Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987
IÐNTÆKNISTOFNUN
Eftirtalin námskeið verða haldin
á næstunni hjá Iðntæknistofnun:
Raftæknideild:
19.-22. jan. Örtölvutækni III. Vélbúnaður. Inn/út tengingar.
Stjórnvistunar- og gagnalinur. Minnisrásir, RAM,
ROM og EPROM. Tengirásir8255, 8251 og
8253.40 kennslustundir.
2.-4. feb. Örtölvutækni I. Grunnnámskeið. — Hvernig vinn-
ur 8088-örgjörvinn? Forritun á véla- og smalamáli
(assembler). 30 kennslustundir.
9.-12. feb. Örtölvutækni II. Forritun, framhaldsnámskeið.
Smalamál. Skipanamengi iAPX 8088. Minnis-
skipting (segments). 40 kennslustundir.
Vinnuvélanámskeiðin:
26. jan. Námskeið fyrir stjórnendur vinnuvóla. mánu-
daginn 26. jan. Upplýsingar hjá Vinnueftirlitinu
í Keflavík í síma 1002.
Verkstjórnarfræðslan:
19.-22. jan. Stjórnun 1. Undirstöðuatriöi í stjórnun og mann-
legum samskiptum.
26.-29. jan. Verkskipulagning. Haldiö á Eskifirði. — Undir-
stööuatriði í skipulagningu verka og áætlanagerö.
2.- 5. feb. Vinnuumhverfismál. — Helstu atriði ívinnulög-
gjöf og bótarétti. Skyldur verkstjóra og ábyrgð.
Öryggismál, brunavarnirog slysavarnir.
9.-12. feb. Stjórnun 2. Haldið í Borgarnesi. — Undirstöðuat-
riði í verktilsögn. Líkamsbeiting við vinnu. Stjórnun
breytinga og hegðun einstaklinga við vinnu.
Málmtæknideild:
19.-24. jan. Hlífðargassuða. — 1. Ryðfrítt stál. 2. Ál. — Flokk-
un og eiginleikar. T æring, suðugallar og orsakir.
Aðferðir, tæki, efni.
Rekstrartæknideild:
6.- 7. feb. Stofnun og reksturfyrirtækja. Haldið á Sauðár-
króki. — Stofnáætlun og frumkvöðull fyrirtækis.
Viðskiptahugmynd og markaösmál. Fjármál, fé-
lagsmál og reglugerðir. Öflunupplýsinga og
reynslaannarra.
Fræðslumiðstöð iðnaðarins:
17.og
19.-27. jan.
26.-30. jan.
26.-31. jan.
Vökvakerfi I og II. Grunn- og framhaldsnám-
skeið í vökvakerfum, haldin í einni lotu. —
Vökvakerfi, frumatriði, einstakir hlutar, efni. Bil-
analeit og viðgerðir. Formúlur, töflurogtákn. —
Ætlað málmiðnaðarmönnum og vélstjórum.
Útveggjaklæðningar. Námskeið unnið af starfs-
mönnum Rannsóknastofnunar byggingariðnaðar-
ins og haldið í samvinnu við hana. —
Veggklæðning og frágangur. Festingar. Loftræst
og óloftræstmúrklæðning.Markaðskönnun,
kostnaður, skoðunarferðir. — Ætlað meisturum
og sveinum í húsasmíði.
Flísalagnir. Haldið hjá Rannsóknastofnun bygg-
ingariðnaðarins, Keldnaholti. — Flísalögn á gólf
og veggi. Skemmdir og viðgeröir. Steinlögn, ter-
rassólögn. Staölar. Kostnaður. Heilbrigðis-
mál.Skoðunarferðir og kynning á efnum og
26.-30. jan.
3.-5. og
7. feb.
5., 9.,
11., 13.
áhöldum. — Ætlað starfandi múrurum.
Steypuskemmdir. Haldið hjá Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins. — Eðli skemmda og orsak-
ir. Greining. Undirbúningurviðgerða. Viðgerðirá
sementsbundnum efnum, plastefnum, frost-
skemmdum.alkalískemmdum og á skemmdu
yfirborði. Sprautusteypa. Pússning. Fljótandi
steypa. Verk- og efnislýsingar. Áætlanir. — Ætlað
iðnaðarmönnum, verkfræðingum og tæknifræð-
ingum íbyggingargreinum.
Gluggarog glerjun. Haldið hjá Rannsóknastofn-
un byggingariðnaðarins. — Gluggaefni og
gagnvörn, lögun, stærðir og gerðir, hengsli og
stormjárn. isetning ímismunandiveggi. Endur-
bætur. —Efnisfræði glers, þéttilistar og fúguefni.
ísetningaraðferðir, viðgerðirá einangrunargleri.
Efnisfræði stáls. Haldið íTækniskóla (slands. —
Efnisuppbygging, framleiðsla, oxun, afoxun. (bl-
og 14. feb. öndunarefni. Flokkun, staðlar. Málmsuða,
suðuhæfni stáls. Suðuþræðir.aðferðir, gallar.
Gæðaeftirlit. Tæring og tæringarvarnir. — Ætlað
járniðnaðarmönnum, kennurum málmiðngreina
og sölumönnum smíðaefnis.
Námskeið í Reykjavik eru haldin í húsakynnum Iðntækni-
stofnunar, nema annað sé tekið fram. Nánari upplýsingar
og innritun hjá stofnuninni í sfma (91)68000, Fræðslumið-
stöð iðnaðarins í sfma (91)687440 og Verkstjórnarfræðsiunni
í síma (91)687009.
Geymið auglýsinguna!
Eru ríkisspítalar
stórt, miðstýrt bákn?
eftirDavíðÁ.
Gunnarsson
Kæru vinir Morgunblaðsrit-
stjómar!
Mig langar að óska ykkur far-
sældar á nýju ári og þakka ykkur
mörg ánægjuleg skrif um Ríkisspít-
ala og starfsemi þeirra á undanföm-
um ámm. Síðustu vikur finnst mér
þó að viss misskilnings hafi gætt
m.a. í ritstjómargreinum blaðsins í
garð Ríkisspítalanna. Að auki hafa
Ríkisspítalar og starfsemi þeirra og
þá auðvitað jafnframt starfsmenn
orðið fyrir barðinu á nokkuð óvægn-
um skrifum ýmissa sem fjallað hafa
um málefni Borgarspítala. Ég ætla
þó ekki að leggja orð í belg í þeirri
umræðu.
Það hefur verið sagt eða gefíð í
skyn að Ríkisspítalar séu miðstýrt
bákn sem líklega sé of stórt. I sam-
bandi við þetta er rétt að upplýsa
að trúlega em Ríkisspítalar eitt-
hvert minnsta háskólasjúkrahús í
víðri veröld. Eðli sínu samkvæmt
em háskólasjúkrahús nokkuð stórar
stofnanir, a.m.k. á íslenskan mæli-
kvarða. Reynslan erlendis sýnir
reyndar að háskólasjúkrahús bæði
á Norðurlöndum, Bretlandi og
Bandaríkjunum hafa stækkað mjög
hin síðari ár. Tölvutæknin hefur
þama haft mikil áhrif og auðveldar
mjög alla stjómun. Hún hefur verið
tekið í notkun við stjómun á
Ríkisspítölum á undanfömum ámm
og gert kleift að framkvæma stjóm-
kerfisbreytingar sem felur í sér að
í raun er Ríkisspítölum nú skipt í
14 sjálfstæð svið og þeim síðan í
46 rekstrareiningar. Hver þessara
eininga hefur sl. tvö ár haft sjálf-
stæði hvað varðar útgjöld vegna
starfsmanna og hefur nú frá sl.
áramótum einnig sjálfstæðan fjár-
hag hvað varðar önnur rekstrar-
gjöld.
I lækningum og hjúkmn er trún-
aðarsamband milli starfsmanns eða
starfsmanna heilbrigðisþjónustunn-
ar og sjúklings aðalsmerki góðrar
heilbrigðisþjónustu. Þetta samband
er í heiðri haft á Ríkisspítölum og
ég veit reyndar á öðmm heilbrigðis-
stofnunum her á landi. Þessu
sambandi þarf ekki að stjóma. Hins
vegar þarf stjómun til að á hveijum
tíma séu tiltækir færir, vel mennt-
aðir sérfræðingar og aðrir starfs-
menn til að annast þetta trúnaðar-
samband. Heilbrigðisþjónustan hér
á landi er í eðli sínu og borið sam-
an við aðra þjónustustarfsemi eins
lítið miðstýrð og hugsast getur.
Notkun hugtaka eins og bákn
er oft óljós. Allur almenningur, eins
og ég, leggur þann skilning í orðið
að þar sé átt við skriffínnsku og
skrifræðisbákn. Starfsfólk sem
vinnur í beinum þjónustutengslum
við sjúklinga verður aldrei bákn.
Þá skiptir engu hvort starfsmenn
em margir eða fáir eða hvort húsin
sem unnið er í em eitt eða fleiri,
stór eða lítii.
„Báknið" á Ríkisspítölum gæti
hugsanlega verið skrifstofan. Hún
tekur nú hvað kostnað varðar 2,9%
af heildarkostnaði ríkisspítala. Jafn
lágt hlutfall skrifstofukostnaðar
held ég að sé vandfundið bæði á
Norðurlöndum, _ Bretlandi og
Bandaríkjunum. í þessum löndum
er sambærilegur kostnaður 10%
jafnvel allt að 25% á sumum stöðum
í Bandaríkjunum.
Þá er rétt að minnast aðeins á
samkeppnina sem nokkuð hefur
verið rædd. Ég hef skilið sumt af
því sem sagt hefur verið á þann
veg að Ríkisspítalar gætu orðið eða
væm dragbítur á samkeppni í heil-
brigðisþjónustu. Svolítið hefur mér
fundist hugtökin mglast hvað varð-
ar samkeppni. Samkvæmt skil-
greiningu hagfræðinnar er það svo
að til að fijáls samkeppni ríki þarf
bæði seljandi þjónustu og kaupandi
að vera upplýstur um þá þjónustu
sem í boði er. í heilbrigðisþjónustu
Davíð Á. Gunnarsson
„Báknið“ á Ríkisspít-
ölum gæti hugsanlega
veríð skrífstofan.
Hún tekur nú hvað
kostnað varðar 2,9%
af heildarkostnaði
Ríkisspítala. Jafn lágt
hlutfall skrífstofu-
kostnaðar held ég að
sé vandfundið bæði á
Norðurlöndum, Brét-
landi og Bandaríkjun-
um.“
er vandinn sá að sjúklingurinn hef-
ur lítil tök á að meta þörf sína fyrir
. heilbrigðisþjónustu, hvað þá fram-
boðið eða gæðin. Hvað gæðin
varðar vefst það jafnvel fyrir okkur
sem vinnum í heilbrigðisþjónustu,
bæði hér á landi og erlendis, að
gera okkur ljósa grein fyrir hvemig
meta og mæla skuli gæði heilbrigð-
isþjónustu. Þegar við þetta bætist
að sjúklingur hvorki borgar fyrir
þjónustuna né veit hvað hún kostar
er nokkuð ljóst að samkeppni sam-
kvæmt hagfræðikenningum í þeim
tilgangi að tryggja rekstrarhag-
kvæmni er ekki til í íslenskri
heilbrigðisþjónustu.
Fagleg samkeppni og faglegur
metnaður er hins vegar til í ríkum
mæli sem betur fer og gildir það
jafnt um allar heilbrigðisstofnanir.
Ég held þó að vafasamt sé að tala
um slíkan metnað milli stofnana.
Enda erfítt um vik fyrir augnlækna
Landakots, hjartaskurðlækna
Landspítalans, slysalækna og heila-
skurðlækna Borgarspítalans svo
eitthvað sé nefnt að bera sig saman
við aðrar stofnanir hér innanlands.
Hitt er svo annað mál að auðvitað
reynum við öll að standa okkur vel
í okkar störfum, einkum ef einhver
hvatning kemur til.
Staðreyndin er sú að læknar okk-
ar og heilbrigðisstéttir bera sig
saman faglega við starfssystkin
erlendis. Við getum verið stolt, því
tölfræðin sýnir okkur að árangur
er þessu starfsfólki til sóma. Ekki
nóg með það, okkar tilfræðilegu
meðaltöl gilda fyrir okkur öll. Gild-
ir þá einu hvort rætt er um
ungbamadauða eða ævilíkur, með-
altölin em raunveruleg meðaltöl
ekki eins og í bæði Bandaríkjunum
og Bretlandi miðjan milli ríkra og
fátækra.
í landi þar sem stóru sjúkrahúsin
skiptast á um að vera á sk. bráða-
vakt, og það fer í reynd mikið eftir
hvaða vikudag sjúídingur veikist
eða hvaða sjúkdómi hann er haldinn
á hvaða spítala hann lendir, er það
sem betur fer ekki svo að læknar
metist um hver þeirra kunni mest
eða hafí bestu tækin. Flestir sjúkl-
ingar ráða litlu um það á hvaða
sjúkrahúsi þeir lenda. Fæstir sjúkl-
ingar hafa á því miklar skoðanir
hvert þeir vilja fara. í flestum tilfell-
um er það heimilislæknir eða
sérfræðingar sem taka þá ákvörðun
fyrir sjúklingana. Staðrejmdin er
sú að okkar læknar hjálpa hver
öðrum hvort sem er innan stofnana
eða milli sjúkrahúsa og senda dýr
tæki umyrðalaust milli þessara
stofnana ef sjúklingur þarfnast
þeirra.
Umræðan í hita leiksins undan-
fama daga gæti gefið í skyn að
milli stofnana og lækna ríkti svipað-
ur metnaður og samkeppni og gildir
um fyrirtæki í viðskiptum. Ég þori
að fullyrða að svo er ekki. Þar ríkir
full samhjálp bæði hvað varðar
þekkingu og færanlegan tælqabún-
að. Samkeppni er eins og ég sagði
áður miðuð við árangur erlendis
eins og hann er á þeim stöðum þar
sem hann er bestur.
Hvað varðar stjómunarmetnað
er oft erfítt um vik. Við sem stjóm-
um stöndum oft frammi fyrir
valkostum sem erfitt er að meta.
Við fjárlagagerð er það ávajlt svo
í þrengingum efnahags á íslandi
að við fáum ekki allt sem við biðjum
um. Svo ég taki dæmi sem ég hugsa
_að margir skilji þá hefur lengi verið
vandamál vegna símamála á Land-
spítala. Mér sem stjómanda er það
alls ekki ljóst hvort það verður af
samferðafólki mínu metið sem betri
stjóm að halda rekstri Ríkisspítala
innan ramma Qárlaga eða taka sér
t. d. á sl. ári þau völd einfaldlega
að kaupa nýja símstöð og láta ríkis-
sjóð og þar með skattborgara
borga. Þetta em þættir sem ég
held að hollt sé að hafa í huga þeg-
ar menn velta fyrir sér þeim
staðreyndum sem oft blasa við þeg-
ar heilbrigðisstofnanir eyða meiru
en fjárlög segja til um.
Sem betur fer þarf stjómamefnd
Ríkisspítala ekki að velta símamál-
um fyrir sér á árinu 1987. Alþingi
veitti fé til nýrrar símstöðvar. Fyrir
það eiga þingmenn skyldar þakkir.
Mál svipuð símstöðvarmálinu era
daglegt brauð í rekstri heilbrigðis-
þjónustu og það má vera að það
verði dómur framtíðarinnar að þær
stofnanir og þeir stjfnendur sem
eyða mestu umfram íjárlög séu
þróttmestir því vissulega blasa þarf-
imar við á mörgum sviðum.
Stjómkerfí ríkisspítala byggir í
dag á því að Alþingi setji Ríkisspít-
ölum fjárhagsramma. Stjómar-
nefnd setur síðan einstökum
einingum ramma og þessar einingar
era eins og ég sagði í upphafí
u. þ.b. 46. Það era síðan einstakling-
ar sem innan þessara ramma verða
í samvinnu að fást við stjómun á
fjármunum og starfsemi. Þeir
standa frammi fyrir margs konar
þörfum og þrýstingi og svo auðvitað
verða þeir fyrst og síðast að hafa
hagsmuni sjúklinga í huga. Það er
þetta sem stjómkerfí okkar á Ríkis-
spítölum byggir á. Þetta kerfí er
auðvitað ekki fremur en önnur
mannanna verk laust við galla en
hefur þó vákið þá athygli bæði á
Norðurlöndum, Bretlandi og
Bandaríkjunum að starfsmenn
Ríkisspítala hafa verið fengnir til
að kynna og segja frá.
Við sem stjómum á Ríkisspítöl-
um munum halda áfram á þeirri
braut að reyna að móta stjómkerfi
Ríkisspítala svo að það verði hvatn-
ing fyrir starfsfólk að nýta fjármuni
sem best og dugnaður, hugvit og
atorka einstaklinga nýtist í fram-
farasókn fyrir heilbrigðisþjónustu í
landinu.
Ég vil svo að lokum óska ykkur
á Morgunblaðinu góðs árs og vel-
famaðar á ókomnum áram og vona
að þið í framtíðinni metið við okkur
á Ríkisspítölum það sem við reynum
að gera vel.
Höfundur er forstjóri Ríkisspítala.