Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1987 Sjómannadeilan í kjaradóm ALÞINGI hefur nú verið kallað saman til að finna lausn á kjara- deilu sjómanna og útvegsmanna eftir að upp úr viðræðum deiluaðila slitnaði aðfaranótt mánudagsins. Þá lá fyrir tilboð frá fulltrúum sjómannasamtakanna og Farmanna- og fiskimannasambands íslands um að 79% afla kæmu til skipta og skiptahlutfall miðaðist við olíu- verð. Útgerðarmenn héldu þá fast við tilboð sitt um að 73% afla kæmu til skipta, en voru sammála sjómönnum um tengingu olíu- verðs og skiptahlutfalls. Fulltrúar deiluaðila eru allir óánægðir með það, að rikisvaldið skuli með þessum hætti hafa áhrif á gang mála og telja það óeðlilegt. í dag verður lagt fram stjórnarfrumvarp til laga þess efnis að hæstiréttur skipi sérstakan kjaradóm, sem sem skili úrskurði um þau deilumál, sem enn eru óleyst, þar á meðal hlutfall afla til skipta við heimalöndun (kostnaðarhlutdeild) og hlut- fall afla, sem komi til skipta við gámasölu erlendis. Jafnframt er gert rað fyrir því, að frumvarpið feli í sér afnám verkfallsins. Bæði þessi atriði eru bundin í lögum. Upp úr viðræðum deiluaðila slitnaði eftir miklar umræður um þá tillögu sáttasemjara, að deilunni skyldi vísað til fijáls kjaradóms, skipuðum af deiluaðilum. Um þá tillögu náðist ekki samkomulag af ýmsum aðstæðum. Hér fara á eftir við- töl við forystumenn deiluaðila: Kristján Ragnarsson á fundi hjá sáttasemjara. Öskar Vigfússon: Mótmælum af- skiptum Alþing- is af deilunni Krislján Ragnarsson: Oeðlilegt er að kjaradeila sé leyst með lagasetningu „Á fundi með forsætisráð- herra í morgun, þar sem okkur var tilkynnt formlega, að ríkis- stjórnin hafi ákveðið að kalla saman Alþingi og leggja fram frumvarp til lausnar á þessari kjaradeilu, taldi ég mér skylt fyrir hönd umbjóðenda minna að koma á framfæri mótmælum við afskipti Alþingis af kjaramál- um sjómanna. Eg tel að þær yfirlýsingar, sem verið hafa í loftinu frá viðsemjendum okkar núna síðastliðinn sólarhring, að sjómenn hafi verið veikir fyrir Iagasetningu eigi sér enga stoð og vísa þeim alfarið til föður- húsanna. Sjómenn hafa áður staðið frammi fyrir lagasetningu og hafa ekki riðið feitum hesti frá því,“ sagði oskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands ís- lands. „Þess vegna er alveg fráleitt að ætla sér, eftir að við höfum lagt til að tengja olíuverð skiptahlutfalli, sem hefur verið gegn stefnu okkar undanfarin ár, að við viljum ekki semja. Við höfum lagt áherzlu á það, að allur aflinn komi til skipta, en bijótum nú blað með þessari til- lögu, það er að. hlutur okkar lækki eða hækki með breytingu á olíu- verði. Svarið var: „Við skulum láta ykkur fá 2%.“ Síðan hefur ekkert verið gert af hálfu útgerðarmanna til að reyna að ná samningum. Við gerðum okkar ítrasta til að ná lykt- um með því að leggja fram nýtt tilboð á miðnætti, sem var einfald- lega svarað neitandi. þegar við settumst að samningaborðinu, fannst okkur að við þyrftum að nota tengur til að draga út úr þeim minnstu smáatriði í sambandi við mannréttindi félaga okkar, svo sem lengingu á hafnarfríum í heima- höfn, úr 48 klukkustundum í 96 í mánuði. Það tók óhemju tíma og átök að ná þessum mannréttindum fram og svo var um flest önnur svipuð atriði, sem ekki kostuðu nokkum hlut fyrir útgerðina. Reynsla okkar af kjaradómi sem slíkum er því miður slæm og ég á enga von á því að fijáls kjaradómur hefði leitt til einhvers annars. Sátta- semjari taldi, af einhveijum ástæð- um, hentugustu leiðina til lausnar þessari deilu, að leggja fram tillögu um einhvern fijálsan kjaradóm. Innanhússtilaga frá sáttasemjara lá Morgunblaðið/Árni Sæberg Óskar Vigfússon kemur á fund hjá sáttasemjara á sunnudags- kvöldið ekki fyrir, sáttatilaga hans ekki heldur. Auðvitað kokgleyptu út- gerðarmenn þessa tillögu, nema því aðeins að hún hafi legið í huga þeirra allan tímann. Við töldum okkur ekki hafa neitt umboð til að ávísa kjaramálum sjómanna út í bæ. Það hefði verið fráleitt af okkar hálfu að gefa kost á einhveiju slíku. Ennfremur bendi ég á í sambandi við fijálsan kjaradóm, að megin deilan felur í sér lagabreytingu. Getur Alþingi leyft það að ein- hveijir úti í bæ séu að fjalla um iagasetningu Alþingis og segja til um hvernig hún eigi að vera? Við höfum slæma reynslu af lagasetningum, en hins vegar vil ég benda á, sem smá ljósglætu, að við fáum tækifæri til þess, þegar Alþingi er kallað saman, til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri við ALþingismenn," sagði Óskar Vig- fússon. „RÍKISSTJÓRNIN tilkynnti okkur í morgun að þing yrði kallað saman og þar yrði stefnt að því með sam- komulagi við stjórnarandstöðuna að ljúka afgreiðslu málsins á morg- un, sem fælist í því að hæstarétti yrði gert að skipa gerðardóm, sem úrskurðaði um þau deiluatriði, sem stóðu í vegi fyrir samkomulagi. Mér finnst mjög óeðlilegt að til þess þurfi að koma að kjaradeila sem þessi sé leyst með lögum. Mér finnst að þeim, sem stofna til deil- unnar, beri skylda til að leita úrlausnar og semja um niður- stöðu,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ. „Tilefni þessarar deilu var alltaf mjög óraunhæft. Sjómenn höfðu feng- ið launabætur í formi fiskverðsbreyt- inga líkt og aðrir launþegar. Á síðastliðnu ári voru tekjur þeirra hlut- fallslega hærri en annarra atvinnu- stétta og það hlutfall var það hæsta, sem þeir hafa haft. Þess vegna voru tekjur þeirra góðar og allt bendir til þess, að þær muni verða góðar á þessu ári miðað við hliðstæð aflabrögð. í byijun formuðu sjómenn kröfur sínar á þeim grundvelli að þeir ættu eitt- hvað inni hjá okkur frá árinu 1983, sem reyndist svo rangt og Þjóðhags- stofnun taldi að þeir hefðu fengið þetta bætt með ýmsum hætti. Staða sjómanna, sem betur fer, var mjög góð og þess vegna var með ólíkindum að þeir skyldu stofna til svo harðvígu- grar deilu, sem þessarar. Svo virðist að forsvarsmenn sjó- menna telji þetta einu leiðina til lausnar málsins og við viljum ekki leggjast gegn því því markmiðið sem stjórnvöld setja sér með lausn deilunn- ar vegna þessa alvarlega ástands, sem nú ríkir bæði innan lands og á mörk- uðum erlendis, svo sem í Bandaríkjun- um, sem er einn mikilvægasti markaður okkar. Þess hljótum við að taka tillit til og sætta okkur við þær niðurstöður, sem út úr þessu máli koma. Ég vil minna á það að lögin um skiptaverðmæti voru sett í apríl síðastliðið vor og tóku gildi í maí með fullu samkomulagi allra deiluaðila og breytingar, sem hafa átt sér stað síðan eru nánast engar. Mér fmnst þetta einkennilegt miðað við það víðtæka samkomulag, sem tókst í vor um nið- urfellingu sjóðakerfís sjávarútvegsins og lögbindingu skiptahlutfalls að beiðni allra aðila. Ég hef aldrei skilið ástæðuna fyrir þeirri breytingu, sem orðið hefur síðan þetta samkomulag náðist,“ sagði Kristján Ragnarsson. Guðjón A. Kristjánsson: Fáum aldrei frið fyrir lagasetningum „SJÓMENN eru að verða anzi langþeyttir á lagasetningum Al- þingis í kjaradeilum okkar við útgerðarmenn. Þegar við erum farnir að ná þrýstingi á útvegs- menn, gripa stjórnvöld til þess, að setja á okkur lög og eyðileggja þar með kjarabaráttuna fyrir okkur. Við höfum alltaf komið illa út úr lagasetningum Alþingis og það var augljóst að útvegsmenn treystu betur á ákvörðun Alþingis, því þeir vildu ekki ræða við okkur, þó við værum stöðugt að nálgast þá. Öllum tillögum var svarað neit- andi og hætt að ræða mál, sem voru komin á góðan rekspöl. Við teljum að útvegsmenn hafi beinlin- is viljað að þetta færi svona,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands, á blaðamannafundi í gær. A fundinum rakti Guðjón gang mála og gat þess, að sjómenn hefðu teygt sig svo langt að leggja til ákveðna tengingu olíuverðs við hlut- fall kostnaðarhlutdeildar af heildar- aflaverðmæti miðað við að 79% aflans kæmu til skipta. Útvegsmenn hefðu hins vegar skellt skollaeryrum við því og ekki viljað ræða málið. Á sunnu- dagskvöldið hefðu útvegsmenn síðan viljað leggja málið í gerðardóm skip- aðan af deiluaðilum og eftir það hætt að ræða um mál, sem komin hefðu verið á góðan rekspöl. Tilboðið um tengingu olíuverðs og skiptahlut- falls hlyti að teljast mjög stórt skref í átt til samkomulags, þar sem sjó- menn hefðu til þessa talið að útgerðin ætti að sjá sjálf um sinn kostnað. Þrátt fyrir þetta hefðu útgerðarmenn haldið sig við fyrra tilboð um 2% hækkun á skiptahlut. Guðjón benti einnig á það, að við slðustu verðákvörðun á þorski, hefði frádráttur fyrir hvem físk umfram 20 í 100 kílóum, aukizt þannig að í raun kæmi lítil eða engin hækkun á þorsk í afla togara og jafnvel lækk- un. í ofanálag ætluðu útgerðarmenn sér svo að lækka hlut sjómanna við sölu fisks í gámum erlendis, en sam- kvæmt tilboði þeirra, lækkaði hlutur sjómanna, jafnvel þó verð erlendis yrði 90 krónur á kfló. Guðjón sagði, að á fundi ráðherra á mánudagsmorgun hefði hann mót- mælt því, að Alþingi gripi inn í deiluna. Hann teldi að hægt hefði verið að leyssa málin, hefðu menn fengizt til að tala saman og þá ætti hann sérstaklega við tregðu útgerð- armanna til viðræðna við FFSÍ í desember áður en verkfall var boðað. Að Hafþórsmálinu undanskildu hefðu allar tilraunir til samkomulagt slitnað á óbilgimi útgerðarmanna, en aug- ljóst væri að með henni hefðu þeir ætlað sér að láta ríkið leysa deiluna í trausti þess, að þeir kæmu betur út úr því. Guðjón sagði, að í ljósi reynslunnar hefði það verið sjómönn- um hagstæðara að beina málinu til sérstaks gerðadóms en Alþingis, en enginn samninganefndarmanna hefði talið sig hafa umboð til að sam- þykkja það. „Við fáum aldrei frið fyrir stjómvöldum til að leysa okkar mál, um leið og einhver þrýstingur er kominn á útgerðina, grípa stjóm- völd inni. Sjómenn fara því að verða anzi langþreyttir á lagasetningum. Við erum hins vegar löghlýðnir og munum fara að lögum. Þessi aðferð og mál allt verður hins vegar ekki til þess, að menn verði ánægðir með sinn hlut. Það verða hugsanlega þung sporin hjá mörgum um borð, en við munum ekki beita okkur fyrir upp- sögnum. Það hefði örugglega verið hægt að ná saman með því að báðir gæfu eftir, þannig ganga þess mál venju- lega. Við getum bent á það, að fyrirhugaður olíuskattur fjármálaráð- herra hefði orðið um 400 milljónir króna á útgerðina. 1% hækkun á skiptahlutfalli þýðir 50 milljónir króna tekjutap fyrir útgerð á ári. Ráðherra hætti við skattinn til að liðka fyrir samningum. Þar heldur útgerðin þessum 400 milljónum, sem samsvara kostnaði við að hækka skiptaverðið um 8 prósentustig, úr 71% í 79%. Með þvf yrði hún skilin eftir með 6% hagnað af tekjum miðað Morgunblaðið/Einar Falur Frá blaðamannafundi Farmanna- og fiskimannasambands íslands. Talið frá vinstri: Guðjón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ, Steingrímur Þorvaldsson, skipstjórafélaginu Ægi, Ragnar G. D. Hermannsson, formaður Skipstjórafélagsins Öldunnar, Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Islands, Þórður Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Oldunnar, Gísli Skarphéðinsson, formaður Bylgjunnar á ísafirði, Kristján Ingibergsson, formaður Vísis í Keflavík, Margrét Gísladótt- ir, skrifstofustjóri Vélastjórafélags Islands, Ingvi Einarsson, formaður Kára í Hafnarfirði og Skafti Skúlason, formaður Sindra á Austurlandi. við 6% ávöxtun fjármagns," sagði Guðjón A. Kristjánsson. Þórður Sveinbjömsson, fram- kvæmdastjóri Öldunnar, sagði, að þegar verið væri að tala um fískskort í vinnslunni og á erlendum mörkuð- um, virtust menn gleyma því, að nánast öll skip, sem nú væru að veið- um, seldu aflann ferskann erlendis. Þar sem fískvinnslan ætti í mörgum tilfellum hlut í þessum skipum, fynd- ist sér það skjóta skökku við, að kvarta undan fískleysi, en selja fisk- inn síðan ferskann erlendis. Ragnar G. D. Hermannsson, for- maður Öldunnar, sagði að þeir hefðu vonazt til að ná samningum áður en samningar yrðu lausir um áramótin. Útgerðarmenn hefðu hins vegar dregið lappimar, en hefði svo ekki verið, væri óvíst að þessi deila stæði nú, Ingvi Einarsson, formaður Kára, benti á það, að olíuskattur fíármála- ráðherra hefði verið felldur niður og það hefði átt að greiða fyrir lausn deilunnar. Þessi fyrirhugaða skatt- heimta sýndi, að fleiri en sjómenn teldu útgerðina aflögufæra. Kristján Ingibergsson, formaður Vísis, sagði, að félagar sínir í Keflavík tryðu því ekki, að núverandi og verð- andi alþingismenn Suðumesja ætluðu sér að setja lög á sjómenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.