Morgunblaðið - 13.01.1987, Síða 31

Morgunblaðið - 13.01.1987, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 31 Dalvík: BöggvisstaðafjaJli Innheimta bæj- argjalda hefur aldrei verið betri Dalvík. INNHEIMTA bæjargjalda á Dalvík hefur aldrei verið betri en nú uni þessi áramót. A gaml- ársdag þegar skrifstofu bæjarins hafði verið lokað kom í ljós að í bæjarsjóð höfðu gjaldendur greitt 94,5% álagðra gjalda. Álögð gjöld voru kr. 43.259.743 og af þeim innheimtust 94,5%. Þar af voru útsvör og aðstöðugjöld kr. 32.607.912 og fasteignagjöld kr. 10.651.831. A árinu 1985 inn- heimtust 92,8% bæjargjalda og er því hlutfallið nú nokkru betra. Fréttaritarar. íbúum Dal- víkur fækk- ar um einn Daivík. SAMKVÆMT manntali þann 1. desember sl. hefur íbúum Dalvík- urbæjar fækkað um einn á milli áranna 1985 og 1986. Hefur því ibúum fækkað um 0,1% í bænum en að meðaltali hefur íbúum á Norðurlandi eystra fækkað um 0,6%. Alls eru íbúar Dalvíkur taldir 1339 þann 1. desember 1986. Á árinu urðu 17 bamsfæðingar, þar af 13 sveinbörn og 4 meybörn. Árið 1985 varð íbúafækkun mun meiri en þá fækkaði íbúum bæjarins um 19 manns. Fréttaritarar. Frá blysför Skíðafélags Dalvíkur Dalvík: Blysför í Dalvík. Á þrettándadagskvöld efndu félagar í Skíðafélagi Dalvíkur til blysfarar í Böggvisstaða- fjalli. 40 félagar af öllum aldri renndu sér þá niður hlíðar fjallsins í fagurlegum sveigum með logandi kyndla. Það er orðið að fastri siðvenju í starfi félagsins að fara um skíða- landið með logandi kyndlum á þrettándadagskvöld. Að þessu sinni var veður kyrrt og frostlítið og silfraður máninn lýsti upp næturhimininn. Fylgdust því Dalvíkingar vel með þessari skemmtilegu athöfn Skíðafélags- manna auk þess sem menn skemmtu sér við þrettándabrennu á Böggvisstaðasandi. Jól og áramót fóm mjög frið- samlega fram hér á Dalvík. Veðurfar hefur verið mjög gott og hefur fólk komist allra sinna ferða. Enda þótt allgóður skíða- snjór sé í skíðalandinu er ekki mikill snjór í þorpinu. Skíðalandið í Böggvisstaðafjalli hefur verið mikið notað og hafa menn komið víða að til að njóta veðurblíðunnar og útivistar. Fréttaritarar. Framboðs- listi Kvenna- listans á Reykjanesi FRAMBOÐSLISTI Kvennalist- ans í Reykjaneskjördæmi hefur verið ákveðinn. Listann skipa: Kristín Halldórs- dóttir alþingismaður Seltjamamesi, Anna Ólafsdóttir Bjömsson sagn— fræðingur Bessastaðahreppi, Sigrún Jónsdóttir þjóðfélagsfræð- ingur Kópavogi, Kristín Sigurðar- dóttir sölumaður Mosfellshreppi, Þómnn Friðriksdóttir kennari Keflavík, Guðrún Jónsdóttir líffræðingur Kópavogi, Edda Magn- úsdóttir matvælafræðingur, Selt- jamarnesi, Álfheiður Jónsdóttir nemi Hafnarfirði, Þóranna Páls- dóttir veðurfræðingur Kópavogi, Bryndís Guðmundsdóttir kennari Hafnarfirði, Jóhanna B. Magnús- dóttir rannsóknarmaður Mosfells- hreppi, Ingibjörg Guðmundsdóttir bókbindari Hafnarfirði, Guðrún S. Gísladóttir skrifstofumaður^ Garðabæ, Sigurborg Gísladóttir vökumaður Hafnarfirði, Rakel Benjamínsdóttir húsmóðir Sand- gerði, Hafdís Guðjónsdóttir kennari Hafnarfirði, Hrafnhildur Baldurs- dóttir hjúkmnarfræðingur Kópa- vogi, Jenný Magnúsdóttir ljósmóðir Njarðvík, Bima Sigurjónsdóttir kennari Kópavogi, Guðrún Lára Pálmadóttir, nemi Kópavogi, Ragn- hildur Eggertsdóttir húsmóðir Hafnarfirði og Sigurveig Guð- mundsdóttir kennari Hafnarfírði. VIÐ BJÓÐUM YKKUR VELKOMIN Á Frumsýning 16.-17. janúar nk. WJirflrGL Þórskabarett allar helgar Borðapantanir hjá veitingastjóra í síma 23335 Stórkostleg skemmtun og veisla sem munað verður eftir Stórkostlegur þríréttaður kvöldverður, meiri- háttar kabarettskemmtun með þátttöku margra af okkar þekktustu skemmtikröftum svo sem: Ragnar Bjarnason, Ómar Ragnarsson, Þuríður Sigurðardóttir, Hermann Gunnarsson auk hins frábæra Tommy Hunt, sem er lykillinn að ógley- manlegri kvöldstund. ★ Hinn frábæri söngvari Tommy Hunt skemmtir ★ Raggi Bjarna og Þuríður Sigurð- ardóttir syngja nokkur lög ★ Ómar Ragnarsson aldrei betri en nú ★ Hemmi Gunn mætir til leiks Santos-sexettinn leikur Brautarholti 20, símar 23333, 23334, 23335

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.