar séð að séu í neinu sam- hengi við það sem á undan hefur farið, t.d. að landsmenn dragi úr áfengis- og tóbaksneyzlu, sem sjálf- sagt er góðra gjalda vert, en kemur greiðslukerfum til spítalanna harla lítið við. Ég vil þó ekki deila við höfundinn um efni greinar hans, það stendur öðmm nær en mér. Hins vegar lýk- ur greininni með orðum, sem vega að Landakotsspítala með þeim hætti að ekki verður undir setið. Er þá rétt, að byija á notkun talna, sem því miður sver sig í þá ætt, sem ég gat um áður. Sagt er, að árið 1976 hafi verið hagnaður af rekstri Landakotsspít- ala, sem numið hafi 7,5 milljónum króna. Hið rétta er, að bókfærður hagnaður var 480 þúsund kr., en í raun var halli um 2 milljónir, þar sem færður hafi verið til tekna hagnaður ársins á undan, sem nam um 2,5 milljónum. Þessi ár, 1975 og 1976, hafa gjaman verið nefnd af hálfu daggjaldanefndar til að sýna, að nefndin hafi getað ákveðið daggjöld svo að nægðu fyrir rekstri. Hins vegar hefur farið minna fyrir því, að nefnd væru önnur ár. Stað- reyndin er sú, að þessi tvö ár em einu árin, allt frá 1969, þegar dag- gjöld vom upp tekin, sem ekki var hallarekstur á Landakotsspítala. Jósefssystur vom sannarlega hag- sýnar og góðir stjómendur, auk þess að vera brautryðjendur í íslenzkri heilbrigðisþjónustu, en hvað kom til að þær vom svo miklu hagsýnni einmitt þessi tvö ár en önnur, t.d. árið 1974? Það ár var halli tæpar 39 milljónir króna, eða 9,73% af tekjum. Astæðan var sú, að þá þegar hafði verið ákveðið að selja spítalann, eða ieggja hann nið- ur að öðmm kosti. Allt viðhald var í lágmarki og nýframkvæmdir og tækjakaup vom engin. í greininni er tekinn til saman- burðar halli ársins 1980 og hann sagður hafa verið 700 millj. kr. eða 13,3% af tekjum. Hið rétta er, að hallinn varð um 690 millj. og 13,8% af tekjum. Þetta er þó smávægilegt frávik, en aðalatriðið er, að bomar em saman tölur frá ámnum 1975 og 1976 annars vegar og hins veg- ar árið 1980, en á þessum tíma geisaði óðaverðbólga og tölumar því ekki sambærilegar. Jósefssystur afrekuðu mikið og unnu vel, og hefur þess lítt verið minnzt. Vissulega var og er síðasta príorinna á Landakotsspítala, systir Hildegard, eftirminnileg og óvenju- leg kona. Og góður stjómandi var hún. Hins er þó rétt að minnast þess að hinn 1. janúar 1977 urðu þau umskipti í stjóm St. Jósefsspít- ala í Landakoti, sem ýmsir ókunn- ugir virðast halda. Systumar héldu störfum sínum áfram, og þá einnig priorinnan og skrifstofustjórinn. Framkvæmdastjóri var ráðinn að spítalanum, en hafa verður í huga, að hann hafði um árabil verið laun- aður starfsmaður í sams konar starfi, enda þótt hann bæri ekki þennan titil. Þegar sjálfseignar- stofnun St. Jósefsspítala tók til starfa var ljóst að fjölga þurfti starfsmönnum, til að mæta því að systumar drægju úr störfum sínum. Var gert ráð fyrir að fyrir eina systur kæmu tæplega þrír starfs- menn. Þetta var gert, en að sú fjölgun hafi valdið kostnaði allt að 700 millj. króna á ári er slík fjar- stæða, að hún væri tæpast svara- verð ef hún kæmi ekki frá manni, sem jafnaugljóslega er tengdur daggjaldanefnd og greinarhöfund- ur. Ýmsar ástæður voru fyrir því, að Jósefssystur vildu hætta rekstri Landakotsspítala, en langvarandi hallarekstur og erfiðleikar í sam- skiptum við Daggjaldanefnd og önnur yfirvöld hafa örugglega veg- ið þungt. Væri talsmönnum nefnd- arinnar nær að rifja þau samskipti upp og læra þá af mistökum sínum en að senda frá sér aðrar eins rang- færslur og lesa mátti í umræddri ritsmíð. e Siðdegistímar kí I3_if "j 22-35- enska þyska eranska SPÆNSKA IJALSKA ISLENSKA fyrir útlendinga i - ---w. iuii lycf / Kennt verdur í f/p/ri «., ' |j~--------fæst r 5 / / --- ------------/M NÝ1 IDRA %Rrc^æði lenska • Stærðí 12 V I K N Á M S K ] H E F J A 19. JANl Enskuskóli æskui fyrir börn á aldri: 8-13 ára og þeim í hópa eftir kunn, Skólinn er starfra BREIÐHOLTI, VESTURBÆ OG HAFNARFIRÐI Att þu erfi írifa ntun mAlaskóli RITAKASKÓLI Höfundur er framkvæmdastjóri Landakotsspítala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.