Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 37
4-
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987
37
Minning:
Ásta Stefáns-
dóttir Poulsen
Fædd 5. febrúar 1943
Dáin 7. janúar 1987
I dag er til moldar borin frá Fens-
mark-kirkju, Danmörku, vinkona
mín, Ásta Stefánsdóttir Poulsen.
Ásta var fædd á Sauðárkróki, yngst
þriggja dætra hjónanna Indjönu
Albertsdóttur og Stefáns Þórðar-
sonar. Föður sinn missti Ásta á
barnsaldri en Indjana lifir dóttur
sína.
Leiðir okkar Ástu lágu saman
vorið 1962 er við vorum samskipa
með Gullfossi til Kaupmannahafn-
ar. Eg var með vinkonum mínum
tveimur á leið til vinnu sumarlangt
þar í borg. Hún með vinkonu sinni
í sumarfríi, en að sumarleyfi loknu
langaði þær stöllur að dvelja lengur
og sóttu um vinnu á sjúkrahúsinu
þar sem við unnum ásamt fleiri ís-
lenskum stúlkum. Þar var oft glatt
á hjalla og mikið gert sér til gam-
ans. Þetta sumar urðum við góðar
vinkonur og um haustið, þegar
flestar stúlkurnar héldu heim til
íslands, höfðum við fengið okkur
nýja vinnu og ákveðið að vera í það
minnsta vetrarlangt þar ytra. Þenn-
an vetur kynntist Ásta eftirlifandi
manni sínum, Sven Ove Paulsen,
miklum sómamanni og góðum
dreng. Þau gengu í hjónaband árið
1964 og eignuðust 4 börn. Þau eru
Nanna, fædd 1965, Dorte, fædd
1966, Jan, fæddur 1972, og Sonna,
fædd 1980. Ove og Ásta bjuggu sér
fallegt heimili í Fensmark á Sjá-
landi. Við hjónin og börnin okkar
vorum svo lánsöm að dvelja á heim-
ili þeirra nokkra daga 1976. Það
er okkur ljúft að minnast þessara
daga. Ásta og Ove svo einlæg, sam-
hent og glöð, tóku á móti okkur
af frábærri gestrisni og sama var
að segja þegar við sóttum þau heim
1983.
Ásta og Ove voru dugleg að ferð-
ast hingað heim til íslands og komu
tvisvar eða þrisvar sinnum hvert
ár og alltaf var jafnt gott að hittá"
þau, og ómetanlegt var það Indjönu
móður Ástu að fá þau í heimsókn.
Indjana fór líka í þó nokkrar ferðir
út til Ástu. Síðastliðið vor kom
Ásta í sína síðustu ferð til íslands
í tilefni 80 ára afmælis móður
sinnar. Þá fengum við tækifæri til
að hittast nokkrum sinnum og átt^
um skemmtilegar stundir saman.
Að við myndum ekki hittast aftur
hvarflaði ekki að mér, þó svo ég
vissi og sæi að Ásta gekk ekki heil
til skógar. Þá var lífsgleði hennar
svo mikil að ósjálfrátt varð maður
glaður og bjartsýnn á bata hennar.
Nú þegar ég kveð Ástu vil ég
þakka henni allar sólarstundirnar
sem við áttum saman, þar bar aldr-
ei skugga á.
Ég og fjölskylda mín sendum Ove
og börnunum okkar hugheilu sam-
úðarkveðjur svo og móður hennar^
systrum og ástvinum öllum.
Erna Thorstensen
Morgunblaðið/Þorkell
Borgarbúar í bílastæðaleit voru ekki lengi að hertaka Steindórspla-
nið þegar sendibílarnir höfðu flutt sig þaðan.
Aðstaðan við Vitatorg. Bensinstöðin mun halda áfram að selja elds-
neyti og sælgæti.
Sendibílarnir f luttir
af Steindórsplaninu
Sendibilastöðin Steindór flutti
starfsemi sína af „Steindórs-
planinu“ svonefnda á Vitatorg á
gamlársdag. Emil Þór Emilsson,
framkvæmdastjóri, sagði að
borgaryfirvöld hefðu lýst sig
andvíg því að sendibílastöðin
héldi áfram starfsemi sinni i
Kvosinni. Bifreiðastjórarnir
væru hæstánægðir með að hafa
fengið aðstöðu við Vitatorg og
biðu þess nú með óþreyju að
geta hafið byggingu framtíðar-
húsnæðis á Bíldshöfða.
Bifreiðastöð hefur verið rekin í
nafni Steindórs um 80 ára skeið.
Nú vinna um 80 bílstjórar á stöð-
inni og bjóða þeir upp á allar gerðir
sendibíla. Vegna staðsetningarinn-
ar er stærsti hluti viðskipta stöðvar-
inar í miðbænum, en Emil sagði
að þar sem borgin yxi sífellt í aust-
urátt væri rökrétt að færa starf-
semina upp á Höfða. „Þá mun
símanúmer stöðvarinnar breytast
og þangað til verður unnið hægt
og sígandi að því að kynna það
fyrir viðskiptavinunum, en til allrar
hamingju höldum við áfram því
gamla,“ sagði Emil.
MEGRUN ÁN MÆÐU
EÐLILEG LEIÐ TIL MEGRUNAR
NÝTT NÝTTNÝTT NÝTT
TREFJABÆTT FIRMALOSS
Þúsundir íslendinga og milijónir manna
um allan heim hafa nú sannreynt gildi
FIRMALOSS grenningarduftsins í
baráttunni við aukakílóin.
Firmaloss er náttúrulegt efni sem neytt er I stað
venjulegrar máltlðar. Þvi er t.d. blandað I léttmjólk,
undanrennu eða ávaxtasafa og útkoman er frábær
drykkur sem ekki er bara saösamur — heldur
inniheldur hann öll þau vltamln.steinefni og
eggjahvltuefni sem likaminn þarfnast, einmitt það
útilokar megrunarþreytu á tlmabilinu.
Firmaloss pakkinn inniheldur 20 skammta ásamt
Islenskum leiðbeiningabæklingi um skynsamlega
megrunaráætlun. Pakkinn kostar 495 kr.,eöa aðeins
24,75 kr. I hverja máltlö.
Útsölustaðir:
Apótek, heilsuræktarstöðvar, sólbaðsstofur,
íþróttavöruverslanir eða samvæmt pöntunarseðli.
Súkkutaðibragði, vanillubragði jarðarberjabragði.
Ég vil gjanan fá eftirfarandi vöru heimsenda I póstkröfu:
□ Firmaloss:.....................pakka á 495 kr. stk.
Nafn_________________________________________
’’Ég þakka
FIRMALOSS
grenningarduftinu
aó ég get haldiö mér
grannri og hraustri
án fyrirhafnar.”
Marcia Goebél.
Heimili ________
Póstnr./staóur
(Sendingarkostnaður er ekki innifalinn I verói.)
NÓATÚN 17, sími: 19900
„Okkur er annt um heilsu þína"
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Dyrasímaþjónusta
Gestur rafvirkjam. — S. 19637.
Hilmar Foss
lögg, skjalaþýö. og dómt.,
Hafnarstræti 11,
símar 14824 og 621464.
□ Helgafell 59871137 VI - 2
I.O.O.F. Rb. 1. = 1361138 -
□ Edda 59871137 - 1.
1927 60 ára 1987
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Ferðafélagiö efnir til mynda-
kvölds miðvikudaginn 14. janúar
i Risinu, Hverfisgötu 105, sem
hefst kl. 20.30 stundvislega.
Efni:
1) Guöjón Ó. Magnússon sýnir
myndir frá Hornströndum og
segir frá náttúrufari og göngu-
leiöum. Hornstrandir voru frið-
lýstar ásamt Aöalvik og
Jökulfjöröum árið 1975 og nú eru
þessi svaeöi eftirsótt af feröa-
mönnum.
2) Jón Viðar Sigurösson segir
frá ferð á fjallið Kilimanjaro i
noröur Tansaníu, en i ágúst
siðastliönum náöu tveir (slend-
ingar þvi takmarki að klifa
Uhuru-tind sem er í 5895 m hæð
og er hæsti tindur Kilimanjaro.
Jón Viöar sýnir einnig myndir
teknar í tveimur þjóðgörðum í
Tansaníu.
Hornstrandir og Tansanía eru
ólikir ferðamannastaðir, en
hversu ólíkir? Það kemur (Ijós á
myndakvöldinu. Aðgangur kr. 100.
Veitingar i hléi. Allir velkomnir,
félagar og aðrir.
Ferðafélag (slands.
ÚTIVISTARFERÐIR
Þorra heilsað í
Borgarfirði 23.-2S. jan.
Þorrablót Utivistar.
Frábær gistiaðstaða í hinu
glænýja félagsheimili Brúarási
vestan Husafells. Gufubaö og
sundlaug. Húsafellssvæöiö er
rómaö fyrir náttúrufegurð og
útivistarmöguleiga.
Fararstjórar: Lovisa Christian-
sen og Kristján M. Baldursson.
Þorrablót Útisvlstar á laugar-
dagskvöldinu. Tilvalin fjölskyldu-
ferð. Ein áhugaverðasta
helgarferðin í vetur. Uppl. og
farm. á skrifst. Grófinnl 1. Símar:
14606 og 23732.
Sjáumstl
Útivist, ferðafélag.
Fimir fætur
Dansæfing verður í Hreyfils-
húsinu sunnudaginn 18. janúar
kl. 21.00. Mætið tímanlega.
Nýir félagar ávallt velkomnir.
Upplýsingar í síma 74170.
Hvítasunnukirkjan
— Völvufelli
Bænavika:
Almenn bænasamkoma í kvöld
kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Fundur í kvöld á Amtmannsstíg
2b kl. 20.30. Ragnheiður Sverris-
dóttir djákni sér um efni fundar-
ins. Kaffi. Munið bænastundina
kl. 20.30. Ailar konur velkomnar.
Tilkynning frá
Skíðafélagi Reykjavíkur
Næstkomandi fimmtudag 15.
janúar kl. 20.30 verður félags-
fundur hjá Skíðafélagi Reykjavik-
ur haldinn í kaffistofu Toyota við
Nýbýlaveg. Ágúst Björnsson og
fleiri sýna skiðamyndir.
Skíöafólk eldra og yngra takið
með ykkur gesti.
Stjóm Skíðaféiags Reykjavíkur.
■f