Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 53 Þessir hringdu . . Jólahald og fjölmiðlar 7074-4791 hringdi: Leikrit Nínu Bjarkar Arnadótt- ur, sem sjónvarpið flutti á nýárs- kvöld, hefur mikið verið til umfjöllunar að undanfömu. Ég var svo heppin að vera í jólaboði þetta kvöld þar sem slökkt var á sjónvarpinu. Aftur á móti langar mig til að þakka sjónvarpinu sérstaklega fyrir aðfangadagskvöldið. Eftir hátíðarmessu í Skálholtskirkju voru einhverjir þeir yndislegustu söngtónleikar frá London sem ég hef heyrt og komu þeir bæði mér og öð’rum á heimilinu í sannakall- að jólaskap. Svo opnuðum við útvarpið og hlustuðum á ræðu Sigurbjörns Einarssonar biskups, sem hann flutti við miðnætur- messu í Hallgrímskirkju. Ræða þessi var svo góð að mér finnst ástæða til að biðja Morgunblaðið um að birta hana ef mögulegt er. Hælt og kvartað Sverrir Sverrisson hringdi: Ég vil þakka þeim hjá Laugar- vegsapóteki fyrir frábæra þjón- ustu, sérstaklega kemur heimsendingarþjónusta þeirra sér vel fyrir marga. I annan stað vil ég kvarta vegna óáreiðanleika strætisvagn- anna sem fara um Vesturbæinn. Þeir eru sjaldan á réttum tíma, sérstaklega er þetta áberandi á milli 13 og 19. Leikrit Nínu gott Erla hringdi: Ég vil koma á framfæri þakk- læti til Nínu Bjarkar fyrir leikrit Þeir eru fáir íslendingarnir sem eru umtalaðri um þessar mundir en Nína Björk Árna- dóttir. Lesendabréfum rignir og síminn hringir, allir vilja segja sitt álit á leikriti hennar sem sýnt var i ríkissjónvarpinu á nýársdag. hennar sem sýnt var í sjónvarpinu að kvöldi 1. janúar. Einnig fínnst mér Hrafn Gunnlaugsson góður kvikmyndagerðarmaður. Mér fínnst ómaklega að þeim vegið, Hrafni og Nínu, þegar menn eru að bollaleggja um að senda þau í útleggð til Svíþjóðar. Gulleyrnalokkur tapaðist Kona hringdi: Ég tapaði gulleymalokki með skrúfugangi líklega fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnar- götu. Þetta var ll.desember. Hafi einhver fundið lokkinn þá vinsamlegast hringdu í s. 32726 eða 25000 (vinnus.). Ekkert klám Einn að austan hringdi: Ég vil þakka ríkissjónvarpinu okkar fyrir nýársleikritið og höf- undinum fyrir samninguna. Ég sá ekkert klám í verkinu, að minnsta kosti ekkert grófara en sjá má í sundlaugum að sumri til þegar hitinn stígur yfír 10 gráður. Fyrirbyggjum sjóslysin M hringdi: Eftir hin hörmulegu sjóslys nú um hátíðarnar hefur verið rætt í fjölmiðlum um óöryggi sjómanna á hafí úti. Þar kemur í ljós að ýmsu er ábótavant í þeim efnum. Einhver minntist á peningaleysi en íslenska þjóðin vill að ekkert sé sparað til að tryggja líf sjó- manna á hafinu. Það eru þeir sem færa mesta björg í þjóðarbúið. Allir eru harmi slegnir þegar frétt- ist um hetjudauða sjómannanna okkar í baráttunni við Ægi. Það eru til peningar í landinu. Var það ekki sjávarútvegsmála- ráðherra sem sagði að til greina kæmi að borga með hvaladrápinu (útrýmingarvísindunum)? Væri ekki nær að þeir peningar rynnu til slysavama? Það er þyngra en tárum taki að frétta um sjóslys sem hefði mátt fyrirbyggja með betri kunn- áttu og öryggisbúnaði. Hvítagulls- hringur týndist Kvenmaður hringdi: Þann 2. desember glataðist hvítagullshringur með grænum upphækkuðum steini í miðjunni. Sitthvorum megin við hann eru litlir steinar. Berandi hringsins fór þennan dag í Fríkirkjuna, gekk síðan þaðan að Tryggvagötu og keyrði því næst að Domus Medica þar sem hann fékk sér kaffí á kaffistofunni. Síðan var haldið að Flókagötu 63. Einhversstaðar á þessari leið týndist hringurinn. Finnandi hringi í s. 16274. Fund- arlaun. Eru Shadows til á f ilmu? Guðmundur hringdi: Mig langar til að vita hvort þeir hjá sjónvarpinu tóku upp hljómleika The Shadows á Lista- hátíðinni í sumar? Ef það var gert af hveiju eru þeir þá ekki sýndir í sjónvarpinu? Sameining bankanna leysir engan vanda Kæri Velvakandi. Nú er stefnt að því að sameina þijá banka. Verslunarbankann, Iðn- aðarbankann og Útvegsbankann. Mér fínnst þetta misráðið og vil gera athugasemd við þessi áform. Þá er fýrst að gera sér grein fýrir því hvaðan þessi hugmynd er upprunnin. Hún er runnin undan rifjum þeirra alþýðubandalags- manna og þá fyrst og fremst Lúðvíks Jósefssonar, fyrrum al- þingismanns og ráðherra. Lúðvík var einu sinni spurður að því í sjón- varpsþætti hvað hann vildi gera í efnahagsmálum og svaraði hann því þá til að hann vildi fækka bönk- um, en allir heilvita menn sjá að það leysir engan vanda. Nú ætlar ríkið að hlaupa undan ábyrgð sinni gagnvart Útvegs- bankanum, en hann er ríkisbanki eins og flestir vita. Þetta er slæmt og skapar annan vanda, meðal ann- ars stórkostlegar uppsagnir banka- manna. Sumum fínnst það ef til vill ekki saka, en mér og mörgum öðrum finnst það fráleitt. Sam- keppni milli bankanna verður minni og kreppa kemur í öll bankavið- skipti. Ég hef ekki trú á því, að þessi fyrirhugaða sameining bankanna verði til farsældar, ef af henni verð- ur, og ég skil ekki heldur að Iðnaðarbankinn og Verslunarbank- inn skuli taka þetta í mál. Þetta eru góðar stofnanir sem margir hafa sett traust sitt á. Ríkið verður að axla sína ábyrgð gagnvart Útvegsbankanum þó að það muni kosta eitthvað. Betra er að öll þjóðin taki á sig þau skakka- föll sem orðið hafa hjá Útvegs- bankanum, heldur en að einstakl- ingar og stofnanir séu látin taka þau á sínar herðar. Það kostar stundum eitthvað að Svar til Óðins Pálssonar. Jesús sagði sjálfur: Mannssonur- inn kom, át og drakk. Kristur át og drakk vín í hófí hvenær sem honum var boðið upp á það. Aðeins hatursmenn hans gerðu úr honum átvagl og vínsvelg. Það er ekki neitt rangt við það sem menn gera í hófi, og hefur aldr- ei verið. Og þó Nói drykki sig vera köllun sinni trúr, sjálfum sér samkvæmur og að axla sína ábyrgð, en ég vona að íslenska þjóðin beri gæfu til þess, og þá um leið ráða- menn hennar. Vinsamlegast, Eggert E. Laxdal, Bláskógum 5, Hveragerði blindfullan eftir að hann kom loks- ins úr örkinni fór Guð ekki að ásaka hann fyrir það. Vínneyzla hefur hvergi verið bönnuð í Biblíunni. Ég er ein þeirra sem nota vín í hófí, og hefur Guð ekki bannað mér það ennþá, og ég geri ávallt vilja hans í öllu. S.R. Haralds Hvað skyldi hafa verið i bikunun Krists og lærisveinanna þegar þeir borðuðu síðast saman fyrir nálega tvö þúsund árum? Kristur drakk vín í hófi Sérstakt janúartilboö á MITSUBISHI farsímum. Bíleiningin kostar aðeins kr. 79.980,- staðgreidd eða kr. 84.980,- með afborgunum. SKIPHOLTI 19! ^SÍMI 29800 |VM> 1ÖKUM VEL Á MÓTIÞÉR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.