Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 31 Dalvík: BöggvisstaðafjaJli Innheimta bæj- argjalda hefur aldrei verið betri Dalvík. INNHEIMTA bæjargjalda á Dalvík hefur aldrei verið betri en nú uni þessi áramót. A gaml- ársdag þegar skrifstofu bæjarins hafði verið lokað kom í ljós að í bæjarsjóð höfðu gjaldendur greitt 94,5% álagðra gjalda. Álögð gjöld voru kr. 43.259.743 og af þeim innheimtust 94,5%. Þar af voru útsvör og aðstöðugjöld kr. 32.607.912 og fasteignagjöld kr. 10.651.831. A árinu 1985 inn- heimtust 92,8% bæjargjalda og er því hlutfallið nú nokkru betra. Fréttaritarar. íbúum Dal- víkur fækk- ar um einn Daivík. SAMKVÆMT manntali þann 1. desember sl. hefur íbúum Dalvík- urbæjar fækkað um einn á milli áranna 1985 og 1986. Hefur því ibúum fækkað um 0,1% í bænum en að meðaltali hefur íbúum á Norðurlandi eystra fækkað um 0,6%. Alls eru íbúar Dalvíkur taldir 1339 þann 1. desember 1986. Á árinu urðu 17 bamsfæðingar, þar af 13 sveinbörn og 4 meybörn. Árið 1985 varð íbúafækkun mun meiri en þá fækkaði íbúum bæjarins um 19 manns. Fréttaritarar. Frá blysför Skíðafélags Dalvíkur Dalvík: Blysför í Dalvík. Á þrettándadagskvöld efndu félagar í Skíðafélagi Dalvíkur til blysfarar í Böggvisstaða- fjalli. 40 félagar af öllum aldri renndu sér þá niður hlíðar fjallsins í fagurlegum sveigum með logandi kyndla. Það er orðið að fastri siðvenju í starfi félagsins að fara um skíða- landið með logandi kyndlum á þrettándadagskvöld. Að þessu sinni var veður kyrrt og frostlítið og silfraður máninn lýsti upp næturhimininn. Fylgdust því Dalvíkingar vel með þessari skemmtilegu athöfn Skíðafélags- manna auk þess sem menn skemmtu sér við þrettándabrennu á Böggvisstaðasandi. Jól og áramót fóm mjög frið- samlega fram hér á Dalvík. Veðurfar hefur verið mjög gott og hefur fólk komist allra sinna ferða. Enda þótt allgóður skíða- snjór sé í skíðalandinu er ekki mikill snjór í þorpinu. Skíðalandið í Böggvisstaðafjalli hefur verið mikið notað og hafa menn komið víða að til að njóta veðurblíðunnar og útivistar. Fréttaritarar. Framboðs- listi Kvenna- listans á Reykjanesi FRAMBOÐSLISTI Kvennalist- ans í Reykjaneskjördæmi hefur verið ákveðinn. Listann skipa: Kristín Halldórs- dóttir alþingismaður Seltjamamesi, Anna Ólafsdóttir Bjömsson sagn— fræðingur Bessastaðahreppi, Sigrún Jónsdóttir þjóðfélagsfræð- ingur Kópavogi, Kristín Sigurðar- dóttir sölumaður Mosfellshreppi, Þómnn Friðriksdóttir kennari Keflavík, Guðrún Jónsdóttir líffræðingur Kópavogi, Edda Magn- úsdóttir matvælafræðingur, Selt- jamarnesi, Álfheiður Jónsdóttir nemi Hafnarfirði, Þóranna Páls- dóttir veðurfræðingur Kópavogi, Bryndís Guðmundsdóttir kennari Hafnarfirði, Jóhanna B. Magnús- dóttir rannsóknarmaður Mosfells- hreppi, Ingibjörg Guðmundsdóttir bókbindari Hafnarfirði, Guðrún S. Gísladóttir skrifstofumaður^ Garðabæ, Sigurborg Gísladóttir vökumaður Hafnarfirði, Rakel Benjamínsdóttir húsmóðir Sand- gerði, Hafdís Guðjónsdóttir kennari Hafnarfirði, Hrafnhildur Baldurs- dóttir hjúkmnarfræðingur Kópa- vogi, Jenný Magnúsdóttir ljósmóðir Njarðvík, Bima Sigurjónsdóttir kennari Kópavogi, Guðrún Lára Pálmadóttir, nemi Kópavogi, Ragn- hildur Eggertsdóttir húsmóðir Hafnarfirði og Sigurveig Guð- mundsdóttir kennari Hafnarfírði. VIÐ BJÓÐUM YKKUR VELKOMIN Á Frumsýning 16.-17. janúar nk. WJirflrGL Þórskabarett allar helgar Borðapantanir hjá veitingastjóra í síma 23335 Stórkostleg skemmtun og veisla sem munað verður eftir Stórkostlegur þríréttaður kvöldverður, meiri- háttar kabarettskemmtun með þátttöku margra af okkar þekktustu skemmtikröftum svo sem: Ragnar Bjarnason, Ómar Ragnarsson, Þuríður Sigurðardóttir, Hermann Gunnarsson auk hins frábæra Tommy Hunt, sem er lykillinn að ógley- manlegri kvöldstund. ★ Hinn frábæri söngvari Tommy Hunt skemmtir ★ Raggi Bjarna og Þuríður Sigurð- ardóttir syngja nokkur lög ★ Ómar Ragnarsson aldrei betri en nú ★ Hemmi Gunn mætir til leiks Santos-sexettinn leikur Brautarholti 20, símar 23333, 23334, 23335
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.